Þjóðviljinn - 13.12.1940, Page 2
Föstudagur 13. desember 1940-
dJ©©V1L.JXNN
|MðGVlU!NN
Ctgefajidi:
S am eining axflekkux alþýöu
— Sósíalistaflokkurinn.
Bitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Kitstjórn:
Hverfisgötu 4 (VíkingB-
prent) sími 2270.
Aigreiðsla og auglýsingaskrif
stofa: Austarstræti 12 (1.
hæð) sími 2184.
Ánkriftargjald á mánnði:
Reykjavík og nágrenni kr.
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. I lausaaölu 10
aura eintakið.
Víkingsprent h.f., Hverfisgötu
Ræníngjar
berjasl
Hitler hefur haldið ræðu. Ef
einhver hefur efazt um hver
væri tilgangur Þjóðverja meö
styrjöld þeirri, er þeir nú
heyja þá ætti þeim efasemdum
að vera aflétt eftir þessa síð-
ustu ræðu Hitlers.
Lönd, meiri lönd fyrir Þjóð-
verja, og ítalir eru látnir fljóta
með, líklega mest fyrir siða-
sakir. Þetta var grunntónn
ræðunnar frá upphafi til enda.
Hitler benti réttilega á það,
að Englendingar réðu, yfir
geysilegum landflæmum og
hundruðum milljóna manna,
sem þeir skömmtuðu “lýðræð-
ið” úr hnefa á sama tíma, sem
þeir þættust vera að berjast
fyrir lýðræði og frelsi smáþjóð-
anna.
En hvernig stendur nú á því.
að Englendingar ráða yfir
þeim geysilandflæmum og
feikna fólksfjölda, sem raun
ber vitni?
Það er af því að grunntónn-
inn í öllum ræðum allra
enskra stjórmálamanna, sem
nokkuð hefur kveðið að, hef-
ur verið: lönd, meiri lönd fyrir
Englendinga.
Þaö er sami grunntónninn
og í ræðu Hitlers, munurinn er
aðeins sá einn að í stað Þjóð-
verja koma Englendingar.
Þaö er raunar rétt að geta
þess að nú er svo komið, að
Englendingar munu láta sér
lynda að halda þeim ránsfeng,
sem þeir hafa, hvað nýlendur
snertir, hinsvegar munu þeir
halda ötullega áfram að þenja
út áhrifasvæði hins enska fjár-
magns, ef þeif fá því viðkomið.
Hversvegna berjast ,svo Bret-
ar og Þjóðverjar?
Þeir berjast af því að Eng-
lendingar hafa sölsað undir
sig mikil lönd og fjölmennar
þjóðir og vilja halda ráns-
fengnum, en Þjóðverjar vilja
líka fá að ræna löndum og
þjóðum, og auðvitað verða
þeir að leita til ránsfanga, þar
sem eitthvað er að hafa. Þeir
vilja ræna stóra bróður, enska
ræningjann,
Þetta er allur sannleikurinn
um stríðið, það er barátta milli
tveggja rándýra um bráð, rán-
dýrin eru þýzka og brezka auð
valdið bráðin er þjóðir og lönd,
' fÞBÚTTIB I
❖
f
?
V
X
Rífsfíóri: Frímann Hclgason
.«.j
VWW%«»««w«*%tVW*»”»,WW V '«*V V i
Fyrirspurn
1. Hvað segja lög íþróttasam-
bands íslands um afskipti íþrótta
félaga af pólitískum flokkum?
2. Hvaða álit hefur Iþróttasíð-
an á slíku starfi félaganna og
sambandi þeirra við pólitísk fé-
lög?
Svar óskast á næstu Iþrótta-
síðu Þjóðviljans. Með virðingu.
Iþróttamaður.
SVAR:
1 fjórðu grein laga I. S. I. segir
svo: „Þó geta þau ein félög
fengió inugöngu í Sambandið, er
byggja starfsemi sína á grundvelli
þessara laga og vilja vinna aö
framgangi þeirra mála, sem sam-
bandið berst fyrir, enda séu þau
ekki studd af stjórnmálaflokkum
Iandsins, né séu ber að því að
beita kröftum sínum til s-tjórn-
málastarfsemi, eða séu á nokkurn
hátt kennd við nokkra stjórnmála
stefnu, sem uppi er i landinu“.
Viövíkjandi síðari spurningunni
vil ég segja þetta: Ég er mót-
fallinn því að íþróttaféiög skipti
sér af þjóðmálum, en vegna þess
sérstaka ástands sem stoþazt hef-
ur við hertöku landsins, mundi
ég vera meðmæltur þvi, að í-
þróttafélögin tækju þátt í starfi
er miðar að verndun þjóðernis
okkar og frelsis, að því tilskildu
að allt slíkt starf fari fram án
þess að flokkspólitík komi þar
nærri.
Samkvæmt bréfi frá aðalfundar
boðanda 13. pkt i Gamla Bíó, er
birt hefur verið opinberlega og
ekki mótmælt af íþróttafélögun
um er það skýrt tekið fram, að
stjórnir félaganna „eigi allar ó-
skiptan hlut að því, að félags-
skap kommúnistá var haldið ut-
an við þessi samtök,. —
Þetta tel ég ekki geta sam-
rýmzt hinu yfirlýsta, pólitíska
hlutleýsi íþróttanna.
Ritstj. íþróttasíðunnar.
sem þeir erkifantar, sem lönd-
um þessum ráða, vilja kúga,
eins og Bretar hafg gert við
Indverja o. fl.
Það þarf að taka það skýrt
fram, að það er ekki alþýða
1 Bretlands né Þýzkalands, sem
á að njóta ránsfengsins, nei,
alþýðan á að fá að bera byröar
stríðsins, þjáningarnar og
skortinn, en yfirstéttin á að
njóta ránsfengsins.
Nú er málum svo háttað að
yfirstéttir hinna svokölluðu
lilutlausu landa, hernuminna
og óhemuminna, telja sínum
hag misvel borgið eftir því,
hvor ræningjahópurinn, þýzka
yfirstéttin eða sú enska, sigrar
Þessvegna tóku þær afstöðu
með eða móti þeim í styrjöld-
inni.
. Yfirstéttin okkar heldur nú
eins og sakir standa, að henn-
ar hag yrði betur borgið ef
Framhald á 4. síðu.
V
í íslenzkri glímu er oft minnzt á orð og atvik, sem kall-
að er níð. Öllum ,sem glimu þekkja er ljóst hvað það er, enda
oft notað í daglega lifinu, þegar ifm hliðstæð atriði er að ræða.
En níð er þó aðeins notað um eina tegund af brotum glímu-
reglanna. Þetta orð mun vera dregið einungis af því að níðzt
er á ákveðnum einstakling í vissu atriði, en ekki beinlínis vegna
þess að sett lög og reglur voru brotnar. Að mínu áliti eru öll
lögbrot níð. Þau eru níð á mótherjanum og flokknum, ef um
flokk er að ræða. Þau eru níð á íþróttunum, sem eru innan
ramma laga sinna, uppalandi og styrkjandi bæði likama og skap
gerð.
Það sem vekur þessar hugleiðingar mínar er handknattleik-
urinn, er ég sá milli K. V.-stúlknanna og Ármanns. Þar naut níð-
ið sin í fullum mæli. Það bitnaði á stúlkum, sem hefur verið
kennt það, að níðið tilheyri ekki íþróttinni, og voru því ekkivið-
búnar að þola það eða beita því, vegna þess að kennari og þær
sjálfar hafa annan skilning á þessu atriði, það bitnaði á kven-
iegri og fagurri íþrótt, og þegar ég tel skyldu mína að átelja
þetta harðlega, þá vaknar spurningin: Á ég að ásaka þann, sem
níðið fremur í hvaða íþróttagrein sem er eða hvernig? Þessu
hlýt ég að svara á þessa leið, að til sé fólk, sem svífst einsk
js 1 ’leík, þó það viti betur, én þeir eru færri, og þá ber að ásaka.
En þeir sem sérstaklega eru ábyrgir fyrir þessu niði, í flest-
um tilfellum, eru kennararnir. Það eru þeir, sem ekki leggja
sig í líma við að skilja íþróttina og reglur þær, sem ieikið er
eftir. í þessu umrædda atriði er ég sannfærður um að kennar-
arnir hafa aldrei haft réttan skilning á eðli leiksins, og ekki lagt
ság fram til að kenna hann sem kvenlega íþrótt, heidur hiefur
hann verið kenndur stúlkunum í þessari mynd, að sjálfsögðu
á ábyrgð kennarans, sem getur svo enga ábyrgð veitt. Þessar
ungu stúlkur hafa svo leikið Ieikinn í þeirri mynd, sefm þeim
var kenndur hann.
Ég vii að endingu taka fram, áð nið á sér stað, því miður,
í flestum eða öllum greinum, en misjafniega mikið og því minna
því betra. Kennarar og iðkendu^eiga að útrýma því.
Eru iþróttalögín byg$ð á
réttum forsendum ?
Frá þvi fyrsta er ég heyrði að
nefnd væri skipuð til að semja
frumvarp til laga um iþrótta-
starfsemi í landinu, hef ég byggt
miklar vonir á því að þau yrðu
á þann veg, að allir sem við
þessi mál vinna, gætu vel við
unað. Því fremur hef ég búizt
við miklu, að ég þóttist vita að
gott eitt væri með því meint,
og eins hinu að full þörf var á
að þa'b opinbera skipti sér meira
af íþróttamálunum en verið hef-
ur, og þá sérstaklega hvað fjár-
framlög snertir. Fjárþröng hefur
hamlað svo störfum íþróttasam
bands islands að það hefur í
raun og veru sáralítið getað starf
i að á því sviði, sem félögunum og
! íþróttastarfinu og aðbúnaði til í-
! þróttaiðkana hefði komið bezt.
Fyrsti kafii þessara íþrótta-
laga fjallar „um stjórn iþrótta-
mála“, og er er rétt að fara um
þann kafla nokkrum orðum. I
annarri grein iaganna segir:
„Fræðslumálastjórnin hefur yfir
umsjón allra íþróttamála að því
leyti er ríkið lætur þau til sin
taka. Tii aðstoðar fræðslumála-
stjórninni um stjórn og fram-
kvæmd íþróttamála er íþrötta-
fulltrúinn og íþróttanefnd". Um
störf nefndarinnar segir í 4. gr.
„Iþróttanefnd stjórnar iþrótta-
sjóði og úthlutar fé úr honum.
-----Að öðru leyti: 1. að vinna -
að eflingu íþróttamála og getur
hún gert tillögur um allt, sem að
þeim lýtur.
2. að vinna ásamt íþróttafull-
trúa að því að koma skipulagi
á íþróttamál í landinu.
3. annað það er henni er falið í
lögum þessum ,eða verður falið
með reglugerðum, sem settar
kunna að verða samkvæmt þeim“
Þessar greinar bera ákveðið
með sér að þarna er átt við all-
ar íþróttir, bæði utan skóla og
innan. Með öðrum orðum: nefnd
in er komin beint inn á starfs
svið hinna frjálsu samtakao,
sviði hinna frjálsu samtaka,
24. gr.: „Iþróttastarfsemi utan
skólanna er falin frjálsu fram-
taki landsmanna og fer fram í
félögum og sem einstaklingsstarf
með þeim stuðningi, sem veittur
er samkvæmt Iögum þessum“.
Svo segir: „I. S. I. er æðsti aðili
inn um frjálsa íþróttastarfsemi á-
hugamanna i ]andinu“. Hvemig
er nú hægt að samræma 2. gr.
og 24. gr., þar sem 4. gr. bein-
iínis ákveður að nefndin „geri
- tillögur um allt, sem íþróttunum
við kemur, og ásamt íþróttafull
trúa“ o. s. frv. komi „skiþulagi á
Iþróttamálin i landinu". Þá er rétt
Nú nýlega hefur í. S. 1. skipið
5 manna nefnd til að fjalla um
glímumálin sem þurfa sannar-
lega viðreisnar við. I nefnd þessa
hafa verið skipaðir þessir menn:
Sigurjón Pétursson, Álafossi, for-
maður, Þoráteinn Kris-tjánsson,
Magnús Kjaran, Helgi Hjörvarog
Viggó Natanaelsspn. 1 skipunax
bréfi nefndarinnar frá I. S. I. er
nefndinni markaðar nokkrar iín-
ur tii að starfa eftir. Þar segir
m. a.: „Nefndin á að
1. gera tillögur um glímiuregiur
og samræma,
2. athuga breytingu á almennu
glimufyrirkomulagi,
3. efna til námskeiða fyrir dóm-
ara,
4. til námskeiða fyrir kennara.
5. endurskoða Glímubókina,
6. gera tillögur um það, á
hvern hátt sé hægt að gera glim
una meira að aimenningsíþrótt en
verið hefur“.
Eins og þessi 6 fram-angreind
atriði ber-a með sér, er verksvið
nefndarinnar mjög víðtækt og er
að mínu áliti, 2—3 ára starf til
að byrja með. Hvernig til tekst.
fer að sjálfsögðu eftir dugnaði
hefndarinnar. Giímumenn treysta
því, að nefndin geti hafið glím-
una upp úr þeirri niðurlægingu,
er húri hefur'verið í síðustu árin.
áður en lengra er haldið að benda
á, hvað hinn aðilinn, sem fræðslu
máiastjórnin á að hafa sér til að-
stoðar, sem sé íþró-ttafulltrúinn
á að starfa að fyrst og fremst.
1. Að hafa umsjón með iþrótta
starfsemi í skólum .
2. Að vinna að útbreiðslu og
eflingu iþrótta í landinu.
3. Að gera tillögur um fram-
kvæmdir tii eflingar íþróttum og
hafa eftiriit með slíkum fram-
kvæmdum.
4 .Að veita íþróttafélögum og
einstaklingum leiðbeiningar og að-
stoð um iþróttamál .
5 . Að safn-a -skýrslum um
íþróttastarfsemi í landinu.
6. Að gera till-ögur um úthiutun
fjár úr íþróttasjóði .
7. Annað það sem honum er
falið í lögum þess-um eða verð-
ur falið með reglu-gerðum sem
settar kunna að verða samkvæmt
þeim.
Þessi þriðja grein laganna ber
því beint með sér eins og sú
fjórða að iþróttafulltrúinn á að
hafa afskipti af hinni frjálsu
starfsemi og 2. 3. 4. 5. pg 6. og
ef tii viil 7. liður grein-arinnar
fjall-ar að einhverju eða öllu lieyti
um hina frjáisu starfsemi, sem
„æðsti aðilinn" 1. S. I. á í raun
og veru að sjá um. Ég fæ þvi
ekki betur séð, en að þarna séu
komnir tveir aðilar ,sem eigi að
stjórna, og það sem verra er,
báðir að þvi er virðist sem æðsta .
vald, samkv. 2. gr. með tilvisun
til 3. og 4. og svto með tilvíson
til 24. greinar. Friamh.