Þjóðviljinn - 16.01.1941, Side 3

Þjóðviljinn - 16.01.1941, Side 3
ÞJ OÐVILJINN Fimmtudagur 16. janúar 1941. inn loks séö að með ofbeldisráð- stöfunum sínum gegn einstökum nemendum sínum, hefur hann, samkvæmt sínum eigin orðuim, troðið inn á rétt foreldranna yfitr barninu, sem hann hefur lýst þarna svo einstaklega pólitísku. Hann, uppalandinn, hefur þá trampað á þeim skyldum, sem, sjálfir foreldrarnir ættu. Hann hef ur með frekju farið inn á það verksvið, sem honum kom alls ekkert við. — Hr. skólameis.tarinn hefði átt að vera minnugri á for- tíöina. 1 niðurlagi ræðunnar minnist svo skólameistari á brezka setu- iiðið hér og ísl. þjóðina. — Þar er óg honum sammála. Fyrirut- an hinn venjulega skammt, smek lausra fúkyrða um vissa stefnu, sem menn af hans tegund nota svo oft, er þeir ætla að gefa orð- um sínum áherzlu, — og allmik- inn skort hans á lífsreynslu verka mannsins, sem sjálfsagt er að leggja honum út á betri veg, vegna þess, að hann hefur víst ekki fengizt við erfið.isvinnu í mörg ár, og eigi þá heldur kom- izt í þaÖ atvinnuleysi, sem hamp- ar hungurvofunni við dyr verka- mannsins. Að lokum segir hann svo til nemenda sinna --------— skólinn mun Jeita ýmissa ráða til þess að glæða í brjóstum yðar heil- brigða þjóðerniskennd, sem sé laus við hatur og andúð í annarra þjóða garð----------“. Ég er viss um, að fáir myndu fagna slíkri viðleitni hans meira en þeir nemendur hans, sem hafa neyðzt til að hverfa úr skóla hans vegna vöntunar hans á slíkri „heilbrigðri þjóðerniskennd, sem laus sé við hatur og andúðj í ann- arra þjóða garð“. Það er skemmst að m-innast — !að í fyrravetur þegar finsk-rúss- neska stríðið stóð yfir, heyrðist að hann — einmitt skólameistarinn á Akureyri — hefði efiit til sam- keppni meðal nemenda sinna i Finnlands-söfnun. Og með ræðum sinum um þau mál hefði hann reynt af fremsta megni, að ala upp í nemendum sínum hatur og andúð i annarra þjóða garð, þ. e. a. s. Sovétríkjanna og allra þeirrá manna, sem sýndu tilraunií í þá átt að bera blak af þeim. í Eigi veit ég með vissu hvort þessar sögusagnir eru með öllu sannleikanum samkvæmar, en næst er mér að halda það. En eitt er víst, að einn nemanda sinn hrakti hann úr skóla um þessar mundir vegna þess, að hann þoldi ekki að vita nokkurn sinn nem- anda hafa kjark til að lát'a' í ljósi hlutlausar skoðanir sínar og sízt ]>ær, sem að einhvérju leyti voru vinveittar Sovétríkjunum. Þannig túlkaði hann þá við- leitni sína til þess að glæða hina „heilbrigðu þjóðerniskennd“ í brjöstum nemenda sinna. — Ef hann nú hyggst að halda áfram á þeirri braut, og telur slíkar aðgerðir eins og þær, sem með handahófsdæmum hef- ur verið sýnt fram á hér að fram- an, — baráttu fyrir hinum helgu hugsjónum lýðræðisins býst ég við, að mörgum fari sem mér, að geta eigi sætt si!g við slíkt „lýðræði“, heldur einbeita skipu lögðum kröftum sínurn gegn slíkum ofbeldisverkum, sem eru framin í skjóli lýðræðisins. Ncydaróp Skjaldborgarínnar sannleihann om oss! Hinn siðprúðl dyggðaengill hr. Jónas Guðmundsson frá Norð- firði, skrifaði greinarkotrn í fyrra idag i Alþýðublaðið um landráð. Auðvitað er greinin skrifuð í nafni lýðræðisins. 1 djúpri lotn- ingu og heilagri auðmýkt gengur þessi postuli sannleikans fram fyrir guði og verndara lýðræðis ins og biður þá heitt og innilegia að banna Sósíalistaflokkinn, hann biður þess hrærður í huga, að þao verði lög hér á landi, „ófrávíkj- anleg lög“ að hver sá, sem fylgi Sósíalistafliokknum að málum, Allir þeir, sem hafa verið beitt ir óréttinum og allir þeir, sem síðar kunna að hæfast í þann hóp vegna aðgerða „línu“-bræðra skólameistarans á Akureyri —• læra margt, en gleyma engu. Ég hygg að við getum vel tek- ið undir orð skólameistara, sem hann tilfærir eftir Jóni Loftssyni við Þorlák biskup helga: „Heyra má ég erkibiskupsboðskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu“. * Heyra megum við skólameist- araboðskap en ráðin erum við í a ðlialda hann að engu. Allir unnendur hins sanna lýð- ræðis láta eigi biekkjast af fögr- um orðum ísl. valdaklónna um bróðurlega samvinnlu í landa lýð- ræðisins — um leið og hermdar verk þeirra hrópa til þeirra mörgu ;sem í bili hafa eigi bolmagn gegn ‘niðurrifsstarfsemi þeiira á sv.iði menningar og uppeldis einstakl- inganna — ])egnánna í ríkinu — mannanna, sem þeir bera svo mjög fyrir brjósti! Meðan hr. skólameistarinn held- ur áfram á þeirri braut, sem hann hefur verið á getur enginn trúað honum þegar hann segist vera „einlægur ]ýðræðis,sinni“ og hafa alltaf verið. Þetta lýðræðisgort skólameistara er því furðulegra ‘ sem svo virðist (ef marka má þiað sem J. J. isegiir í kjallaragrein í sama Tíma-blaði) að skólameist ari sé mjög hlynntur bindindis- starfsemi og bindindissemi, svb afleiðingum slíkra nautna hefur ekki verið um að kenna, er hann samdi ]>essa ræðu sína. En þetta getur bara verið grobb „hermennskunnar". Hann s,em í fyrravetur gerðist „sjálfboðaliði“ i styrjöld þeirri, sem íslenzka þjóð in virtist þá eiga í v.ið Sovétrík- in. - Af hermennskuandanum hef ur því grobbið skapazt hjá þess- um vígreifa menntamanní. Þessvegna er skrambi erfitt að taka hann og hans líka alvarlega í svona málum. Því við þekkjum það „lýðræði" sem slíkir „lýð- ræðissinnar" berjast fyrir, og vit- um á hverju við eigum von úr þeirri átt. — Þessvegna neyðumst við til að mæla þeim kornið í þeim mæli, sem þeir mæla okk- ur það. T. Þ. talar máli hans eða á einn eða annan hátt ljær honum lið í orði eða verki, „missi frá þeirri stundu öll réttindi, sem íslenzkt þjóðfé- lag annars veitir þegnum sínum, nema ])au að fá að vinna fyrir sínu daglega brauði“. Hvernig skyldi standa á að svo prúður maður eins og Jónas skuli ‘þllt í einu æðrast svo geysilega. Manni gæti dottið í hug að hann hefði verið að tesa í „Mein Kampf“ og hefði í ógáti þýtt eitt- hvað af ummælum Hitlers um kommúnis*ta eða Gyðinga. Ekki mun þetta þó vera rétt skýring, greinin sjálf ber annað með sér. Hér eru sýnishorn úr greininni sem varpa nokkru ljósi yfir þetta mál. Um sósíalista segir hann: „Heila flokka manna úr and- stæðingahópi sínum hefur hann t. d. þjófkennt og dreift því út á meðal almennings og rakið það í blöðum sínum, og allt er það byggt á lygum einum, sem búnar teru til í herbúðum kommúnista". Litlu síðar í greininni áfellist Jónas Morgunblaðið harðlega fyr ir hið nána samstarf þess við kommúnista allt frá 1930 og segir síðan að það og menn þess „hafa flutt þjófnaðaraðdróttanir komm- únista o,g Þjóðviljans á hendur okkur, sem undanfarin ár höf- um ' verið í stjórn Alþýðusam- bandsins og fulltrúaráðsins í Reykjavík oig látið sér sæma að gera þessar álygar landráða- manna að sínurn orðum“. Þarna er þá komin ástæðan fyrir því að Jónas vill láta banna Sósíalistaflokkinn o.g Þjóðviljann. Blað flokksins hefur sagt frá því að nokkrir menn hafi selt sjálf- urn sér Iðnó fyrir 130 þúsund kr. en það er 100—150 þús. kr. undir sannvirði. Þessi verknaður er kall- aður að stela 100—150 þús. kr. frá v erkalýðsfélögunum, sem voru eigendur að Iðnó. Jónas Guð- mundsson verður að fyrirgefa þó íslenzkan eigi ekki önnur orð yf- ir þetta. Það er ótrúlega leiðin- legt fyrir fína menn að vera staðna að því að taka þátt í verkn aði, sem heitir ljótum nöfnum. Það er von að Jónasi líði illa. Blöð Sósíalistaflokksins hafa líka sagt frá því að nokkrir menn seldu sjálfum sér A]])ýðubrauÖ- gerðin.a langt fyrir neðan sann- virði. Því miður heitir þessi verkn aöur lika þjófnaður á íslenzku. Loks hafa sömu blöð getið þess að auglýsingastjóri Al])ýðublaðs- Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan. Hafnarstræti 16. ins hafi haft nokkra tugi þúsiunda af verkamannafélaginu Dagsbrún. Sennilega hefur hann ekkert hagn |aist á þessu persónulega, en síðan er Alþýðublaðið brezkara en brezkt. Jónas Guðmundsson ætti ekki að æpa svona hátt oig ámátlega á verndara lýðræðisins og biðja þá að banna Sósíalistaflokkinn, fyrir sjálfan hann er það orðið of seint, því það sást til hans og hann þekkist, og það vita allir hverskonar maður hann er. Víll Jón Blöndal birfa grundvöll visífölunnar ? Hér með er skorað á Jón Blön- dal út frá skrifum hans í Al- þýðublaðinu í gær, að birta þann grundvöll, sem kauplagsnefnd og Hagstofan miða vísitölu við, þ. e. hve mörg kíló af kjöti, fiski, brauði, eggjunr, mjólk etc. ætla þeir meðalfjölskyldu á mánuði hverjum, hve mikið af vefn-> aðarvöru, hve mikið af kolum o. s. frv. Það er þessi grundvöllur, sem fyrst og fremst verður að ræða — og það ætti ekkert að vera ])ví til hindrunar að birta hann. 27 nýír áskrífend ur komnír f jan. 12 áskrifendur hafa komið að Þjóðviljanum siðan síðast var getið um nýja áskrifend- ur. Eru þá alls komnir 27 nýir áskrifendur í janúar. En nauðsynlegt er að herða áskrifendasöfnunina enn. Það eru enn mörg heimili, sem Þjóðviljinn ekki kemur á, sem gjarnan myndu kaupa hann og lesa að staðaldri, ef við þau væri talað. Þorri hinna nýju áskrifenda eru menn, sem tilkynna af- greiðslunni sjálfir, að þeirætli að gerast kaupendur. Sýnir þetta að ef safnað væri áskrif- endum af kappi, mætti vafa- laust fá mjög marga. Getízt áskrífendur að fímarífínu ,Réttur‘ Síðara heftið 1940 nýkomið út Áskrifendur Séttar í Reykjavík eru beðnir aö koma á afgreiðsluna í Austurstræti 12 og greiða árgjaldið fyrir síðasta ár með 5 kr. AFGREIÐSLA RETTAR, Austurstræti 12. Sllini BeiHananniilflaasins DagsMi hefur ákveöið að fresta kosningu stjórnar og annarra trún- aöarmanna félagsins til 25. janúar, og jafnframt tjáö kjör- stjórninni, að uppstillinganefnd félagsins hafi engar tillögur lagt fyrir trúnaðarráð. Ber því þeim félagsmönnum, er leggja vilja fram tillög- ur um skipun stjórnar og til annarra trúnaöarstarfa sam- kvæmt lögum félagsins, aö skila þeirn til formanns kjör- stjórnar, Guöm. O. GuÖmundssonar, eigi síöar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 21. þ. m. Dagsdrúnarmenn eru deðnir að athuga, að þeir einir hafa atkvæöisrétt, sem eru skuldlausir fyrir ’áriö 1939 þegar kosning hefst, og veröur enginn tekinn á kjörskrá á meöan kosning stendur yfir, þótt hann þá greiði eldri skuldir. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins frá kl. 4—7 e. m. alla virka daga. Kjörstjórn Vcrkamannafélagsins Da^sbrún.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.