Þjóðviljinn - 08.12.1940, Page 1

Þjóðviljinn - 08.12.1940, Page 1
5, árgangur. Sunnudagur 8. des. 1940. 281. tölublað. Eínín§ umfratn allt Mínnísblað fyrír D a gsbrúnarmenn 1. Munið það Dagsbrúnarnienn að standa sem einn maður með Jtröfunum um mánaðar- lega kauphækkun í fullu sam- ræmi við aukningu dýrtiðar- innar og með kröfunni um 8 stunda vinnudag. 2. Verið á verði gegn hverri tilraun, sem gerð kann að veröa til þess að sundra röb- um ykkar, meðan baráttan fyr ir þessum meginatriðum stend ur yfir. 3. Gætið ykkar einkum fyrir tilraunum ósvífinna fundar- stjóra, til þess að koma af stað óspektum á fundum ykk- ar. Nú þegar hafa slíkar ó- spektir verið notaðar sem yf- irskin til þess að reka Jón Rafnsson úr félaginu, þrátt i fyrir það, þó hann gengi bezt fram í að stilla til friðar á fundinum. Á næsta fundi mun eiga að leika sama leik, og nota hann til þess að reka Eggert Þor- bjarnarson og Hallgrím Hall- grímsson úr félaginu. Hrakfarir Ifala á Balkasiskaga aívarlcg híndrun i framkvætnd hínna þýzku fyrírœtlana Bandaríska blaðið “New York Times” og tímaritið ”Life” birta ræðu, sem þau segja að þýzki landbúnaöarráð- herrann, Darre, hafi haldið síðastliðið sumar. í ræðu þessari talar Darre um það hlutverk Þjóðverja að gersigra Bretland á sama liátt og Frakkland. Þá verði Þýzkaland að leggja undir sig Ungverjaland, Rúmeníu, Júg- óslavíu, Búlgaríu, Grikkland og Tyrkland, en þegar því sé lokið, sé opin leið til óþrjótandi náttúruauðæfa í Vestur- Asíu og Afríku. I Darre lýsir því sem stefnu j Þjóöverja aö taka eignarnámi ; öll þau iönaðarframleiöslutæki er til séu í hernumdu löndun- um, og flytja þau yfir á þýzk- ar hendur. Þjóöverjar skapi sér þannig yfirráð meö óskoruöu valdi á iðnaðarframleiöslu tveggja heimsálfa, en her- numdu þjóðirnar verði að láta sér nægja landbúnað og aðrar frumstæðari atvinnugreinar. Þegar svo sé komið geti Þýzkaland molað Bandaríki En brezka stjórnín þrjóskast enn víð að hefja byggíngu djúpbyrgja í stórum stíl Loítvarnanefnd Edinborgar, höfuðborgar Skotlands, hef ur ákveðið aö mæia með því aö komið verði upp hinum svonefndu “Haldane-byrgjum” fyrir íbúa borgarinnar. Hef ur nefndin sótt um samþykki ríkisstjórnarinnar til að taka megi upp slíka byrgjagerð. Hefur þessi ákvörðun vakið mikla athygli, ekki sízt þar sem um allt land er nú barizt fyrir því aö stjórnarvöldin j snúi sér að gerð slíkra djúpbyrgja. Prófessor J. B. S. Hal- dane, sem nú er í ritstjórn kommúnistablaðsins “Daily Worker”, hefur hvað eítir annað farið með sendinefndum verkamanna á fund ríkisstjórnarinnar, og krafizt þess að slík byrgi yrðu geró í öllum helztu borgum Englands. Noröur-Ameríku, ef ekki með öðru, þá með því aö selja iðn- aðarvörur um allan heim á svo lágu verði að iðnaöarfram- leiðsla Bandaríkjanna fari í kaldakol. Sókn gríska hers- ins heldur áfram Gríski herinn vinnur nú að því að tryggja stöðvar sínar kringum hafnarborgina Sante Quaranta. Fregnum ber sam- an um að ítalski herinn hafi yfirgefið Argyrokastron, og það alllöngu áður en gríski herinn var kominn að borginni. Grikk ir sækja varlega fram og hafa dögum saman verið að treysta stöðvar sínar í nánd við borg- ina til að vera viðbúnir gagn- árásum. Á mið- og suðurvígstöðvunum hafa Grikkir tekið um 1600 fanga undanfarna daga, þar á meðal all marga liðsforingja. Itölsku her- mennirnir úr einni liðssveit, er tekin var til fanga, sögðust ekki hafa fengið mat svo rokkru næmi síðustu fjóra sólarhringa, og hafi því lagt niður vopn. Aðr ir héldu því fram, að þeim hefði verið skipað að tefja sókn Itala með liðfáum sveitum þar til að- alher Itala gæti hafið gagnsókn. Þegar þeir komust að því, að ekki var von neinnar gagnsóknar, heldur höfðu þeir verið sendir út í vonlausa, baráttu til að tryggja undanhald aðalhersins lögðu þeir niður vopn. Fráför Badoglio yfirhershöfð- ingja í tala hefur vakið fögnuð í Grikklandi, þar sem hún er tal- in merki um vandræðaástand inn an ítölsku herstjórnarinnar. UnlH í fiarðl oo SonMerlll Verkalýðsfélögin í Garði og Sandgerði hafa veri'ð sameinuð í eitt félag. Hið nýja félag heitir Verkalýðs- og sjómannafélag Gerða- og Miðneshrepps. Stjórn félagsins skipa nú Rich- ard Sumarliðason Garði formað ur, Bjarni Sigurðsson Garði rit- ari, Kristinn Magnússon gjaldkeri og meðstjórnendur Páll Pálsson Sandgerði og Ingvmr Júlíusson Garði. Sósíalístar! Muníd námskeidíð í da$ kL 1,30 á skríf~ sfofu flokksíns í Læk) ar$öfu 6A. Allír þáff- fakendur verda að mæfa. Nýír þáfffakendur gefa komízf að ýf ©LDUR" Ákvöröun loftvarnanefndar innar í Edinborg er því þýðing armeiri, sem hún var gerö nokkrum dögum eftir að Her- bert Morrison, öryggismálaráð herra, réðist á prófessor Hal- dane og þá sem berjast fyrir djúpbyrgjunum, og sakaði þá um að gera þaö í pólitísku á- róðursskyni. Loftárásir Þjóðverja síðast- liðinn sólarhring beindust einkum að Bristol. Varð þar allmikið tjón á eignum og mannslííum. Samkvæmt til- kynningum Breta var engum sprengjum varpaö á London í fyrrinótt. Brezki flugherinn gerði loft- árásir á borgir 1 Frakklandi, Belgíu og Hollandi í fyrrinótt. Var árásunum einkum beint að hafnarborgunum Boulogne, Calais og Dunkirk. Trúlofun. í gær opinberuöu trúlofun sína ungfrú Hansína Eggertsdóttir, Smiðsnesi, Skerjafirði og Hjalti Sigurðs- son, Selbúðum 6, Reykjavík. Kínverskir hermenn. Beína Japanírsóknsínn! gegn Ausfur-lndíum Hollands? Öldur, leikrit Jakobs Jóns- sonar frá Hraunum, verða sýndar í kvöld. Leikritiö fjallar um líf íslenzkrar alþýðu, eins og það gengur og gerist, í sjáv arþorpum vorum. Höfundur- inn hefur tekið efnið fastari og skáldlegri tökum en títt er um byrjendur. Leikritið ættu sem flestir að sjá, það er nú- tíma verk, og höfundur þess á athygli en ekki tómlæti skilið. Samkvæmt brezkum út- varpsfregnum liefur yfirlýsing sovétstjórnarinnar um ó- breytta afstöðu gagnvart Kína vakið mikla ánægju í Sjúnk- ing. Kínverskir og Bandariskir stjórnmálamenn telja líklegt, að Japanir muni aðallega snúa sér að landvinningatilraunum í Suðaustur-Asíu á næstunni. Þekktur bíindariskur útvarps- frétta;naður hefur haldið því fram i erindi, að Japanir muni leggja allt kapp á að ná Vestur- Indium Hollendinga á vald sitt. Meðal japanskra stjórnmála- manna sé ágreiningur um hvaða leið eigi að fara. Eins og kunnugt er, njóta Austur-lndíur Hollend- inga víðtækrar sjálfstjórnar, og vilja sumir helztu japönsku stjórn málaleiðíogarnir að reynt sé að ná sem mestu áhrifavaldi í lönd- um þessum með samningum við stjórnina í Batavia, en aðrir, þar á nieðal helztu flotaforingjarnir vilja að eyríki Hollendinga verði hernumið. Talið er líklegra að reynt verði að fara samningsleið- ina, líkt og gert var í Franska Indó-Kína.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.