Þjóðviljinn - 27.01.1944, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.01.1944, Qupperneq 4
I ÞJÓÐVLLJINN. — Fimmtuda'gm1 27. janúar 1944. mu .... !á»a &*>.&<! 1M HHt &»■*>» blÓÐVILIINN Ótgefandi: SamáningarflokkuT alþýðu — Sósíalintajlolckurmn. Bitstjóri: Sigurðwf Guðmundason. Stiómmálaritstjórar: Einar Olgárason, Sigjúa Sigwhjartareon. Ritstjómarskrifstofa: Austurstrœti 12, ámi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skótavörðustíg 19, sími 218i. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Áskriftarverð: í Keykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. Óti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. Furðuleg tillaga -- Furðulegar undirtektir / Sú var tíðin, að á Alþingi íslendinga sátu konungkjörnir menn. Ekki var slíkt fyrirkomulag vinsælt af íslendingum, og þess er nú minnzt sem dæmis um afturhald, er nútíminn hefur dæmt óferjandi og óalandi. Það eru því vissulega furðuleg tíðindi, er æðsti maður þjóð- arinnar, herra ríkisstjóri Sveinn Björnsson, leggur til að boðað skuli til þjóðfundar um sjálfstæðismálið, að hann skuli gera ráð fyrir að þar geti átt sæti „nokkrir sjálfkjörnir menn vegna stöðu sinnar svo sem dómarar hæstaréttar, ráðherrar og lögprófessorar“. Br þá ennþá til sá hugsunarháttur, sem vald hinna konungkjörnu hvíldi á? Svo virðist, því miður, og það jafnvel hjá manni, sem falið hefur verið æðsta vald þjóðarinnar, og hefur verið talinn ▼íðsýnn og frjálslyndur. Þetta er vissulega furðulegt. Og ekki er það síður furðulegt, er herra ríkisstjórinn telur að ekki beri að viðhafa hlutfallskosningar, ef kosið yrði til þjóð- fundar. Öllum, sem eitthvað þekkja til hér á landi, er ljóst, að kosning til slíks fundar hlyti að vera pólitísk. Að viðhafa ekki hlutfallskosningar þýðir því beinlínis að útiloka áhrif þeirra flokka, sem eru í minnihluta í flestum eða öllum héruðum, og láta til- viljun eina ráða því, hvort fulltrúatala flokkanna yrði í nokkru samræmi við kjörfylgi þeirra. Það er naumast sennilegt, að þetta hafi vakað fyrir ríkisstjóranum, og virðist þá helzt mega afsaka þessa tillögu hans með því, að hann sé, eftir margra ára dvöl erlendis, orðinn ókunnugur íslenzkum hugsunarhætti. Þjóðviljinn hefur áður gert grein fyrir eðli þjóðfunda, og þarf ekki að endurtaka það, sem þá var sagt, en hvað sem því líður, þá eru tillögur ríkisstjórans um skipan fundarins svo furðulegar, að manni dettur í hug, að hjól tímans hafi snúizt aftur á bak um nokkra áratugi, er þær eru lesnar. Svo furðulegar sem þessar tillögur eru, er þó næstum furðu- legra,- að undanhaldsmenn virðast ætla að gera tilraunir til að taka þær sér til inntekta. Það er rétt að athuga, hvernig þeir standa að vígi hvað það snertir. Ríkisstjóri segir meðal annars í bréfi sínu um þjóðfundartil- löguna: „Hún sprettur ekki af því, að í mínum huga sé nokkur vafi um rétt Alþingis til þess að gera hverjar þær samþykktir um þessi mál, sem Alþingi eða meirihluti þess ákveður". Skýrara hefur undanhaldsmönnum ekki verið sagt, að allt tal þeirra um, að skilnaðarmenn á Alþingi séu að brjóta lög og samn- inga, með þeim tillögum sem fram eru komnar í sjálfstæðismál- inu, sé bull eitt. Næst er þess að geta, að tillaga ríkisstjóra er raunverulega sú eina tillaga, sem fram hefur komið í skilnaðarmálinu, sem ekki samrýmist fyllilega lögum, tillaga hans f jallar um form fyrir byltingu. Og þessa tillögu eru svokallaðir ,,lögskilnaðarmenn“ að reyna að taka sér til inntekta. Þetta er sannarlega furðulegt, já mjög furðulegt. © Sem betur fer verður óþarft að skrifa mikið um þessa furðu- legu tillögu og hinar furðulegu undirtektir undanhaldsmanna, þeir þrír þingflokkar, sem komið hafa sér saman um að leiða sjálf- stæðismálið til farsælla lykta, munu gera það á þeim grundvelli, sem þeir þegar hafa ákveðið, engar afturhaldssamar tillögur, hvað- an sem þær koma, munu aftra þeim að gera skyldu sína í þessu larielia Suramskarð i Georgíu. étríkin standi aöeins að baki Suð-birgðir frá vinum sínum Kínverj- um. JÁRN OG SKYLDIR MÁLMAR Árið 1940 koma Sovétríkin jiæ^t á eftir Þýzkaliandi og Bandaríkjum Norður-Ameríku í járn- og stálframleiðslu. Af járngrýti 'var framleiðslan 28 milljónir tonna og komu % hlutar þess frá Krivoj Rog-nám- umum í Úkraínu, sem verið hafa undanfarið í höndum Þjóðverja. En Sovétríkin eiga mikinn varaforða af járnmálmi og er hann unninn í námum í Úral og Vestur-Síberíu á svæð- um, sem Þjóðverjar munu aldrei ná til með árásum. Heildarframleiðslan af járn- málmi í Úral er nálægt 8 millj. tonn. Allt að 2 millj. tonn er sent austur á við til Stalínsk og Magnitogorsk, er fá í skipt- um sama magn af kolum frá Kúsnetsk. Til, þess að spara þennan flutning á kolum og járni er ráðgert að byggja bræðsluofna nálægt Karaganda kolanámunum í Kasakstan, miðja vegu milli Úral og Kús- netsk og birgja upp Stalínsk að nokkru frá járnnámunum í hálendinu, sem er aðeins um 150 km. frá Stalínsk. Höfundur þessarar greinar var svo hepp- inn að fá að skoða eina af þessum námum. Temirtaoujárn- námurnar við Akhun, sem er suðurendastöð járnbrautarlín- unnar frá Kusnetsk. Þessi náma er byggð í héraði, sem fyrir 15 árum var ósnortinn skógur, þar sem birnir og úlfar höfð- ust við. í dag er þarna mynd- arleg byggð námuverkamanna og 1 milljón tonn af fyrsta flokks járnmálmi er unnið þar árlega. ★ ’ Mangan, titan, nikkel, kobalt, volfram, molybden, króm og vanadin eru málmar sem eru notaðir ásamt járni í fram- leiðslu sérstakra stáltegunda, sem eru lífsnauðsynlegar í nú- tíma iðnaði og sér í lagi í hern- aði. Þess vegna er skiljanlega lagt mikið kapp á að finna málm- stein, sem inniheldur þessa málma í náttúrunni. Stálíram- leiðsla heimsins sem stendur krefur framleiðslu á mangan- málmsteini, sem nemur 3% milljónum tonna á ári, en nokk ur síðustu ár hefur heimsfram- leiðslan farið, talsvert fram úr þessari tölu, svo að líklegt er að stríðsþjóðirnar, bæði mönd- ulveldin og lýðræðisþjóðirnar hafi nægan forða af þessum málmum fyrst um sinn. Til allrar hamingju eiga Sov- étríkin mikinn forða af mang- an-málmsteini og framleiða raunar meira en nokkurt annað land í heimi af þessum málmi. 1938 var framleiðslan af mang- ansteini 214 millj. tonn, en forði Sovétríkjanna af manganmálm- grýti var áætl. 700 milj. tonn árið 1936. Bezt þekktu mangan- námurnar eru við Nikopol í Dnépr-bugðunni suður af Sa- porossi, er lengi voru á valdi - Þjóðverja, en sovétstjórnin hef- ur verið svo forsjál að safna miklum forða af manganmálmi. Mangannámur eru einnig í Ge- orgíu, í Kasakstan, við Úral og í Krasnogorsk-héraðinu í Síber- íu. Eg heimsótti Mazulka-nám- urnar í nánd við Atsinsk í þessu héraði, en þessar námur birgja upp járnsteypuverksmiðj urnar í Stalínsk. Titwn-járn- steinn finnst í Tseljabinsk-hér- aðinu í Úral. Þessi málmsteinn inniheldur einnig vanadin. TVIjög erfitt er að vinna málminn úr þessu málmgrýti, en nýlega hef ur verið fundin aðferð til að hagnýta hann til fullnustu. Brætt er með sérstakri tegund af koksi, sem gefur vanadin ríkt hrájárn og slaggið, sem inniheldur mest allt titanið. Hið vanadin-auðuga hrájárn er síð- an hreinsað í Bessemer-blásturs ofnum og er þannig framleitt fyrsta flokks stál. Titan og vanadin slagg er síðan hráefnið til framleiðslu á þess- um málmum. Vanadin er einnig framleitt úr járnmálmi sem unninn er í Kerts- skaga á Kríni. Titan málmgrjót hefur einnig fundizt á Kóla-skaga og er áætlað að lögin innihaldi 157 millj. tonn. — Nikkel og kobalt eru málmar, sem Sovétríkin eru ekki auðug af og 1936 nam innflutningurinn af nikkeli 8500 tonnum. Nikkelverk- smiðjurnar við Sverdlovsk vinna úr málmgrýti frá ýmsum stöðum í Mið- og Suður-Úral. Þetta málm- grýti samanstendur aðallega af nikkelsilikati og hefur myndazt við veðrun. Venjulega fylgir nikkelmálmi nokkuð af kobalti. Nikkelgrjót, fremur rýrt að gæð- um, sennilega svipað og úr Petsa- monámunum í Finnlandi, er nú unnið á Kolaskaga. Talið er lík- legt, að þegar þessar námur eru hagnýttar að fullu, þurfi Sovétrík- in ekki að flytja inn nikkel, og gangi sennilega næst Kanada sem nikkclfVamleiðsluland. Einnig mætti nefna, að nikkel hffur fund- izt við Norilsk nálægt ígarka, við ósa Jenesseifljótsins. Aætlað er að þau lög innihaldi 200 þús. tonn af málmgrýti, sem innihaldi 4% nikk- el að meðaltali, og er vinnsla þess þegar hafin. Stutt járnbrautarlína, hin eina í Norður-Síberíu, tengir Noril.sk og ígarka. ★ Aðallögin af krómsteini finnast í Mið- og Suður-Úral, í jarðlögum, scm einnig innihalda mikið af járni, titan, nikkel, platínu og asbest. Að- alnámurnar eru um 200 km. norð- vestur af Sverdlovsk. Árleg fram- leiðsla er nálægt 50 þús. tonn og forðinn er talinn nema 7 milljónum tonna. Sovétríkin eru rneðal mestu krómframleiðslulanda í heimi. Framleiðslutölur eru ekki nýrri en frá 1936, en þá var framleiðslan 226500 tonn, og líklegt er að Sov- ur-Ithodesíu og Tyrklands í fram- leiðslu krómmálmsteins. Sovétríkin hafa ekki einungis nóg króm fyrir sinn eigin iðnað, heldur geta flutt út allmikið magn til annarra landa. Nálægt helrn- ingur framleiðslunnar fer til iðju- veranna i Tseljabinsk, þar sem framleitt er krómstál. Krómstál þarf til að byggja járnbræðsluofna og auk þess er króm notað í ýms- urn kemiskum iðnaði. ★ Molybdengrjót, ásamt volfram- steini og tinsteini, finnst venjulega í granitlögum. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi þessara málma, með 15500 tonna fram- Ieiðslu af hreinum málmi, næst kemur Noregur með rúmlega 400 tonn. í Sovétríkjunum hefur mol- ybdenmálmgrýti fundizt í Káka- sus, Bajkal og Austur-Síberíu, Karelíu og Kola og í Kasakstan. Kasakstannámurnar virðast vera þýðingarmestar og fyrsti molybd- enbræðsluofninn i Sovétríkjunum var byggður árið 1940 í Balkasj- héraði. ★ Volframmálmsteinn er unninn í Úralfjöllum suður af Sverdlovsk. Þessi málmur er notaður til að framleiða volframstál, sem þarf i sérstök áhöld og vélar. Jarðlög, sem innihalda volfram, hafa einnig fundizt í Transbajkalíu og Austur- Síberíu. Volfram er <jf til vill þýð- ingarmestur stálmálmanna (auk járns), en aðalframlejðslulandið er Kína. Sovétríkin eiga allmiklar birgðir af þessum málmsteini, en ef skortur kynni að verða á þessum málmi vegna stríðsástandsins geta Sovétríkin vafalaust fengið nægar AÐRIR MÁLMAR. Tin, kopar, blý og zink, alúminí- um, gull og platína eru þýðingar- mestu málmarnir auk stálmálm- anna. Því rniður skortir Sovétríkin tinmálm. Árið 1936 voru flutt inn 11 þús. tonn af tini. Nýlega luifa þó fundizt nýjar tinnámur í Úral og Transbajkalíu, og tin finnst einnig í flestum volframnámunum. ★ Af kopar eiga Sovétríkin allmik- ið. Miðstöð koparvinnslunnar er við Balkasjvatn í Kasakstan. Aðal- náman þar inniheldur nær þrjár milljónir tonna af málminum. í annarri nærliggjandi námu eru sandsteinslög, sem áætlað er að innihaldi einnig 3 milljónir tonna af kopar. I Mið-Úral finnst lag af pyriti, sem inniheldur kopar. og nær þetta belti yfir 800 km. land- svæði í Úralfjöllunum. Koparnám- ur hafa einnig fundizt í Armeníu og Aserbajdsjan. Framleiðsla á kopar nam 83000 tonnum árið 1936. Næstu árin á eftir kom all- mikill afturkippur í framleiðsluna, er varð fyrir alvarlegri gaghrýni fagblaða í Sovétríkjunum. ★ Blý- og sinkmálmsteinár finnast venjulega saman. Stærstu blý- og sinknámur Sovétríkjanna eru í Sadon í Kákasus, og nernur fram- leiðslan þar árlega 20 þús. tonnum af blýi og 10 þús. tonnum af sinki. Stór svæði með blý- og sinknám- um eru í Altajfjöllum og blý- og sinkmálmgrýti er einnig unnið í Suður-Úral, Kúsnetsklægðinni, Kirgisalýðveldijiu og Kasakstan. Sovétríkin eru nú þriðja mesta alúminíumframleiðsluland heims- ins. Þar til fyrir fáum árum var að- eins éin bauxitnáma þekkt, við Tikhvin, 200 km. austur af Lenin- grad, og heildarmagnið áætlað 8 milljónir tonna. Það hráefni er eng- Síðarihluti greinar brezka jarðfræðingsins G. W. Tyrrell Pómiiff um grciðglu oiiofsffár Alþýðusamb. vann máliðfyrirfélagsdómi Þriðjudaginn 25. janúar s. 1. kvað Félagsdómur upp dóm í máli Alþýðusambands íslands gegn Vinnuveitendafélagi Islands, en það mál reis út af greiðslu orlofsf jár til hlutarsjómanna. Vegna þess að hér er um athyglisvert mál að ræða birtir þjóð- viljinn hér dóminn og forsendur hans í heild. Fimmtudagur 27. janúar 1944. — ÞJÓÐYILJINN. Manntjón íslenzku sjómannastéttðrinnar Fraxnhald af 2. síðu. Ár 1944, þriðjudaginn 25. jan- úar, var í félagsdómi í málinu nr. 21/1943: Alþýðusamband ís- lands f. h. Sjómannafélags ísa- fjarðar vegna Hannibals Einars sonar, gegn Vinnuveitendafélagi íslands f. h. Vinnuveitendafél. Siglufjarðar vegna Friðriks Guð jónssonar, kveðinn upp svo- hljóðandi dómur: Mál þetta er höfðað hér fyr- ir dómi með stefnu, dag. 6. des. f. á., af Alþýðusambandi ís- lands f. h. Sjómannafélags ísa- fjarðar vegna Hannibals Einars sonar gegn Vinnuveitendafél. íslands f. h. Vinnuveitendafél. Siglufjarðar vegna Friðriks Guð jónssonar til greiðslu á orlofs- fé, kr. 228,72, ásamt 5% árs- vöxtum frá stefnubirtingardegi til greiðsludags og málskostnað- ur eftir mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af kröf um stefnanda og málskostnaðar úr hendí hans eftir mati dóms- ins. Tildrög máls þessa eru þau, að Hannibal Einarsson var skip verji s. 1. sumar á mótorskip- an veginn gott, og hvergi nærri sambærilegt við t. d. franska baux- itið, en er samt vinnanlegt. En alveg nýlega hafa fundizt lög af fyrsta flokks bauxiti í Sverdlovsk- héraði (Mið-Úral), magnið hefur fyrst um sinn verið áætlað 10 millj. tonna og framleiðslan þegar verið hafin. Bauxitlög hafa einnig fund- izt í Baskiríu, Kasakstan, Kirgisa- lýðveldinu og Úsbekistan. Tilraun- ir hafa verið gerðar til að vinna alúminíum úr alúniti, sem fundizt liefur í Suður-Kákasus og hinum miklu nefelitlögum á Kolaskaga. Árið 1937 var samkvæmt skýrslu jarðfræðirannsóknarstofnunarinnar 150 grafvélar, 164 amalgamerings- verksmiðjur, 83 efnaverksmiðjur og 53 aðrar, sem unnu í sambandi við gullnám og gullvinnslu í Sov- étríkjunum. Erfitt er að fá tölur yfir heildarframleiðsluna, en með- alframleiðsla áranna 1937, 1938 og 1939 mun vera um 210 milljónir gramma, og samkvæmt því koma Sovétríkin næst á eftir Suður- Afríku í gullframleiðslu. Þekktasta gullsvæðið er í Lenahéraði, þar sem gullið finnst í sandlögum og djúp- um göngum. Elzta gullnáma Rúss- lands (starfrækt síðan 1745) er ná- Iægt Sverdlovsk. Ég fékk tækifæri til að skoða þá námu árið 1937, og þótti mér furðu sæta hver ný- tízkubragur var þar á öllu. Endur- bætur í vinnsluaðferðum hafa fjór- faldað afköstin síðan fyrir bylt- inguna. Gull hefur á síðustu árum fundizt víðsvegar um Sóvétríkin, Framhald á 8. síðu. inu Birni austræna, sem gert var út á síldveiðar af Friðriki Guðjónssyni útgerðarmanni á Siglufirði. Stundaði skipið ein- göngu herpinótaveiðar meðan Hannibal var á því. Hannibal var ráðinn með þeim kjörum, er getur 1 kauptaxta sjómanna- deildar verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði, en samkv. honum skyldu skipverjar fá 35% af veiðinni, er skiptist í 16 staði. Skipverjar áttu að fæðá sig sjálfir. Salt, sem notað væri til þess, ,,að salta með lausa síld í lest eða á dekk um borð í skipum“, skyldi greiðast af óskiptum afla, samkv. 8. gr. kauptaxtans, en annan kostnað við útgerðina greiddi útgerðar- maðurinn. Útgerðarm. skyldi annast' sölu á aflahlut, en hon- um var óheimilt að gera samn- ing um sölu á óveiddum afla, án samþykkis skipverja eða trúnaðarmanns þeiri'a, og ávallt áttu skipverjar að njóta þess verðs, sem veiðin seldist fyrir. Andvirði aflahluts Hannibals nam kr. 5718,06. Telur hann að sér beri, samkv. 4. gr. laga nr. 16/1943 um orlof, 4% af þeirri upphæð í orlofsfé, eða hin um- stefnda upphæð kr. 228,72. Stefndur telur hinsvegar að hér eigi við ákvæði b-liðs 1. gr. or- •lofslaganna, og eigi gtefndi því aðeins rétt á 2% af andvirði aflahlutsins í orlofsfé, eða kr. 114,36, og hefur hann boðið fram greiðslu á þeirri upphæð. Stefnandi byggir kröfu sína á því að með orðunum „hrein hlutaskipti“ 1 b-lið 1. gr. laga nr. 16/1943 um orlof, sé aðeins átt við þá samninga, þar sem skipverjar taki þátt í útgerðar- kostnaði og beri þannig bæði áhættu af kostnaði og veiði. Heldur hann því fram, að samn ingar þeirrar tegundar er hér um ræðir, er skipverjar fái til- tekinn hundraðshluta af brúttó- veiði skipsins séu ekki samning- ar um „hrein hlutaskipti". Tel- ur stefnandi að skipverjar taki ekki þátt í útgerðarkostnaði, þótt þeir fæði sig sjálfir, og salt það. sem greiðast eigi af óskiptum afla sé almennt svo hverfandi lítið, 1—3 tonn yfir veiðitímabilið, að hlutdeild skip- verja í þeim kostnaði verði ekki talin þátttaka í útgerðarkostn- aði samkvæmt áðurnefndri 1. gr. b-lið orlofslaganna. Undan- tekningarákvæði greinarinnar eigi því ekki við um stefnanda og beri honum því réttur til 4% í orlofsfé. Stefndi heldur því hinsvegar fram, að með hreinum hluta- skiptum sé átt við það, að af- koma sjómannsins sé undir því komin, hvernig veiðist og skipti því ekki máli, hvort sjómenn- irnir fái vissan hluta af' brúttó veiði skipsins eða taki hlut sinn af veiðinni að frádregnum kostn aði. Samningur sá, sem hér um ræðir sé því út af fyrir sig um hrein hlutaskipti. Þá sé og ljóst, að fæði skipverja sé einn þáttur í útgerðarkostnaði, og með því að leggja það til sjálfir taki þeir þátt í honum, auk þess, sem áðurnefnt ákvæði 8. gr. kauptaxtans um þátttöku skip verja í saltkostnaði, leiði til þess að þeir verði að teljast þátttak- endur í útgerðarkostnaði. Af þessu telur stefndi ljóst, að Hannibal falli undir undantekn ingarákvæði 1. gr. b-liðs orlofs- laganna, og eigi því aðeins rétt til 2% í orlofsfé, svo sem boðið hafi verið fram. Samkvæmt 1. gr. b-lið laga nr. 16/1943 um orlof, eru undan- teknir frá ákvæðum laganna um rétt til orlofs „starfsmenn fiskiskipa, sem ráðnir eru eftir reglum um hrein hlutaskipti og hlutarmaður tekur þátt í út- gerðarkostnaði að meira eða rpinna leyti. Þó skal, ef hlutar- maður óskar þess, greiða honum orlofsfé þannig, að helmingur þess sé tekinn af kaupi hans sjálfs, en hinn helminginn greiði ú'tgerðarmaður“. Ákvæði greinarinnar verður samkvæmt orðalagi hennar að skilja svo, að tvö skilyrði þurfi til þess, að starfsmaður á fiski- skipi missi rétt til orlofsfjár samkvæmt hinum almennu á- kvæðum laganna. í fyrsta lagi, að hann sé ráðinn eftir reglum um hrein hlutaskipti og í öðru lagi, að hann taki þátt í út- gerðarkostnaði. Verður þá fyrst að athuga, hvort samningur sá, er hér um ræðir falli undir ákvæðið hrein hlutaskipti. Samkvæmt áliti meirihluta milliþinganefndar þeirrar, er samdi frumvarpið að lögum þessum, virðast „hrein hluta- skipti“ eiga að merkja „að hlut armaður sé sá, sem er þátttak- andi í útgerðarkostnaði skips- ins, þ. e. að skipshöfn greiði að jöfnu við útgerðarmann olíu, beitu, veiðarfæri og ýmislegt fleira“, eins og það er orðað í nefndaráliti'nu. Ef leggja á þennan skilning í orðin „hrein hlutaskipti" virðist það ósam- rýmanlegt ákvæðum 1. gr. lag- anna því þá væri síðara skil- yrðinu, íim þátttöku í útgerð- arkostnaði algjörlega ofaukið. Það verður því að leggja til grundvallar orðalag greinarinn- ar, og þykir þá ekki verða lögð önnur merking í orðin hrein hlutaskipti en sú, að þar sé átt við þesskonar samninga, er sjó maðurinn fær greiðslu fyrir vinnu sína með tilteknum hluta af veiðinni, án tillits til þess, hvort hann tekur þátt í útgerð arkostnaði eða’ekki. Kauptaxti hafinu milli Islands og N- Ameriku og misstu þar 14 menn lífið en 6 björguðust. Hinn 17. ágúst var leigu- skip Eimskipafélagsins, Sessa, skotin tundurskeyti á hafinu milli N.-Ameríku og íslands. Af 27 manna áhöfn björguð- ust aðeins 2 eftir 19 sólar- hringa hrakninga á skips- fleka. Meðal þeirra sem fór- ust voru 2 íslendingar. í september fórst 1. v. Jarl- inn á leiðinni frá Englandi til íslands og með honum 11 menn. sá, sem Hannibal væri ráðinn eftir, og að framan er lýst, verð- ’ ur þá samkvæmt þessu að telj- I ast samningur um hlutaskipti l og er þannig * fullnægt fyrra skilyrði b-liðs 1. gr. orlofslag- anna. Þá kemur til álita, hvort Hannibal hafi með því að leggja sér til fæði gerzt þátttakandi í útgerðarkostnaði skipsins og með því firrt sig rét'ti til 4% í orlofsfé. Það mun hafa verið föst venja frá fvrstu tíð hlutaskiptanna, að sjómennirnir legðu sér til fæði og gildir sú regla al- mennt um hlutaskiptaútgerð hér á landi. Virðist þannig vera regla við hlutaskiptaútgerð, að fæði sé ekki talið til útgerð- arkostnaðar frekar en aðrar sér- þarfir skipverja, svo sem hlífðar föt. Það þykir því verða að leggja þessa venju til grundvall ar við skýringu á 1. gr. orlofs- laganna og verður það því ekki metið Hannibal sem þátttaka 1 útgerðarkostnaði þó h’ann bæri sjálfur kostnað af fæði sínu. Ekki verður það heldur talin þátttaka í útgerðarkostnaði í skilningi 1. gr. orlofslaganna þótt skipverjar bæru kostnað af salteyðslu, samkvæmt 8. gr. nefnds kauptaxta, því eftir því, sem upp er komið í málinu, nem ur sá kostnaður á Birni aust- ræna á umræddu tímabili lítil- ræði einu, 4—5 kr. á hlut hvers skipverja. Samkvæmt framnsögðu verða úrslit málsins þau, að ekki verð ur talið, að fyrir hendi séu bæði þau skilyrði 1. gr. b-liðs orlofs- laganna, er valda missi réttar til orlofsfjár samkvæmt hinum al- mennu ákvæðum laganna og á stefnandi, Hannibal Einarsson, því rétt til orlofsfjár samkv. 1. mgr. 4. gr. þeirra. Og með því að ekki er ágreiningur um upphæðina ber að dæma stefnda til að greiða stefnuupphæðina kr. 228,72, ásamt 5% ársvöxtum frá 6. des. f. á. til greiðsludags, sem þó aðeins reiknast af kr. 114,36, með því að viðurkennt er að stefnandi hafi ætíð staðið til boða af hálfu stefnda greiðsla á 2%, kr. 114,36. í orlofsfé. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður falli niður. Einn dómenda. Sigurjón Á. Ölafsson, getur ekki fallizt á þá lögskýringu í forsendum Hinn 29. sept. fórst m. b. Pálmi og með honum 5 menn. Hinn 2. des. fórst b. v. Sviði og meö honum 25 menn. Hér á undan hefur ekki ver- ið rakin öll harmsaga þessa árs. Þetta er birt hér til þess eins að sýna áhættu og fóm- ir sjómannastéttarinnar, en ekki til þess að ýfa harma nokkurs þess er hér eiga hlut að máli. Barátta þeirrar harmsögu, sem felst milli línanna í þess- ari stuttorðu skýrslu, geta sjóm’enn einir og þeir, sem reynt hafa eitthvað svipað, skilið til hlítar. dóms þessa, að umræddur kaup- taxti sé hreinn hlutaskiptasamn ingur, en er samþykkur meiri hluta dómsins, að því er dóms- niðurstöðuna snertir. Því dœmist rétt vera: Stefndi, Vinnuveitendafélag íslands f. h. Vinnuveitendafé- lags Siglufjarðar vegna Frið- , riks Guðjónssonar, greiði stefn- anda, Alþýðusambandi íslands f. h. Sjómannafélags ísafjarðar vegna Hannibals Einarssonar, 228,72 ásamt 5% ársvöxtum af kr. 114,36 frá 6. des. 1943 til greiðsludags. Málskostnaður falli niður. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. SÉRATKVÆÐI JÓNS ÁSBJÖRNSSONAR Eg er sammála forsendum dómsins að öðru leyti en því, sem nú skal greina. Eg lít svo á, að fæðiskostnað skipverja beri að telja til út- gerðarkostnaðar, þar eð útgerð- armanni ber að leggja skipverj- um til fæði, sbr. 57. gr. Sjó- mannalaganna nr. 41/1930, enda sé hann ekki sérstaklega undan þeirri skyldu þeginn með samn- ingi við þá. Þar er stefnandi fæddi sig sjálfur og átti auk þess að taka þátt i söltunarkostnaði, sem ó- víst væri fyrirfram hverju mundi nema, tel ég bæði full- nægt skilyrði b-liðs 1. gr. laga um orlof nr. 16/1943, um hrein hlutaskipti, og skilyrðinu um að skipverji taki meiri eða minni þátt í útgerðarkostnaði. Lít ég svo á, að stefnanda ber’i aðeins 2% 1 orlofsfé hjá stefndum. Þar sem stefnandi hefur ekki kraf- izt dóms um þennan hlut kröfu sinnar ef stefndur yrði sýknað- ur að öðru leyti, tel ég að stefnd an beri að sýkna í máli þessu. Eftir atvikum tel ég rétt að málskostnaður falli niður. Dómsatkvæði mitt verður því þannig: Því dæmist rétt vera: Stefndh Vinnuveitendafélag íslands f. h. Vinnuveitendafél. Siglufjarðar vegna Friðriks Guðjónssonar, á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Alþýðusam bands íslands f. h. Sjómanna- félags ísafjarðar vegna Iianni- bals Einarssonar, í máli þessu. Málskostnaður falli niður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.