Þjóðviljinn - 30.03.1941, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1941, Blaðsíða 4
Orbopglnnl NœUirlœkntr í nótt: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími '2234. — Áðra nótt: Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Nœturuördur er þessa viku í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúð inni Iðunni. Hvlfjida.qslœknir í dag: María Hallgrímsdóttir Grundarstíg 17, sími 4384. Skídamót Raykjavíkur verður 'haldið í Bláfjöllum, í dag (sunnu- ’dag). — Verður aðieins keppt í svigi. — Þátttakendur eru 33, frá 4 félögum, Ármanni, I- R., K. R. og Skíðafélagi Hafnarfja'rðar. Bílar ganga upp í Jósefsdal á vegum Ármanns og verður la.Á af stað frá íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar kl. 9 f. h. Lmkjékuj Reykjavíkur sýnir „Á útleið“, eftir Sutton Vane kl. 8 í kvöld og hefst sala aðgöngumiða !kl. 1 í dag. S. dsild KRON heldur fund í dag, sunnudag, 30. marz, kl. 2 e. h. í Baðstofu Iðnaðarmanna. 10. d'sild KRON heldur fund í dag, sunnudag, kl- 8,30 í Bað- stofu iðnaðarmanna. 16. deild KRON heldur fund á morgun, mánudag, kl. 8,30 í Bað- stofu iðnaðarmamna. Útvarpid í dag: 10,00 Morguntónleikar: óperan i. „Faust“ Gounod, 1. og 2. þátt- ur. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (séra Garðar Svarsson). — Sálmar nr. 5, 210, 60, 198, og 356. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Miðdegisútvarp: óperan „Faust“ eftir Gounod, 3.—5. þáttur. 18,45 Barnatími (systurnar Mjöll og Drífa). 19.30 Hljómplötur: Danssýningal lðg- 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Erindi: Reykjavík æskuára minna, V., Kvenfólkið (Jón Helgason biskup). 20.50 Hljómplötur: Norðurlanda- lög- 21,00 Upplestúr: Kvæði (Steindór Sigurðsson). 21,15 Hljómplötur: Enskir stúd- entasöngvar með kynningum 21.30 Danslög: Valsar og polkar. 21.50 Frétdr. Danslög- Útvarpid á morgun: 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Dönskukennsla, 3. fl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginln — (spurningar og svör) Jón Ey- þórsson. Leikíélag Reykfavikur, „ A Ú T L E I Ð “ Sýning í kvöld kl. 8. Hljómsveit undir stjóm Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Börn fá ekki aðgang. Sósíalísfafólag Rcffejavífeur, Delldarfnndir verða í öllum deildum félagsins á mánudagskvöld. Það er nauðsynlegt að flokksmenn mæti vel og stund- víslega. STJÓRNIN1 öCXXXXXXXSfOOÖOOOOOOOOÖOOOOOÖOOÖOOOOOfl 76 30 nýír áskrífend- ur homnír að Réttí í marz Það, sem af er marzmiánuði, hafa Rétti bætzt 30 nýir áskrif endur í Reykjavík- Fara vin- sældir Réttar nú mjög vaxandi. Sérstaklega líkar hið nýút- komna hefti mjög vel. Og verðið á ritinu helzt jafn lágt og áður, 5 kr. árgangurinn. Gerizt áskrifendur að Rétti í síma 2184. Afgreiðslan er í Austurstræti 12. 21,55 Útvarpshljómsveitin: Skozk þjóðlög. Einsöngur (frú Guð- rún Ágústsdóttir): a) Sigfús Einarsson: Allt fram streymir. b) Páll ísólfsson: Vögguvísa c) Bjarni Þorsteinsson: Taktu sorg mína. d) Þórarinn Guð- mundsson: Kveðja- e) Emil Thoroddsen: Vöggukvæði- f) Sigvaldi Kaldalóns: fsland ögr um skorið. 21,30 Hljómplötur: Endurtekin lög. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok- Hlutamltu heldur bamaheimil- ið Vorboði til ágóða fyrir sumar idvöl barn'a í sveit kl. 4 í ’diag í Varðarhúsinu- Eru þar margir á- gætir munir, sem hiægt er áð hreppa, ef heppnin er með, — en aðalatriðið er þó að fyrir betra málefni er vart hægt að halda hlutaveltu. Þessvegna munti Reyk- víkingar fjölmenna á hlutaveltu [Vorboðans fcj. 4 í ídag. Frjáls wzrzlun, marz 1941, er nýkominn út- Efni m. a.: Stríð eða friður í verzlunarmálum, Af- mælishátíð V. R., Ræður haldnar á afmælishátíð V. R., Nýtízku sölu búðir, Höft og þjóðarnauðsyn, Nemendasamband Verziunarskól - ans, Styrjöldin sýnd í línurítum, Tíðindi frá Norðurlöndum. Um loftin blá, eftir Sigurð Thorlacius, er kominn í anmarri útgáfu, og er nýja útgáfan skneytt mörgum heilsíðumyndum af ís- lenzku fuglalífí. Satnsöngur karlakórs* íns Fósfbrædur Framhald af 3. isíðu. ir jafnvel full mikið á það með köflum. Tvö síðustu lögin á söng- skránni voru, að því er inni- hald snerti, ekki til þess fallin að vekja hrifningu, og erindi þeirra á söngskrána vafasamt, þegar af nógu öðru er að taka sem betra er. Haraldur Hannesson söng tvö lög með píanóundirleik, Vöggu ljóö eftir Schubert og Nina eftir Pergulese. Haraldur hefur þægilega tenorrödd, en vantar þrótt, sérstaklega ef reynir á hæðina. Einar B. Sigurðsson söng einnig tvö lög meö píanóund- irleik, Bikarinn, eftir Markús Kristjánsson og Still wie die Nacht, eftir Carl Bohn. Einar hefur blæfagra barytonrödd, en syngur stundum nokkuð mikið niðri í hálsinum og hættir við að breyta of snögg- lega um raddblæ. Gunnar Möller annaðist und irleik fyrir kór og einsöngvara. og fórst það smekklega úr hendi, þó á stöku staö hefði mátt vera meiri tilþrif. Húsið var fullskipað og við- tökur góðar. J. Verður hðfðað mál? Framhald af 1. síðu. Og ólíklegt er að Hkisstjóm- in fari svo ósparlega meö fé ríkisins að gera út sérstaka rannsóknardómara með víð- tæk umboð norður til Siglu- fjarðar, til að sitja þar vikum saman, án þess að nokkur minsta ástæða sé til. Vill ekki ríkisstjórnin fara að skýra frá niðurstöðu rann- sóknarinnar? Hvað dvelur Onninn langa? i o Flokfeurínn T V*JM«**»*V*.*VV Fundir veröa í öllum deildum annaö kvöld. Það er nauösynlegt að flokksmenn næti vel og herði r.ú sóknina. Anna Liegaard Skéldsaga efirr Nini Roll Anker Þau voru aftin- orðin þrjú í íbúöinni. Annik var byrj- uð í skólanum á ný, Per stundaöi háskólanámið, fór á bíó og fundi, og hafði stundum klúbbfundi heima með félögum sínum. Anna hafði fengiö konu sér til aðstoöar þrjá daga í viku, annars sá hún um heimilið sjálf. Henni varð það smám saman ljóst, aö lif hennar var að staðna fyrir fullt og allt í þessu nýja umhverfi. Árum saman átti hún aö lifa á sama hátt og hún liföi nú, þetta hversdagslíf var orðinn veruleikinn. Samúöin, sem hún haföi fundiö úr öllum áttum vikumar eftir að Roar gifti sig, var sjálfsagt ekki horf- in. En menn eru fljótir að gleyma, Frúrnar á heimil- unum, sem alltaf höfðu boðið þeim Roar í veizlur, buðu Önnu stöku sinnum í frúatedrykkju. Og hún bauð þeim og skyldfólki sínu í smáveizlur. En hún þráði ljómandi stórveizlur með fjölda fólks kringum borðið; með vax- andi beizkju fann hún, að farió var að sneiða hjá henni, þegar boöiö var í slík hóf. Hún kvartaöi við móður sína. „En þú hefur alltaf heldur viljað sækja frúaveizlur, Anna“. sagði gamla frú Randby. „Já“, svaraði hún, „en þá var það af frjálsum vilja, mamma“. Já, af frjálsum vilja var hægt að leggja sitthvað á sig. En hún hafði orðið fyrir ofbeldi, verið neydd til þess, sem var andstætt vilja hennar. Þau höföu ekki haft mikið milli handa, Roar og hún, fyrstu árin norð- urfrá, en hún hafði ekki kvartaö af því hún vissi, að i úr því mundi rakna. Nú gat hún orðið hvínandi vona, þegar peningana þraut undir mánaðalokin. Hún gat ekki lengur veitt örlátlega þurfalingum, gat ekki farið í beztu verzlanimar, valið úr vörunum og látið skrifa þær hjá manni sínum. Morgun einn í maí var hringt til Pers, Roar var í bænum og langaöi til að hitta hann og Anniku. Anna bað þau að skila aö hún þyrfti að tala viö hann. Daginn eftir fór hún að hitta hann á hótelinu. Hálfa nóttina hafði hún legið andvaka og stælt sig til þessa fundar, vopnað sig allri þeirri gremju og beizkju, sem hafði safnazt fyrir í henni. En þegar hún sá hann koma á móti sér í hótelanddyrinu, háan og spengilegan, urðu áform hennar að engu, Hann var sólbrenndur og hraustlegur, 1 nýjum, ljósum fötum, unglegur... Hún leit niöur, hugurinn fálmaði í blindni eftir einhverri festu, en hún gat ekki heilsað honum nema með því að beygja höfuðið enn dýpra. Hann vísaði henni inn í lestrarsalinn, þar lágu blöö og tímarit á boröunum. Enginn var þar, en fólk gat komið þangað hvenær sem var. „Hefurðu ekki herbergi þar sem við gætum talað saman í næði?“ „Það sem þú þarft við mig að tala verðurðu að segja hér“, svaraði hann. „Eg hef lítinn tíma“. Þær mínútur sem viðræðan stóð, skýrði hún frá því, að hún gæti ekki staðizt útgjöld heimilisins með það sem hann hafði sent henni tvo síðustu mánuöina. Hún varð að sækja í sig kjark svo að röddin skylfi ekki. Oröin urðu fá og áhrifalítil. Hann svaraði stuttaralega, að hann gæti ekki lagt meira til á næstunni. Hann yröi sjálfur að láta sér nægja þaö sama, og þau væru þó fimm. „Þaö er ódýrara að lifa úti á landi, Roar. Og sjálf- sag't gætu aðrir líka komizt af án þess að hafa fasta stúlku“. Hann ansaói því ekki. „Og Per er fatalaus“. Hún heyrði sjálf að komin var æðra í röddina og roönaði. Hann skyldi borga fatnað handa Per. En annað gæti hann ekki. „Þú léigir dýra íbúö“, sagði' hann. „Þér hlýtur aö duga minna pláss nú þegar Ingrid og Sverre eru farin“. Hann stóð á fætur. Hún leit upp. 000000000000000<0000<000000000000000<X ooooooooooooooooo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.