Þjóðviljinn - 03.01.1941, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVIL JINN
Föstudagur 3. janúar 1941.
í
Geystffölmennur fundur sem samþykkir einróma ad birfa faxfa með
verulegrí hækkun á grunnkaupí og knýja hann fram — effir að smán~
arboð afvínnurekenda hafði veríð fellf með 446 afkv« gcgn 101 afkv.
Héðínn tekínn víð af Haraldí með ofbeldí í fundarstjórn. Hann slítur fundí tíl
að híndra að stjórn deílunnar komíst í hendur dugandí manna
Nú ríðtir á að verkamenn slandi saman eíns og veggur
og leiðí deíluna tíl fulls sígurs
Á nýársdag var boðað til
fundar í Dagsbrún til að ræða
launamálin. Skyldi hann hefj-
ast kl. 3, og var þá þegar
mættur fjöldi manns, og litlu
síðar var húsið þéttskipaö.
Nokkur dráttur var á að fund-
ur heföist. Þó kom Siggi greyið
“formaður” upp á leiksvið eft-
ir nokkra bið — hálfþunnur á
vanga og rerkull í spori —
vappaði þar um nokkra stund
og hvarf svo út um bakdyr og
sást ekki meir á fundinum.
Leiddu fundarmenn ýmsum
getum að því, aö framganga
leiðtogans í samningatilraun-
unum við atvinnurekendur
myndi hafa tekið mjög á
krafta hans.
Að lokum setti svo Jón S.
Jónsson fund og skipaði sem
fundarstjóra — sjálfan Héðinn
Valdimarsson, aöalandstæðing
inn frá í fyrra. Gátu nú ýmsir
þess til, að Héðin hefði sann-
færst um ágæti stjórnarinnar
við hina ötulu og drengilegu
frammistöðu á liðna árinu, og
gengið því til samvinnu við
þessa heiðursmenn, sem hann
barðist svo ákaft við í fyrra.
Aörir létu sér koma til hugar,
aö hér hefði stjórnarklíkan
fundið sér nýjan Harald til að
fremja ofbeldiskúnstir í fund-
arstjórasæti, og átti fundurinn
eftir að sanna, að þannig
hlaut að liggja í málinu,
Þá var gengið til dagskrár
en þar var aöeins eitt mál:
Kaupgjaldsmáliö. Samkvæmt
tillögu frá Sigurði Guðnasyni,
var afgreiðslu fundargerðar
síðasta fundar frestað, svo ekki
þyrfti að eyða tíma og kröftum
frá aðalmálinu.
Tók þá Jón. S. Jónsson til
máls f. h. samninganefndar.
Skýrði frá að upphaflega hefði
nefndin lagt fyrir atvinnurek-
endur uppkast að samningi,
sem fól 1 sér styttingu vinnu-
dagsins um 1 stund á dag án
skerðingar á daglaunum, svo
að tímakaup heföi þá orðð kr.
1.62. Þar var einnig ákvæði um
6 daga kaup, ef maöur slasaö-
ist við vinnu og fleiri lagfær-
ingar. Þar að auki skyldi koma
full dýrtíðaruppbót skv. kaup-
lagsnefndarvísitölu (þó vitlaus
sé). Með þessu hefði tímakaup
ið orðið um 2,30. Þessu hefðu
þeir ekki viljað líta við, heldur
lagt fram annað uppkast, sem
Jón las einnig. Var þar allri
kauphækkun gjörsamlega
sleppt, aöeins boðin uppbót
Sigurður Guðnason
ef tir kauplagsnef ndar ví sitölu,
sem allir vita, að er helmingi
lægri en raunveruleikinn sýn-
ir. Með þessu “kostaboði” hefði
því hin raunverulegu launa-
kjör átt að halda áfram að
lækka endalaust. Jón mælti
hvorki eindregið með eða móti
smánarboði þessu, en gerði því
meir úr erfiðleikunum við að
leggja út í deilu og málaði
setuliðið eins og djöful á vegg-
inn, rétt eins og Dagsbrúnar-
menn þyrftu að ganga á móti
byssustingjum Bretans og
heyja við hann orustu um
kauptaxtann. Jón Guðlaugs-
son, sem einnig var úr samn-
inganefnd, gerði og mikið úr
erfiðleikunum við að ná betri
kjörum. En þessi barlómur,
sem tæplega virtist runninn
undan rifjum hins stéttvísa
launþega — heldur einhvers-
staðar annarsstaðar frá —
fékk lítinn hljómgrunn meöal
fundarmanna.
Þá tóku til máls fulltrúar
róttækra Dagsbrúnarmanna:
Eðvarð Sigurðsson, Guðbrand-
ur Guömundsson, Eggert Þor-
bjarnarson og Hallgrímur Hall
grímsson. Þeir réöust hvass-
lega að tilboði atvinnurekenda
og gagnrýndu allt pukrið hjá
stjórn og nefnd í launamálun-
um. Bentu þeir ennfremur á,
aö einmitt nú væri hiö mikla
tækifæri að knýja fram veru-
legar kjarabætur þegar:
a) allir hefðu atvinnu, svo
að ómögulegt væri að smala
verkfallsbrjótum.
b) Atvinnurekendur græddu
milljónir svo að ekki væri nú
nein leið að berja lóminn og
tala um “taprekstur” þó að
kaupið hækkaði.
c) Bretarnir væru líklegir
til aö ganga að taxtanum,
enda hefði það sýnt sig, að þeir
hefðu gengiö aö verulegri
kauphækkun við félögin á
Stokkseyri og Eyrarbakka, og
á þessari stundu væru múrar-
ar aö vinna fyrir nýjan og
hækkaðan taxta hjá Bretum,
án þess að þeir hefðu nokkuð
möglað.
Gerðu fundarmenn mjög
góöan róm að máli þeirra.
Eðvarð bar fram tillögu þess
efnis, að félagið birti taxta,
sem fæli í sér aðal kjarabætur
upphaflegu tillagnanna frá
samninganefnd (tímakaup
1,62 frá kl. 7—5, frá kl. 5—9
kr. 2,43 og kl. 9—7 á nóttunni
kr. 3,24), og fulla dýrtíðarupp-
bót.
Að umræðum loknum, fór
fram skrifleg atkvæöagreiösla
um smánarplaggið, og var það
fellt með 446:101, en 15 seölar
voru auðir. Alls hafa því verið
562 félagsmenn á fundi. Var
þá borin upp tillaga Eðvarös
og samþykkt með hverju ein-
asta greiddu atkvæði.
Þegar hér var komið málum,
Hallgrímur Hallgrímsson
lagöi Guöbrandur Guömunds-
son fram tillögu þess efnis, að
kosin yrði 5 manna nefnd til
að stjórna baráttu félagsins
fyrir framkvæmd nýja taxtans.
Reis þá upp kempan Héöinn í
nýju hlutverki, neitaði Guð-
brandi um að fá að skýra til-
lögu sína, sem auðvitaö var
fram komin af því að menn
vantreystu stjórnarklíkunni til
aö fara með slík mál eftir allt,
sem á undan er gengiö. Taldi,
hann sjálfsagt, aö stjórnin(M)
hefði allt með höndum, og bar
upp munnlega tillögu þess efn-
is, Tillaga sú var augljóslega
kolfelld, þó margir áttuðu sig
vart á hinni þvælulegu stjórn
Héðins. Lýsti hann þá yfir, að
hann mundi ekki bera upp til-
lögu Guðbrandar, og flýtti sér
að slíta fundi, með þeim um-
mælum, að kl. væri orðin 6 og
salurinn ekki lánaður lengur.
Vildu rhenn varla trúa sínum
eigin eyrum og stöldruðu við
nokkra stund enn og kröfðust
atkvæðagreiðslu og mótmæltu
gerræðinu, en allt kom fyrir
ekki.
Eggert Þorbjarnarson krafð-
st þess í nafni þeirra 446 fund-
armanna, sem drepið höfðu
smánartillöguna, að bókuö
yrði mótmæli gegn þessari fá-
heyrðu ósvífni íundarstjóra.
Framferði Héðins kom eins
og reiðarslag yfir fjölmarga
góða Dagsbrúnarmenn, sem
fram að þessu hafa séö í hon-
um traustan andstæðing aft-
urhaldsins í félaginu og fjand-
manna þess útá við: atvinnu-
rekenda. Þeir munu hinsvegar
að þessum fundi loknum eiga
hægar með að skilja hans nýja
hlutverk, sem arftaka hinnar
gjaldþrota Skjaldborgar í aft-
urhalds- og spillingarsam-
steypunni í Dagsbrún. Enda er
nú altalað, að hann sé tilvon-
andi formannsefni atvinnurek-
endaþjónanna í félaginu, og
væri það ekki nema eftir hags-
munum hans sem stóratvinnu-
rekenda að taka að sér þvílíkt
forystustarf fyrir “5. herdeild-
inni” innan þessa verkamanna
félags.
Þrátt fyrir þann skaöa, sem
Héðni tókst að gera Dagsbrún-
armönnum með ofbeldi sínu í
fundarlok (sem þeir eiga e. t.
v. eftir að súpa beiskt seyði
af), var fundur þessi í heild
glæsilegur vottur um, að ný
vakning sé að hefjast meðal
verkamanna; að þeim sé aö
verða Ijóst, að nú, einmitt nú,
— sé tækifærið að sækja fram
og heimta nokkrar krónur úr
klóm gróðaburgeisanna. Svo
einhuga, fjölmennur Dags-
brúnarfundur ætti að gefa
verkamönnum nýja sigurvon í
málum sínum, og vekja þann
ásetning, að leiða ekki aðeins
þessa kaupdeilu til sigursælla
lykta, heldur einnig hrifsa fé-
lagið úr greipum þeirrar stjórn
arklíku, sem nú situr við stýr-
ið í Dagsbrún.
OO<OOOOOOOOO<OOOOO<O
'ÍlK/NfiJNÍ
Freyjufundur í kvöld kl. 8 e.
h. (uppi). Venjuleg fundarstörf.
Að fundi loknum hefst: Áramóta
fagnaður. Kaffisamsæti. Ræða.
Söngur og gítarspil. Kvikmynda-
sýning (skemmtiferö stúkunnar s.
1. sumar). Dans. Félagar fjölmenn
Ið á fyrsta fund ár.sins, svo hann
megi bera merki um samtaka-
mátt og einingu.
Æðstitemplar.
Daglega nýsoðin
SVIÐ
Kaffistofan.
Hafnarstræti 16.
Satnfö ðskrifeódnm
TUkynning
"iT '
iFá Uermnaooalálaiinu Daosbrio
Félagsfundur haldinn í Verkamannafélaginu Dagsbrún
1. janúar 1941 samþykkti að fela stjórn félagsins að tilkynna
eftirfarandi kauptaxta í almennri verkamannavinnu frá 1.
jan. 1941:
Frá ld. 7 f. h. til kl. 5 e. h. kr. 1,62 fyrir klukkustund,
frá 5 e. h. til kl. 9 e. h. kr. 2,43, frá kl. 9 e. h. til kl. 7 f. h. kr.
3,24 fyrir klukkustund.
Grunntaxti þessi greiðist með fullri dýrtíöaruppbót, sam
kvæmt aukningu dýrtíðar frá 1. janúar 1939. Dýrtíðarupp-
bótin greiðist samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar í
næsta mánuði á undan.
Þetta tilkynnist hér með ölíum hlutaðeigendum.
Verkamönnum er stranglega bannað að vinna hjá nokkr-
um vinnuveitanda nema þeir séu þess fullvissir að viðkom-
andi vinnuveitandi hafi gefið stjórn Dagsbrúnar skriflega
viðurkenningu fyrir því, að hann greiði hinn auglýsta taxta
félagsins, og gildir það jafnt um brezka setuliðið sem aðra
vinnuveitendur. *
STJÓRN VERKAMANNAFÉLAGSINS DAGSBRUN