Þjóðviljinn - 11.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Flokkurinn NÝJA BtÓ TJASNiyEBðÓ ■a&utrfjöröur Sóaíalistafélag Hafnarfjarðar held ur fund í kvöld kl. 8.30 á Strand- götu 41. Félagar mætið stundvíslega., Stjómin. Naeturlæknir er í læknavarðstöð Reylfijavíkur í Austurbæjarskólan- uaa, sínai 5030. Ljósatiini bifreiða og bifhjóla er irá kl. 4,20 síðdegis til kl. 8,05 að ■oorgni. Leikfélag Reykjavíkur hefur frumsýningu annað kvöld á sjón- leiknum „Eg hef komið hér áður“ •ftir J. B. Priestley. Útvarpið í dag: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjómar): a) Forleikurinn að óperunni „Brúðarránið“ eftir Mozart. b) Vals úr óperunni „Rósa- riddarinn" eftir Richard Strauss. c) Indverskur lagaflokkur eft- Bruno Lúling. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franz- son). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 21.15 Lestur fslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson háskóla- • bókavörður). 21.40 Hljómplötur: íslenzk sönglög. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Grótta heldur árshátíð í kvöld í Oddfellowhúsinu. Til skemmtunar verð aræðuhöld, söngur, listdans og ball. Þeir, sem ekki em búnir að fá aðgöngumiða geta fengið þá hjá Þorláki Skaptasyni, Garðastræti 8. Dagsbrún, blað Dagsbrúnarmanna, 8. tbl. er nýkomið út. Hefst það á ágætri grein: Einn fyrir alla og all- ir fyrir einn. Þá er grein um nýja vatnsbifreið, sem lögreglunni er ætluð, tillögur um öryggisreglur Dagsbrúnar, Dagsbrúnarannáll, er fjallar um innanfélagsmál Dags- brúnar og skrá um kaupgjald nokk- urra atvinnustétta í nóv. 1943. Leikskóli Barnavinafélagsins Sum- argjöf í Suðurborg (Eiríksgötu 37) tekur til starfa í dag. -— Dagheim- ilið mun taka til starfa á sama stað áður en mjög langt líður. Dagsbrúnarfundur var í gær- kvöldi. Voru þar gerðar ýmsar sam- þykktir og mun Þjóðviljinn skýra frá þeim síðar. Upplýsingastöð þingstúkunnar um bindindismál verður opin í dag í Góðtemplarahúsinu, kl. 6—8 e. h. Þeir sem óska aðstoðar eða ráð- legginga vegna drykkjuskapar síns eða sinna, geta komið þangað og verður þeim liðsinnt eftir föngum. Með þessi mál verður farið sem trúriaðar og einkamál. Alþýðublaðið vill að und- anhaldsmenn hafi einir rétt til að tjá skoðun sína á sjálfstæðismálinu í ríkis- útvarpið í gær var Alþýðublaðið að kvarta yfir því að Gunnar Behediktsson hefði talað um sjálfsftæðismálið í erindi um daginn og veginn, sem hann flutti í útvarpinu s. 1. mánu- dagskvöld. Lézt blaðið vera stórlega hneykslað yfir því framferði útvarpsráðs, að leyfa slíkt hlut- leysisbrot. Alþýðublaðið skal minnt á, fyrst það gerir þetta að umtals- efni. að Gylfi Þ. Gíslason o. fl. Alþýðuflokksmenn sem flutt hafa erindi í útvarpið í sumar, hafa notað tækifærið til að reka áróður fyrir undanhaldi í sjálfstæðismálinu. Alþýðublað ið hefur ekki ennþá kvartað yfir því, að þeir hafi framið hlutleysisbrot. ðsýnilegi njósnarinn (Invisible Agent). ILONA MASSEY, JON HALL, PETER LORRE, Sir CEDRIC IIARDWIKE Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5: TÝNDA STÚLKAN (The Mystery of Marie Roget) Eftir sögu Edgar Allan Poe’s MARIA MONTEUS PATRIC KNUULES Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Framhald af 2. síðu. því komizt, mun ég telja skyldu mína að segja allt, sem ég nú veit, um öll þessi mál. Frú Blöndal virðist það all- mjög á reiki hjá barnaverndar- nefnd, hvaða vandamál barna og unglinga hún telji sér við- komandi. En ég fullyrði, að öll nefndin telji það sína fyrstu og einu skyldu, að hjálpa og leiðbeina öllum þeim börnum og unglingum, sem þarfnast að- stoðar hennar. Að sjálfsögðu skortir hana e. t. v. stundum vit og getu til þess að gera það eina rétta. Það virðist hinsveg- ar aldrei hafa verið á reiki hjá Ungmennaeftirlitinu, hvernig það ætti að elta umkomulaus- ustu ungmennin í þessum bæ og fá þau dæmd. Eg fyrir mitt leyti er reiðubúinn til þess að gera upp reikningana milli barnaverndarnefndar og Ung- mennaeftirlitsins í þessu efni og gæti bezt trúað því, að svo væri um flesta, ef ekki alla, sem sæti eiga í nefndinni. Frú Blöndal virðist kunnugt um, að telpur 12—18 ára dvelji sólarhringum saman í herbúð- um með setuliðsmönnum. Mér er ekki kunnugt um að frúin hafi nokkurn tíma gert nefnd- inni aðvart um þessa vitneskju sína. Og ég skora á frúna að nefna eitt einasta dæmi þess, að slíkt mál hafi komið fyrir nefndina án þess að hún léti það til sín taka. Eg gat þess í upphafi, að frú- in hefði farið rangt með leið- réttingu mína í Morgunblaðinu TIMBERLAKE- FJÖLSKYLDAN (In This Our Life). Spennandi sjónleikur eftir skáldsögu Ellen Glasgows. BETTE DAVIS OLIVIA de HAVILLAND GEORGE BRENT DENNIS MORGAN Sýning kl. 5, 7 og 9. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Það var of vægt að orði kveðið, því frúin beinlínis falsar innihald leiðréttingarinnar í þeim tilgangi að geta síðar komizt að þeirri niðurstöðu, að barnaverndarnefnd vanræki störf sín. Eg öfunda frúna eklci af slíkum málaflutningi. Má vera, að nún verði að lokum öfundsverðari af því, að hafa komið af stað opinberum um- ræðum um ungmennaeftirlitið. Hún getur enn miklu um það ráðið, hve langt verður flett upp í því máli. Arnfinnur Jónsson. Viðtal við Brynjólf Bjarnason Framh. af 3. síðu. Um atvinnuleysistrygging- arnar Um atvinnuleysistryggingarn- ar eru líka allmjög skiptar skoð anir í nefndinni. En það væri óviðeigandi að vera með nokkra spádóma um hvað nefndinni muni auðnast að koma sér sam- an um, á þessu stigi málsins. Maður verður að vona allt hið bezta, og gera sitt bezta, hvern-' ig sem reyndin verður. í öllu falli er þremur milljónum, sem veittar voru í fyrra, enn óráð- stafað. Og verkalýðssamtökin þurfa umfram allt að láta þetta mál mjög til sín taka. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR fi „Ég hef komið hér áður“ sjónleikur í 3 þáttum eftir J. B. Priestley. Frumsýning annað kvöld kl. 8. Frumsýningargestir eru beðnir að sækja aðgöngumiða sína frá kl. 4 til 7 í dag. Barnaverndarnefnd 21 MNI ROLL MKEB: ELÍ ROAR fólk innan um. En það er bezta fólk, Elí. Bezta fólk, all- fle6t“. „Þú þekkir það“. „Já, ég þekki það“. Hann rétti úr sér, fremur þreytu- lega. Hann mundi á augabragði eftir svo mörgum — mörg- um, sem hann hafði umgengizt í sjúkravitjunum öðru hvoru og þekkt í þrettán ár. „Fólk í smábæjum verður þröngsýnt og — og hálf leiðinlegt, ef þú vilt orða það svo. En inni við beinið, eru allir hver öðrum líkir. Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir ósköp svipaðir, Elí“. „Kvenfólkið er verst“, sagði Elí. „Jæja, þá það. Geturðu ætlast til að allar konur séu eins og þú? Þú ert engri lík“. Hann lagði handlegginn utan um hana. „Og svo voru þær allar eldri en þú“. „Ekki sú sem hafði perlubandið um hárið, frú Tiller“. „Nei, ekki frú Tiller“, sagði hann stuttlega. „En frú Pryser er ágætis kona og frú Sturland er góð móðir. Hún á níu börn“. Elí var að reyna að hlusta á þetta sem hann sagði um konurnar. En hún hneppti kápunni frá hálsinum. Áhrif- in frá þessu langa óskemmtilega kvöldi, heimtuðu útrás. Ó, þessi augu, sem höfðu stungið hana. Hún hafði varla séð annað en illileg augu.-----En það mátti Róar ekki vita. Eða Albrecht konsúll, feitur durgur, sem sóttist eftir að tala við hana í einrúmi! — Það gat hún ekki sagt Róari. Og konan, sem átti níu börnin, hafði farið að tala við hana um móðurást! Hvernig átti hún að segja honum þetta allt? Hann gekk við hlið hennar og vissi ekki neitt. -----Og þetta fólk átti hún eftir að umgangast. „Þér er kalt, Elí“. Hann horfði á hana í birtu dyraljóss- ins heima hjá þeim. „Eg hefði átt að hafa sjal, stórt, grátt ullarsjal. Það var kalt, eins og þú sagðir“. — — — Daginn eftir samkvæmið sat Elí í herbergi sínu og skrifaði Tore bróðursyni sínum bréf. Nú var samkvæmið orðið minning ein, sem breyttist í glettna frásögn. Þau Tore og hún höfðu oft skemmt sér í laumi við að tala um hlægilegu hliðina á ýmsu, sem öðr- um þótti ekkert skrítið. Honum gat Elí sagt frá veizlunni hjá Dovra jötni og hyski hans, eins og hún komst að orði. Þá opnaði Bernhardina dyrnar og sagði, að frú Tiller væri komin. „Eg er ekki heima“, sagði Elí. „Hvort sem þér eruð heima eða ekki, situr frú Tiller í stofunni“, svaraði þjónustustúlkan. Æ, þessi þverhaus! Elí lagfærði hár sitt frammi fyrir speglinum og rifjaði upp það litla, sem hún hafði heyrt um frú Tiller. Hún var gift vesældarlegum, rangeygum tollþjóni, sem kunni'illa við sig hér norður frá. — Elí hafði talað ofurlítið við hann í samkvæminu. Þau áttu eitt barn, hafði Róar sagt. Frú Tiller stóð við gluggann, sem sneri út að torginu, þegar Elí kom inn í stofuna. Hún sneri sér við og Elí mætti njósnaraugum hennar, alveg eins og kvöldið áður. Þær höfðu ekki rætt lengi, þegar Elí þóttist skilja, að frú Tiller hefði eitthvert kynlegt erindi. Lítil vot augu hennar mændu á Elí og hendur hennar voru ókyrrar. Hún sat á legubekknum, en Elí í hægindastól. Aðkomukonan tók til máls: „Eg held að guð hafi ráðið því, að þér urðuð á leið minni, frú Liegaard“. „Það held ég ekki, frú Tiller. Eg kom hingað áf sjálfs- dáðum“. „Eg hef ekki sofið blund í nótt. Eg hef verið andvaka og hugsað um yður í fallega bláa kjólnum. Þér voruð eins og engill frá París. Eg á enga trúnaðarvini, frú Lie- gaard. En þegar ég sá yður fyrsta sinni í búð Andersens, brá mér svo einkennilega, og síðan hef ég ekki fundið frið. Mér fannst aldrei ætla að birta í morgun, svo ég gæti farið til yðar. Eg veit að þér viljið hjálpa okkur. Þér eruð eina manneskjan, sem skiljið okkur“. Það fór hrollur um Elí. Hún ýtti stólnum sínum ósjálf- rátt fjær konunni. „Þér hafið sjálf boðið öllum byrginn, frú Liegaard. Þér vitið hvað ástin er“. Elí reis til hálfs á fætur. „En við þekkjumst ekki, frú Tiller“. „Við, sem elskum, þekkjum hvor aðra, þó við bara hitt-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.