Þjóðviljinn - 14.05.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.05.1943, Blaðsíða 2
2 Föstudagui' 14. maí 1343. ÞJÓÐVILJINK Matreiðslukonu og verkstjóra vantar að Hressingarheimilinu í Kumbaravogi 1. júní. HJÓN GANGA FYRIR. Upplýsingar í síma 3329 í dag og á morgnn til kl. 14 og í Bókabúð Æskunnar. Aðalfnndnr Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður hald- inn í Kaupþingssalnum laugardaginn 15. þ. m. og hefst kl. 10Vz fyrir hádegi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. STJÓRNIN. Velour hattar í öllum litum kr. 89.00 Hárfílt" hattar frá kr. 51.90. Ullarfílt hattar kr. 45.00. Halfabúð Reykjavíkur Laugaveg 10. Sími 2123. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR. SamsOngnr í Gamla Bíó sunnudaginn 16. maí n.k. kl. 1.15 e. h. Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. SÍÐASTA SINN. ATH. Pantaðir aðgöngumiðar á samsönginn í kvöld sækist fyrir hádegi. Sumardvalanefnd: 'vantar starfsfólk á ýms heimili í sumar: í eldhús til forstöðu og aðstoðar. — Við þvotta og þjónustubrögð. — Til hreingeminga. — Nokkrar fóstr- ur fullorðnar og 16—18 ára. Umsækjendur leiti upplýsinga í skrifstofu nefnd- arinnar í Miðbæjarskólanum (norður dyr) næstu daga frá kl. 5—7. Hvernig hugsað er um ísland í Ameriku Hugmyndír Culberfson's. Þjóðviljinn hefur áður birt þær hugmyndir, sem ameríski blaða- maðurinn Kingsbury Smith segir að uppi séu í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna um framtíðarskipulag heimsins. Það er fróðlegt fyrir oss ís- lendinga að fylgjast með því hvernig amerískir borgarar eru — í huga sínum — búnir að innlima ísland í ríkjakerfi Ameríku og nauðsynlegt fyrir oss að draga þar af vora lærdóma. Vér skulum að þessu sinni birta nokkrar setningar úr grein eftir Elý Culbertson, hinn fræga bridge-fræðing, sem mikið hugsar og skrif- ar um þjóðfélagsmál. Hann setur í þessari grein sinni fram hugmynd um skiptingu heimsins í 11 umdæmi og sé samstarf — einskonar heims- bandalag þeirra á milli. Eftir að hann hefur gert grein fyrir þessari skiþtingu segir hann svo: „Fyrst um sinn munu Bandaríkin taka að sér umboð (trusteeship) fyrir allt Malayja-umdæmið*) á grundvelli, sem ekkert á skylt við yf- irdrottnunarstefnu („on strictly nonimperialistic principles) og mun hafa einkarétt á að koma upp viggirtum stöðvum á því svæði. Þetta þýðir ekki að vér ætlum að stjóma fólkinu þar neitt meir en við stjórn- um nú ibúum íslands, Kuba og Bermuda. Eg held að hvort sem heimsbandalaginu verður komið upp eða ekki, þá verði Bandaríkin að ioka með slagbrandi („iock and boit“) ytri hliðunum að álfu vorri. Slík vamarlína er nauðsynleg þangað til heims- bandalag er komið svo vel á laggirnar að slíkar „herfræðilegar trygg- ingar em ekki lengur nauðsyrilegar.“ Svo mörg eru þau orð, — vafalaust eru þar tjáðar hugsanir margra venjulegra amerískra borgara. Þeir eru famir að hugsa um ísland í sömu andránni og Kúbu og tala um það, sem sjálfsagt mál að loka verði hér með slagbrandi, m. ö. o. hafa hér víggirðingar, eftir stríð. Það er tími til kominn að íslendingar lýsi því skýrt og ótvírætt yfir að þeir haldi fast við rétt sinn í Nýja sáttmálanum við Roose- velt, að ameríski herinn fari héðan burt og ekkert ríki fái hér einka- rétt til víggirðinga eða herstöðva eftir stríð. *) Það er: Filipseyjar, Hollensku Austur-Indíur (undir hollenskri stjórn), Thaiiand og eyjaklasinn í vesturhluta Kyrrahafs. &bc&iewpÓöti'K'ítM DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaf f isalan Hafnarstræti 16. GULLMUNIR T rúlofnnarhringar Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. foandunnir---vandaðir alltaf fyrirliggjandi. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<>♦♦♦♦♦♦♦♦< KAUPIÐ ÞIÓÐVILJANN Fyrirspum til Byggingar- félags verkamanna. Kæri Þjóðvilji! Þegar ég las greinina um húsnæði og atvinnuleysi í Þjóðviljanum í dag þá datt mér„í hug að biðja Þjóðvilj- ann að spyrjast fyrir um það hjá Byggingarfélagi verkamanna, hvort það sé rétt sem ég hef heyrt talað um, að í byggingarfélaginu væru menn, sem ættu íbúðir í bæn- um og sem þeir ætluðu að hafa um- ráðarétt yfir líka og þá að flytja að nokkru leyti í Verkamannabústað- ina og leigja út frá sér þar, en halda jafnframt sinni ibúð eftir sem áður. Eí þetta reynist rétt, eigum við þá ekki að standa hér saman og sína samtakamátt okkar, eins og við er- um farin að gera svo vel. Eg vona að Þjóðviljinn athugi þetta strax. 14. maí er að koma. 12. maí 1943. Kona á götunni. Þjóðviljinn vísar þessari spurn- ingu áleiðis til réttra hlutaðeigenda. Hvemig hjá oss? Skáldið Harry Blomberg birti ný- lega í sænsku blaði ritgerð, sem hann kallar: „Levande Nord“. — Ritgerðin endar með þessum orðum: „Eins og kunnugt er, starfar í öll- um Norðurlöndum félag, sem sér- staklega hefur viljað vinna í tákni hinnar norrænu samheldni: „Nor- ræna félagið". Þetía félag hefur þó aldrei átt neinn lifandi kraft, það vita allir, sem staðið hafa í sambandi við lif- andi krafta. Félagatalan hér í Sví- þjóð er samkvæmt alveg nýjum upp- lýsingum mjög lág, aðeins tvö þús- und. En þar sem hingað til hefur verið sótzt eftir að fá félagana meðal hinna svonefndu æðri stétta ein- göngu, þá hefur þessi „veizlu-nor- ræna“ jafnan notið vissrar virðing- ar hjá samkvæmisfðlki. Nú vilja menn fara að gera „Nor- ræna félagið" alþýðlegt — og í þeirri viðleitni má að vísu óska viðkom- andi allra heilla. En um leið má þó vara við tyrkjatrú á, að slík sérfé- lagsstofnun hafi getu til að skapa sæluástand. í norrænu samstarfi — eins og reyndar í öllu starfi — er árangur- inn kominn undir þeim eldmóði og áhuga, sem fram er lagt í persónu- legum fómum. Atvinnupúlshestar félaganna verða þess aldrei umkomn ir að koma í stað spámannanna. — Hið eiginlega „Norræna félag“ starf- ar í dag — reyndar ósýnilegt — sterkt og fullt af lifandi krafti með- al þeirra, sem óbeðnir, eins og sjálí- sagt sé, fóma tíma og fé eða hús- rými til hjálpar nauðstöddum böm- um og flóttamönnum, vegna þess að samvizkan býður þeim það, en ekki vegna neins útreiknings. Þetta gerir meiri hluti sænsku þjóðarinnar." Tímanum hjálpað til að muna. Síðastliðinn þriðjudag minnir Tím inn á ummæli þau, er Þjóðviljinn lét Bifreiðaþjófnaðir unglinga færast mjög í vöxt Sveinn Sæmundsson skýrðf blaðamömium frá því í gær að imdanfarið. hefði borið ó- venjumikið á bíláþjófnaði unglinga og öðrum óknyttum þeirra. Hefðu 11 piltar, 15—16 ára játað á sig samtals 48 þjófn- aði. Hér væri þó ekki um skipulagt þjófafélag að ræða, heldm* hefðu þeir verið 1, 2, 3 og 4 saman. Flestir þjófnaöimir eru bif- reiöastuldir. Höföu þeir í. flestum tilfellum skiliö við bifreiðarnar benzínlausar. flestar meira og minna skemmdar, sumar stór- skemmdar. Dægradvöl um páskana Sem dæmi sagöi hann frá því að 25. apríl s. 1. heföu 4 þessara pilta stoliö bifreiö- inni R 691 og ætluöu austur á Eyrarbakka. Viö Lögberg varð bifreiðin benzínlaus. Snéru þeir þá gangandi til bæjarins. Viö sumarbústað Katrínar Thoroddsen hjá Hólmsá tóku peir bifreiö hennar og óku í henni til bæjarins.• Tveir þessara pilta. stálu nokkru síöar bifreiðinni R 116, komust á henni upp á Öskjuhlíö, bmtu þeir drifiö, létu hana renna niöur brekk- una og yfirgáfu hana síöan. Stálu því næst R 1799, á. Hringbrautinni og óku í henni fram og aftur og skildu viö hana niöri í bænum. 28. apríl stálu 2 aðrir bif- reiöinni R. 1337, sem var ný- leg bifreiö á Litlu bílstöðinni. Óku fyrst út á Nes, síðan suð- ur Hafnarfjarðarveg og hvolfdu henni viö Vífilsstaða- afleggjarann og eyðilagöist hún. Lögðu af stað í bíl — komu til baka á reiðhjólum. Þrír piltar stálu 2. maí bif- reiöinn R 1227 og óku hennl inn aö Elliöaám, skildu hana þai- eftir benzínlausa brutust því næst inn í veitingastofuna. Laxinn, stálu og eyðilögöu fyrir 250—300 kr. og til að Framhald á 4. síðu. falla um kosningu Sigurðar Einars- sonar í útvarpsráð. Gerir Tíminn þar að sínum orðum orð Þjóðviljans um að Sigurði hafi verið vikið fyrir þungar sakir úr störfum hjú útvarpinu, en síðan kjör inn í æðstu stjóm stofnunarinnar, og Tíminn er engu minna hneyskl- aður en Þjóðviljinn. Nú var styrkleiki hins svonefnda Alþýðuflokks ú Alþingi ekki nógur til að koma Sigurði í útvarpsráð. Til þess þurfti hjálp annars flokks. Sósíalistaflokkurinn neitaði um hjálp til að koma Sigurði að. Sjálf- stæðisflokkurinn mun hafa sýnt tregðu, en Framsóknarflokkurinn? þar var allt í lagi, hann hjálpaði Sigurði í útvarpsráðið, enda er þetta fyrrverandi frambjóðandi Fram- sóknarflokksins, og honum samboð- inn í einu og öllu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.