Þjóðviljinn - 27.09.1942, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.09.1942, Blaðsíða 3
Sunnuclagur 27. septomber 1942. t þsúwnmm Útgelandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.). Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjóm: Hveríisgötu 4 (Vikiugsprent). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrií- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð). Sími 2184. Víkingsprent h.f., Hveríisgötu 4. - Húsnædísmálin Átökin um húsnæðismál Reykja víkur eru fyrst og fremst átök milli alþýðu manna anarsvegar og þeirra valdhafa, sem eiga sök á húsnæðisvandræðunum sakir brasksins og skipulagsleysisins, sem þeir hafa haldið vemdarhendi yfir. Sjálfir búa hinsvegar vald- hafar þessir í skrauthýsum, með- an fólkið, sem þeir á undanförn- um árum neituðu uxn að fá að byggja hús,hrekst um í húsnæðis- vandræðunum. , a .... Þessir valdhafar hafa enn ekk- ert lært — og það virðist ætla að ganga erfiðlega að fá þá til að beygja sig fyrir kröfuQi fólksins og fyrir heilbrigðri skynsemi, þótt neyðin sé orðin eins brýn og nú. Ekki fæst enn hreyft við óhóf- lega stómm íbúðum og það hlýt- ur þó að vera fyrsta krafan, þeg- ar kjörorðið er að eitt eigi yfir alla. að ganga og ailir eigi að fórna. Ennfremur er hörmulegt að sjá hvemig það byggingarefni, sem til landsins flyzt er' notað. Sum- part em byggð úr því skraut- hýsi í Reykjavík, íbúð máske upp á hálfa milljón — bara fyrir eina f jölskyldu, — stundum eru reistir úr því dýrindis smnarbústaðir, er kosta 80—100 þúsimd kr. hver, ef til vill úr stórum timburgirðingum í kring, þegar timburskortur er í landinu. Eða reist em mestmegn- is einbýlishús, sem verða efnis- frekari og dýrari en önnur. Og bærinn gengur á undan með aðrar eins byggingar og „Höfðaborg- ina”. Ástandið í húsnæðismálum Reykjavíkinga er augljósasta yfir- lýsingin um hve ófærir núverandi valdhafar bæjarins eru til þess að stjórna hagsmunamálum bæjar- búa. Aðfarir þessara valdhafa nú meðan stríðið hefur staðið, sanna ennfremur að þeir megna ekki að læra neitt. Alþýða Reykjavíkur hefur illu heilli of lengi þolað stjóm þessara manna og sinnuleysi um þarfir og hag fólksins. Það er tími til kom- inn að dæma af þeim völdin, að refsa íhaldinu í Reykjavík, eins og það á skilið og gera ráðstaf- anir til þess að knúin verði fram gagnger breyting i húsnæðismál- um Reykvíldnga. Og fyrsta spor- ið: að gera SósíaJistaflokkinn að stærsta flokki í Reykjavík. C-listinis yi w er listi Sösfalistaflokksins áBccjot 'póotmvntv Nýlomlð Enskar dömukápur- og frakkar (nýjasta tízka). Hinn limafallssjúki flokkur. Þegar stjórnmálaflokkar eru að dauða komnir, verða lífshræringar þeirra oft með allannarlegum hætti: kippir og krampateygjur og jafnvel tungutal. Mönnum hefur upp á síð- kastið orðið dálítið starsýnt á til- burði hins dauðvona sjúklings, sem kallar sig Alþýðuflokkinn. Málgagn flokksins hefur verið svo herskátt þessa dagana, að auðsætt er, að ekki er allt með felldu. Ritstjóri Alþýðu- blaðsins öskrar sig hásan út af því, að ameríska setuliðsstjómin hefur brotið freklega samningsrétt ís- lenzkra verkalýðsfélaga og neitað að viðurkenna Dagsbrún sem samn- ingsaðila. Auðvitað kennir Alþýðu- blaðið „kommúnistunum" um, en svo kallar blaðið stjórn Dagsbrúnar, enda þótt í stjórninni sé góður og gegn Alþýðuflokksmaður. Alþýðublaðið vill leggja líf og blóð fyrir föðurlandið og réttindi þess — ekki að tala" um annað, — því að nú á að bæta vígstöðu Alþýðuflokks- ins í banastríði haustkosninganna. En vígstaða hans batnar ekki. Hún versnar því nær sem dregur að kosn- ingum. Engin ráð duga til að forða fiokknum frá fjörtjóni, og er þó synd að segja, að ekki sé allt reynt til þess að draga úr hinni pólitísku fjár- pest flokksins. Raunar hefur flokkn- um láðst að beita gömlu og gildu húsráði, sem íslendingum hefur oft. gefizt vel í baráttunni við kláða og pest: niðurskurðinum. Ef flokkurinn losaði sig við verstu gemlingana, til að mynda Stefán Pétursson, sem hugsar í Aiþýðublaðinu, og Stefán Jóhann, sem hugsar til nýs ráðherra- dóms, þá er ekki með öllu vonlaust, að bregða mundi til batnaðar um heilsufar flokksins. Vera má að þetta sé hrossalækning, en ekki væri úr vegi að reyna hana á sjúkling, sem bæði guð og menn eru búnir að gefa upp á bátinn. En ef að vanda lætur, mmi flokk- inn bresta giftu til að leggja skurð- hnífinn á hina sjúku limi. Og þess vegna mun skurðlæknirinn mikli, kjósandinn, framkvæma aðgerðina. Þessi miskunnarlausi skurðlæknir hefur þegar hafið starf sitt. 7 kjördæmi af 28 hafa synjað Al- þýðuflokknum um það lágmarks- fylgi, sem nauðsynlegt er stjórn- málaflokki, sem vill reyna afl sitt í þingkosningum. Fjórði hluti kjör- dæma hefur sagt Alþýðuflokknum upp allri trú og hollustu. Þetta er feigðarmerki. Alþýðuflokkurinn, þessi fríða björk, fellir limið löngu áður en haustkólgur hefjast. Hvað mun þá verða um tréð í næðingum þeim, sem framundan eru? En verður þess að nokkru vart, að Alþýðuflokkurinn skilji, hvað verða vill? Er málflutningur Alþýðublaðs- ins, eru gerðir flokksins á þá lund, að þetta sé flokkur, sem búi sig und- ir annað og betra líf? Fjærri fer því. Flokkurinn er kominn á það stig, sem kristin fræði telja háska- samlegast dauðvona syndara. Það er forherðingarstigið. En þá er venju- lega skammt til umskiptanna. Þó skal það ósagt látið, hvort taka eigi það sem merki um sinnaskipti, að um. leið og kjósendur Alþýðu- flokksins týna tölunni, hefur spá- mönnum flokksins fjölgað. Einu sinni var Sigurður Einarsson einn gæddur spámannlegum krafti í Al- þýðuflokknum. Útvarpsfréttir herma, að þessi guðinnblásni dósent hafi flutt erindi í kirkjum Norðurlands og spurt: Erfum við landið eða töp- um við því? Og er ekki von, að mað- urinn spyrji? En um hitt þarf ekki að spyrja, að Alþýðuflokkurinn er búinn að tapa landinu og fylgj íólksins.. Hinsvegar heíur hann orðið einúm spámanni auðugri. Það er Jónas Guðmundsson, enda ber hann spámannlegt nafn. Nafni hans og forgengill, Jónas spámaður Gamla Testamentisins, vann sér það tíl ágætis að dvelja um stund í hvalsmaga og koma óskemmd ur upp úr honum. En Jónas spámað- ur hinn yngri, sérfræðingur Alþýðu- flokksins í sveitastjómarmálum, gleypti brezkt stórhveli að nafni Rutherford, en missti fyrir bragðið framboð til Alþingiskosninga. Þann- ig veltur á ýmsu fyrir þessum flokki. Limimir detta af honum, þingmannsefni hans spá í kaffikorg og pýramída, Stefán Jóhann talar yfir auðum stólum norður í landi og Erlingur Friðjónsson ríkir í verka- lýðsfélagi Akureyrar eins og Cali- gúla stjórnaði Rómaveldi. Kenní þýzbn og ensku Elisabeth Göhlsdorf, Tjarnargötu 39. Sími 3172. Ný föt fyrir gömul Látið oss hreinsa og pressa föt yðar og þau fá sinn uppruna- lega blæ. Fljót afgreiðsla. EFNALAUGIN TÝR, Týsgötu 1. Simi 2491. Telpnakjólar. Yardlay púður og creme. INGÓLFSBÚÐ, Hafnarstræti 21. Sími 2662. fMðíHa mynÉstöstólínn Kemiaradeild: Sérmenntun kennara í handiðum og teikníngu. Myndlistadeild: Listmálun, teikning, svartlist. Kvöldnámskeið: fyrir börn: Teikning, trésmíði, pappavinna, Fyrir fullorðna: Teikning og meðferð lita, auglýsinga- skrift, leðurvinna, bókband, tréskurður, húsgagna- og rúmsæisteikning, litafræði. Innritun nemenda fer fram í skrifstofu skólans, Grundarstíg 2A (sími 5307) daglega kl. 4—6 — Kennsluskrá skólans fæst þar ókeypis. MOalu liuKiamt ur tilkynnir, samkv. fundarályktun 24. sept. s. 1., Vegna húsnæðiseklunnar í bænum, mun félagið láta óátalið, þótt notaðir séu ófaglærðir verkamenn til aðstoðar við smíðar til 30. nóv. n. k., þó því aðeins að þeir séu aldrei fleiri en hinir faglærðu menn á hverjum vinnustað og aðeins að þeim verkum, sem nú þegar eru hafin, Frá og með 1. des. 1942 er því félagsmönnum ó- heimilt að vinna með ófaglærðum mönnum við smíðar í innlendri vinnu. STJÓRNIN. Heimsfræg heillandi ástarsaga Gefið konunni, unnustunni og dótturinni þessa ágætu bök. Fæst í vönduðu skinnbandi. ^óhmn Shpldbom t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.