Þjóðviljinn - 28.08.1942, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1942, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJIHN I®®® Tjarnarbíó ÍÞað rættist úr því| (Turned Out Nice Again). Enskur gamanleikur. Aðalhlutverkið leikur hinn[< enski leikari og gamanvísna- söngvari GEOKGE FORMBY og syngur nokkrar gaman- vísur Ennfremur PEGGY BRIANj Sýning kl. 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst | kl O<S£>00<S>00CS£>00<3Z>00CSD00cS>0 Næturlæknir: Gunnar Cortes, Seljaveg 11, sími 5995. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. .Útvarpið í dag: 19.55 Hljómplötur: Harmóníkulög. '2O;S0 íþróttaþáttur. : 20,45 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 74, F-dúr, eftir Haydn. 21,00 JTerðasaga: Frá Djúpi (ungfrú Rannveig Tómasdóttir). 21,25 Hljómplötur: Söngvar úr óper Stalingrad „Hver karl og kona í Stalin- grad vinnur á við þrjá“, segir í grein sem birtist í gær í „Soviet- War News“. „Borgin er kunnust fyrir hin- ar geysistóru traktoraverksmiðj ur. En Volga er lífæð Stalin- grads. Olíutankskip, prammar og skip hlaðin málmum og korni eru sífellt að koma og fara. Daga og nætur rennur saman skrölt og söngur hafnarverkamann- anna. Á húsi einu er lítið spjald með þeirri áletrun að þar hafi Josef Stalín unnið 1918, er borg- in, sem þá hétTsaritsin, varðist árásum hvítliðanna. Örlög Sov- étríkjanna gátu þá oltið á vörn Tsaritsins. Undir stjórn Stalíns tókst að verja borgina og þaðan greiddi rauði herinn óvinunum úrslitahöggið. íbúar Stalíngrads eru stoltir af baráttuminningum borgarinn ar, en þeir hafa annað og meira en minningarnar til að verja. Þeir eru ekki síður stoltir af hinum miklu byggingum, sem risið hafa upp um alla borgina, breiðum steinlögðum götum, rúmgóðum torgum og skemmti- görðum, nýjum leikhúsum og söfnum, sem orðið hafa til und- ir ráðstjórn. í borginni eru fimm æðri skólar, 21 iðnskóli og tvær rannsóknarstofnanir. Fólk úr öllum hlutum Sovét- ríkjanna hefur streymt til Stal grad, verkamenn, menntamenn, hermenn. Hinar miklu traktora- verksmiðjur framleiða nú nær eingöngu skriðdreka, og náin kynni eru hér eins og alstaðar í Sovétríkjunum milli þeirra sem smíða hergögnin og þeirra sem nota þau á vígvöllunum. Allir íbúar Stalingrads vinna fyrir herinn — prófessorar, Starfsfólk „Kron“ fær samskonar kjarabætur og starfsmenn ríkisins Stjórn „KRON“ samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að veita öllu starfsfólki félagsins kjarabætur á svipuðum grund- velli og starfsmenn ríkisins fá. Meginatriðin í samþykkt stjórn- arinnar eru: Á fyrstu 2400 kr. grunnlaun, samkvæmt launaskrá félags- ins, greiðist 30% álag, en á þann hluta grunnlaunanna, sem fram yfir er 2400 kr. greiðist 25% álag. Dýrtíðaruppbót sam- kvæmt vísitölu greiðist á grunnlaun að viðbættu álaginu, og einnig á þann hluta launanna, sem fram yfir er 650 kr. á mánuði. Dótnar i máli Bandarikjanna Framh. af 1. síðu. kærði var þess vegna ákæröur um morö af ásetturáöi, og yf- irhershöfðingi Bandaríkjahers i'ns á íslandi útnefndi herrétt, sem samanstóö af hinum hæf ustu og hæstsettu herforingj- um, til þess aö taka máiið til meöferðar eins fljótt og unnt var. í samræmi við herlagaá- kvæðj um slík tilfelli var hinn Sáttanefndin tekur sjómannadeiluna til meðferðar Ríkisstjórnin hefur falið sátta nefnd þeirri ,sem skipuð var vegna Dagsbrúnarsamninganna, að gera tilraun til að leysa deil- una um áhættuþóknunina milli Eimskipafélagsins og hásetanna á skipum þess. Sáttanefndin hélt fyrsta fund sinn vegna þessa máls kl. 2 í gær og kvaddi til fulltrúa Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Vél- stjórafélagsins, og félaga Stýri- manna og loftskeytamanna, og hafði viðræður við þá. Sáttanefndin mun væntan- lega halda áfram starfi sínu og fundarhöldum með aðilum í dag hafnarverkamenn, skriðdreka- smiðir og húsmæður. Næturnar færa erfiðisfólkinu þægilega til breytni frá ofsahita daganna. En næturnar í Stalingrad eru ekki næðisamar. Hvað eftir ann að hljóma loftvarnamerkin úr varnarbelti borgarinnar. Leitar- ljósin þreifa sig eftir nætur- himninum og loftvarnafallbyss urnar hamra öll önnur hljóð nið ur. Þakverðirnir rýna út í myrkrið, en næturflugvélar Þjóðverja komast nær aldrei inn yfir borgina sjálfa. Gegnum hávaðann úr loftvarnabyssun- um heyrist skröltið í skriðdrek- unum, sem fara gegnum borg- inna tugum og hundruðum sam an, á leið til vígvallanna. Sí- felldur straumur lesta er flytja hermenn og hergögn liggur um Stalingrad, og yfir borginni druna sprengiflugvélar rauða flugflotans. Borgin er þess albú- in að mæta óvinaherjunum.“ ákæröi rannsakaður af her- læknaráöi. Aö rannsókninni Jokinni, lagöi það fram skýrslu þess efnis, aö hinn ákæröi væri geðveíkur og gæti ekki gert sér greinarmun á réttu og röngu. Venjulega fyrirbygg ir slíkur úrskuröur aö þess- konar mál séu lögö fyrir rétt. Til þess þó, aö fullnægja rétt- lætinu, og til þess að tryggja þaö, aö hinn ákærði slyppi ekki viö veröskuldaða refs- ingu, ef hann væri löglega á- byrgur gjöröa sinna, þá frest- aöi yfirhershöföinginn réttar- höldunum, og baö hin réttu hemaöaryfirvöld í Bandaríkj- unum aö rannsaka æviferil hins ákæröa. Skýrsla um ár- angur rannsóknarinnar barst honum í hendur 3. júlí, 1942, og studdi hún niðurstöðu læknaráösins í því aö hinn á- kærði væri geöveikur og gæti ekki gert sér greinarmun á réttu og- röngu. Þrátt fyrir þetta voru öll gögn viðvíkj- andi sálarástandi hins ákæröa lögö fyrir herrétt til úrskurö- ar. Rétturinn var settur 6. júlí 1942, og felldi þann úr- skurð, eftir rækilega rann- sókn og yfirvegun, aö hinn á- kærði þjáöist af ólæknandi geðveiki, og sýknaöi hann vegna þess að hann var brjál- aður þiegar hann skaut dreng- inn. Hinn ákærði var sendur til Bandaríkjanna til gæzlu í geðveikrahæli. Til þess að fyrirbyggja þaö aö nokkur, sem bæri ábyrgö á þessu hörmulega atviki, slyppi viö refsingu, fyrirskipaöi yfir- hershöfðinginn aö foringi her- fylkisins, og foringi herflokks- ins, sem hinn ákæröi til- heyröi, skyldu mæta fyrir her rétti undir þei'rri ákæru að hafa leyft óhæfum manni aö gegna skyldustörfum. í hern- um. Foringi herfylkisins mætti fyrir herrétti og var sýknáður 3. júlí, 1942. Þaö vitnaðist í málinu, aö maöurinn, sem framdi drápið þjáöist leyndri geðveiki, sem kom ekki í ljós nema hann yrði fyrir hugar- æsing. Hins vegar kom ekkert fram sem benti til þess aöi herforinginn hefði vitað um hiö raunverulega sálarástand mannsins. Þar sem líkurnar gegn for- ingja herflokksins voru engu meiri en gegnforingja herfylk isins, sem var sýknaður, var á- kæran á hendur hinum fyrr- nefnda felld niður. u $3 u u n u u x u u u u u u u u n æ u D n n ú n x u u n u n DREKAKYN Eftir Pearl Buck ö 33. J3 8 & 13 U n ö n Um nóttina, á þeim tíma n,ætur er máninn gengur und- $3 ir, þegar myrkur ríkir unz birta tekur af nýjum degi, £3 heyrði Ling Tan hundinn urra. Hversu fast sem hann svaf |3 vaknaði hann ávalt undir eins þegar hundurinn urraði. ^ því honum hafði verið kennt að urra ef einhver nálgaðist húsið með leynd. Hann heyrði hundinn gelta einu sinni ^ eða tvisvar, en síðan varð þögn unz hann heyrði barið ^ á lokað hliðið. Hann lá kyrr stundarkorn og velti því fyrir ££ sér hvernig á þessu gæti staðið. Ef þetta væri einhver ££ ókunnugur mundi hundurinn halda áfram að gelta. Ann- £3 aðhvort hafði hundurinn verið drepinn skyndilega eða $3 þetta var einhver kunnugur. 13 Enginn maður sem heldur fullri skynsemi fer á fæt- ur í næturmyrkrinu til þess að opna hliðið að húsi sínu ^ án þess að vita hver við það stendur. Ling Tan vakti því ^ konu sína en hélt henni fastri svo hún hlypi ekki fram áður en hann ákvæði hvað hann átti að gera. Því hún X var svo ákaflynd og eins og hún sagði svo oft, þá óttaðist ££ hún engan mann, og ef barið var að dyrum var eina hugs- £3 unin hennar að opna þær til þess að sjá hver barið hefði. J3 Margur fílefldur maðurinn hefur verið felldur áður en £3 £3 hann varði vegna slíks flýtis, sagði Ling Tan, og hélt hand- legg hennar með báðum höndum. Eftir að hafa talað saman stundarkorn fóru þau á ^ fætur. Hávaðinn hafði vaxið og allt heimilisfólkið var vaknað og synir þeirra þrír voru komnir á fætur. Þau gengu öll saman að hliðinu, en Ling Tan bar olíulampann £3 í hendinni. Næst velti hann fyrir sér hvort hann ætti að u segja nokkuð eða ekki. Hann ákvað að segja ekkert, held- !3 hlusta. Þau heyrðu hundinn ýlfra og flaðra af gleði £2 £2 Í3 13 Í3 13 £3 !3 13 13 £3 13 Í3 £2 U £3 £3 £3 £3 u 13 £3 £3 £3 £3 £3 £3 £3 £3 n 13 S3 13 j3 13 £3 £3 £3 £3 u £3 13 J3 £3 $3 £3 £3 £3 J3 13 £3 J3 ur en ekki reiði. Það getur verið að honum hafi verið gefinn góður ^ ketbiti, hvíslaði Lao Ta. ££ Þá heyrðu þau rödd, og þeim til mikillar undrunar ££ var það konurödd. £3 Eru faðir minn og móðir dáin, fyrst þau heyra ekk- £3 ert? Þetta voru orðin sem þau heyrðu skýrt og greini- £3 lega yfir leirvegginn, og um leið og þau voru sögð, vissu M allir hver hafði mælt þau og Ling Sao hljóp til og opn- aði hliðið. • ■»» Það er eldri dóttir okkar, hrópaði hún. En hví er hún ekki í rúmi sínu núna? Hún opnaði hliðið, og það sem þau sáu var nær óskilj- s anlegt. Þarna stóð eldri dóttirin og Vú Lien, og héldu £3 bæði á barni í fanginu, og þarna var Vú Sao gamla, á 13 £3 £3 £3 £3 13 £3 £3 u fótum, en dösuð eins og hún vissi ekki hvar hún væri eða hvað hefði komið fyrir hana. Þau voru með nokkra fataböggla, tekönnu og sængurföt, körfu með diskunum sínum í og nokkra kertastjaka og eldhúsguðinn sinn. Þegar dóttir þeirra sá föður sinn og móður brast hún í grát. Við erum nær dauða en lífi, kjökraði hún. Við værum dáin, ef við hefðum verið tíu fetum nær götunni. Þjón- arnir tveir og búðarmennirnir liggja grafnir í rústunum. Helmingur búðarinnar er í rústum. Við stöndum allslaus uppi. Þau komu inn fyrir og Ling Tan lokaði hliðinu í skyndi á eftir þeim. Ræningjar, hugsaði hann, ræningjar hafa brotizt inn í borgina. Það hafði ekki komið fyrir síðustu hundrað ár, en fyrr á tímum höfðu ræningjar komið ofan úr fjöllunum og ráðizt .inn í borgina. Hví voru borgarhliðin ekki lokuð? spurði hann. Hvernig er hægt að byrgja fyrir himininn? spurði Vú Lien. Hann setti barnið frá sér og leit á sig. Barn- ið hafði vætt hann allan á göngunni og hann leit út eins og hann hefði verið úti í hellirigningu. Hann leit á sig dapur á svip, því honum var hálfilla við að halda á börn- um í fanginu sem ekki kunnu sig. Við hvað áttu? spurði Ling Tan hann og hélt lamp- anum hátt og horfði á Vú Lien. Það var gerð sprengjuárás á borgina — hefurðu ekki heyrt það? Sprengjuárás? endurtók Ling Tan. Hann hafði aldrei heyrt það orð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.