Þjóðviljinn - 10.01.1941, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.01.1941, Blaðsíða 4
Orbopglnnl. Nœturlæknir í nótt: HalldórStef ánsson Ránargötu 12, sími 2234 Nœturvördur er pessa viku í Ingólfs- og Laugavegsapótekum. Kristján Sveinsson augnlæknir flytur í kvöld útvarpserindi un blindu og varnir gegn henni. Útvarpid< í dag: 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Pýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Hljómplötur: Lög leikin á harmóniku og rússneskan gít- ar . 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Kristin Lafr ansdóttir, eftir Sigrid Undset. 21,00 Hljómplötur: Lög eftir Grieg. 21,10 Erindi: Um blindu og vari ir gegn henni (Kristján Sveira son augnlæknir). 21,35 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett 77, nr. 2, eftir Haydn 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Kaupendur „Réttar”. Komið á afgreiðsluna, Austurstræti 12 og borgið árganginn 1940. Freyjufundur í kvöld kl. 8 e. h. í Góðtemplarhúsinu. Inn- taka nýra félaga. Venjuleg fundarstörf. Þá hefst: tJtbreiðslufundur Bindindisfélag Gagnfræðaskól- ans í Reykjavík heimsækir stúkuna. Ennfremur verða mættir á fundinum fulltrúar frá Sambandi bindindisfélaga í skólum. Ræðumenn verða: Jón Árnason, umboðsmaður Hátemplars, Friðrik Ásmunds- son Brekkan stórtemplar, Helgi Sæmundsson, forseti S. B. S., Magnús Jónsson, ritari S. B. S. og Friðrik Sigurbjörnsson for- maður Bindindisfélagsins o, fl. Upplestur: Elías Mar. Templarar! Minnist 56 ára afmælis Góðtemplarareglunn- ar á íslandi og fjölmennið. Öllum heimill aðgangur. Æðstitemplar.' Saumafundur í dag kl. 3Ú2 í Góðtemplarahúsinu. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, viskípela glös og bóndósir. Flöskubúðin Berg- staðastræti 10. 5395. Draugur upprisínn Framhald af 3. síðu. stráknum — sonurinn týndur aftur og þungbúinn stormský þjóta um loftin, upp er risinn stórhættulegur og djöfullegur draugur. Kommúnistar hafa aukið fylgi sitt um 4—500% eða fjandinn má vita hvað mikið, og þaö á svo stuttum og stórhátíðlegum tíma, rétt yfir blá jólin, að undrum sæt- ir. Hvað á til bragðs að taka — nú er ekki nema um eitt að ræða, þaö er aö skella allri á- byrgð á þennan ábyrgðarlausa lýð og skírskota til þjóðrækni, föðurlandsástar og húsbónda- hollustu. Velferö 120—30 þús- und íslendinga er nú komin í hendurnar á þessum “ný upp- risnu draugum” og ekki nema um eitt að ræða — samþykkja tilboö atvinnurekenda svo ís- lenzku þjóðinni verði bjargað! Skyldi íslenzka þjóöin 1 heild glatast að eilífu, ef okkar til- boð, Dagsbrúnarverkamanna væri samþykkt, ég spyr og skora á einhvern góðan íslend- ing að svara? Alþýðublaðiö, sem stöðu og fortíðar vegna ber siðferöisleg skylda til að standa með verkamönnum getur eöa þorir í hvorugan fótinn að stíga og hangir í lausu lofti eins og brezkur sprellikall, sem leikið er með aö “ofan”! Morgunblaöið og Vísir hafa prédikað hátt og fagurlega um, aö þau væru blöð allra stétta og kjörorð þeirra hefur vérið “stétt með stétt” þetta er bæði rétt og fallega hugsað, og efast ég ekki um að allri þjóöinni mundi vegna betur, ef þau létu þessa yfirlýstu trúar- játningu hljóma í orði og sann leika, þegar þess er þörf eins og nú t .d. í þeirri deilu, sem upp er risin af þröngsýni at- vinnurekenda á kjörum og högum verkamanna og ann- arra launþega á þessu landi. Mér mun ganga illa, eins og fleirum, að koma auga á hvernig þeirra yfirlýstu kjör- orð getur samrýmzt skrfium þeirra í þessari deilu, þar sem þau skella allri ábyrgð á á- byrgðarlausan lýð kommún- ista, eins og þau kalla alla þá, er fast standá um bætt kjör og hagi verkamannastéttinni til handa. Eg skal glaður gangast und- ir það heiti, að kallast komm- únisti, ef allir þeir eru komm- únistar, sem taka slíka af- stöðu, og ég er áreiðanlega ekki einn um það. En varaðu þig Ketill! Bjarni Kr. Björnsson, Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan- Hafaaratræti 16. Hf til Haelra- sturhsnetndar Þ. Ó. 5,00. M. j. 50,00. M. 5,00. OlíufélagiÖ Shell 100,00. Syst- kini 20,00. M. 10,00. J. Þ. 5,00. Ónefnd 5,00. Svavar 2,50, Úlf- ur 15,00. Frú Wendel 2,00. K. G, 10.00. Frú N. N. 15,00. K. 10,00. Maddi og Leifur 10,00. Ása 3,00. Ónefndur 25,00. K. J. 20,00. N. N. 5,00. M. K. 10,00. Kristján Siggeirsson 100*00. María Guðjónsdóttir 20,00. M. S. 10,00. Brjóstsykursgerðin Freyja 75,00. Mansi 5,00. Kona 10,00. N. N. 5,00. Systur 10,00 J. E. 5,00. Starfsfólk hjá Mart. Einarssyni 26,00. Ón. 10,00, Ól- afur Kristjánsson 5,00. N. N. 10,00. Á. P. 10,00. Skúli Sveins- son 5,00. Árni Hallgrímsson og G. Heiöberg 20,00. Dúa 10,00. M. J. 25,00. E. B, 10,00. Hanna og Óli 20,00. Áheit 5,00. U. A. 5,00. E. H. 15,00. V. E. 10,00. Heildverzlunin Edda 100,00. Jóhanna Þorsteins 25,00. L, 25,00. S. G. 10,00. Jónatan Hall varðsson 25,00. N. 5,00. Valfells 100,00. Olíuverzlun íslands 500,00. Tóbakseinkasalan 75,00 Sent L. V. nafnlaust 10,00. Homo 10,00. I. G. 15,00. Systa og Stella 10,00, Stefán Frank- lín 10,00. J. T. 7,00. Erla 5,00. E. Z. 10,00. Með jólakveöju frá M. 5,00. Starfsfólk hjá trygg- ingastofnun ríkisins 41,50 Fjögur systkini 5,00. Starfsfólk Olíuverzlunar íslands (viðbót) 25,00. (alls kr. 190.00). Fjórar konur (áheit) 40,00. Mummi 5,00, Sjómaður 100,00. Kristj- ana 1,00 N. N. 4,00. N. N. 5,00. V. I. J. 50,00. S. V. 5,00. N. N. 8,00. Lillí Sigurðs 5,00. Starfs- fólk Hagstofunnar 20,00, Hólm fríður og Margrét 5,00. P. L. 10,00. Ullarverksm. Framtíðin Prjónaföt. Skóverzlun L. G. L. Skófatnaður N. N. fatnaður S. G. Föt, N. N. Föt. Nanna og Gýða föt, N. N, Föt, Ónefndur Föt, Magga og Siggi Föt, Mar- ía Hjaltadóttir Föt. M. G. Skór Ónefnd, föt, S. Laxdal fata- böggull. Móðir, skór. Þrjár syst ur, föt. HelgaSímonardóttir, föt. Halldór Jóhann, föt. X., föt Hildur og Huld, kerti. Kr. Eir- íksdóttir, föt. X. Sælgæti. Vala, Sigga og Ella, Leikföng, Vigfús Guðbrandsson, Kápuefni. Sig- urjón Pétursson, Væröarvoð. Ingibjörg, föt. Hjördís, skór. Laufey Lilliendahl, föt. Hall- dór, leikföng. N. N. Föt. Smjör- líkisgerðin “Ljómi” 25. pk. smjörlíki. N. N. föt. Emilía Sig- hvatsdóttir, fatnaöur og skór. Stefán Gunnarsson, skór. F. B. H. Þ., N. N. Friðjón, fatnaður. Kærar þakkir. Nefndin. ooooooooooooooooooooooooooooooocxxxx: Anna Liegaard Skáldsaga cftir Nini f^oll Anker Sólskin. .. sólskin á garðinum með síðustu asters- blómunum, bleikum ribsrunnum og eplatrénu, sem var með eplin ótekin. Þau héngu þétt á gömlu grein- unum, rauð og glansandi af vætu. Það þurfti að koma þeim inn í dag... Hún þyrfti aö' taka blómin líka — eftir þenna heiðskíra dag kæmi næturfrost. j Hún horfði lengi á limríkt tréð — þau fengju alltaf tunnu af eplum, ef ekki meira. Vetrarávöxt. Þetta yrði fyrsta áriö, sem þau gætu haft epli úr garSinum sín- um á jólatrénu! Hún dró tjaldiö ekki fyrir, hún hafði heyrt Roar hreyfa sig í rúminu. Þegar hún var komin upp í spurði hún: “Ertu vaknaður, Roar?” Hann svaraði ekki, en eitthvaö umlaði í honum. Léttur, jafn roöi breiddist um vanga nennar og enni. ‘Viltu koma yfir til mín?” “Hversvegna biðuröu mig um það, Anna?” Hún þagði stundarkorn. Hvers vegna hún bað hann um aö koma? Til þess aö sættast við hann á þann ör- uggasta hátt, sem hún kunni. Roðinn í vöngunum varð meiri. Ef hún hefði getaö fengiö sig til að biðja hann vel. Eða átti hún að segja: Eg sé eftir því, Roar. .. En hún gat ekki fengiö sig til þess, gat þaö ekki. “Komdu, Roar!” sagöi hún, og í röddinni kenndi votts af óþolinmæði. “Þú ert einkennileg manneskja, Anna. í gærkvöld heimtaöir þú skilnað, Og nú viltu þetta”. “Þú gerðir mig vonda”. “En ég er ekki jafn fljótur til. Eg get ekki farið beint úr einu í annaö, umsvifalaust”. “Nei, ég veit það”. Hún dró sængina upp undir höku. Hvorugt þeirra sagði neitt. Gegnum rúöuna, sem dregiö var frá skein sólin inn í herbergið. Sólskinið myndaði breiða rák, takmarkaða af bláleitum morgunskuggum herbergisins eins og af jafn- hliða línum, frá dyrastafnum og tjaldfaldi niður á tígl- óttan gólfdúkinn. Roar Liegaard horföi á rykagnirnar sem bæröust í sólskininu, — ryk, sem ekki einu sinni hendur Önnu réðu við... Hún vildi að hann kæmi til hennar, og það meðan beizkja samtalsins kvöldinu áður var enn ný og fersk, — hann heyrði enn háu, æstu röddina hennar dynja fyrir eyrum sér. Hann hélt áfram að rifja það upp. Það fór um hann hrollur, eins og kuldahríslingur um hverja taug. Hann sneri sér snöggt tiþ veggjar, altekinn af óbeit, sem hann réð ekki við. Hálftíma síðar voru dyrnar opnaðar varlega. Yngstu börnin tvö komu hlaupandi og klifruðu upp á rúmið til mömmu. “Til hamingju, mamma!” -“Til hamingju meö dag inn”. Roar sveiflaði sér fram úr rúminu, gekk yfir að kommóðunni, náði í böggulinn, sem 1 voru hanzkar og silkisokkar, dóttirin hafði keypt það fyrir hann. Rétt á eftir stóð hann í morgunslopp við rúm konu sinnar á- samt Ingrid, sem oröið hafði sein fyrir. “Fyrirgefðu að ég skyldi gleyma því, Anna”, hann lagði frá sér böggulinn, laut niður og snerti enni kon- unnar með vöi'unum. “Til hamingju með nýja áriö þitt”. Það komu nokkrir góðviðrisdagar, bjartir, heiðríkir dagar, meö viðhafnarsólskini yfir borg og sveitir. Roar Liegard gekk aö störfum sínum eins og venjulega, hlust- aði aö vanda með sæmilegri þolinmæði á kvartanir sjúk- linganna, skoðaði þá og læknaði á læknigastofunni, leit inn til heimasjúklinganna, talaöi nokkur orð viö kunn- uga, sem hann mætti á götunni, sat fáskiptinn við mál- tíðarnar heima og hlustaöi eftir masi konunnar og barnanna. En þegar rökkrið seig yfir, fór hann aldrei ^ þessu vant á göngu, efri veginn, framhjá spítalanum og 0 þar austureftir. $ OOOOO<CXOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<OOOOOOOOO<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.