Þjóðviljinn - 24.04.1941, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.04.1941, Blaðsíða 1
VI. áfgangur. Fimmtudagur 24. apríl 1941. 93. tölublað. Reykvísk böm í sveit, á sumarheimili Mæðrastyrksnefndar. Er IIÍFl bMHÉMi I BFlhh Georg Gríkkíakonungur og grlska stjórnin flyfur fil Krífareyjar. Epírusherínn grískí gafst upp í gær. Báðir hernaðaraðilar i Grikk landi tilkynntu í gær að Epir- usherinn gríski, er getið hefur sér mikla frægð fyrir barátt- í dag er aðaldagur fjársöfnunar innartil að koma börnum ísveit Sumardvalarnefndín og fmsír sjálfboða-aðíljar hafa undír- buíð glæsílega dagskrá. — Reykvíkíngar fjölmenníð! Sumardagurinn fyrsti er eins og að undanförnu helgað- ur börnunum. Aldrei hefur verið meiri þörf á því en nú, að mikill árangur verði af fjáröflunartilraimum þennan dag Það er ekki aðeins göturykið og óhollustu borgarhfsms sem börnin verða að flýja, heldur enn geigvænlegri hætt ur. Skemmtanir þær sem þau samtök, sem nú hjálpast að við að koma bömunum í sveit, bjóða, eru líka fjölbreytt- ari og betri en nokkm sinni hafa verið á boðstólum áður. Menn þurfa ekki annað en lesa dagskrána sem hér fer á eftir, eða hlaupa yfir auglýsingamar til þess að sjá, að enginn þarf að fára á skemmtanir þessar af góðgerðastarf- semi. Fjöldi manna hefur nú mikla peninga í höndum, og ver þeim misjafnlega. En í dag er ástæða til aö opna budduna og eyða duglega. Dagskrá bamadagsins er sem hér segir: Kl. 2. Skemtun í Iðnó. I.O.- G.T.-kórinn, 30 manna bland- aður kór, syngur undir stjórn Jóhanns Tryggvasonar, leik- flokkur skáta sýnir tvo gam- anleiki, ,,Harmonika“ eftir Ósk ar Kjartansson og „Einu sinni var ástfanginn málari“. Inga Elís sýnir dans. Kl. 3. Kvikmyndasýning í Nýja Bíó. Sýnd verður ný mynd. Kl. 3. Skemtun í Gamla Bíó. Karlakór IÖnskólans syngur undir stjórn Jóns ísleifssonar, nemendur Elly Þorlákss. sýna dans, Helgi Hjörvar les upp, bamakórinn Sólskinsdeildin syngur, Lárus Pálsson leikari les upp og Ágúst Bjamason og Jakob Hafstein syngja tví- söng. Kl. 3,15. Hljómleikar á veg- um Háskólans. Þetta eru með glæsilegustu hljómleikum, er Reykvíkingar hafa átt völ á, svo sem sjá má á efnisskránni, sem birtist á öðrum stað í blaðinu. Stúdentakór Háskól- ans syngur undir stjórn Hall- gríms Helgasonar, Pétur Jóns- son óperusöngvari syngur ein- söng, ungfrú Margrét Eiríks- dóttir leikur einleik á píanó, Bjöm Ólafsson einleik á fiðlu, Ámi Kristjánsson einleik á pí- anó og Eggert Stefánsson syng ur einsöng. Háskólinn bauðst til að leggja þennan skerf til skemmtananna á sumardag- inn fyrsta, og er það rausnar- lega gert. KI. 4,30. Skemmtun í Iðnó. Lúörasveit Reykjavíkur leikur undir stjórn dr. A. Klahn, Al- freð Andrésson syngur gaman- vísur, Sif Þórs sýnir dans, barnakór syngur undir stjórn Jóhanns Tryggvasonar, Brynj- ólfur Jóhannesson leikari les upp og telpur sýna leikfimi undir stjóm Bendikts Jakobs- sonar fimleikakennara. KI. 7. Kvikmyndasýning í Gamla Bíó. KI. 8. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Á útleið“ 1 Iðnó. Hljóm sveit undir stjórn dr. V. Urban sehitsch aöstoðar. Fylliðhúsið! KI. 8.30. Marionett-leikfélag- ið sýnir „Faust“ í Varöarþús- Ctifundir #g kröfugöng- ur 1. maí bannaðar Lögreglustjóri hefur í samráði við ríkisstjórn neit að um leyfi til útifunda og kröfugangna 1. maí með til liti til ástandsins í Reykja- vík. Þetta var tilkynnt verklýðsfélögunum í gær. Merkjasala og innifundir eru leyfð. Þetta mjög svo alvarlega skref, sem ríkisstjórnin þar með hefur stigið gagnvart verklýðshreyfingunni verð- ur tekið til meðferðar í næsta blaði. inu, undir stjórn Kurt Zier. Hér er enn tækifæri til að sjá þennan ágæta marionettleik, er mestum vinsældum náöi í vetur. KI. 10. Dansleikur í Oddfell- owhúsmu. Aðeins fyrir íslendi inga. Blómaverzlanir bæjarins hafa opið kl. 9—12 í dag, og selja blóm til ágóða fyrir sum- ardvöl barna í sveit. Merki dagsins verða seld frá kl. 9 árdegis. una við ítali í Albaníu, hafi gefizt upp skilyrðislaust, en eftir að þýzki herinn náði borg inni Janina á vald sitt, var þessi hluti gríska hersins kró- aður inni. Georg Grikkjakonungur og stjóm hans hafa flutt aðsetur sitt frá Aþenu til eyjarinnar Krítar, en þá eyju hafa Bret- ar víggirt vandlega, og flutt þangað öflugt lið. Bretar tilkynntu í gærkvöld að Bandamannaherinn í Grikk landi verðist á hinni stuttu varnarlínu milli Lamiaflóa og Artaflóa. Þjóðv. tilkynna, að sókn þeirra gangi samkv. áætl un. Her Breta hafi orðið að leggja til bardaga í Lauga- skarði, en beðið lægri hlut og hörfað undan. Gríkkjakonuagur á- varpar þjódína Georg konungur birti 1 gær ávarp, þar sem skýrt er frá ákvörðuninni um flutninginn til Krítar. Segir hann að hers- höföingjar Epirushersins hafi samiö um vopnahlé án sam- þykkis konungs og ríkisstjórn ar og sé þaö því ekki bindandi fyrir þá aðila. En veg^, þess- ara atburða hafi ástandið versnað svo mjög aö ákveðið hafi verið aö æðstu stjórnar- völd landsins flyttu til Krít. Skoraði konungur á þjóðina að treysta ríkisstjórninni og styðja hana. Fór konungur við urkenningarorðum um fram- göngu brezka hei’sins, er kom- iö hafi til Grikklands til að- stoöar í baráttu Grikkja gegn ofureflinu. í brezkum og bandarískum blööum koma fram miklar á- hyggjur vegna ástandsins á Balkanskaga. Telja sum þeirra aö ekki muni um annað að gera en að flytja brezka her- inn í burtu eins fljótt og hægt er. M Euillfir lúnssin oo Siivlir Hms- soo. sen biUroiM il Inumioro- iiil, ero nf honiilr ioioi Þeir Eyjólfur Jónsson, Hverf isgötu 90, og Sigurður Hans- son, Framnesvegi 18, sjómenn- imir tveir, sem björguðust af Reykjaborginni, komu heim í gær. Happdrætti Iláskólastúdenta Annað kvöld verður dregið í happdrætti um málverk eftir Gunnlaug Blöndal. Allur ágóð- inn rennur í sumardvalarsjóð bæjarbarna. Þá verður og aflað fjár með þeim hætti, aö fögrum leirvös- um, er gert hefur Guömundur Einarsson en Ósvald Knudsen hefur málað á, veröur komið fyrir í anddyrum veitingahús- anna Hotel Borg, Hotel ís- land, Oddfellow, Skjaldbreiðar og Hressngarskálans. Verða 2 konur við hvern vasa og hvetja menn til að leggja skild inga í vasa þessa. Eru þeir félagar nú grónir sára sinna, en em þó veikir í fótum enn eftir dvölina á flek- anum. Lögmaður, sem er formaður sjódóms, hefur óskað eftir að sem minnst verði um málið ritað fyrr en sjópróf hafa far- ið fram. Mun því Þjóðviljinn ekki birta frásögn þeirra fé- laga fyrr en þeim er lokið. En frá því hafa þeir félagar skýrt, að þriðji maðurinn, sem fyrst bjargaðist á flekann, með þeim en lést síðan eftir alllang an tíma, var Óskar Vigfússon kyndari. Og eins og þeir sögðu, er þeir lágu á sjúkrahúsi út í Skotlandi, þá staöfesta þeir og nú að allir Reykjaborgar-menn hafi orðið sem hetjur við dauö daga sínum. Þjóðviljinn býöur þá Eyjólf og Sigurð velkomna heim úr þessari för, sem íslendingum mun ei úr minni líða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.