Þjóðviljinn - 08.12.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.12.1940, Blaðsíða 3
PJOÉÍV1L.JINN Sunnudagur 8. desember 1940. Mínning frú Fanny Klahn Fanny Klahn Þann 24. f. m. andaðist hér í bæ kona hins velþekkta hljóm- sveitarstjóra Albert Klahn. And- látið kom oss vinum hennar ekki alveg á óvart, pví hún hafði verið hættulega weik um allmörg ár, en bar ávalt þjáningar siw- ar með festu og stillingu. Jafnvel síðustu vikur æfinnar, þegarkvöl um vart linnti dag né nótt lét hún samt sem minnst á þvi bera Uppskurður ,sem gerour var leiddi i ljós að um ólæknandi sjúkdóm var að ræða og að öll viðleitni læknanna gat pví engan árangur borið. Óvenjulega góð og gáfuð kona hefur lokað augum sínum til hinnstu hvíldar. Allir sem kynnt- ust henni urðu vinir hennar til dauðadags. Svo var hún örlát, að hjálparhönd rétti hún hverjum er þess þurfti, og gaf allt, hvað hún gat, og átti hún því ekkert nema hlýjustu endurminningar í hjörtum vina sinna. Frú Klahn var sjálf snjall píanóleikari og var fræg orðin fyrir list sína. sem var mjög lof- sungin í > þýzkum blöðum. En þegar hún fluttist hingað, varð hún að hverfa frá list sinni og taka að sér húsmöðurstörfin. Þrengslin á sviði listarinnar hér ollu þvi að frú Klahn varð ekki svo kunn alþjóð manna, sem hún verðskuldaði. En nánustu winir hennar fengu stundum að njóta hinnar fögru listar hennar, er þeir komu saman i þröngum hóp. Manni sinum var hún í hvívetna til stuðnings og fylgdi af athygli og skilningi öllu hans starfi. Frú Klahn var fædd 15. júní 1886 í Hamborg. Móðir hennar var óþekkt stúlka, er var á leið til Ameríku. Auðug Gyðingahjón tóku barnið til fósturs og reynd- ust henni hinir ágætustu foreldr- ar. Naut hún hinnar beztu mennt- unar og tók snemma að leggja stund á tónlistarnám hjá beztu kennurum Þýzkalands í þá daga. Fór hún margar ferðir um land- ið bæði sem einleikari og undir- Kosningaúrslitin í Svíþjöð Nákvæmar fréttír loks fengnar af þeím Nú fyrst berast oss frá Svíþjóð nákvæmar fréttir um kosningæúr- slitin 15. september í'haust. Urðu atkvæðatölurnar sem hér segir og eru úrslitin 1936 sett til saman- burðar, en þingmannatölur í bæði skiptin í svigum. Ef kjördæma- og kosningaskipun in í Svíþjóð væri réttlát, ætti Kommúnistaflokkurinn að hafa 9 þingmenn eftir atkvæðatölu sinni. Burgeisastéttin hafði ætlað sér að eyðileggja Kommúnistaflokk- inn með hinni hamslausu ofsókn Breyting 1940 1936 atkvæða Sósíaldemokrat. 1 ,527,631 (134) 1,338,120 (115) + 189,511 Hægrimenn 503,408 (42) 512,781 (44) — 9,373 Bændaflokkurinn 341,354 (28) 418,840 (36) — 77,486 ‘Folkepartiet” 338,902 (23) 376,161 (27) — 37,259 Kilbom-flokkurinn 19,251 (0) 127,832 (6) — 108,581 Kommúnistar 100,349 (3) 96,519 (5) + 3,830 ’ Sósíaldemókratar og kommún- istar voru einu flokkarnir, sem unnu á. Allir hinir töpuðu. Kommúnistaflokkurinn vann þingsæti í Stokkhólmi í fyrsta sinn og kom Sven Linderot, for- manni flokksins, í fulltrúadeild þingsins (hann átti áður sæti í öldungadeildinni). Óx atkvæða- fjöldi flokksins úr 9.517 1936 upp i 17.673. í Gautaborg hafði Kömm únistaflokkurinn 1936 listasam- hand við Kilbomflokkinn og fékk því 2 þingmenn kjörna þar. Nú var hann einn sér og óx atkvæða talan úr 15.946 upp í 18.946, en aðeins einn ]3ingmaður komst þar að. I Norbotten töpuðu kommún- istar öðru þingsæti sínu, og eins sætinu í Vasternohotten. — 1936 hafði flokkurinn fengið 5 þing menn vegna listasambandsms við Kilbomflokkinn, en hefði annars ekki fengið nema 3. Og þá þing- mannatölu hefur hann nú. En bak við hvern þingmann Kommún- istaflokksins eru 33.449 atkvæði bak við hvern þingmann Sósíal- demökrata aðeins 11.624 atkvæði. leikari fyrir söngvara. Eftirvalda töku Hitlers hófust hinar hræði- legu íofsóknir gegn Gyðingum og öðrum röttækum mönnum. Urðu ög allir fyrir barðinu á ofsókn þeirri, sem grunaðir voru um að vera áf G'yðingauppruna. Var frú Klahn að hætta öllu starfi sínu i þágu tónlistarinnar og árið 1935 fluttist hún með manni sinum til Islands, en gifzt. höfðu þau 1930. Útför hennar, 29. nóv., var hin virðulegasta i alla staði. Vínír hennarog hljómlistarmenn fylgdu henni til grafar, Hér í framandi landi, sem hún hafði verið hrakin til frá föðurlandi sínu, mun minn ing hennar lengi lifa meðal vina og aðdáenda. Vinur. gegn honum. M. a. var bannað að flytja blöð flokksins með pósti járnbrautum eða öðrum tækjum ríkisins. Varð þetta auðvitað tiL að draga úr möguleikum flokks- ins til útbreiðslu, einkum varð það þó tiifinnanlegt í dreifbýl- inu og olli beinlinis atkvæðatapi þar. En þrátt fyrir ofsóknirnar mis- heppnuðust áform auðmannastétt arinnar og valdhafanna. Gremja þeirra yfir þvi að Kommúnista- flokkurinn skyldi vinna á við kosningarnar varð ekki dulin. I- haldsblaðið „Svenska Dagbladet" segir m. a.: „Það er skömm til þess að vita og eyðileggur ánægj una af þessum kosningadegi, að kommúnistarnir skuli hafa getað náð 100.000 atkvæðum og bætt við sig síðan 1936 nokkur þús- und atkvæðum“. Kilbomflökkurinn hafði klofnað út úr Kommúnistaflokknum 1939. Gerði hann það í hamslausu sov- étníði og skaraði svo fram úr í kommúnistahatri, að hann var lík astur orðinn fasistaflokki. Hlaut hann makleg málagjöld viðkosn- ingar, tapaði öllum þingsætum og var þurrkaður út úr stjórn- málalífi Svíþjóðar. Skóvlðgerðir Beztar viögerðir á allskonar skófatnaöi og gerum einnig viö allskonar gúmmískó. Vönduð vinna. Rétt verð. Fljót afgreiðsla. Sækjum. Sendum. Sími 3814. SKÓ VINNU STOFAN Njálsgötu 23. Jens Sveinsson. 0 0 <> 0 0 0 0 0 0 Jólin nálgast! Alltaf eitthvað nýtt að sjá. Lítiðí gluggana á morgun J aLiiPerpoo^ Félagið Bcrblavörní Útbreiðslufundur veröur haldinn í dag, sunnudaginn 8. des. kl. 4 e. h. í Kaup- þingssalnum. Lyftan verður í gangi. DAGSKRÁ: 1. Ávarp: FormaÖur félagsins, Maríus Helgason. 2. Erindi: Siguröur Magnússon, prófessor. 3. Upplestuur: Friðfinnur Guðjónsson, leikari. 4. Frjálsar umræöur. Lyftan verður í gangi. STJÓRNIN. Sósíalísfar l Fundup með skemmflatpiðum veröur í 6. deild á mánudagskvöld 9. des. kl. 8Vz í Lækjar- götu 6 A. • DAGSKRÁ: 1. Ræða: Sigfús Sigurhjartarson. 2. Upplestur. 3. Rósenkranz ívarsson segir frá. 4. Söngur. 5. Félagsvist. Félagar mega taka með sér gesti. — Tedrykkja veröur á fundinum. A morgun er síðasti söludagur ílO.flokki. i Allir vinningarnir verða dregnir á einum degi. lappdrættið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.