Þjóðviljinn - 01.09.1942, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1942, Blaðsíða 4
þJÖÐVILllNN Tjarnarbíó <aaz><2 Vœngjuð sfeíp (Ships with Wings) Ensk stórmynd úr ófriön- um. Tekin að nokkru leyti um borö í H. M. S. ARK ROYAL AÖalhlutverk: John Clementz, Leslie Banks, Jane Baxter, Ann, ..........Todd......... Sýning kl. 5, 7 og 9 I Sala aðgöngumiða hefst J kl. 11. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. iK3Œ>00<œ>00<32>OOŒ>00<32>00<3Z>0 Næturlæknir: Ólafur Jóhannesson, Gunnarsbraut 38, sími 5979. Næturvörður er í Iðunnarapóteki. Útvarpið í dag: 20.30 Erindi: Þættir úr sögu 17. ald- ar, I: Arngrímur lærði (dr. Páll Eggert Ólafsson). 20.50 Hljómplötur: a) Haydn: Symfónía í D-dúr, nr. 98. b) Mozart: Harpsicord-konsert. c) Schubert: Symfónía nr. 5. 21.50 Fréttir. — Þingfréttir. Félagar! Skilið þegar i stað! könnunarlislum Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband á Taugardaginn hjá lög- manni, ungfrú Kristín Kristinsdóttir írá Norðfirði og Ingvar Magnússon, frá Sauðárkrók. Heimili brúðhjón- anna er á Bröttugötu 3 B. Félagar! Skilið l>cgar í stað! könnunarlislutu Tjarnarbíó sýnir í dag „Vængjuð skip“ (Ships with wings). Myndin gcrist í núverandi styrjöld og er að nokkru leyti tekin um borð í brezka flugvélaskipinu Ark Royal. Er mynd- in ágætlega tekin og prýðisvel leikin, orustumyndirnar stórkostlegar. Munið innheimtuviku Dagsbrúnar. Kaup Dagsbrúnarmanna í septem- bcr. Almenn vinna: Dagvinna kr. 4.10 á klst. Eftirvinna kr. 6.14 á klst. Nætur- og helgidagavinna kr. 8.19 á klst. Salt-, sement- og kola- vinna: Dagvinna kr. 5.36 á klst. Eft- irvinna kr. 8.05 á klst. Nætur- og helgidagavinna kr. 10.73 á'klst. Boxa- og katlavinna: Dagvinna kr. 7.02 á klst. Eftirvinna kr. 10.53 á klst. Nætur- og helgidagavinna kr. 14.04 á klst. Dýrtíðarvísitalan er nú 195 stig. Austurvígstöðvamar. Framhald af i. síðu. Þetta var ekki orusta á opn um steppum, þar sem sá, sem er liöfleiri hlýtur að ná yfir- höndinni. Þetta var gífurleg árás á mesta varnarkerfi heimsins, í mjög hættulegu landslagi fyrir þann, sem á sækir. Sókn Súkoffs marskálks fyrir vestan Moskva hefur fært Rússum hagnað í fleiru en unnu landj og 50000 fölln- um Þjóðverjum. Sókn hans h&fur kostaö þýzka loftflot- ann 20 flugvélar eyöilagðar og 20 í viöbót skemmdar á hverjum einum af þeim 15 dögum, sem sóknin hefur staö ið. Sueinaféiag Pigulagninaamanua tílkynnír Á félagsfundi 28. ágúst var samþykkt að frá og með fimmtu- deginum 10. sept. verði grunnkaup sveina sem hér segir: í dag- vinnu kr. 3,10 pr. klst. Eftirvinna greiðist með 60% og nætur- og helgidagavinna með 100% hærra grunnkaupi en dagvinna. Sé um mánaðarkaup að ræða, skal það vera kr. 550,00 pr. mán. Auk þess greiðist full verðlagsuppbót á öll grunnlaun. Vinnu- vikan skal vera 48 klst Allar nánari upplýsingar um kaffihlé, utanbæjarvinnu og önnur ákvæði er þetta varðar, fást, án endurgjalds, á skrifstofu Sveinasambands byggingamanna í Kirkjuhvoli. STJÓRNIN. Anglýsing um Ihámarksverð i Dómneínd í kaupgjalds- og verölagsmáium hefur sam- kvæmt hcimild í lögurn 29. maí 1942 ákvcöið að sctja eftir- íarandi hámarksverð á smjörlíki frá og mcð 1. september: í hcildsölu í smásölu kr. 4,05 — 4,74 Reykjavík 31. ágúst 1942. Dömnefnd i kaupgjalds- og verðlagsmálum oooooooo^oooooooo Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo Bandaríkjamaður veitir konu áverka. Framhald af 1. síðu. Fór íslenzka lögreglan þá á vettvang, og geröi hún amer- ísku lögreglunni aövart. Læknisrannsókn leiddi í ljós að konan hafði greinileg einkenni heilahristings. Á nefi vinstra megin, var langt sár og á neöri vör var 2 cm. lang- ur flipi höggvinn úr. Einnig haföi hún fengiö ljótt glóöar- auga hægra megih og smá- sár utan til á auganu. Allt var andlitið þrútiö og rautt og á höföi voru eitt 4 cm., eitt 7 'cm. og eitt 12 cm. langt sár og voru sárin öll í bein. Milli stærri sáranna voru 3. .4 minni sár. VopniÖ', sem illræö- ismaöurinn haföi beitt, var sköröótt og léleg öxi. Óvíst er hvort sökudólgur- inn hefur fundiizt. Blfar oo sjtalil Auglýsing fyrir sjómenn 1942. — Nr. 6. 1. Stokkseyrarvitinn logar nú aftur. 2. Þokulúöurinn á Dalatanga sendir nú aftur hljóðmerki eins og venjulega. Reykjavík, 20. ágúst 1942. Vitamálastjórinn Emil Jónsson. Kjöfkvarníf (halíkavélar) eru komnar aftur Símar 1135 — 4201 u U 36. s u u u u u u u U: DREKAKYN Eftir Pearl Buck Nú ýtti Lao Er laufguðum greinum pílviðarins til hliðar n í Og kom og settist við hlið hennar og þurrkaði svitann af jrúnum líkama sínum og andliti. Eg hef verið að hugsa um hve ég er orðin breytt, sagði ] hún. Nú hugsa ég ekkert um annað en líf barnsins okkar. mh m n n n m m m m m m m m m m m m 3 En ef svo væri ekki, sagði hann, mundi dauðinn bíða í okkar allra. Eg hugsaði um þetta við vinnuna og nú veit m Jég hvað við eigum að gera. Við verðum ekki kyrr hérna. Við förum í burtu þar sem óvinirnir ná ekki til okkar, og þar fæðir þú barnið. Yfirgefa hús föður þíns? hrópaði hún. En hvað segir hann við því? Eg minnist ekki á þetta við hann fyrr en ég veit hverju hann mun svara mér, svaraði Lao Er. Hann tók í hönd hennar og hélt henni í hendi sinni stund- arkorn og hugsaði um hve blíð hún væri síðan hún vissi að hún var með barni. Og hún þrýsti hönd hans og hugsaði um það hve indælt það væri að vita að hánn mundi vaka yfir henni meðan hún leysti af höndum ætlunarverk sitt. Eg mun gera allt sem þú vilt að ég geri, sagði hún. Og ég mun verða þér samhentur, sagði hann. Þetta var þeim nóg um stund. Hann stóð upp og fór aftur til vinnu sinnar og hún settist aftur við vefstólinn sem hún var að læra á. Það var ef til vill óþarfi að vera að læra það m núna, ef hún væri að fara í burtu, en það gat samt komið u cinhvern tíma að góðum notum að kunna að vefa klæði. m- Hvar varstu? spurði Ling Sao þegar hún kom inn. m m m m m m m m Eg fór út til móts við mann minn, svaraði Jada rólega. Ling Sao furðaði sig á því, að Jada blygðaðist sín ekki fyrir að segja það, en haiði þó ekkert orð á því, og hélt einnig áfram við vinnu sína. Næst þegar skipin fljúgandi komu, var Ling Tan sjálfur staddur af tilviljun í borginni. Hann og synir hans og Vú Lien höfðu í fávizku sinni haldið að þau mundu aldrei m koma aftur, og margir borgarbúar höfðu einnig þá skoðun m og byrjuðu því að gera við skemmdirnar og reisa húsin að m nýju. Engum þeirra datt í hug að þeir mundu nokkuð verða ^ frekar fyrir þessu óláni aftur, heldur en að jarðskjálfti eða ^ þrumuveður kæmi tvo daga samfleytt. Ling Tan hafði því m m m m m m m m m m m sagt sonum sínum að vinna án hans, því hann ætlaði til borgarinnar til að sjá það sem sjónarvert væri. Iiann fór einn, svo að tveir væru ekki frá vinnu, en þegar hann var kominn nokkuð á leið, heyrði hann fótatak að baki sér, og þegar hann sneri sér við, sá hann yngsta son sinn koma hlaupandi á eftir sér. Hvað vilt þú? hrópaði Ling Tan. Leyfðu mér að koma með þér, fáðir rninn, sagði drengur- inn með andköfum. jsassaEuasnaiasissaööniaaiææaiajaaía a lam io ii Frá og með þriðjudeginum 7. sept. n. k. breytist kaup- gjald og vinnutími meðlima Múrarafélags Reykjavíkur sem hér segir: Dagvinna verður frá kl. 8 árdegis til kl. 5 síðdegis. Eftirvinna frá kl. 5 síðdegis til kl. 8 síðdegis. Næturvinna frá kl. 8 síðdegis til kl. 8 árdegis. Grunnkaup verður kr. 3,00 um klst. í dagvinnu, er hækk- ar um 60% í eftirvinnu og 100% í nætur og helgidagavinnu. Kaffitímar verða tveir á dag, 15 mín. í senn. Verðskrá fé- lagsins breytist til samræmis við þessa hækkun, og skulu verkkaupendur bera allan kostnað af handlöngun. Reykjavík, 31. ágúst 1942. f. h. Múrarafélags Reykjavíkur. STJÖRNIN. íœsaiaai3iai»as3E8afiE8aaa5ai3jaaE8æææ8aæaiæaas»œiaaöæaíaí3niaEuææaaöS83aiæ®aaE8æ3E8ss

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.