Þjóðviljinn - 07.08.1942, Side 2

Þjóðviljinn - 07.08.1942, Side 2
2 PJÖÐV113JINN Föstudagur 6. ágúst 1942. \ THkynnlng nm skolæflngar Setulið Bandaríkjanna mun halda skotæfingar í nágrenni Reykjavíkur, og verður skotið á skotmörk, sem dregin verða á sjónum. Æfingarnar munu byrja kl. 9 á morgnana. Hættusvæð- in og dagarnir, sem æfingarnar verða, munu verða eins og að neðan greinir: Dagar HÆTTUSVÆÐI Vinstri takmörk. Ilægri takmörk. Vestlæg lengd. Norðlæg Vestlæg breidd. lengd. Norðlæg breidd. 8. ág. ’42 (1) 22° 1.9' 64° 10.4' (3) 21“ 58.9' 64“ 10.4' (2) 22° 5.15' 64° 12.25' (4) 21“ 57.25' 64“ 12.25' 9. ág- ’42 (1) 22° 10.6' 64° 2.86' (3) 22“ 6.55' 64° 5.78' (2) 22° 3.8' 64“ 3.5' (4) 22“ 2.32' 64“ 4.55' 10. ág. ’42 (1) 21° 59.25' 64“ 15.92' (3) 21 “• 56.5' 64“ 17.74' (2) 21° 44.7' 64° 16.27' (4) 21“ 53.18' 64“ 17.09' 11. ág. '42 (1) 22° 51.2' 64° 18.76' (3) 21“ 44.92' 64“ 20.75' (2) 21° .47' 64“ 19.32' (4) 21“ 44.8' 64° .20' 12. ág- ’42 (1) 22° 5.2' 64° 13.13' (3) 21“ 57.35' 64“ 11.75' (2) 22° 2.4' 64“ 11.34' (4) 21“ 58.7' 64“ 10.43' 13. ág. ’42 (1) 22° 10.6' 64° 2.86' (3) 22° 6.55' 64“ 5.78' (2) 22“ 3.8' 64“ 3.5' (4) 22“ 2.32' 64“ 4.55' 14. ág. ’42 (1) 22° 2.95' 64“ 11.15' (3) 21“ .56' 64“ 14.16' (2) 21° 57.25' 64“ 10.67' (4) 21“ 55.7' 64“ 11.4' 15. ág-' ’42 (1) 22° 1.7' 64° 15.73' (3) 21“ 56.5' 64“ 17.75' (2) 21“ 57.25' 64“ 16.07' (4) 21“ 55.9' 64° 17.09' PiDDuallafOr sfddenfa Fararstjöri Dr. juris Björn Þörðarson lögmaður Stúdentafélag Reykjavíkur og Stúdentaráð Háskól- ans efna til hinnar árlegu Þingvallaferðar sinnar laug- ardaginn 8. ágúst næstkomandi. Lagt verður af stað kl. 3 e. h. frá Iðnskólanum. DAGSKRÁ: Kl. 5.30: Ræða að Lögbergi: Hr. Gísli Sveinsson Al- þingisforseti. ' Kl. 7.30: Borðhald. — Undir borðum: Ræða: Hr. Kristján Guðlaugsson rit- stjóri. - Upplestur: Hr. Tómas Guðmundsson skáld. — Söngur. — Kl. 10 hefst dansleikur 1 Valhöll. Þátttökumiðar verða seldir í Bókaverzlun ísafoldar- prentsmiðju í dag. Stúdentar! Tryggið ykkur miða í tíma, því að bif- reiðakostur er takmarkaður. Pantaða aðgöngumiða verður að sækja fyrir kl. 11 á laugardag. ►OOOOOOOOCXXXXXXXXXXXXXKXXXXXXXXXXXXX Kaupið Þjóðviljaun >00^00000000000000000000000000000000 cBœiazvóc>tu^ínn Er Alþýðublaðið komið á nýja „Tíma“-línu? Sú saga hefur einhvernveginn kom ist á gang, að eitt sinn hafi hinir ,þrautreyndu‘ foringjar Alþýðuflokks ins verið á því stigi, að þeir hafi hringt til gamla mannsins frá Hriflu til þess að spyrjast fyrir um „línu“ Alþýðuflokksins — en vera má að sú saga sé eitt af því, sem vondir menn gera til þes að hrella þann „þraut- reynda“ flokk. Lesendum ameríska tímaritsins „Time“, sem gefið er út í New York, kom leiðari Alþýðublaðsins í fyrra- dag, um „stríðið í Rússlandi", kunn- uglega fyrir sjónir. Gat það verið að Alþýðublaðið hefði skipt um — „Tíma“-línu? Leiðari Alþýðublaðsins byrjar þannig: „Frá því er sagt, að bónda- sonurinn Timochenko hafi beðið Stal in að skipa sig herforingja í Ukra- inu, því að þar myndu fyrr eða síð- ar eiga sér stað stórkostleg úrslita- átök“. Sjáum til. — í „Time“ stendur eft- irfarandi: „But a German record presents another story: that Timo- chenko asked Stalin to put him where he expected the decisive fighting to develop some day“. Á íslenzku: „En þýzk heimild seg- ir aðra sögu, að Timosjenko hafi beð- ið Stalin að skipa sig herforingja þar, sem hann héldi að úrslitaátökin myndu fyr eða síðar eiga sér stað“. Hvernig skyldi standa á því, að Alþýðublaðið fer allt í einu að tala um „bóndasoninn Semion Timo- chenko"? Það skyldi þó ekki standa í sambandi við það, að í fyrrnefndu Time-hefti stendur eftirfarandi: ,,Semion Timochenko was a peasant before he became soldier“. — „Timosjenko var bóndi áður en hann gerðist hermaður“, og síðar í sama hefti er talað um „Timochenko the peasant". Meira af „Tíma“-línu hinni nýju Eftir að hafa lýst þeim hernaðar- aðferðum, sem Þjóðverjar nefna „Blitzkrieg“ (leifturstríð), segir Al- þýðublaðið: „Þetta er það, sem Þjóð- verjar kalla „Blitzkrieg". í ár hafa þeir beitt nýjum aðferðum, sem þeir kalla „Mot pulk“. „Time“: — „The Germans had dis- carded „Blitzkrieg" given their new technique a new name: Mot pulk“. Á íslenzku: Þjóðverjar höfðu (í hinni nýju sókn á austurvígstöðvun- um) lagt niður leifturstríðsaðferðirn- ar og gefið hinum nýju aðferðum sínum nýtt nafn: Mot pulk. Alþýðublaðið: — „Þeir sækja fram mcð gífurlegum fjölda skriðdreka og öflugt stórskotalið. Þeir hafa stærri fallbyssur en nokkru sinni hafa áður verið notaðar á landi (allt að 61.5 cm.), og þeir nota þrisvar sinnum fleiri steypiflugvélar". „Time“: — „Unprecedented concen trations of very heavy, semi-mobile artillery are the new feature of Mot pulk .... a 42-cm. (about 17-in.) monster, bigger than the biggest U. S. battleship gun; and a 61.5 cm. supermonster....... the number of divebombers on a given front has been tripled“. Á íslenzku: „Hin nýja sóknarað- ferð Mot pulk felst í því að meiri fjölda en nokkru sinni hefur áður þekkst, er beitt á einum stað, af mjög þungu og meðalhraðfara stórskota- liði.....42 cm. (um 14 þumlunga) fallbyssufei'líki, sem er stærra en nokkur fallbyssa í ameríska flotanum og enn stærra fallbyssufer- líki, 6T.5 cm...fjöldi sleypuflugvéla hefur verið þrefaldaður". Alþýðublaðið:— „Sagt hefur verið að það skipti engu méli, hversu langt innrásarher sækti inn í Rússland, eí herir Rússa væru ósigraðjr". „Time“: — .... a Moscow writer expressed to Correspondent — Aut- hor Maurice Hindus: „The loss of territory is never much in Russlan wars, so long our armies make it a graveyard for German soldier“. Á ísl.: Rithöfundur í Moskva sagði við rithöfundinn og blaðamanninn Maurice Hindus: „Tap á landsvæði ■ skiptir ekki svo miklu máli í orustum í Rússlandi, svo lengi sem herir vor- ir gera það land að legstöðvum þýzkra hermanna". Yfirnáttúrlefft eða — ? Lescndum blaðsins skal látið það eftir, að „velta þvi fyrir sér“, hvað veldur því, að leiðari Alþýðublaðs- ins og greinin í „Time“ eru svona nauðalík, hvort Stefán Pétursson hefur verið í efnishraki og leitað efn- is hjá amerísku kapítalistapressunni til þess að umskrifa í sitt „alþýðu- blað“(!) eða hvort hér er um „ósjálf- ráða“ skrift að ræða eða einhverja „yfirnáttúrlega", spámannlega anda- gift í stíl við hina nýju bók Jónasar Guðmundssonar. Hvar er rússneski herinn? Alþýðublaðið segir að Rússar séu „eina þjóðin, sem sagt er að hafi fjöl- mennari her en þeir“ (þ a. Þjóðverj- ar). „Frá því er sagt“, „sagt er“ og „sagt hefur verið“, segir í leiðara Al- þýðublaðsins. — „Ólýginn sagði mér“, er haft eftir Gróu á Leiti. En lítum aftur í „Time“, þar segir: „Timochenko is outnumbered in mat- erial, even in men on most of his fronts". — „Timosjenko á að etja við ofurefli hergagna og jafnvel liðsafla 'víðasthvar á vígstöðvunum". Og Alþýðublaðið spyr hreykið: „En hvar er þessi her? — Hvers vegna hefur Timochenko færri her- menn en von Bock? Þessum spurn- ingum er ekki auðvelt að svara“, seg- ir það svo. Það er ekki von að Alþýðublaðið viti að í Sovétríkjunum var um 190 millj. manna í upphafi stríðsins. Síð- an hafa Þjóðverjar hernumið vest- asta hluta þess, þar sem áður bjuggu um 65 millj. Þýzkaland, að meðtöldum leppríkj- um þess, sem eru í stríði við Sovét- ríkin, telur um 160 millj. og leppríki þess og hernumin lönd, sem ekki eru í stríði við Sovétríkin telja um 202 millj. íbúa. Þjóðverjar ráða því beinlínis og ó- beinlínis yfir löndum með samtals 360 millj. íbúa og þeir ráða yfir öll- um iðnaði Evrópu. Er ekki von að Alþýðublaðið spyrji hvers vegna Rússarnir séu liðfærri?! Það virðist ekki hafa fylgst vel með því, hvernig Hitler stæði að vígi með það, að rækja „hið menningar- sögulega hlutverk nazismans"!! Það, sem Alþýðublaðið nefnir ekki i Ef að gert er ráð fyrir þvi, að ekk- ert sé „dularfullt" við leiðara Al- þýðublaðsins, heldur sé hann að nokkru léyli umskrifaður úr „Time“ (27. júlí 1942), þá er ýmislegl, sern Alþýðublaðið nefnir ekki af því, sem „Time“, (sein ekki er gefið út af sósíalistum) segir. En á leiðara Al- þýðublaðsins eru fingraför þeirrar lítilmennsku, sem svo.oft einkennir Alþýðublaðið. 1 ,,Time“ er eftirfarandi, eftir Walter Graebner, fréttaritara þess i Sovétríkjunum: „Við höfum hitt Sov- étflugmenn og eru þeir góðir“. Síðan talar hann um rússneskan flu^liðs- foringja og segir: „Flugsveit hans, sem átt heíur í næstum óslitnum or- ustum við Moskva, Kalinirj, Orel og Vorones, hafa skotið niður urn 200 þýzkar flugvélar og eyðilagt í 6 árás- um, er gerðar voru fyrir skömmu, 167 þýzkar flugvélar á jörðu niðri. Flugsveitin hefur sjálf misst 20 flugvélar og 13 flugmenn. „20 á móti einni er góð útkoma“ seg- ir Boris (flugliðsforinginn) bros- andi“. ❖ Arinað er það í „Time“, sem Al- þýðublaðið minnist að vonum ekki á. Hér skal síður cn svo gert litið úr aðstoð Bandamanna við Sovétríkin, en í „Tirne“ er eftirfarandi: Marloff liðsforingi, sem stjórnaði brezkum skriðdreka af Valtinegerð, sagði við rússneska blaðamanninn Erenbúrg viðvíkjandi aðstoð Bandamanna: „Ef vígstöðvar okkar væru aðeins 100 mílur á lengd, mætti segja að við hefðum nóg af brezkum- skrið- drekum“. — Rússnesku vígstöðvarn- ar eru 2000 mílna langar. k»' „Bræður, velferð föður- landsins hvílir á okkur ein- um“ „Time“ er eins og fyrr er sagt gefið út af kapítalistum, en ekki sós- íalistum. „Time“ segir að Timosjenko hafi sagt við hermenn sína, þegar út- litið var tvísýnast á vígstöðvunum við Rostoff á s. 1. ári: „Hvorki regn né snjór mun vinna orustuna um Ro- stoff. Úrslitin hvíla á okkur — að- eins okkur“. Greininni í „Time“ lýkur með þess um orðum: „Landið við Volgu og Kákasus var í mikilli hættu, landið þar sem Timosjenko sagði að úrslita orusturnar yrðu háðar. En úrslitin voru ekki enn ákveðin og heimurinn gat auðveldlega getið þess, hvað hinn stórgerði bóndi frá Bessarabíu sagði við hina hrjáðu, þreyttu og hörfandi hermenn sína á herjuðum sléttunum við Don. Hann sagði: „Bræður! Föð- urland vort er í okkar höndum. Úr- slitin eru komin undir okkur einum“. >i= Þetta birtir ameríska kapítalista- tímaritið. En á sama tíma sem rauði herinn heyir ægilegustu orustur ver- aldarsögunnar, orustur, sem framtíð mannkynsins byggist á hvernig fara, og þegar rauði herinn hörfar undan ofureflinu, þá er til blað úti á íslandi, sem kennir sig við alþýðuna og hróp- ar í hrifningu: Hvar er rússneski her inn? Islenzk alþýða mun kveða upp sinn réttláta dóm yfir slíku blaði. Munið Kaffísöluna Hafnarstræti 16 hxxkxxxxxxxxxxxxx Gerizt áskrifendur Þjóðviljans! >000000000000-0000' \ Kindakjöt Líverpool Símar 1135, 4201.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.