Þjóðviljinn - 13.02.1940, Side 2
Þriðjudagur 13. febr. 1940.
ÞJÖÐVILJINN
þjðmnuinii
Otgefandi:
Sameiningarflokkur a'þýðu
— Sósíalistaflokkurini:.
Bitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Ritstjórn:
Hverfisgötu 4 (Víkings-
prent), sími 3.’70
Afgreiðsla og aoglýsingaskrif-
stota: Austuratrœti 12 (1.
hœð) sizni 2184.
Askriftargjald & m&nnfii:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.50. Annarsstaðar á land-
inú kr. 1,75. I lausasölu 10
aura e'ntakið.
Víkingsprent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2564.
„Mínír menn
Það eru ekki talin stórtiðindi þó
Héðinn Valdimarsson leggi grund-
völl að stjórnmálaflokki, eða öllu
heldur grundvöll að atkvæðasmöl-
un handa sjálfum sér fyrir næstu
Alþingiskosningar. Til þess að
geta talizt til stórtíðinda er til-
raunin alltof vonlaus, alltof mikið
fálm.
Sannleikurinn er líka sá, að
menn brosa aðeins góðlátlega þeg-
ar þeir heyra um þessa tilraun tal
að, svo fer að minnsta kosti þeim
mörgu, sem er persónulega vel við
Héðinn, þeim þykir leiðinlegt að
hann geri sig sekan um þann
barnaskap, sem fram kemur í allri
hans leit eftir flokki, sem sé við
hans persónulega hæfi. En því má
ekki gleyma, að með þessu brölti
getur hanp þó gert nokkurt ógagn
og við því þarf að gjalda varhuga.
Eins og öllum er ljóst, þá hafa
afturhaldsflokkarnir tveir, Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn, hvor sitt málfundafélag
meðal Dagsbrúnarverkamanna.
Þessi félög eru notuð fyrir áróð-
urstæki fyrir flokka þessa við all-
ar kosningar innan félagsins, og
þarmeð er þeirra starf upptalið.
Það liggur nú í hlutarins eðli,
að þeir menn sem andvígir eru aft
urhaldsflokkunum og yfirráðum
umboðsmanna atvinnurekenda í
Dagsbrún, verða að standa saman
sem einn maður til þess að hrinda
þessum yfirráðum, og gera félagið
aftur að stórveldi í stéttabarátt-
unni.
Þetta virtist Héðinn Valdimars-
son skilja fyrsta daginn eftir kosn
ingaósigurinn, og þá vildi hann
stofna félag fyrir alla þá Dags-
brúnarmenn, sem andvígir eru nú-
verandi stjórn og stjómarstefnu
innan Dagsbrúnar.
Ekkert sýndist vera þvi til fyr-
irstöðu, að slíkt félag yrði mynd-
að. Menn minntust þess að Héðinn
hafði margsinnis lýst því yfir um
það leyti sem hann fór úr Sósíal-
istaflokknum, að milli sin og
flokksins væri enginn ágreiningur
um innanríkismál. Menn minnt-
ust þess ernifremttr, aS með Héðni
og sósíalistum var fullkomin og
góð samvinna við stjómarkosning
amar í Dagsbmn, enda var það
ekki nema rökrétt afleiðing af því
að i innanlandsmálum, og þar með
talin verklýðsmál, var enginn á-
greiningur milli hans og flokks-
ins.
Þegar eftir að hinn fyrri stofn-
fundur hins umrædda Dagsbrúnar
félags var haldinn, lét Héðinn,
Guðmund ó. Guðmundsson gera
þá uppgötvun, að ekki væri hægt
að vinna með „kommúnistum” að
þessum málum. Af skiljanlegum á-
stæðum láðist G. Ó. G. að færa
fram dæmi þessu til sönnunar.
Skáldalaun i Akrahreppi
Haf þú nú Akra~hreppur, grey!
heíla þðkk fyrir medferdína
Bólu«H)álmar
i.
Látið skáld er dýrsta eign þjóð-
ar sinnar. Það er jafn ánægjuleg
hugarþreyting fólgin í því að
fylgja stórskáldi til hinnstu hvíld-
ar, og tjá því ást og aðdáun þeill-
ar þjóðar, eins og það getur vak-
ið uggvænt hjartastríð að takast
á hendur þá ábyrgð að meðhöndla
það að verðleikum í lifanda lífi.
Dáið skáld er hægt að krýna
öllum þeim heiðri, sem peningar
fá borgað, — jafnvel þótt það hafi
sagt óþægilegan sannleika, sem
ekki verður umflúinn, þá er ráð
að skýla þyrnunum með því að
benda réttilega á það höfuðein-
kenni hvað ilmur rósanna var un-
aðsþrunginn. Ef veðrin hafa geys-
að fram á síðustu stund, er gott
að fá nokkurra áratuga stormahlé,
en þá er líka óhætt að halda minn-
ingarhátíð þar sem hrós andstæð-
inganna er ofið í svo fagurbúinn
gerviblómakranz, að hann hylji
grátperlurnar, sem í fátækt sam-
hyggjendanna hrundu á stirðhögg-
inn bautastein við burtför skálds-
ins. Úrvalsrit eða heildarútgáfa í
skrautbandi er tilvalið minningar-
hrós. Þar er gyllingin svo við-
kvæm, að fólk, sem á annað borð
hefur nokkurn fegurðarsmekk,
fær sig naumast til að meðhöndla
slíka kjörgripi nema rétt við ein-
Sá er einn helztur ljóður á Héðni
Valdimarssyni, bæði sem stjóm-
málamanni og manni, að honum
er mjög tamt að tala um „sína
menn” og liggur þá jafnan í orð-
um hans, að „sína menn” eigi
hann með húð og hári. En þessi
ljóður á ráði Héðins hefur þó orð-
ið til þess að hann kefur eignazt
lítinn hóp lítilla manna, og er
Guðmundur Ö. þeirra kunnastur.
Þessu er hér skotið fram til
þess að gefa skýringu á því fyrir-
brigði, að Héðinn getur látið Guð-
mund gera hinar furðulegustu
skyndiuppgötvanir, sem eru þess
eðlis, að vel gefnir og nokkurs
metnir menn vilja síður láta sín
við þær getið.
Þegar allt þetta er athugað, er
augljóst að Héðinn ætlar að nota
^sína menn” innan Dagsbrúnar, til
þess að leggja grundvöll að stjóm
málaflokki, er geri tilraun til þess
að lengja hans pólitíska líf. Að
sjálfsögðu er Héðinn að því sjálf-
ráður þó hann geri vonlausa til-
raun til að stofna flokk með „sín-
um mönnum”, en skemmtilegast
væri fyrir hann að ganga grímu-
laus að því verki og gera það ekki
á kostnað þess verkalýðsfélags,
sem hann hefur lengi og vel unnið
fyrir.
Dagsbrúnarmenn munu ótrauðir
halda áfram að vinna að því að
stofna sitt félag til þess að koma
stéttarfélagi sínu á réttan kjöl að
nýju, þar munu allir þeir verka-
menn vinna saman sem andvígir
eru núverandi stjóm félagsins og
stefnu hennar.
Ekki er vitað hvort Héðinn leyf
ir „sínum mönnum” að starfa í
þessu félagi, en víst má telja, að
þeir sem hafa gengið með Héðni
og mönnum hans sakir meðaumk-
unar einnar saman, muni starfa í
því, sem stéttvísir og góðir dreng-
ir.
stök tækifæri. Hitt er óneitanlega
ánægjulegt að ‘sjá heilar raðir
þessara fallegu bóka, í vönduðum
skáp, blasa við sjónum hvers
manns, er stígur fæti inn á heim-
ilið. Það fer ekki hjá því að
smekkvísi eigandans verði endur-
goldin með viðurkenningu um
hann — og ef til vill skáldið líka.
Eða hvað segja menn um þá
hugmynd að draga alla látna ís-
lenzka höfunda í eina spyrðu „t.
d. 8 bindi af því bezta, sem kveð-
ið hefur verið á íslandi og þá má
auðvitað ekki gleyma Passíusálm-
um Hallgríms Péturssonar, ö-hö”.
Jú, þetta mundi verða hæfilegur
línufjöldi fyrir sannleikann — því
auðvitað yrði öllu öðru sleppt.
Það eru sem sé óteljandi leiðir,
sem hægt er að fara til þess að
auka hrós og virðingu látinna
skálda, að ógleymdri, þeirri síð-
ustu, sem áreiðanlega er bending
frá göfugri sál, — að velja jarð-
sjónir og þroskaviðleitni mann-
anna byggist á. En slíkir eiginleik
ar eru það sem gera stórskáld
hættuleg rikjandi yfirstétt.
Alþýðan hefur hinsvegar jafnan
haldið allri sinni sálarró vegna
skáldanna. Þær hugarhræi'ingar,
sem þau í fyrstu valda henni eru
oft skyldar varhyggðinni, sem
reynslan hefur kennt henni að
sýna nýjum liðsmönnum. ötta-
laus sér hún þá hverfa af vett-
vangi baráttu sinnar, — veit að
þeir tóku hærra boði, en hún verð-
ur fáu rúin. Hitt skilur hún að
hver liðhlaupi er henni töf og því
fremur, sem hann kunni betur að
valda góðum vopnum. En nýtt
skáld er henni jafnan uppspretta
nýrrar vonar — vonar, sem -únnig
styðst við reynslu hennar: að
mikið skáld og mikill sannleikur
eru förunautar.
m.
Valdastéttin á Islandi hefur
orðið mjög fjölþætta reynslu í
meðferð skálda. Þessir vandræða-
menn hafa alla tíð verið henni
mikið áhyggjuefni, sem kostað
hefur bæði fé og fyrirhöfn að
Eftír Sfefán 0gmundsson
neskum leifum þeirra legstað á
helgasta bletti landsins: Þingvöll-
um, á meðan allur þorri lands-
manna verður að gera sér að
góðu að bíða dómsdags suður í
Fossvogi eða á viðlika skemmti-
legum stöðum.
Það hefur löngum verið þyrnir
í'augum ýmsra þeirra, sem tekizt
hefur að halda sig í verðugri fjar-
lægð frá almúganum í lifanda lífi,
að allir væru jafnir í dauðanum,
en nú hefur þetta vandamál einn-
ig fengið viðunandi lausn. Að vísu
er hætt við að skáldunum okkar
hefði fundizt það all ömurleg til-
hugsun að verða loks skildir
þannig frá fólkinu, sem þeireyddu
æfi sinni til að halda uppi sem
nánustu sambandi við. En hvað
um það. Heiðurinn er ótvíræður.
n.
Lifandi skáld er eitt mesta
vandamál „þjóðar” sinnar. Það er
líkast höfuðskepnunum, sem fáa
rennir grun í hvort verði mönnum
hliðhollar eða valda muni tjóni.
Það vekur óróa í hjarta og trufl-
un á taugum, — og þá auðvitað
fyrst og fremst þeirra, sem eitt-
hvað eiga í húfi.
Það er rétt eins og teningskast,
hvort upp koma hinir mörgu depl-
ar miðlungsmannanna, sem venju-
lega eru boðstólavara velbjóðandi
yfirstéttar, eða hinir fáu afburða-
menn, sem telja það hlutverk sitt
að gegnumlýsa samtíðina og
benda á veilurnar, sem þjóðfélag-
inu getur stafað hætta frá. En það
getur auðvitað orðið ýmsum
drjúgur skildingur, þegar rödd
þeirra sameinar v"’ja megin-
hluta þjóðarinnar, krefst birtu og
opinna dyra, þar sem áður var
dimmt og.lokað, en ferskra vinda
í stað lognmollu og draumskýja á
hverju auga.
Þótt það skipti vissulega miklu
máli hverjum hæfileikum skáldið
er búið, verður hitt þó eigi síður
þungt á metunum, hvaða svigrúms
það krefst hlutverki sínu. En það
verður ætíð prófsteinn á list
skáldsins hvort alþjóð manna fyrr
eða síðar finnur í boðskap þess
þann sannleikskjama, sem hug-
glíma við. Fyrr á öldum gi ttust
þeir við hana með því að yrkja
brunavísur og afmorskvæði, þegar
þeir áttu að sitja yfir sálmasmíð-
um eða þegja. Ýmsir gerðust svo
djarfir að lauma frá sér hnyttn-
um stökum, er sveigðu að ávirð-
ingum manna, sem vegna stöðu
sinnar í þjóðfélaginu eða nálægð-
ar við almættið voru friðhelgar
persónur. Eftir því sem stundir
liðu magnaðist þessi ófögnuður
svo í landi voru að skáldin tóku
sjá’fa valdstjómina til yfirvegun-
ar og það sem henni var allra
helgast: trúarbrögð hennar og
þ jóðskipu lagsf orm.
Eins og dæmin sýna 1 efur
skáldunum orðið æði mjög áeengt,
þar sem þeir að lokum eru lög-
giltir sem einir helztu andans
menn þjóðarinnar og styrk'.r af
opinberu fé eru látnir renna til
þeirra, siarfsemi þeirra er gírð að
auglýsingavöru á erlendum vett-
vangi og þjóðin stimpluð bók-
menntaþjóð.
En er þessum málum þá ekki
þannig nomið fyrir ósvífna á-
gengni skáldanna sjálfra, jafn-
framt góðmennsku eða linleskju
yíirvaldanna, sem hafa átt að
standa virðinn?
Eftir 'nýjustu upplýsingum að
dæma verður ekki annað skii'ð en
að þeir menn, sem „vilja láta
kalla sig andans menn” hafi verið
látnir stiga skör framar en þjóð-
hollusta valdhafanna hafði rétt til
að ieyía þeim.
Æðsta höfuð menntamálanna í
landinu hefur nú komið auga á
það hvíiik hætta er búin la> di og
þjóð, ef flóttinn undan ,sníkjulýð’
skáldanna verður ekki stöðvaður.
Það hncss á að falla í skaut núlif-
andi kynslóðar að bæta fyrir brot
feðrar.na og hnekkja valdi og á-
hrifum hinnar „nýskipulögðu her-
deildar, sem kallaðar eru „grenja-
skyttui ”. Nafnið mun valið með
tilliti til þess að skáldin hafi nú
með alveg sérstökum krafti hafið
sókn á innsta véhring yfirvald-
anna, Alþingi, sem í augum nafn-
gefandans og þá væntanlega skáld
anna sjálfra, er holgrafið greni,
þar sem refir búa, er beita verður
bellibrögðum til að svæla fram £
dagsljósið og gera þá óskaðlega
lífsafkomu og menningarskilyrð-
um fólksins í landinu.
En það er ekki refur, ef slægð-
ina vantar, og því voru tvö op á
sama greni. Enda tókst skolla að
sleppa og grafa um sig á nýjum,
torsóttari stað, fjær almannaleið.
Staðurinn liggur hátt, með yfir-
sýn út á mosaþembur verðleik-
anna, ágætlega fallinn til leyni-
starfa og ráðabruggs um það,
hvemig bezt verði hrundið þeim
leiðarmerkjum sem hæst bera.
Nafn staðarins felur í sér töfra —
slika sem óskasteinn, er enginn
hefur séð, — og heitir Mennta-
málaráð.
En nú var eftir að rusla upp í
refsivandahaugnum og finna
vopnin sem við áttu. Gömlu að-
ferðirnar voru náttúrlega góðar
og gildar: Kaghýðing og sultur;
en fólkið var orðið spilltara, það
mundi ekki þola líkamlega refs-
ingu skálda sinna fremur en síns
eigin likama, og á meðan prent-
jfrelsi var í landinu mundi það
kaupa bækur skáldanna. En sult-
urinn var þó athugandi leið. Hún
átti sér fjölda dæma um mjög
góðan árangur. Auk allra þeirra,
sem sveltir voru til þess að verða
ekki skáld, urðu menn eins og t.
d. Jónas, Bólu-Hjálmar, Sigurður
Breiðfjörð og Gestur mjög hæfi-
lega soltnir til þess að verða ekki
gömul skáld — og Þorsteinn fékk
sinar sex hundruð krónur. 1 út-
löndum eru pyntingarfangar vafð-
ir ábreiðum til þess að koma í veg
fyrir ytri einkenni þess að þeir
voru barðir til dauða. 1 Rússlandi
eru svona menn „umsvifalaust
drepnir, oft að undangengnum
nokkrum þjáningum”. En þó að
þetta sé bæði fljótvirk og töluvert
eggjandi aðferð, þá er ekki þor-
andi að segja annað, en hér verði
„engri slíkri harðneskju beitt”.
En þá var hin nýtizkari leið:
að kaupa og kjassa. Það hafði til
dæmis sýnt töluverðan árangur að
egna fyrir skáldin með góðum em-
bættum, styrkjum, eða t. d. góm-
sætri prófessorsnafnbót. En þetta
var bara enganvegin einhlítt,
því svo einkennilega bar til að þeir
sem minnstir voru að manngildi
þurftu endilega að álpast í gildr-
una, svo enn þá var haldið opinni
„langhættulegustu áróðursleið
byltingarsinnanna, en það er.
skáldskapur og bókagerð”, og það
var því engin furða þótt skolla.
þætti það hart „að það unga þjóð-
félag, sem Islendingar hafa verið
að reisa siðan 1874” þyrfti „að hafa
á óhreyfanlegum landssjóðslaun-
um þá menn, sem nota meginorku
sína til að gera að engu allt þjóð-
nýtt og þjóðbætandi starf landa
sinna”.
Þannig er málunum þá komið,
þegar upp kemur sú hugmynd að
samræma hina gömlu og sígildu
sultaraðferð annarri yngri — að
skipuleggja heimskuna undir yfir-
skyni upplýsingar- og menningar-
starfsemi. Hinn glæsilegi menning-
arviti Péturs þríhross er í sköp-
un, og höfuðfjandi eiganda. Svið-
insvíkureignar, er mæltur svolát-
andi orðum: „Þú sem kallar þig
skáld, ég er kominn hingað til að
segja þér, að þú ert ekki fram-
ar neitt skáld. Þú ert klámskáld,
guðlastari og sorakjaftur, sem
eitrar hugarfar æskulýðsins. Of
lengi er ég búinn að þola edjód og
rottu eins og þig. Eg hef fyrirgef-
Framhald á 3. síðu.