Þjóðviljinn - 18.12.1940, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.12.1940, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 18. desember 1940. i>JO©VIL.J1NN þjðovmiNN I tJtgefandi: Sameiniogarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Eitet jórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Kitstjóm: Hverfisgötu 4 (Víkings- prent) sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjald 4 mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. I lauaasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent b.f., Hverfisgötu Alþýðusambandíð og „sjálfstæðír verkamenir* Broddar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þá fáránlegu afstöðu að vilja halda Dagsbrún og öðr- um verkalýðsfélögum utan Alþýðusambandsins, þrátt fyrir þær skipulagsbreytingar, sem á því hafa verið gerðar. Öllum ætti að vera Ijóst, að þessar mikilvægu skipulagsbreyt ingar fengust vegna hinnar harð- vítugu sóknar, sem verkalýðsfé- lög, eins og Dagsbrún og önnur þau félög, sem að Landssam- bandi stéttarfélaganna stóðu, gerðu á hendur óréttinum og ein- ræðinu innan Alþýðusambandsins Rétt er það að visu, að sigurinn er ekki algjör, því ennþá situr stjórn í sambandinu, á grundvelli hins gamla einræðisskipulags, og enn er ekki búið að gera upp hin fjárhagslegu viðskipti Alþýðufl. Og Alþýðusambandsins. Hinsvegar ætti engum heilvita manni að blandast hugur um að félög þau, sem unnið hafa þann sigur, sem unnizt hefur, verða nú að fylgja honum eftir, innan vébanda Alþýðusambandsins, ef þessi félög sameinast þar, og leggjast á eitt með að knýja fram rétt sinn, þá geta þau það. Eða er ekki öllum ljóst, hví- líka geysiþýðingu það hefur, ef öll þau félög hér í Reykjavik, sem hafa barizt fyrir því að koma Alþýðusambandinu á gmndvöll jafnréttis og lýðræðis, fá fulltrúa í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Hvert verður vald Skjaldborgarafturhaldsins í slíku fulltrúaráði? Og er það sæmilegt, ef verka- lýðsfélögin nota ekki það tæki- færi, sem þeim gefst til þess að vinna á þessum vettvangi? Jú, sannarlega er afstaða Sjálf- stæðisflokksins fáránleg, þegar lit ið er á allt hjal hans og skrum um einingu verkalýðsins. Hinsvegar er hún ekki fárán- leg, þegar þess er minnzt að leiðtogar þess flokks halda flokk num uppi til þess að vinna fyrir hagsmuni atvinnurekenda, og það er þeirra hagur, að verkalýðsfé- lögin séu sundruð og dreifð, og við það er pólitík þeirra miðuð. Annað mál er það, að hagur „Sjálfstæðra verkamanna" er mjög undir því kominn, að ein- ing ríki innan verkalýðssamtak- BÆKUR Rít Jóhanns Sígurjónssonar RIT EFTIR JÓHANN SIGURJÓNSSON. Fyrra bindi. Mál og menning 1940. Tómlátur er mörlandinn. Þjóð- in er búin að syrgja Jóhann lát- inn iiðug tuttugu ár, enginn hefur fengizt um það, að nærri helm- ingur verka hans, sem frumsam- inn var á dönsku, var óþýddur enn á ísienzku. Loks hefur Mál og menning ráðizt í heildarútgáfu verka hans, í tveim bindum, og mun hið síðara koma að ári. 1 fyrra bindinu eru þrjú leikirit: Rung Jæknir, Bóndinn á Hrauni, Fjalia-Eyvindur og kvæði Jó- hanns öll. Mörg þeirra eru á dönsku og fylgir þýðing þeirra í óbundnu máli eftir Gísla Ás- mundsson'. Magnús Ásgeirsson hefur þýtt Rung lækni listavei og afar nærri tungutaki Jóhanns sjálfs! f síðara bindinu er von á þýðing margra kvæðanna í bundnu máli eftir Magnús. í því bindi verða annars Galdra-Loftur, Lyga Mörður, brot, sem til eru úr ó- fullgerða leikritinu Frú ElsU, nokk ur ævintýri, ritgerðir o. þ. h. og loks úrval úr bréfum skáldsins. Framan við fyrra. bd. hefur Gunnar Gunnarsson skáld ritað um Jóhann vin sinn af þekking og ósviknum yl. Þá grein verða ailir að lesa. Auðvitað eru ekki sögð þar siðustu orðin, sem þörf er á, tii skilnings á þessu ein- kennilega skáldi, en hún hjálpar mönnum talsvert áleiðis. Aðdáun manna á Jóhanni var lengi mikil, en það hef ég í seinni tíð heyrt þakkað fjarlægð hans frá land- inu og láti hans fyrir aidur fram. „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“ er eina spakmæl ið, sem Jóhanni tókst að kenna hverju mannsbarni vantrúaðrar þjóðar sinnar. Er það spakmæli orsrök þess, að sumir menn vildu heizt ekki fá rit hans á islenzku heim úr fjarlægðinni, fá þau of nálægt þjóðinni? Líklegast. Á- rangurinn er sá, að í fjarlægðar- blámanum er Jóhann ekki að- eins orðinn að óþekktu mikil- Imenni í augum almennings, held ur óþekktur og gleymdur. Frá- sögn Gunnars færir okkur hann aftur eins og hann var, þennan dökka, draumlynda sveitapilt, er hugkvæmdist að leggja undirsig heiminn og gerði það og kunni jafnt að lifa við sult og seyru með ódauðleg skáldveijk í smíð- um og sem konungur í dýrð sinni með glepjandi hirð fyrri jafningja og þurfamanna á báðar hendur. Líf Jóhanns var fágætt ævintýri, og þó var hann enn sem órættur draumur og fyrirheit sí- gildra afreka, er hann lézt, jafn- ungur og Jónas Haligrímsson frændi hans hvarf á sinni tíð. „Hefði honum enzt líf og þrótt- anna, þessvegna munu þeir ganga gegn broddunum og vinna að einingu samtakanna, meðau broddarnir vinna að og krefjast sundrungar. ur, er enginn efi á því, að hann átti beztu rithöfundaár sín fram ur.dan“, segir Gunnar, sem veit bezt um þetta. Jóhann var gædd- ur seigu þreki sálar og líkama. Hann hefði átt að geta enzt eins og náfrændi hans, fátækur ferju- maður heima við Laxá, sem var óbugaður fram að áttræðu og um var kveðið: Leyndi hann sína löngu ævi logunum fyrir innan rif, þvoði sér úr þurrum snævi, — — Klökugan bar hann kufl um ævi, krappan hafði róið sjó, unnið ioksins upp að vörp’um út úr sínum þrönga skó. Jóhann ieyndi ekki logunum. Það er að vísu háskaleg villu- kenning, að menn með þrek til áttræðrar ævi hljóti að brenna út miðaldra, ef þeir eru örlátir á eld sinn. Margur auðgast mest og styrkist við að gefa og þola áreynsluna og jafnvel þjáning- arnar, sem þarf til að eignast eitt hvað til að gefa. En svo mikið var Jóhann búinn að gefa af sjáifum sér, að það er þeim hugg un, sem harma hann. Verk hans halda áfram að hita mönnum. Það var dýrasta von hans. Sjálf- ur er hann Skarphéðinn í bálinu og kveður við eldibraridinn: Vér brennum, — vér brennum sem kyndlar á aldanna eiiífu strönd. Nokkur smákvæði Jóhanns eru meðal gimsteina íslenzkra ljóða. Almenningur hefur varla fengið að vita, að þau væru til, fyrr en pú í útgáfu Máls og menningar. í þeim koma ýmsar hliðar skálds- ins enn skýrar fram en í leikrit- unum. Þessi rómantíski höfundur undir lögmáli Brandesar og „nat- úralismans“ gefur tilefni til heila brota, sem hér skal sieppt. 1 ijóð unum er þrá hans engin takmörk sett, þrá hans tii hins æðra lífs, sem skáldin skynja á beztu stund um sínum. Þannig er ieit hans t. d. í sionnettunni „Vorið er lið- ið“: Við erum fæddir úti á eyðiskaga, eilífðarsjórinn hefur dimmavita, fánýtar skeijar fyrir blóð og svita fengum við keyptar, það er mannsins saga. Þó hef ég aidrei elskað daginn heitar, — eilífðar nafnið stafar barnsina tnnga —, fátæka iíf! að þínum knjám ég krýp, áþekkur s kuggablómi, er ljóssins leitar, — leggurinn veldur naiumast eigin þunga —, fórnandi höndum þína geisla ég gríp. B. S. DrfuF ísleidina ritið um ísland og íslendinga,,náttúru landsins, sögu þjóðarinnar, menningu, bókmenntir og listir kemur út árin 1942 og 1943. RitsitiFi nertsios sr orfiessar Sigurdur HorUI. Ritið verður í 5 miklum bindum, 40 arkir hvert. I. bindi Náttúra íslands, II. og III. bindi Bókmenntir og listir íslendinga, IV. og V. bindi Menningarsaga og almenn saga þjóðarinnar. Ritíð er skreytf f jðlda mynda. Arfur íslendinga verður ársútgáfa Máls og menningar 1943. Auk árgjaldsins þaö ár greiða félagsmenn 25 kr. aukagjald, sem skiptist á 5 ár, 1939— 1943. Tíu krónur eru því fallnar í gjalddaga. Pappír er kominn í þriðjung verksins og prentun fyrstu bindanna hefst þegar næsta ár. ^ Þeir einir félagsmenn, sem gerzt hafa áskrifendur að Arfi íslendinga fyrir 1. jan. 1941 ^ og greitt a. m. k. 10 krónur, fá ritið fyrir 25 kr. aukagjald. — Aðrir verða að greiða ð hærra gjald. — Lausasöluverð er áætlaö 125 kr. <0 MÁL OG MENNING hefur umboðsmenn um allt land, sem menri geta snúið sér til. a Skrifstofa félagsins og afgreiðsla í Reykjavík er á Laugavegil9. Sími 5055. ú 0 $ Stjórn Máls og menningar: 1 | o Krísfítin E. Andrésson, Ragnar Olafsson. o § Sígnrður NordaL Halldór Ksljan Laxness* J Sígurður Thorlacíus. í $ , lOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO óoooooo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.