Þjóðviljinn - 04.10.1942, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1942, Blaðsíða 4
Tjarnarbfó Rebekka eftir hinni frægu skáldsögu JDAPHNE DU MAURIER Aðalhlutverk: JOAN FONTAINE, LAURENCE OLIVIER. Sýning kl. 4 — 6,30 — 9. Helgidagslæknir: Axel Blöndal, Ei- ríksgötu 31, sími 3951. Næturlæknir: Katrín Thóroddsen, Egilsgötu 12, sími 4561. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs apóleki. Útvarpið í dag: 10.00 Morguntónleikar (plötur): Tón verk eftir Bach. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar 19.25 Hljómplötur: Lög frá Brazilíu. 20.20 Einleikur á píanó (Fritz Weiss- happel): Sónata í Es-dúr cftir Hummel. 21.35 Þættir úr sögu 17. aldar, V: Brynjóifur biskup, I (dr. Páll Eggert Ólason). 21.00 Hljómplötur: „Sjöslæðudans- inn“ tónvcrk eftir Richard Strauss. 21.15 Upplestur: „Framorðið“, smá- saga cftir H. E. Bates (Þórarinn Guðnason læknir). 21.30 Hljómplötur: „Föðurlandið", tónverk eftir Bizet, o. fl. Útvarpið á morgun: 19.25 Hljómplötur: Þjóðdansár frá ýmsum löndum. 20.20 Stjórnmálaumræður. Ræðutími fyrir hvem flokk allt að 45 mín., i einu lagi. Röð flokkanna: Alþýðuflokkur. Sósíalistaflokkur. Sjálfstæðisflokkur. Framsóknarflokkur. Ferðafélag íslands heldur skemmti fund í Oddfellowhúsinu þriðjudags- kvöldið 6. okt. 1942. Húsið opnað kl. 8,30. Þorsteinn Jósefsson rithöfund- ur segir frá sumarferðalagi og sýnír skuggamyndir, síðan dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar verða seldir í Bóka- verzl. Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldarprentsmiðju. Félagar í ÆskuJýðsfjikinguxuil og Sósíalistaflokknum, sem geta lijálpað til á kosningaskrjfstofu C-Iistans, Skólavó'rðustíg 19, komi frá kl. 10—10 í dag. — Fram til starfa. — Gerið Sósíalistaflokldn n að stærsta flokki Reykjavíkur! Flokkurinn (oooooo >00000) Sósíalistar á Grímstaðaholti og í Skerjafirði! Deildarfundur i dag (sunnudag) kl. 4 á Fálkagötu 1. Sigfús Sigurhjartarson talar um kosningahorfurnar. Stjórnin. Deildarfundur i VI. deild. Mánud. 5. okt. kl. 8,30 e. h., Grund- arstíg 2. DAGSKRÁ; Kosningarnar. Mætið öll og stundvislega. Jarðarför bonmwar minnar, KRISTÍNAR N. ÞÓRARINSDOTTUR fer fram þriðjudaginn 6. okt. og hefst kl. 3 á heimili minu, Urð- arstíg 6. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Sigurður Guðmundsson og böm. „Það er aldrei of seint að læra“ Framhald af 1. síðu. þá einkum skipt eftir aldri, og auk þess eru flokkarnir bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. — Á hvaða aldri eru þáttak- endur yfirleitt? — Nær helmingur þeirra er milli tvítugs og þrítugs, og all- margir eldri, elzti þátttakandinn í fyrra var 47 ára. Hann hefur sótt um þátttöku í vetur. Skil~ yrði fyrir inntöku er að hafa lokið fullnaðarprófi, og helzt vel og ekki tekið við yngra fólki en 14 ára. — Að hvaða leyti eru náms- flokkarnir írábrugðnir venjuleg- um kvöldskóla? — Hver einstakur flokkur er sjálfstæður út af fyrir sig, og menn geta valið um hvort þeir taka þátt í einum eða fleiri flokkum, og megin áherzlan er lögð á að hjálpa mönnum til sjálfsnáms. — Hvenær ætlið þér að hef ja starfið að þessu sinni? — Einhverntíma milli 10. og 15. þ. m. — Og hvar verðið þér til húsa? — í Miðbæjarskólanum. Þar verður starfað frá kl. 7,45—10,20 hvert kveld, og hver námsflokk- ur fær tvo tíma í viku. — Hvað eru margir í hverjum flokki? — Eg vil helzt ekki hafa færri en 8 og ekki fleiri en 16. Þó hef ég orðið að taka fleiri í suma flokkana, einkum mála- flokkana, enda hafa þeir verið með mestu skólasniði. — Hvað líður kostnaðinum? — Þátttakendur borga 10 kr. innritunargjald, það er allt og sumt, því bær og ríki hafa sýnt þessari starfsemi þann skilning, að veita henni það fé sem með þarf til að annast reksturskostn- að. — Hvað getið þér sagt fleira um þessa starfsemi? Eg vil minnast á kynningar kvöldin. í þeim hafa þátttak- endur úr öllum flokkum verið mcð. Þeir hafa sjálfir annast skemmtiatriði; þeir hafa leikið, sungið, lesið upp, spilað á gítar, píanó o. fl., 0. fl. Vísi að bóka- safni höfum við komið upp, og lánum þátttakendum bækur úr því. En okkur vantar átakan- lega okkar húsnæði. Úr því þarf lega okkar eigin húsnæði. Úr því þarf að bæta sem allra fyrst. Á eitl vil ég leggja áherzlu við yður. Þessi fræðslustarfsemi er fyrir menn á öllum aldri, því það er aldrei of seint að læra, og þegar barizt er fyrir að stytta vinnudaginn, þá þarf líka að berjast fyrir því að menn noti auknar frístundir vel, og þá meðal annars til að læra, og námsflokkarnir henta vinnandi mönnum vel. Vér þökkum magister Ágúst fyrir upplýsingarnar, óskum honum allra heilla í góðu og þjóðnýtu starfi, og hvetjum þá sem þess eiga kost, til að nota það tækifæri, sem námsflokkar hans veita, til aukinnar þekk- ingar og menningar. Kosningahandbókin komin út Kosningalmndbókin fyrir haust kosningamar er nú komin út. Allir, sem hafa áhuga fyrir gangi stjórnmálanna þurfa að eign ast hana. I bókinni er skrá yfir frambjóðendur flokkanna í öllum kjördæmum landsins og fylgi þeirra við alþingiskosningamar 1937 og kosningarnar s. 1. vor og eyða til þess að skrifa í fylgi flokkanna eins og það verður í liaustkosningunum. Ennfremur eru myndir af iram bjóðendum Sósíalistaflokksins og reglur um úthlutun uppbótarsæta, pem allir þurfa að kynna sér. Kosningahandbókin, sem gefin var út í vor seldizt upp á skömm um tíma. Dragið því ekki að kaupa þessa þar. til það er orðið of seint. D 58. 23 a a a a a a 23 u DREKAKYN Eftir Pearl Buck U u a er —7 Og því trúi ég enn, hugsaði hann með sjálfum sér. Þao 0 betra að lifa en deyja, og friður er betri en stríð, og 0 það stendur óhaggað eftir sem áður, þó að ræningjar og 0 hermemi vilji halda hinu fram. n En þennan dag athugaði hann styrkleika hliðsins og gætti að hvort læsingin þyrfti ekki viðgerðar við, og lét í götin á veggnum, og lokaði litla glugganum í eldhúsinu, ^ sem sneri út í garðinn. Þegar óvinirnir kæmu, ætlaði hann að loka alla fjölskylduna inni og ef eirthver þyrfti að fara : til dyra, mundi hann gera það. Kvíði hans vegna þess 0 sem í vændum var, óx stöðugt, og aldrei höfðu dagamir 0 virzt honum jafn dýi-mætir og þessir fáu dagar, sem eftir 0 voru þar til óvinirnir kæmu. Hann taldi hverja klukku- stund sem leið, eins og maður sem telur síðustu stundir W sínar, og aldrei áðm’ hafði hann séð dalinn jafn fallegan ^ 'og aldrei fundizt jörðin hans jafn dýrmæt. Honum þótti 0j jafnvel vænna um heimilisfólkið en nokkru sinni áður og 0 0 hann keypti nýjan kjól handa Pansiao úr bláu silki, og 0 0 handa Ling Sao keypti hann tíu fet af hvítum baðmullar- 0 a dúk, sem var of fíngerður svo að hún gæti vafið hann á D vefstólnum sínum, og sonum sínum gaf hann tíu silfurdali W D hverjum og hverju barnabarna sinna gaf hann silfurpen- a ing, og eldri dóttur sinni gaf hann fallegan léreftsdúk, S Ekkert þeirra vissi hvað það átti að gera við þessar gjafir, ^ ^ sem komu þegar enginn bjóst við þeim, en hann vildi sýna 0 þeim ástúð sína á þessum síðustu dögum friðarins. 0 Eg get gefið ykkur þetta núna, sagði hann þegar þau 0 ö litu á hann forviða, en það er óvíst hvort tækifæri verður 0 til þess síðar. $2 a Þau tóku við gjöfunum með fögnuði, en þó vðktu þær nokkum kvíða í brjóstum þeirra, því þeim fannst eins og D ^ Ling Tan væri að kveðja þau í hinzta sinn. n a a 22 u 23 23 23 23 23 Líður þér vel? spurði Ling Sao hann kvíðafull um nótt- ina. Mér virðist þú ekki taka jafn hraustlega til matar 23 23 23 þíns eins og þú hefur gert, og mér finnst þú hafa breytzt. ^ 0 Eg er ekki breyttur, sagði hann alvarlegur. Eg mun 0 aldrei breytast. Eg mun verða sá sem ég nú er þar til ég 0 hverf héðan, og það verður ekki á næstunni. 0 ö æ œaÐöaafiKsaiaKiaössaHassaaœajasa n Avarp frá vinnuhælisnefnd Sambands ísl. berklasjúklinga. Samband íslenzkra berklasjúklinga hefur ákveðið að beita Jsér enn fyrir almennri fjársöfnun um land allt sunnudaginn 4. Samband íslenzkra berklasjúkinga hefur ákveðið að beita október n. k. Fé því, er safnast, mun verða varið til að reisa vinnuhæli fyrir berklasjúklinga. Er það skoðun vor, að hér sé um mjög mikilsvert nauðsynjamál að ræða og þýðingarmikinn þátt í berklavörnum þjóðarinnar. Viljum vér því hvetja hvern og einn til að Ijá þessu máli fylgi sitt og leggja skerf til hins fyrirhugaða hælis eftir sinni getu. Væri æskilegt að svo yrði brugðist við þessari fjársöfnun og þá einkum af þeim, sem nú hafa úr óvenjumiklu reiðufé að spiia, að eigi þyrfti oftar eftir að leita. Reykjavík, 1. október 1942. í vinnuhælisnefnd Sambands ísl. berklasjúklinga. Guðmundur Ásbjörnsson. Haraldur Guðmundsson. Sigurður Sigurðsson. Vilhjálmur Þór. Idja fél, verksmfðjufc Iks heldur fund í Kaupþmgssalnum mánud. 5. okt. kl. 8Vz e. h. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Dýrtíðin. 3. Kosning fulltrúa á Alþýðusambandsþing. STJÓRNIN. er nú loksins komin út, fiðlbreyfiarí og fallegri en sú fyrrL Handbókin fæsf i Kosningaskrifsfofu C^tísfans Skóla~ vðrdustíg 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.