Þjóðviljinn - 24.11.1942, Page 3

Þjóðviljinn - 24.11.1942, Page 3
Þriðjudagur 24. nóvember 1942. Þ JOÐVILJINN HlððVIMINII Útgefandl: Sameiníngarfiokkur alþýðu <— Sósíalistafiokkurins. Hitstjórar: Einar Olgeirsson (áb.). Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjóm: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent). Sími 2270. Aígreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstrœti 12 (1. hsefi). Simi 2184. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. Ffokksþíngíð Þriðja þingi Sameiningar- flokks alþýöu — Sósíalista- flokksins lauk í gærkvöld. Á- lyktanir þingsins veröa birt- ar á morgun og næstu daga. Á þessu stigi málsins veröur því ekki sagt ýtariega frá störfum þess, aöeins bent á, að þingiö sýndi mynd af þrótt miklum, samtaka og fram- sæknum flokki, sem veit, hvaö hann vill, og stefnir öruggt aö settu marki, og þetta mark er frjáls þjóö í frjálsu landi, en frjáls verður þjóðin fyrst, er hún hefur grundvallaö og býggt upp þjóöskipulag sósí- alismans, og frelsi landsins veröur þá fyrst tryggt er skipulag sósíalismans er orö- iö ráöandi í umheiminum. En nú búum viö viö þjóö- skipulag auövaldsins, og af- leiöingar þess, heimsstyrjaldir og kreppur, leggjast meö ofur- þunga á heröar þjóöarinnar. Á slíkum tímum lítur flokkur- inn á það sem skyldu sína. aö beita öllum þeim kröftum.. sem hann ræöur yfir til áö bæta kjör alþýðunnar og bægja vá frá dyrum hennar eftir því, sem viö veröur kom- iö. Þess vegna tók flokksþing iö vandamál líöandi stundar til rækilegrar íhugunar, og á- kvaö meginstefnu flokksins varöandi þau. Þannig ræddi þingiö vandamál landbiinaö- arins og sjávarútvegsins mjög ýtarlega og geröi um þær á- lyktanir. ÞaÖ ræddi einnig samvinnumálin og geröi um þau ályktanir, o. fl. Aö sjálfsögöu var megin- verkefni þingsins þó aö ræöa stjórnmálaástandið og ræða viöhorf flokksins til stjórnar- myndunar. Um þetta sam- þykkti þingiö ýtarlega ályktun sem birt veröur í blaðinu á morgun. í þessari ályktun gerir flokkurinn meöal annars grein fyrir því meö hvaöa skilyröum hann geti gerzt aö- ili aö stjórnarmyndun, og veröur í því sambandi ekki um þaö' spurt meö hverjum sé unnið, aðeins að fallizt veröi á þau skilyröi, sem flokkurinn' setur fyrir þáttöku í stjómar- myndun. Llstamannaþinglð 1142 Gunnar Gunnarsson kosínn forseti þess Málverkasýnífig í Oddfeliow. — Flutningur íslenzkrar fónlisfar i úfvarp^ inu o$ Gamla bió. — Skáldaþíng á sunnudagskvöldíd* Þing Bandalags íslenzkra listamanna var sett í fyrradag kl. 1,30 í hátíðasal Háskólans, að viðstöddum ríkisstjóra, mennta- málaráðherra, fulltrúum erlendra ríkja, auk annarra gesta. Sveinn Bjömsson, ríkisstjóri, er verndari þingsins og vom lúðrar þeyttir meðan hann gekk í salinn. Formaður framkvæmadanefndar þingsins, Páll ísólfsson, lýsti þingið sett og tilkynnti að Guíinar Gunnarsson skáld, að Klaustri, hefði einróma verið kosinn forseti þingsins, en að sér hefði verið falið að annað forsetastörf þar til hann kæmi til bæjaxins. Ennfremur las hann kveðjuskeyti er sent var til Guðmundar Friðjónssonar á Sandi, sem ekki gat mætt á þinginu. Gunnar Gunnarsson, skáld. Því næst voru sungin há- tíöaljóö, — söngui' listamanna — er Jóhannes skáld úr Kötl- um hafði ort og Emil Thorodd sem samiö lag viö. Emil Thór-1 oddsen stjórnaöi Dómkirkju- kórnum, sem söng og strok- hljómsveit, sem lék undir. Ríkisstjóri ávarpaði þingið. Þá flutti Sveinn Björnsson. ríkisstjóri, ræöu og ræddi um gildi lista, gróanda og vöxt ís- lenzkra lista og kjör íslenzkra listamanna. Kvaö hann þaö hryggðarefni, aö þjóöleikhúsiö J heföi ekki enn veriö tekiö til þeirrar notkunar, er því var ‘ ætlaöi, að SafnahúsiÖ, sem hef- ur að geyma dýrmæta lista- sjóöi er vanhirt aö utan og engin listasöfn eru til. KvaÖ hann Reykjavík einu höfuö- I borgina, sem hann heföi kom* iö í, þar sem ekki væru til listasöfn. — „Þetta er ekki skemmtilegur vottur um menningu íslendinga“. í því sambandi minntist ríkisstjórinn á, aö smábær einn í Danmörku, er teldi 5 þúsund íbúa, ætti ágætt lista- safn, er heföi veriö komiö á fót að mestu leyti fyrir for- göngu eins manns, og beindi því jafnframt til þeirra íslend- inga, er hafa verulegt fé af- lögu, að sýria listunum meiri sóma. Álit íslendinga sem þjóöar heföi fyrst og fremst skapazt fyrir starf íslenzkra rithöf- unda. Þá minntist hann þess frá æskudögum sínum, er Þórar- inn B. Þorláksson hóf málara- list, og prentarinn Jón Trausti settist viö aö rita skáldsögur á næturnar, þegar hann kom þreyttur heim frá verki aö kvöldi. Aörar listir en bók- menntir væru nýgræöingar í íslenzku þjóðlífi er héfðu vax- iö á síðustu árum. Sigurður Nordai prófessor flutti ræðu. Þá flutti Siguröur Nordal prófessor ræöu og ræddi aöal- lega um viöhorf listamanna til samfélagsins og viðhorf samfélagsins til þeirra. Sagði hann, aö ekki væri framkvæm anlegt aö setja á stofn opin- bera skrifstofu þar sem lista mönnum væri afhent verk- efni sín í lokuöum umslögum — listamennirnir yrðu að vera frjálsir. , í sambandi viö þá erfiöleika sem skilningsleysi og tregöa afturhaldsins valda listamönn- um, minntist hann á söguna af því, aö þegar Pyþagóras fann stærðfræðireglu þá, sem viö hann er kennd, þá hafi hann fórnaö 100 nautum, og síöan fari hrollur um alla bola afturhaldsins í hvert sinn er ný sannindi eru fundin í heimin- um. Hátíðatónleikar í Gamla Bíó, i Klukkan 2,30 hófust hátíöa- hljómleikar í Gamla Bíó. Var þar flutt íslenzk tónlist, hljómsveit Reykjavíkur lék undir stjórn dr. Victors Urbant schitsch, einsöngvarar voru frú GuÖrún Ágústsdóttir og Pétur Á. Jónsson óperusöngv- ari og mun veröa nánax sagt frá þeim tónleikum á öörum stað hér í blaöinu. Málverkasýning í Oddfellow. Málverkasýning var opnuö í Oddfellowhúsinu kl. 2,30. Þai’ sýna 13 málarar yfir 30 mynd- ir. Eru þaö þeir Ásgrímur Jónsson, Eyjólfur Eyfells, Finnur Jónsson, Guömundur Einarsson, Gunnlaugur Blön- dal, Jóhann Briem, Jóhannes S. Kjaival, Jón Þorleifsson, Kristín Jónsdóttir, Nína Tryggvadóttir, Ólafur Túbals, Snorri Arinbjarnar og Þorvald ur Skúlason. Framh. af 3. síðu. Sveinn Björnsson, ríkisstjóri. Jóhannes úr Kötlum: Sonpr listamanna Kom, listdgyðja, i Ijóma og tign og leið oss um hið dimma svið. Og gef oss fegurð, gef oss Ijós og gef oss frið — gef friðinn tit að fœra þér pá fórn, sem dýrsta eigum vér, og þolir blóð og bið. Og helga Ijóð vort, sögu og sóng með sigurvon hins þjáða manns, og lát oss skynja tregans tón í tári hans. Og lát oss mála og meitla i stein þá mynd, er speglast björt og hrein í gleði lýðs og lands. ....... * -------------------------... Og lát oss standa, sterka i þraut, á stoltum verði ár og síð. Og gef oss hugsjón, gef oss eld og gef oss strið — gef stríð vors anda: uppreisn hans gegn yfirtroðslum kúgarans og vopnavaldsins tíð. Og lát vort hjarta loga um nótt hjá lífi því, er draumnum ann um nýjan himin, nýja jörð og nýjan mann. Lát risa yfir rauðan val það riki vort, sem koma skal, og hyllir þig og hann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.