Þjóðviljinn - 27.01.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1944, Blaðsíða 2
þjóðviljinn 321 maður á 4 árum Manntjón íslenzku sjómanna- stéttarinnar síðustu f jögur ár Síðan Þjóðviljinn, fyrstur allra blaða, hóf máls á því, 20. þ. m., að gera yrði ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir of- hleðslu togaranna, hafa önnur blöð, bæði Vísir og Alþýðublaðið, einnig skrifað um málið og tekið í sama strenginn. Árangurinn hefur nú orðið sá, að atvinnumálaráðuneytið hef- ur falið sjódómi Reykjavíkur að rannsaka hvort breytingar þær sem gerðar hafa verið á íslenzkum togurum og öðrum fiskiskip- Mm stuðli að ofhleðslu þeirra og gefi þeim óeðlilega yfirvigt, og „ennfremur, og alveg sérstaklega... að rannsókn sé gerð á því, hvernig hleðslu þessara skipa hefur verið og er háttað 1 veiði- ferðum og millilandasiglingum. Ber að fagna því að þessi árangur hefur þegar náðst og verð- ur að vænta þess, að þessari rannsókn lokinni verði gerðar allar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru, til þess að tryggja öryggi sjómanriastéttarinnar. Þegar öryggismál sjómannastéttarinnar eru rædd, er rétt að minnast þeirra mannfóma, sem íslenzka sjómannastéttin hefur fært, og þess skipatjóns sem íslendingar hafa beðið s.l. 4 ár, eða stríðsárin 1940—1943. Hópur sjómannanna, sem farizt liafa aí hemaðaraðgerðum og öðmm orsökum þessi ár, er orðmn til- finnanlega stór. Þjóðviljinn sneri sér til Jóns Bergsveinssonar, enndreka Slysavarnafélagsins, sem er allra manna kunnugastur þessum málum og er eftirfarandi að mestu leyti eftir upplýsingum hans. Fimmtudagur 27. janúar 1944 321 MAÐUR A 4 ÁRUM ÁriÖ’ 1940 fórust 53 menn. þar af 17 af sannanlegum h,ernaðarástæðum. Áriö 1940 fórust 140 menn, þar af a. m. k. 37 af sannan- legum hernaöarastæöum en aö líkindum miklu íleiri af sennilegum hernáöarástæðum og verður vikið aö því síðar. Áriö 1942 fórust 56 menn, þar af 11 af sanrianlegum hern aöarástæöum — um 25 af sennilegum hernaöarástæö- um. Árið 1943 fórust 72 menn, þar af 6 af sannanlegum hern aðarástæöum, 55 fórust við venjuleg sjóslys. — Um.afdrif Hilmis — en með honum fór- ust 11 menn, er óvíst. Þaö skal tekió fram, aö hér eru ekki meötaldir þeir, sem falliö hafa út af bryggjum hér viö land eöa drukknað á svipaöan hátt. Ennfremur aö tölur síöustu tveggja áranna eru bráöa- birgöatölur, þar sem enn hef- ur ekki verið gengiö til fulln- ustu frá skýrslum Slysavarna félagsins fyrir þessi ár. FÓRNIR STRÍÐSINS. — MANNSKAÐAÁRIH MESTA Þaö hefur stundum heyrzt, aó íslendingar hafi lagt lítiö af mörkum í þessu stríöi. Því veröur þó aldrei mót- mælt með rökum, að fórnir íslenzkrar sjómannastéttar hafa verið stórar og þungar á stríðsárunum. Hin látlausu og hógværu cr& í Árbók Slysavarnafélags- ins 1941 tala sínu skýra máli Ttn það. Þjóöviljinn tekur sér I Bessaleyfi til þess aö taka þau upp: „Áriö 1941 mun lengi veröa í minnum haft hér á landi vegna hinna mörgu og geig- vænlegu sjóslysa, sem hin fá- menna íslenzka sjómanna- stétt varö fyrir. Ekki færri en 139 lögskráða sjómenn höf- um vér misst á árinu“. (Auk þess fórst 1 farþegi þegax Reykjaborg var sökkt. — Alls drúkknuöu á því ári 147 rarijn). „Þetta er hæiri tala en nu- kíandi menn muna. Mesta martnskaöaárið, sem af er öld inni, 1906 fó>ust 125 menn. nú 147. Þaö eru hin óvenju- íegu slys, sem af heimsstyii- öjdinni leiöa, er gera tapið s'.o mikið sem raun ber v'tni. Hinn grimmi hildarleikur hlífir ekki fremur saklausum, friösömum mönnum en hin- um, er með vopnum vegast ÞaÖ er tæplega rétt, þótt hér sé þaö gert, að telja þaö til sjóslysa, þegar ráöist er á ó- vopnuó skip og menn og hvoru tveggju tortímt, þótt ekkert hafi til saka unniö, annað en aö stunda sín venju legu friösömu störf, sér og sín um til lífsviöurværis. Öll þau skip, sem á árinu hafa farizt með öllu, geta hafa farizt af hernaöaraögeröum, eins og hin 3, sem vitaö er um aö ráðizt var á, og fáeinir menn komust lífs af og hafa sagt frá atburöuhum of orsökum slysanna. Af 139 lögskráöum sjómönnum, sem fórust á ár- inu 1941, eru 122, sem telja má sennilegt að farizt hafi af • hernaöarástæöum“. SKýRSLA, SEM „HRÆÐSLU- PENINGAKARLAR“ HEFÐU GOTT AF AÐ KYNNA SÉR Hugrekki og dugnaður ís- lenzkra sjómanna er alkunn- ugt. Áræöi þeirra er svo mik- iö, aö það gengur ofdirfsku næst. Það hefur heldur ekki veriö sparaö, að hæla þeim. En þegar komið hefur til þess aö greiöa þeim verkalaunin hefur reyndin oröið allt önn- | ur. AUskonar landkrabbar — og réttast væri líklega sagt: allskonar „landeyöur“ — hafa risiö upp og talaö um „hræöslupeninga“. Skýrslur eru venjulega fá- oröar og þykja nokkuö þurr- ar. En þær 'veröa ekki sakaö- ar um áróður né æsingar. Skýrslan, um sjósiys árið 1941 talar skýru máli um hættur þær, sem íslenzkir sjó- menn eiga við aö stríöa, þeg- ar saman fara hætturnar í bar áttunni viö Ægi og hættur stríösins. á hafinu, niöri í djúpunum og í lofti. Baráttan viö íslenzku vetr- arveðrin á sjónum ein saman ‘ er ekkert barnameöfæri. Eftirfarandi er tekið úr Ár- j bók Slysavarnafélags íslands fyrir árið 1941: Hinn 12. jan. drukkna 2 menn við aö leggja v. b. Friö- rik á höfninni í Vestmanna- eyjum. Hinn 30. jan. fórst m. b. Baldur. Fórust þar 4 menn. Hinn 31. jan. tók stórstjór 5 menn út af m. b. Pilot, náö- ust 2 lifandi en 3 drukknuöu. Hinn 19. febr. tók stórsjór 3 menn út af m. b. Hjördís. Náöist einn maðurinn en 2 drukknuöu. Hinn 27. febr. fórst m. b. Hjörtur Pétursson og meö honum öll ■ skipshöfnin, 6 menn. Hinn 28. febr. fórst togar- inn Gullfoss og meó honum 19 menn. Hinn 6. marz fórst opinn bátur í lendingu. VarÖ einum manni bjargað, en 6 drukkn- uðu. Hinn 7. marz fórst m. b. Olga eftir ásiglingu af ljós- lausu skipi. Björguðust 4 menn en 1 drukknaði. Hinn 10. marz fórst b. v. Reykjaborg vegna skotárásar, á haíinu milli íslands og Eng lands. 2 menn björguðust, særðir, af fleka eftir 4 daga hrakninga, en 13 fórust. Hinn 11. marz fórust 5 menn af 1. v. Fróöi, af skot- árás, sem skipið varö fyrir milli íslands og Englands. Þegar hitaveitan er komin | Hvað á að gera við sorpið þeg- ar hitaveitan er komin? Þannig er spurt, og menn hugsa til þess hver ósköp sorpið hljóti að aukast þegar hætt er að hrenna öllu bréfaruslinu og mat- arúrganginum í miðstöðvunum. Hér koma kaflar úr bréfi sem herra „a“ hefur ritað Bæjarpóst- inum um þetta efni. Hvað verður í sorpílát- unum? Þegar hætt er að kynda mið- stöðvar verða það aðallega mat- arúrgangur og bréfarusl sem mynda sorpið. Mest ber auðvit- að á fiskúrgangi og mun varlega áætlað að hann nemi 2—3 tonn- um á dag að meðaltali. Bréfaruslið ætti að hag- nýta Það er hin herfilegasta sóun á verðmætum að eyðileggja allan þann pappír, sem til fellst á heim ilunum. Allt þetta bréfarusl ætti að nota. Ef að þessu ráði yrði horf- ið þyrfti hvert hús að hafa sér- stakan geymslustað fyrir papp- írsrusl, þar sem safnað væri sam- an gömlum dagblöðum, umbúða- pappír o. s. frv. Skonsur til slíkra nota er auðvelt að finna í flest- um húsum og þarf enginn óþrifn- aður að fylgja. Síðan sæi bæjar- félagið, eða fyrirtæki, sem vildi nota þetta hráefni til iðnaðar, um að bréfageymslan væri tæmd t. d. einu sinni í mánuði. Fiskúrganginn sömuleiðis 1 fiskúrganginum verða hauf- arnir fyrirferðarmestir. Beinast virðist liggja við, að vera ekki að láta bæjarbúa burð- ast með þá heim á heimili sín. Fiskinn ætti sem sé að selja slægðan og hausaðan, og fisksal- arnir ættu síðan að sjá um að unnið sé fiskimjöl úr hausum og slógi. Við þetta mundi húsasorp- ið minnka stórlega Væri farið að þessum ráðum mundi húsasorpið minnka stórlega og þannig draga mjög mikið úr þeím óþrifnaði sem af því hlýzt, auk þess væri með þessu móti bjargað verðmætum sem ugg- laust nema hundruðum þúsund- Hinn 11. marz fórst 1. v. Pétursey á hafinu milli ís- lands og Englands. Fórst þar öll skipsnöínin, 10 menn. Hinn 14. apríl tók stórsjór út mann af m. b. Draupnir. Hinn 30. maí fórst m. b. Hólmsteinn í fiskiróöri og og bezta veöri. Talið aö hern- aöaraðgerðir hafi valdið slys- inu. Á bátnum voru 4 menn. Hinn 29. júní var e. s. Hekla skotiö tundurskeyti á Framhald á 5. síðu. um króna ár hvert, og er vissu- lega ekki vert að gera lítið úr þeirri hlið málsins. Lítil vel lokuð ílát Sorp það, sem til fellst, ætti síðan að geyma í litlum, vel lok- uðum ílátum. Þau ættu að vera ' með handföngum þannig, að þægi legt væri fyrir tvo menn að taka. þau á milli sín og lyfta þeim á bíl. Sorphreinsararnir ættu síðan. að keyra þau á losunarstað án þess að opna þau, en setja önn- ur tóm eftir i staðinn við húsin. Sorpið á að brenna Sorpið á skilyrðislaúst að brenna. Það er óhæfa sem átt hefur sér stað til þessa að fleygja því víðsvegar um víða- vang. Slíka sorpbrennslu ætti að mega nota til að hita eitthvert úthverfi í bænum sem hitaveitan nær ekki til. Ef þessi meðferð er höfð, á sorpinu er útilokað að það geti fætt heilan rottuher, og óþrifnað- ur af því ætti ekki að þprfa að vera mikill. Þetta eru góðar tillögur Þanr'ig eru tillögur þær sem herra ,,a“ hefur fram að bera. Þær virðast mjög skynsamlegar og vel framkvæmanlegar. Eins ög sakir standa mun að vísu erfitt að fá hæfileg og góð ílát til sorpgeymslu, vegna efnisskorts, þegar ætti að vera hægt að hverfa að því ráði að selja að- eins hausaðan og slægðan fisk, og að halda bréfaruslinu frá öðru sorpi, og fá upp verksmiðju til að hagnýta það. „Allir vita“ Alþýðublaðinu hefur hnykkt illa við þegar Þjóðviljinn benti á þá staðreynd, að Gylfi Þ. Gísla- son er bara venjulegur „Alþýðu- flokksdósent1! sem leyfir sér að fara með beinar og vísvitandi falsanir um flokka og málefni í trausti þess að almenningur leggi trúnað á það, af því að ,,dósent“ við Háskólann talar. Alþýðublaðið bir-tir nú í annað sinn lygaþvætting Gylfa um ein- ræðisstefnu Sósíalistaflokksins, og hina „dósentslegu“ ályktun hans er svo hljóðar: „Sósíalista- flokkurinn er því ekki lýðræðis- flokkur, þótt málssvarar hans láti stundum í veðri vaka að svo sé“. Síðan bætir Alþýðublaðið við: „Allir vita, að þetta er stefna kommúnistaflokksins, bein og ómenguð". Þetta eru rökin, rök dósentsins og rök Alþýðu- blaðsins. En hvernig væri fyrir Alþýðublaðið og dósentinn að reyna að finna þessum orðum stað með því að vitna í stefnu- skrá flokksins? Meðan það er ekki gert, mega allir vita, að í hvert skipti sem Alþýðublaðið og dósentar þcss tala um Sósíalista- flokkinn, er það gert til að reyna að blekkja. en ekki til að upplýsa. Þetta er leiðinlegt fyrir Gylfa skinnið, en hann verður að sætta sig við að vCra dæmdur af verk- unum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.