Þjóðviljinn - 13.12.1940, Síða 4
Næturlæknir í nótt: Úlfar
Þóröarson, SólvallagÖtu 18,
sími 4411.
Næturvörður er þessa viku í
Reykjavíkur apóteki og Lyfja-
búðinni Iðunni.
Útvarpið í dag:
12.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenzkukennsla, 2. flokk
ur.
19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur
19.25 Hljómplötur: Harmón-
íkulög,
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: “Kristín
Lafransdóttir”, eftir Sigrid
Undset.
21.00 Strokkvartett útvarps-
ins: Kvartett, Op. 77. nr. 1,
eftir Haydn.
21.15 “Takið undir!” (Páll ís-
ólfsson stjórnar).
Æ. F. R.-félagar, nú er orðið
stutt til áramóta, og ætti það
að vera metnaðarmál allra
góðra félaga að vera skuld-
lausir við félagið okkar um
áramótin. Skrifstofan er opin
alla mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga kl. 6—7 e. h.
Félagar, komið á skrifstof-
una og greiðið gjöld ykkar og
takið að ykkur störf fyrir fé-
lagið.
Rœníngjar bcrjasf
Framhald af 2. síðu.
brezki ræninginn sigraði, og
þessvegna skríður hún nú fyr-
ir honum. En alþýða allra
landa verður að gera sér ljóst,
aö þetta stríð, og hvert það
stríð, sem miðar að þenslu
stórveldanna, er háð á henn-
ar kostnað og gegn henni, það
er hún, sepi verður að tengja
hendur yfir lönd og höf, yfir
víglínur og landamæri, og
þurrka út vald þeirra stétta,
sem heimta meiri lönd og
fleira fólk til þess að drottna
yfir og kúga.
Þaö er alþýða Þýzkalands,
alþýða Bretlands, alþýða allra
landa, sem verður að tortíma
stríðsöflunum og skapa varan-
legan frið.
REVÝAN 1940
Forðun l Flosaporti
Ásiands~úf$áfa
leikið í Iðnó í kvöld kl. 8.30.
Aðgöngumiðar frá kl. 1 í dag (lækkað verð eftir kl.
3). — Sími 3191. Síðasta sýning fyrir jól.
Æ. F. R.
Æ. F. R.
Skemmtifundur
heldur Æskulýðsfylking Reykjavíkur laugardagskvöidið 14.
desember n. k. kl. 8.30 í Baðstofu iðnaðarmanna.
DAGSKRÁ:
1. Félagsmál (Blaðsjóður, samstarf æskulýðsfélaganna
o. fl.).
2. “Litli og stóri” skemmta meö músikk.
3. Ræða: Einar Olgeirsson, ritstjóri.
4. Upplestur: Stefán Jónsson, rithöfundur.
5. “Marx”.
6. Óákveðið.
Aðgangur kostar kr. 1. — Félagar, komið stundvíslega og
takið með ykkur gesti og nýjameðlimi.
Stjórn Æ. F. R.
HIÐ ISLENZKA FORNRITAFÉLAG
Nýtt bindi:
Ljósvctnínga sa$a
með þáttum Reykdæla saga ok Víga-Skúta, Hreiðars þáttr.
Björn Sigfússon gaf út.
XCV+284 bls., 5 myndir og kort.
Verð kr. 9.00 heft, kr. 16.00 og 18.50 í skinnbandi,
Kemur út í dag,
Aðalútsala:
Bókaverzlun /
Sígfúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S E., Laugavegi 34.
/
K
ÍL
1 -
- er leíðarljósíð
81
uöurHafs-
sevintýri
Skáldsaga ettir MarkCaywood
Hann kom frá Omatu með nokkrum villimönnum á
eintrjáningum ,skipstjóri, tísti da Silva.
Hvernig leit hann út?
Það var Virginia, sem spurði.
Hann var ungur, já og hræddur og mjög veikur, veik
ur, já....
Var Smith hans rétta nafn? greip ég fram í. Mér
leiddist þessi seinagangur, Virginíu vegna.
Það veit ég ekki, nei. Viljið þér ekki taka byssuhlaup-
ið frá kviðnum á mér, skipstjóri, já.
Hversvegna kom hann hingað, veiztu það?
Já, ég — er heiðviröur maður — ég skal segja ykkur
allt, já... Hann ranghvolfdi augunum, eins cg hann
væri óður.
Eg fjarlægði riffilinn ögn.
Það er líka hollara fyrir þig, sagði ég stuttaralega.
Jæja þá? mælti Virginia.
Villimennirnir sögðu mér, aö hann hefði drepið hvít-
an mann og væri því að flýja frá Omatu — já.
Virginia andvarpaði.
Vertu róleg, ástin mín, hughreysti ég hana. Það er
betra að fá að vita vissu sína, en að lifa stöðugt í ó-
vissu. Eg sneri mér aftur aðkaupmanninum. Hvar er
þessi ungi maöur nú? spurði ég.
Dáinn, mælti hann snöggt.
Virginía grét í hljóði við hlið mér. Eg rétti aðra hend-
ina fram og fann hönd hennar, í rökkrinu.
Er þetta satt, da Silva? í nafni guðs þíns, ef þú þekk-
ir nokkurn guð — er þetta satt?
í guðs nafni, já — ég er ramkaþólskur — þetta er
sannleikur. Eg skal sýna ykkur gröf hans, ef þið viljið.
Hún er héma upp við skóginn, það er ekki langt.
hann ætlaði aö standa upp.
Sýndu okkur heldur eitthvað, sem hann hefur átt,
mælti ég. Það getur hver sem er, verið jarðaöur þarna.
Hann hugsaði sig um. Svo fórnaði hann upp höndun-
um og sagði í afsökunartón:
Hann hafði ekkert meðferðis — hvernig ætti ég að
geta sýnt nokkuð, sem hann átti? ÞaÖ eru tíu ár síð-
an þetta var — já. Hann átti ekkert nema fötin, sem
hann var í — já.
Skrifaði hann aldrei neitt.
Æ, það er líka satt — já, hrópaði hann og stóð upp
án þess að gefa rifflinum nokkurn gaum og gekk að
búðarborðinu, sem var í myrkrinu á bak við okkur. Eg
stóð fljótt upp líka.
Þú ferð ekki út úr herberginu.
Nei, nei, skipstjóri. Bara hérna á bak við borðið, til
þess aö ná í gamlar skruddur — já, sagði hann hálf-
móðgaður.
Það er ágætt, tautaði ég.
Hann beygði sig niður á bak við búðarborðið og uml-
aði eitthvað við sjálfan sig. Svo kom hann aftur með
rykúga höfuðbók.
Eg er heiðarlegur maður, sagði hann, þið þekkið mig
ekki — þið treystiö mér ekki — nei. Sjáið þér nú meö
yðar eigin augum, skipstjóri, já. Eg vil bara taka fram,
að ég tók þennan unga mann að mér, af því að ég
kenndi í brjósti um hann. Eg er sannkristinn — já. Eg
vissi ekki, að yfirvöldin í Omatu leituöu hans. Þér meg-
ið ekki segja yfirvöldunum, skipstjóri, að ég...
Nú sá ég, hvers vegna hann hafði reynt að fara á bak
við okkur. Eg flýtti mér að fullvissa hann um, að við
værum hér ekki af hálfu lögreglunnar. Mér varð enn-
fremur ljóst, að hann mundi ekki segja þeim á herskip-
inu neitt um Virginíu. Hann hafði skotið skjólshúsi yf-
ir sakamann, sem lýst var eftir. Hann flctti bókinni,
þangað til hann fann þann staö, sem hann leitaði.
Sjáið þér nú sjálfur, sagði hann og benti méð skítug-
um þumalfingrinum á nokki’a pósta, sem færðir voru
inn í höfuðbókina; Virginía laut niður, ég hélt ljóskei’-