Þjóðviljinn - 11.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.04.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 11. apríl 1943. SMIPAUTCEKrn w OIMISINS r Armann til Stykkishólms og Búðardals. Flutningi veitt móttaka fram til hádegis á morgun. Bjarnarey til Vestmannaeyja. Flutningi veitt móttaka eftir hádegi á morgun. Fólk, sem þarf að kom- ast til Vestmannaeyja, gefi sig fram á skrifstofu vorri fyrir kl. 11 á morgun. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðm og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. 14 kar. gullhringar með ekta steinum, fyrir dömur og herra, handunnir — vandaðir, fjölbreytt úrval. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. nanaaaannaan „Reykvíkingar undramli" Hannes á hominu gerir afgreiðslu Alþingis á frumvarpinu um stsekkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, að umræðuefni í gær. Honum farast þannig orð: „Einhverskonar samkomulag hefur komizt á um- stækkun lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur. Þar hefur Reykjavík orðið að víkja nokkuð langt frá fyrirætlunum sínum, eftir því, sem ég bezt sé. Út úr frum- varpinu hafa verið tekin stór og góð lönd og lítið eða ekkert komið í stað inn. Væntanlega mun borgarstjóri skýra þetta mál á næsta bæjarstjórn arfundi. Reykvíkingar urðu töluvert undrandi, er þeir sáu þessi endalok málsins á Alþingi.“ Hvað undrast Reykvíkingar? Það efr alveg rétt hjá Hannesi, að Reykvíkingar eru talsvert undrandi, yfir því að mál þetta skyldi ekki ná fram að ganga á Alþingi, í þeim bún- ingi, sem bæjarstjóm óskaði eftir, en mesta undrunarefni Reykvíkinga í því sambandi er, að tveir af þing- mönnum Alþýðuflokksins, þeir Finn ur Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu í sinni upphaflegu mynd, og fengust þá fyrst til að Ijá því lið, er búið var að slá af kröfum Reykvíkinga, • Ef Alþýðuflokkurinn hefði verið óskiptur? Það kom í ljós við meðferð málsins í neðri deild, að aðeins sautján þing- ' menn voru reiðubúnir að fylgja frumvarpinu út úr deildinni í því formi, sem bæjarstjórn óskaði eftir. Þessir sautján skiptust þannig í flokka: Allir þingmenn sósíalista, 7 að tölu, 7 af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins og 3 af þingmönnum Al- þýðuflokksins. Átján þingmenn voru hinsvegar ráðnir í að hindra E^ð mál- ið yrði afgreitt óbreytt frá deildinni. Það vom allir þingmenn Fram- sóknarflokksins, 10 að tölu, 6 af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og tveir af þingmönnum Alþýðuflokks- ins. Hér var því um tvennt að velja fyrir fulltrúa Reykjavikur á þingi, að breyta frumvarpinu, eða að láta það falla við þriðju umræðu í neðri deild. Hef enn fyrirliggjandi Karlmanna^rýkfrakka Dunlop, White-Heather, Rainbow o. fl af gömlum birgðum með gamla lága verðinu. Verzlun H. Toft ___________________ Skólavörðustíg 5, Sími 1035. í. S. í. S. R. R. Sundmeistaramot íslands Mótinu lýkur annað kvöld kl. 8,30 í Sundhöllinni. Keppt verður í: 400 m. frj. aðferð karla, 400 m. bringusundi, 100 m. bringusundi kvenna, 3 x 100 m. boðsundi o. fl. Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni á morgun. Tryggið ykkur aðgöngumiða í tíma. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Þeir tóku þann kostinn að fara samkomulagsleiðina. Ef Alþýðuflokkurinn hefði staðið óskiptur með málinu, hefðu fulltrúar Reykjavíkur ekki þurft að velja á milli þessara tveggja kosta, þá hefði frumvarpið verið samþykkt út úr neðri deild í því formi, sem bæjar- stjórnin óskaði, með 19 atkvæðum gegn 16. Reykvíkingar eru talsvert undr- andi yfir að Alþýðuflokkurinn skuli vera klofinn í þessu máli, og að það I skuli vera fulltrúar hans, sem ollu t því að falla varð frá ýtrustu kröfum I þeirra. Og enn talar einn úr hópi Alþýðuflokksins Ásgeir og Finnur greiddu eins og áður er sagt atkvséði gegn frumvarp inu í þeirri mynd, sem það kom frá efri deild, en áður hafði einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, Guð- mundur í. Guðmundsson hamazt gegn því í efri deild. Þegar það kom aftur til efri deildar, eftir að neðri deild hafði breytt því, lýsti Guð- mundur því yfir, að Mosfellshrepp- ur hefði beðið ósigur í málinu, hann greiddi því þó atkvæði, en kvaðst gera það í trausti þess/ að Reykja- vík sæktist ekki eftir að fá meiri lönd frá nágrannahreppum sínum. Hannes minn á hominu, ertu ekki alveg undrandi yfir framkomu flokksins þíns i þessu máli? Styðjið Noregssöfnun rit höfundafélagsins — Kaup- ið bókina Níu systur Óheppileg orð Herra ritstjóri. f Bæjarpóstinum í gær, þ. e. 8. apríl er lítil grein eftir x + y, sem nefnist „Samvinnuskólinn í sveit“. Grein þessi væri í alla staði hin prýðilegasta, ef þar væri ekki einni málsgrein um of. En þar segir, eftir að rætt hefur verið um fyrirkomu- lag nýs menntaskóla að Laugar- vatni: „----— Þá væri fljótlegt að losna við íhaldsdót og rauðliða úr skólanum, með því að gefa þeim frí einhverja nóttina í manndrápsbil..“ Enginn, sem þessi orð les, þarf að fara í grafgötur um það, að hverju hér er stefnt og við hvað er átt, þó að undir rós sé talað. Hér er að því sneitt, er sá sorg- legi atburður gerðist í Laugarvatns- skóla, fyrir nokkrum vetrum, að einn námspiltur hvarf af skólaum og fór sér að voða eftir að hafa orð- ið til að brjóta reglur skólans og neyta áfengis. í Ólánlega eru þessi orð sögð í nefndri grein. j Eg, sem hefi verið í skóla hjá Bjarna á Laugarvatni, á erfitt með að átta mig á því, að um sök frá hans hálfu hafi verið að ræða i þessum sorgaratburði,. En kannske : eru það lítil rök út af fyrir sig. Þó þykist ég eins fær að dæma hér um og þeir, sem ekkert þekkja til. Látum það liggja milli hluta. Hitt ætti hverjum manni að vera ljóst, að það er hæpinn málstaður að taka upp vörn, þó að óbeinlínis sé, fyrir þá, sem í þetta sinn svik- ust inn í Laugarvatnsskóla með brennivín sitt og þá bölvun, er því fylgdi. Það er vægast sagt ósæmilegt að vera með svívirðilegar glósur og mannskemmandi aðdróttanir í garð skólastjórans fyrir það, að hann gengur eftir, að reglur þær, sem t. maí verður dagur hinna sameinuðu launþega Þegar fátækir verkamenn fóru í fyrsta sinn í kröfugöngu 1. mai, fyrir aldarfjóröungi síím, brsstu valdhatamiv af meöaumkvun. En bros þeirra hvarf smám sama.r.. Þúsund- j imar, Gém ganga nú fylktu 1 liði 1. maí ár hvert á götum Reykjavíkur, em orönar fleiri en hundruöin, sem brautina ruddu. Valdhafarnir, sem aldrei hafa tekið neitt tillft til laun- þega landsins, nema þeir hafi verið til þess knúðir, vita nú orðið, að verklýðssamtökin eru orðin afl, sem ekki lætur að sér hæöa, aö fjölmennasta stétt landsins, sú sem mestu afkastar og mest verðmæti skapar, er ákveðin í því aö afla sér þeirrar afstöðú, að hlutur hennar verði ekki fyrir borð borinn. * 1. maí 1942 var merkisdag- ur í sögu verklýðssamtakanna. Þá sameinuðust verkamenn undir fánum stéttarinnar, án tillits til flokkaskiptingar. skólinn setur, séu í heiðri hafðar, og i fyrir það, að hann vill koma í veg fyrir víndrykkju og fyllirí á sam- komum skólans. | Eg fæ ekki séð, að það geti á ! neinn hátt talizt ámælisvert, þó að • það sé gert að brottrekstrarsök í j Laugarvatnsskóla, ef námsmenn neyta þar áfengis. En um það geta vitanlega verið skiptar skoðanir. Um hitt geta skoðanir ekki verið skipt- ar, að skólastjóri við hvaða skóla, sem er, hefur fullan rétt til að á- telja þá, sem brjóta þær reglur, er skólinn setur. En nú var það ekki einu sinni á þann veg, að skólastjór inn áteldi piltinn neitt í þetta sinn. Þessvegna er það ódrengilegt að koma með svona lúalegar og ill- kvittnislegar getsakir og hér um ræðir. Fyrir mitt leyti óska ég Bæjar- póstinum og þeim, sem í hann rita betri málstaðar og heiðarlegri mál- flutnings. Með vinsemd og þökk fyrir birting una. Stefán Jónsson. Ath. ritstjóra Hafi það vakað fyrir x + y, sem Stefán Jónsson vill vera láta, þá er j vissulega rétt að orði kveðið hjá j Stefáni, er hann í því sambandi tal- ar um „óheppileg orð“, önnur stærri , orð, er hann viðhefur í því sambandi geta naumast talizt heppileg, þó Bæjarpóstinum þyki rétt að birta þau sem skoðanir Stefáns. Ráðstafanir gegn dýrtíð- inni. — Pappírar og „praxis“ Herra ritstjóri. í gær kostaði máltíðin á Ingólfs- kaffi kr. 6.00. — í dag kostar hún kr. 6,30. Þessir 30 aurar munu stafa af því, að fæðið hefur lækkað samkvæmt á- kvæðum viðskiptaráðs — skildist mér. Það er að segja, ég skil það vist aldrei, en reyni að trúa því, þar til vitrir menn leiða mig til skilnings á fyrirbærinu, því iTjig langar ákaflega til að skilja. Vona ég, að Þjóðviljinn geri mér þann greiða, að fara á hnotskóg eftir skyn Samfylking verkamanna 1. maí í fyrra var áþreifanlegt tákn þeirra miklu umskipta. sem fram fcru í röðum verk- iýðsstéttarinnar um land allt. Á því ári fann íslenzki verka lýðurinn mátt sinn og vald: knúði fram afnám gerðardóms laganna og það sem veiga- meira var: sigraði sundrung- una í röðium samtaka sinnai.. Þessum sigri einingarinnar hefur nú verið fylgt endan- lega eftir með sameiningu hins fjölmenna verkalýðs Akureyr- ar. * En hafi 1. maí í fyrra sýnt sameinaðan verkalýö, er á- stæða til aö ætla, a.ð 1. mai næstkomandi sýni ennþá víö- tækari einingu launþeganna og samtaka þeirra. Bandalag starfsmanna rík- is og bæja hefur einrómai sam þykkt að gerast aðili að 1. maí ásamt Alþýðusamband- inu og hefur hvatt bandalags- félög sín til hins sama. Þetta mikilvæga skref Bandalagsins er verklýðssam- tökunum sérstakt ánægjuefni. þar sem það sýnir, að milli verkamanna hugar og handa er aó skapast sá nauðsynlegi gagnkvæmi skilningur, sem orsakast af sameiginlegum hagsmunum. Það er um leið lærdómsrík bending til þeirra launþega- samtaka, sem enn standa ut- an við samfylkingu alþýðunn- ar 1. maí. * 1. maí næstkomandi, munu launþegar íslands sameinast undir fánum stéttarsamtaka sinna, án tillits til neins ann- ars en sameiginlegría hags- muna. Þar af leiðandi mun og hver tilraun, sem gerð kann að vera til þess að sundra launþegunum þennan dag, Framh. á 4. síðu. samlegri skýringu fyrir skilnings- þrá mína. í einfeldni minni skildi ég til- kynningu rerðlagsstjóra eins og skrifað stendur: Einstakar máltíðir tvíréttaðar: Kjötmáltíð kr. 4,75. Fiskmáltíð kr. 3,50. Eg hef margra mánaða reynslu fyrir máltíðinni á kr. 6,00 með kaffi og áleit tvímælalaust að verið væri að lækka máltíðirnar. Ennfremur hafði ég tekið eftir í hinni röggsamlegu tilkynningu, að bannað var að hækka máltíðir, sem seldar hafa verið lægra verði en á- kvæði tilkynningarinnar hljóða um, — og bannað að rýra magn og gæði þess framreidda. — En nú skal viðbót kosta kr. 0,75, sem áður var án gjalds. Þannig getur máltíð, er kostaði kr. 6,00 áður en fæðið var lækkað, kostað nú, þegar það er fulllækkað kr. 7,05. Á pappírum hins opinbera er- lækkunin ákaflega girnileg, verkar efalaust á vísitöluna — en í „praxís“ — ja, ég skil nú víst ekki „praxís“. Þökk fyrir birtinguna. Reykjavík 8. 4. 1943 Vigfús Einarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.