Þjóðviljinn - 06.12.1940, Page 2

Þjóðviljinn - 06.12.1940, Page 2
Föstudagur 6. desember 1940. O IOOVIUJINN þjófnnuiNH | rtgefaadi: Sameiningarflokkur alþýftu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Einar OlgeirsBon. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjóra: Hverfiagötu 4 (Víkings- prent) sími 2270. j Áfgreiðsia ög augíysingas&4t stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h.f., Hvierfisgöt u „Vífað cr" Það er eitt táknið um öngþveiti burgeisastéttarinnar nú á tímum, að hun er hætt við að reyna að rökstyðja mál sitt. Þessi stétt, sem eitt sinn tilbað og tignaði hina „eilífu skynsemi“ og grund- vallaði kenningar sínar á rökum mannlegrar skynsemi, er nú flú- in af þeim hólmi, sem hún sjálf hafði haslað sér. „Enginn maður skal álítast sek- ur fyrr en hann er sannuir að sök fyrir dómstóli og skal hann ei-ga kost á að verja sig“, — svo var forðum daga sá grundvöllur rétt vísinnar, sem borgarastétSn barð- ist fyrir til þess að afmá gerræði aðals og einvaldskonunga. Og nú! Hvert stefnir nú á þessu sviði um aðgerðir borgara stéttarinnar á Islandi? Jónas frá Hriflu ber fram frum varp á Alþingi, sem stefnir að því að hindra vöxt og útbreiðslu sósíalismans með ofbeldi rikis- íns. Ákvörðunin um hvenær of- sóknarákvæðunum skuli beitt, . hljóðar þ.ar að það skuli gert, þegar „vitanlegt sé“ að menn séu; svona og svona. — Og um leið lýsir Jónas frá Hriflu því yfir, að vitanlegt sé að Vilmuridur Jóns son, Árni frá Múla o.fl., o.fl. séu gengnir kommúnistum á hönd. Allir þingm. þjóðstjórnarflokk- anna gáfu endemisyfirlý.singu sína 4. deis. i fýrrá í blindu hatri og heift, án þess að rannsaka málið eða leyfa umræður og settu þarmeð smánarblett á Al- þingi. Þeir breyttu eftir reglunni „vitanlegt er“. Sjálfir hafa svo þessir hræsn- arar • verið að lá Hitler Gyðinga •fsóknirnar. Eins og þýzku auð- mennirnir og embættismenn naz- ismans, þegar þá langaði í auð Gyðinganna, hafi ekki líka breytt eftir reglunni „vi.tanlegt er“ (og Jogið því upp, að Gyðingarnir eyðilegðu hinn „þýzka kynstofn") og rænt Gyðingana mannréttind- umoglagt undir sig eignir þeirra, — rétt eins og þjóðstjórnarliðið hóf hina opinberu þjófnaðarher- ferð á rikissjóðinn, með því að lýsa því yfir og framkvæma það að auglýsingar hins opinbera skyldu héreftir skoðast sem styrk ir til stjórnarblaða og embætti hins opinbera bitlingar til þeirra, er þægir væru þjóðstjórninni. Og nú feta þjónar atvinnurek- endanna í verklýðsfélögunum i fótspor herra sinna. „Rökin“ fyr- ÆSKULÝÐSSÍÐAN Mrlil Ensels Friedrich Engels. Um þessar mundir eru liðin 120 ár frá fæðingu Friedrich Eng- els. Hann var fæddur 28. nóv. 1820 í Barmen í Þýzkalandi. Hann var sonur efnaðs verzl- unarmanns, sem var m. a. með- eigandi í verksmiðjia í Mnnchest- er, sem Engels stjórnaði 1842—45. Þar kynntist hann enskum verk- iýðsmálum, og .skipaði sér í flbkk verkamanna. Hann hætti verk- smiðjustjórninni og tók að hefja áróður fyrir sósialismann aðal- lega í París og Brussel. Hann hafði þá kynnzt Karli Marx og árið 1847 sömdu þeir i félagi Kommúnistaávarpið, sem síðan hefur verið nefnt fæðingarvott- orð sósíalismans. Það náði geysi mikilli útbreiðslu, var þýtt á flest öll menningarmál og tákn jjr í rauninni nýjan þátt í verk- lýðsbaráttunni, þátt hinnar virku baráttu. Engels var samverkamað ur Karls Marx við blaðið „Neue Rheiniche Zeitung" 1848—49. — Hafði hann þá safnað sér tölu- verðum eignum og gat því ein- beitt huganum að aðaláhugamáli ■•T-arnhald é 4. aíðu. ir því að Jón Rafnsson er rekinn eru þau að „vitað sé“ að hann hafi staðið fyrir óspektum á Dags brúnarfundi. Þeir þorðu ekki að ræða máhð, þessir ræflar, — þeir þorðu ekki og gátu ekki leitt rök og votta, — þeir þorðu ekki fyr- ir all.a muni að gefa ákærðum rétt til að verja sig, — nei, þessir aumingjar, sem bisa við að stela nafni lýðræðisins til að breiða það yfir gerræði sitt, gerðust sjálf ir ákærendur og dómariar í sömu persónu og ráku Jón Rafnsson í nafni Jónasar og Hitlers af því „vitað sé“! Og nú híma þessar rottur at- vinnurekendanna í skúmaskotum sínum, hræddar við verknaðinn, og þora ekki að halda Dagsbrún arfund. Burgeisarnir og þjónar þeirra óttast nú rök og umræður um málin. Þeir treysta á gerræðið eitt saman til að halda uppi sið- spilltu valdaskipulagi sínu. „íEshan er fFamir En því láta valdhafarnír þá æshuna hafast víð í skólahúsum sem jafnvel rotturnar hafa flúíð ? Á hverjum tíma eru alltaf mörg og mismunandi vandamál fyrir hendi, sem v.aldhafarnir verða að leysa úr, ef vel á að fara. En meðal þessara mörgu mála er það þó eitt atriði, sem alltaf kallar að, og sem er grund völlur undir því, hvort hugsan- legt er að leysa hin vandamálin á komandi árum. Þetta .atriði er æskulýðsmálin. Æskan er framtíðin! Þessvegna hlýtur það að verða fyrsta verk hverra þeirra, sem tryggja vilj.a þjóð sinni bjarta og gæfuríka framtíð að tryggja hag æskunnar. Það verður að sjá um, að hún hafi greiðan að- gang bæði að skólum og öllum öðrum hugsanlegum menningar- tækjum, þar sem hver einasti æskumaður, jafnt fátækur sem ríkur getur öðlazt þá þekkingu, þann þroska, sem honum er nauð synlegur i lífinu. Og í öðru lagi þarf að sjá til þess, að þegar maðurinn hefur náð fullum þroska, þá sé honum fengið eitthvað starf að vinna, • starf, sem er við hans hæfi, starf sem hann getur lifað af. Æskan er undirstaðan, þessvegna verður aö gera hana trausta, ef yfirbygg ingin á ekki að fjúka. En hvað h.afa nú okkar „kæru“ stjórnarvöld gert í þessum mik- jilvægu málum? Hvað hafa nú okkar „elskuðu" „föðurlandsvin ir“ unnið að uppbyggingu þjóð- arinnar á komandi árum? Verk- in tala! Eldgamall barnaskóli og Iðn- skóli er löngu eru óhæfir, leikvel I- ir ekki fyrir nema ca. 1 <y0 bæjar- ins, enginn nothæfur íþróttavöll- ur, þúsundum unglinga neitað um framhaldsnám, vegna hús- næðisvandræða, og þeir sem menntunar verða aðnjótandi, verða að beygja sig undir skoð- anakúgun og hýrast í hreysum eins og Stýrimannaskólanum og Franska spítalanum, sem eru svo bölvuð að jafnvel rotturnar hafa flúið þau. Ög ofan á allt þetta Æskulýðsfélagar úf á Iandi Nokkrir áhugasamir félagar í Reykjavíkurdeildinni vilja kom- ast í bréfasamband við Æsku- lýðsfylkinguna úti á landi. Skrifið við fyrsta tæJtifæri: „Æskulýðssíða ÞjóðvUjans" Þjóðviljinn Reykjavik. bætist svo það, að unglingarnir hafa orðið að ganga atvinnulaus- ir svo þúsundum skiptir, og at- vinnuleysið er vísasti vegurinn til óreglu og glæpaverka. — Þann ig er þá ástandið! Á þennan hátt fer fram upp- bygging æskunnar, meðan vald- hafarnir stunda veizlur og þjór í villum sínum og græða miilj- ónir á örbyrgð annarra! Hver dirfist svo að efast um föðurlandsástina? Neísfar Lögin, sem eru jöfn fyrir alla, banna í hátign sinni jafnt fá- tækum sem ríkum að sofa undir brúm, betla á götunni og stela brauði. Anatole France. 1 næstum hverri, ef ekki hverri einustu, meiriháttar stjórnmála- deilu síðustu 50 ára, hvort sem deilt var um kosningaréttinn, verzíunina, trúarbrögðin, hið illa og fyrirlitlega þrælahald, eða hvað sem um hefur verið að gera, þá hafa þessar yfirstéttir, Jæssar menntuðu stéttir, þessar hátt-titluðu stéttir, sifellt haft á röngu að standa. Gladstone. Þjófarnir eru ekki dæmdir eft- ir stærð þjófnaðarins, heldur eft- ir því frá hverjum þeir stela. „Eining æskunnar“ Örlagadisir Iands okkar hafa flett blaði í bók sinni. 1 5. línu til vinstri á bls. 1940 stendur skrifað með feitum penna: „ís- lenzha fjall/mnan reyrd i bönd híns enska audvalds, með dólg,s- legri árás á hina tignu konu“. Þetta, þessi árás á okkar hjart kæru fjallkonu heitir á skítugu máli „ástand". Og vegna „ásitands ins“ efndu nokkur æskulýðsfé- Iftg í Reykjavík til almenns æsku- > lýðsfundar í stórhýsi einu hér I í Reykjavík. Á þesisum fundi áttu kraftar reykvískrar æsku að stillast saxn an og þessi fundur átti að votta fjallkonunni samúð æskunnar, þar sem hún lá böndum reyrð í dýflissu enska drottnunarvalds- ins. En þar sem yngsti hluti ís- lenzka drottnunarvaldsins hafði íorustuna í þessum málium, varð andinn, sem átti að ríkja á þess- um fundi máttlaus og hikandi sem og við var að búast. Þessi hluti æskunnar kallar sig „Heimdellinga". Og þessir Heim- dellingar safna svo ópólitískum og ágætis félögum með í hóp- inn til þess að halda þennan fund. í leit sinni að æskulýðsfé- lögum sniðgengu þessir „Heim- dellingar" tvo stærstu hópa æsk- unnar: hinn byltingarsinnaöa og hmn bindindissinnaða. Heimdellingar hræðast nefnil. hinn byltingarsinnaða hluta æsk- unnar, því hann gat komið með á þessum fundi óhikandi og djörf mótmæli gegn innrásinni, mjög svipuð orðum Jóns Sigurðssonar. Og þegar þetta kom illa við hina góðu sambúð íslenzka og brezka auðvaldsins, sögðu Heim dellingar: „Nei, slíkur andi má ekki dafna meðal æskunnar'". En þeir gerðu meira, þeir létu hin æskulýðsfélögin segja það sama — þeir gerðu' stjórnir hinna félaganna samábyrga sér um úti lokun hins bindmdissininaða og byltingarsinnaða hluta æskunnar. Þeir hræðast byltingarsinnaða hlutann, Æskulýðsfylkinguna, fyrir skapfestu og kjark á slík- um ólgutímum sem þessum. Þeir hræðast hinn bindindis- sinnaða hluta æskunnar, Sam- band bindindisfélaga í skólum, fjölmennustu æskulýðshreyfingu skólanna, fyrir óhikaða baráttu með íslenzka málstaðnum jafn- framt baráttu sinni gegn Bakk- usi. Svo ekki skal mig furða þó samvizkan klóri þeim á nóttunni eftir slika „landráða“-starfsemi. Nokkru eftir þennan fund mót- mælti Æskulýðsfylkingin þessari „landráða'-starfsemi, sem hún og gerði á fundinum sjálfum. Æsk» lýðsfylkingin skoraði Heimdell- ingana á hólm í kappræður, en hinn brezki málstaður Heimdell- inga var aumari en það, að þeir treystust til að ber,a hann fyrir framan mælskumenn Æskulýðs fylkingarinnar, fánabera hins is- lenzka málstaðar. Heimdellingar neituðu, likt ag ragmenni gerðu forðum, þegar þeim var boðið að etja kapp við einhvern hraustan. Og svar Heimdellinga bar ljós- an vott um aðdáun þeirra og einhug með brezka málstaðnum og sýndi að þeir voru svo ó- þjóðlegir, A,ð þeir gátu ekki tal- að við réttsýna, íslenzka menn, á islenzku máli, sem búsettir eru á íslemkri grund! Svo lengi getur vont versnað. Nani Háleggur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.