Þjóðviljinn - 19.05.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.05.1943, Blaðsíða 3
I Miðvikudagur 19. maí 1943 þJÓOVIlJINN Útgefandi: Sameiningaiflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. M ir alhiluiar d samtiia HtOlia Það er alþýðunni, meirihluta íslenzku þjóðarinnar, nauðsyn- legt vegna stéttarhagsmuna sinna, frelsis og framtíðar að | mynda sem allra fyrst það I bandalag alþýðusamtakanna, er samþykkt var á síðasta Alþýðu- sambandsþingi að mynda. En það er ekki aðeins vegna hagsmuna alþýðunnar sjálfrar, að slíkt er nauðsynlegt. Það er einnig lífsnauðsyn vegna frelsis og framtíðar þjóðar vorrar. Norðmenn og fleiri þjóðir hafa sýnt oss það 1 verkinu á undanförnum árum, hvernig standa skuli sameinaðir gegn erlendri yfirdrottnunarstefnu, gegn fasismanum. Þær urðu að vísu að kaupa þá einingu dýrt, — en eigum vér íslendingar að þurfa að kaupa hana jafndýrt? Þurfum vér líka að bíða með að sameina öll frelsisöfl, unz það er orðið um seinan og einingin kostar ægilegar fórnir? Eða get- um vér látið oss annarra víti að varnaði verða — annarra hetju- legu fyrirmynd, er í raunir var ratað, verða oss til eftirbreytni í hinu daglega lífi? Getum vér, söguþjóðin, ekkert lært af sög- unni, — aðeins af reynslunni, því sem vér lifum, reynum og þjáumst undir sjálf? Sundurlyndið hefur verið eitt höfuðeinkenn'i íslendinga ■ frá upphafi landsins byggðar. Sund urlyndið hefur verið rótgróið einkenni hinna íslenzku höfð- ingjastétta, sem mest mark sitt hafá sett á sögu vora til þessa. Og svo er enn um yfirstéttina. En samtök alþýðunnar boða, — aðeins með tilveru sinni, með áherzlu sinni á mátt þann, sem í margnum býr—kaflaskiptingu í sögu lands vors, einingu á grundvelli sameiginlegra hags- muna starfandi þjóðar, þar sem enginn kúgi annan lengur né starfi gegn hagsmunum heild- arinnar. Samtök alþýðunnar hafa tek- ið ákveðna afstöðu með því að þessháttar þjóðskipulag þurfi að skapa hér, er tryggi atvinnu, • frelsi og samstarf allra vinnandi manna og kvenna. En alþýðusamtökin láta sér þó ekki nægja baráttuna fyrir því að koma slíku skipulagi á. Síðasta Alþýðusambandsþing' tók ákveðna afstöðu gegn fasism anum og með lýðfrelsinu og þeim öflum,*er fyrir því berjast nú. Afstaða íslenzku verklýðs- ÞJÓÐVILJINN Nýljar borgir og nýjar þjóðir rísa upp úr óbyggðinni Önnur grein bandaríska blaðamannsins Edgar Snow um þátt Asíuþióða Sovétríkjanna í styrjöldinni Samgöngiu' um Asiulönd Sovétríkjanna hafa tekið stakkaskiptum. Austur-Síberíu jáxnbrautin er nú öll tvíspor- úð og stöðugt er unnið að full- komrnm Túrksibbrautaiinnar sem tengir Mið-Asíu Úralhér- uðimum og Austur-Síberíu. Hinir 1000 km. einspora og tvíspora jámbrauta, sem ráð var fyrir gert í þriðju fimm ára áætluninni, eru þegar lagðii* og komnir í notkun. Umbætrn* á siglingaleiðinni norður um Asíu hafa einnig orðið til að bæta samgöngurn- ar við Austur-Asiu. Raforku- ver, sementsverksmiöjur og bílaverksmiðjur — allt gengur það samkvæmt áætlun, ásamt mörgum nýjum iðnaðargrein- um. Verksmiðjur er framleiða vélar starfa nú í Vladivostok írkútsk, Krasnojarsk og meira að segja í Úlan Úde, höfuð- borg Mongólalýðveldisins. Flug vélar eru framleiddar í Tomsk og írkútsk. Hið ágæta austur- lenzka stál er gert að ágætimi skriödrekum þar austm* frá, og þeir ei*u ekki allir fluttir vestur. Hundruð milljónir tonna af niðursoðnum fiski í'jallháir hlaöar af loöhúfum og loðskinnsfrökkum eru send- ir til rauða hersins frá Aust- ur-Síberíu, sem er lengra frá Moskva. en Ameríka frá Eng- landi. En Austur-Síbería hef- ur allt sem þarf til sjálfstæðr- ar iönaðarframleiðslu, og iðn- aöur hennar er óðum að verða óháður. Með hjálp Mið-Asíu gæti Síbería nú þegar haldiö uppi sjálfstæðum vígstöðvum. í Mið-Asíu hefur iðnaðin- um einnig fleygt fram. Þar er verið aö koma upp fullkomn- samtakanna til frelsisstyrjaldar- innar gegn harðstjórn nazism- ans er ótvíræð. Það er eitt höfuðskilyrði fyr- ir frelsi alþýðunnar í þessu landi að hún fái staðið á verði gegn hverskonar ágangi erlends auðvalds. Hitt hefur hinsvegar viðgengizt frá upphafi íslands byggða, að erlent kúgunarvald næði auðveldlegá ítökum í ein- staklingum af yfirstétt landsins. Hið mikla verkefni, sem fyrir bandalagi íslenzkra alþýðusam- taka liggur, er því ekki aðeins að varðveita hagsmuni sína og réttindi gagnvart íslenzku yfir- stéttinni og sækja ný réttindi og endurbætur í greipar henn- ar, svo sem kraftarnir frekast leyfa, — heldur og að leggjast á eitt með öllum þeim, sem að því vilja vinna, að fullkomna og tryggja þjóðfrelsi vort, sem hlýt ur alltaf að verða grundvöllur- inn, er alþýðan byggir frelsisbar áttu og framtíð sína á. ustu málmbræöslustöövunum og* óðum rísa upp nýtízku iðnr aðarmiðstöðvar. Sá hluti Miö- Asíu sem tilheyrir Sovétríkj- unum nær vestan frá Kaspía-. hafi austrn* til Altaifjalla, norð an frá Úral til landamæra ír- ans og Afghanistans. Þama eru allmörg lýðveldi, og eru þau samanlögð stærri en Brezka-Indland. Nöfnin minna á sögur og ævintýri. Úsbek- istan, Samarkand, Tadsíkist- an, Túrkmenistan, Baskiría. Fyrir nokkrum áratugum voru þessi gresju- og háfjallalönd er nefnd voru Túrkestan, ný- lenda Rússakeisara, að mestu byggð hirðingjum. Nú hafa þau umbreytzt svo, að þau geta veitt sovéthernum ómet- anlega hjálp, með mönnum og hergögnum. í Baskiríu hefur risið upp j „nýtt Bákú“ og nýjar olíu- | vinnslustöðvar í Fergana, Búk ara og í Kirgisa- og Túrkmena lýðveldunum gefa fyrirheit um \ olíuframleiöslu er gæti komið framleiðslu Sovétríkjanna upp fyrir framleiðslu Bandaríkj- anna. Karagandakolanámurn- ar á gresjum Austur-Kasakst- an eru aðrar þær aúðugustu sem sovétþjóöimar ráða nú yf- ir. Þáðan kemur megnið af kolum þeim, sem iðnaöur Úr- alhéraðanna þarfnast. Miö- Asía leggur einnig til alla þá baðmull, sem notuð er í Sovét- ríkjunum, og mikil vefnaðar- vöruframleiðsla er hafin þar. Áður var öll baðmull. flutt til Moskva og Leningrad 3000 km. leið, til úi*vinnslu. Fyrir áratug síöan var tæp- ast hægt að segja að til væri kjötiðnaöur í Kasakstan. Nú á hann mikinn þátt í mat- vælabirgöum rauða hersins, og er í ágætu áliti fyi'ir vöru- gæöi. Þama hafa orðið þjóðflutn- ingar jafn sögulegir og þegar Bandaríkjamenn brutu sér , land vestur eftir. Bandarískir verkfræöingar hafa átt þátt í þeim miklu mannvirkjum, sem risu upp vegna þessara þjóö- : flutninga, og þáð kemur okk- I ui* nú til góða á þann hátt er fáir sáu fyrir. Sumir fóru í gullleit, en til márgs var að vinna fyrir landnema og ævin- týramenn. Samyrkjubúin voru undanþegin kornskatti til stjómarinnar um tíu ára skeið. Einstaklingum var gert kleift að koma upp búum og selja afuröirnar á fr.jálsum markaði. Kennurum, læknum og verkfræðingum ei*u veitt hærri laun. Kaup raúðliðanna er hærra hér austur frá en annarsstaðar. í áróöursherferðum meðal æskulýösins hefur landnámi í austmvegi verið lýst sem eins- konar heilagri skyldu- Ein af stærstu iðnaðarborgum Siber- íu, Komsomolsk, var byggð nær eingöngu af ungkommún- istum. Þannig hafa nýjar borgir og nýjar þjóðir risið upp úr óbyggðinni. Sagt er að meira en 100 borgir með á annað hundrúð þúsimd ibúa hafi ris- ið upp í Asíulöndum Sovét- ríkjanna frá byltingunni. Það þýddi að 10 milljónir manna hefðu tekið sig upp og setzt að á nýjum stöðum á tveimur áratugum. Borgin Karaganda, svo tekið sé dæmi, var alls ekki til fyr- ir fáum árum. Þar eru nú 200 þúsund íbúar. 1 Stalinsk voru 3800 íbúar 1936, en þar er nú mikilvæg stáliðna^ar- borg, á stærð við Karaganda. Novosibirsk ferfaldáði íbúatölu sína á þremur árum, Taskent fimmfaldáði ibúatöluna á tæp- um áratug og er nú stórborg með í’úma milljón íbúa. Þó undarlegt megi viröast flýtir styrjöldin fyrir þróun þjóöanna, sem byggja þessi lönd, því flóttamenn frá Evr- ópu, ásamt iðnaöarverkamönn I um, streyma þangáö frá vestri Innflytjendastraumurinn er meiri nú en nokkru sinni fyrr, og milljónir hektara lands í Síberíu eru teknir til ræktun- ar. Víðáttumikið land hefur einnig verið ræktaö í Mið-Asiu. í Úsbekistan var t. d. á síðast- liðnu ári milljón ekra lands hrif ið frá eyðimörkinni og þvi breytt í ræktarland, en það var nægilega mikil aukning til að þetta lýðveldi yrði sjálfu sér nóg um kornframleiðslu. Árið sem leið útskrifuðust 75000 ný- ir verkfræðingar, iðnfræðingar og búfræðingar í Sovétríkjun- um, og margir þeirra voru Asíu- menn. En það merkilegasta við mannvirki þau, er risið haf-a í Síberíu og Mið-Asíu frá því að stríðið hófst, er að þau eru byggð af fólki, sem aldrei fyrr hefur fengizt við slíkt. Áveitu- mannvirki í Úsbekistan vbru byggð af bændum, konum og börnum, undir stjórn ungra iðn- fræðinga úr tækniskólum lands- ins. Úsbekistan var gamaldags landbúnaðarland, en hefur um- breytzt í ríki, þar sem 75% fram leiðslunnar er iðnaðarfram- leiðsla. En Úbekistan heldur á- fram að framleiða mestan hluta ullar og silkiframleiðslu Sovét- ríkjanna, en það þýðir á hernað- artímum, að hermönnunum sé séð fyrir hlýjum fatnaði og sov- étflugflotinn hafi nóg af fallhlíf- um. Iðnaðarþróunin er einnig í gangi í landbúnaðarlýðveldun- um, sem næst liggja, einkum Tadsíkistan og Túrkmenistan. Meira að segja hið litla Kírgist- an, uppi í Tíensjanfjöllum, legg- ur fram kol til hernaðarþarfa og sendir syni sína til vígstöðv- anna. Tadsíkistan, er liggur að Austur-Túrkestan (kínverskt land), var áður einangrað landa mærasvæði við Pamírfjallgarð- inn. Nú flytja járnbrautir og bíl- ar baðmullarframleiðslu lands- ins til hinnar hvítu Samarkand- borgar, þar sem verksmiðjur niða umhv.erfis Gur Emir *leg- höllina, sem geymir leifar Tam- erlans. Það land hefur ekki sízt Tagt fram ljóð og söngya til hern aðarþarfa. Rithöfundar Tadsíka hafa samið hernaðarsögur og kvæði hundruðum saman, á tungu sinni-. Söngvarar og dans- menn Tadsíka eru mjög vinsælir hvarvetna á vígstöðvunum. (í síðari hluta greinar sinnar svar ar Edgar Snow spurningunni: Hvers vegna eru Asíuþjóðirnar fúsar til að berjast með Rússum?) MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 M“H“:“H"H":“:“:"H“H“H~:“K“H~H“> MERKILEG FRÆÐIBÓK: eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing Bókin styðst við fyrirlestra, sem höfundurinn flutti í útvarp- ið síðastliðið ár. Urðu fyrirlestrar þessir svo vinsælir af alþýðu manna, að þess hefur verið beðið með óþreyju, að höfundurinn semdi bók um sama efni. Bókin fæst í öllum bókaverzlimum og kostar 28 krónur í kápu og 36 krónur í bandi. BÓKAÚTGÁFAN REYKHOLT.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.