Þjóðviljinn - 29.10.1940, Page 3
P J O Ð V 1 L J I N N
Þriðjudagur 29. október 1940
jEinkamáP S. I. S.
Þjóðviljinn hefur lofað því að skýra við og við frá nokkrum
„einkamálum” S. 1. S., sem eru þess eðlis, að flcstum mun finn-
ast, að þau varði þær 16 þúsundir manna, sem mynda S. 1. S.
Hér kemur einn kafli þessara „einkamála”.
Motto:
„Framsóknarmenn, munið fundinn í Samvinnuflkólanum í
kvöld” (þannig birt í hádegisútvarpinu fyrir nokkrum dögum).
Rekstursreikningur Samvinnuskólans.
31/i2 193
T e k j u r :
Innborguð skólagjöld o. fl...................... 6088,45 kr.
Ríkissjóðsstyrkur .............................. 5000,00 —
1108,45 —
G j ö 1 d :
Kennaralaun .................................. 20 224,00 kr.
Húsaleiga, hiti, ljós, ræsting ............... 6 716,64 —
Skrifstofukostnaður ........................... 1135,02 —
Viðhald áhalda .................................. 694,50 —
Auglýsingar .................................... 127,00 —
Ýmislegt ........................................ 442,50 —
I --------------
29 339,68 kr.
Tekjuhalli 18253,23
Samkvæmt þessum reikningi hafa samvinnumenn aurað saman
18 253,23 kr. til þess að haJda uppi flokkskóla fyrir Framsóknar-
flokkinn.
Það eriekki furða þó stjóm S.I. S. vilji að slíkar ráðstafanir séu
„einkamál”, en það má hún vita, að slíkt verður ekki einkamál til
lengdar. Samvinnumenn munu krefja hana reikningsskapar.
Súpukjöf úr 2,42 kr, í 2,65 kr.
Lærakföf 2,60 kr. í 3,00 kr,
Ennþá einu sinni hækkar kjötið, og ástæðan er talin sú, að
nú sé farið að selja fryst kjöt og bætist þá frystihússgjald við kjöt-
verðið. I fyrra var kjötverðið eftir að frysta kjötið kom á markað-
inn 1,60 kr. kg. súpukjöt, en 2.00 kr. lærkjöt, og nemur því hækk-
unin 50% á lærkjöti, en 60% á súpukjöti.
band, með fullkomnu jafnrétti og
lýðræði innan sinna vébanda, og
þetta samband og hin einstöku fé-
lög þess verður að þurrka þræla-
lögin út, til þess hefur það mátt
ef það vill.
Af þessu er ljóst, að enn á að
halda áfram á sömu brautinni,
hvað verðlag og kaupgjald snert-
ir, verðlagið heldur áfram að
hækka einnig á þeim vörnrn, sem
eru háðar verðlagsákvörðun-
inn opinberra nefnda, og raunar
hvað helzt á þeim.
Rétt er að taka enn þá einu
sinni fram, að bændur muni ekki
ofhaldnir af því verði, sem þeir fá
fyrir kjöt og mjólk, en hver ný
hækkun á þessum afurðum gefur
réttmætt tilefni til að átelja harð-
lega það stéttarlega ranglæti, sem
framið er gagnvart launþegunum,
— verkamönnum og öðrum lág-
launastéttum — þar sem þeim er
bannað með lögum. að hækka
kaup sitt, meðan neyzluvörumar
hækka í verði eins gifurlega og
raun ber vitni um.
Þetta er bending til verka-
manna um að þeir verða að slíta
þá fjötra ,sem nú hefta þá og sam
tök þeirra. Þeir þurfa að koma því
til leiðar, að þegar ákvæði gengis-
laganna um kaupgjald falla úr
gildi, — en það verður sem kunn-
ugt er um næstu áramót — komi
engin þrælalög í þeirra stað, held-
ur fái verkalýðsfélögin fullkomið
frelsi til þess að gera samninga
um kaupgjald, eins og þeir geta
fengið þá hagstæðasta á hverjum
tíma.
Þetta geta verkalýðsfélögin, ef
þau aðeins þurrka út innan sinna
vébanda allar deilur um stjórn-
mál, 'en snúa sér einhuga að hags-
munabaráttunni, á stéttarlegum
gmndvelli.
1 haust verða verklýðsfélögin
aO SdXílGiHaúi- x Oiwu vcrÁaijv/MMc;—
Hvað bíðnr verkalýðsins
ei anðvaldsskipnlagið
heldnr áfram að vera til?
"I'i
’TÍLKYM/NC
St. Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld
kl. 8. 1. Inntaka nýliða. 2. Skýrsla
hlutaveltunefndar. 3. Kosning em-
bættismanna. 4. Erindi: Hr. Sig-
urður Magnússon löggæzlumaður.
5. Saga G. K. — 6. ? ? ? ?
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, viskípela, glös og
bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaða-
stræti 10. Sími 5395.
Daglega nýsoðin
S VIÐ
Kaffistofan-
Hatnarstræti 16.
SafnlA ðskrifendsn
♦*•♦*♦**« »!**•*
Það er nú að skapast stétt tnillj-
ónamæringa með þjóð vorri. Ef
enn heldur svo áfram um nokkra
hríð, sem nú hefur verið, að auð-
mannastétt þessi græði 2—3 millj-
ónir króna á mánuði, þá verður
þjóðfélagsástandið á Islandi þannig,
þegar fyrir striðsgróðann tekur að
nokkrir milljónamæringar sitja uppi
með tug-milljónaeign, öll helztu
framleiðslutæki landsins (togara,
flutningaskip og vélbátaflota) og
eru einnig búnir að kaupa upp
helztu áhrifatækin í stjómmálunum
(Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarem
bættislýðinn, AlþýðufLokksbroddana
— ef þeim finnst það borga sig —
og ráða þar með blöðum þessara
flokka og flokkstækjum).
Strax og þeíssari niilljónamæringa
stétt finnst það ekki lengur borga
sig að gera út, þá stöðvar hún út-
gerðina. Bankamir ráða nú miklu
minna yfir hermi en áður. Þegar
Kveldúlfur & Go. ættu að fara að
tapa sínum eigin peningum með því
að gera út, en ekki bankanna og
þjóðarinnar eins og áður, — þá
verða þeir vafalaust harðvítugri um
að heimta að allt sé „látið bera sig“
og ekki mun vanta að Jónas & Co.
taki vel undir það að vanda.
Strax og stríðinu — eða striðs-
gróðatimabilinu — lýkur, tekur við
hin ægilegasta kreppa, að undan-
skildu örstuttu brasktimabili rétf
eftir það, — þ. e. a. s. ef auðvalds-
9kipulagið á annað borð lifir stríÖ
þetta af.
Verkalýðurinn sér þvi fram á
það að fá að þræla til að skapa
milljónagróða handa skattfrjálsum
bröskumm og hætta jafnvel lífi
sinu til þess, eins og sjómennimir
daglega gera, — en vera svo kastað
út á kaldan klakan strax á eftir,
— togaramir bundnir, ónýtir eða
á mararbotni, — vélbátafLotinn rek-
inn með stórkostlegu tapi, sem
mest lendir á sjómönnunum vegna
hlutaráðningarinnar, en fiskbraskar-
arnir kenna það markaðsvandræð-
um og verðhmni, — meginið af öll
um iðnaðT og atvinnu dregst svo
með í kreppu þessa eins og að
vanda lætur. En mútublöð milljóna-
mæringanna myndu aðeins sjá eima
leið: meiri laimalækkun, áframhald
andi skattfrelsi fyrir utgerðina, svo
hún ekki eyddi öllum stríðsgróð--
anum (!) Jónas myndi skrifa lug
nauðsynina á lífsvenjubreytingu —
hjá vinnandi stéttunuim, — og að
„allt verði að bera sig“ hjá yfir-
stéttinni. Og þjóðstjómarkfíjkan
myndi herða á tökum sínum á fólk
inu nýjum „Finnagöldrum” þjóðremb
ingsins yrði upplogið, til að fram-
kvæma einræðisfyrirætlanir millj-
ónamæringanniá í skjóli þeirra. Df-
sóknirnar gegn verkalýðssamtökun-
um og fLokki þeirra, SósíalistafLokkn!
um, myndu komast í algleyming,
undir yfirskyni „lýðræðis og þjóð-
ernis“.
Þannig er lífið, sem bíður alþýð-
unnar, ef auðvaldsskipulagið á að
halda áfram að vera til: örstutt
uppgangstímabil fyrir mxlljónamær
ingana, þegar nokkur hluti verka-
lýðsins fær að þræla stöðugt við
að skapa auð hans og heldur færri
af verkalýðnum svelta en venjulega,
— ög löng kTepputímabil, þegar
• meginþorri verkamanna býr viðsult
og seyru, en örMll hluti hans fær
að búa við þolanleg kjör, ef hann
er nógu auðsveipur atvinnurekend-
unum.
Því ætti verkalýðurinn lengur að
una þessu skipulagi, sem ekkert
getur annað veitt honum en örygg-
isleysi, atvinnuskort og fátækt,
nema þá örstutt „góðæristímabil“,
ef burgeisastéttinni ber eitthvað „ó
vænt happ“ að höndum eins >og
styrjaldaræði, hertaka landsins eða
álíka atburðir.
Auðvaldsskipulagið hefur kveðið
upp dauðadóminn yfir sjálfu sér.
Það er verkalýðsins að framkvæmd
hann. Tímann, 9em nú er að Iíða,
þarf verkalýðurinn að nota sem
bezt til að búa sig undir þetta hlut-‘
verk sitt.
Krossvlðnr
4, m. m. Bírkí JLm »
Nýkomínn. ö ^ ■
Húsgagnaverzlun
Kristjáns Síggeírssonar,
Laugavegí 13,
Vélaverbstæði Sig. Sveinbiorosson
Laugavcgí 68, sítní 5753
tehur að sér uppsetníngar og víðgerðír á
hvershonar verhsmíðjuvélum.
Framhvæmír eínníg allshonar nýsmíðí tílheYr-
andí verhsmíðjum og íðnfyrírtæhjum.
Áherzla lögð á góða vínnu með sanngjarn-
asta verði.
FPl
hauÉiMi
10. nóvember verður haust-
markaði Kron lokað. Það eru
því vinsamleg tilmæli til þeirra,
sem ennþá eiga eftir að kaupa
sér matarforða, að þeir geri
það sem fyrst til að komizt
verði hjá óþarfa ös síðustu
dagana.—
Ennþá er á
boðstólnum
Saltfisknr
frá 65 aurum til 1.10 kgr.
Síld
reykt, söltuð og krydduð.
Harðflsknr
Óbarínn
í 5 kgr. pökkum 1.60 kgr.
í 50 kgr. pökkum 1,45 kgr.
Hðkarl
á 2.00 kgr.
Folalda- og
Tryppakiöt
1 dag kom síðasti hrossarekst-
urinn að norðan og voru það
um 150 tryppi á bezta aldri,
þeim verður slátrað jafnóðum
og kjötið selst. —
Nýtt kjöt verður því sennilega
til fram til 10. nóv. —
Auk þess er lítið eitt eftir af
reyktu kjöti.