Þjóðviljinn - 28.01.1944, Síða 3
Föstudagur 28. janúar 1944.
ÞJÓÐVILJINN
3
* HEiLSUFRÆOI
ÍÞRÚTTANANNA *
Stafrof ieikfiminnar
IJL. fræðslucríndí I, S. I. í úfvarpínu
flutt af Benedíkt (akobssyní
Myndin sýnir íþróttamenn Ármanns „skunda á Þingvöll“.
17. júní
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, virðist allt benda til þess,
að 17. júní n. k. verði alveg sérstakur í sögu þjóðarinnar. Hann
verði hinn landþráði dagur sjálfstæðis íslands.
Þetta er árangur eftir ára og alda langt strit mætustu sona og
dætra íslands. Allir íslendingar munu minnast þess dags veglega
hvar í flokki sem þeir standa. Hvort sem þeir eru ungir eða
gamlir, ríkir eða fátækir, hátt settir eða lágt settir. Það er það
minnsta sem við getum gert til að sýna aðdáun vora og þakklæti
þeim mönnum sem böi'ðust fyrir þessum degi, en lifðu ekki að
sjá hann. Annað væri að bregðast trausti þeirra. Þeir börðust sinni
óeigingjörnu baráttu og treystu á samtíð sína, en ef til vill hef-
ur þeim fundizt hún bregðast að einhverju leyti því trausti. Mun-
um við gera það? Eg vona ekki. Til þess verðum við þó að skilja
að eitthvað sé að þakka. Við verðum að skilja að þessir
brautryðjendur hafa gengið grýttan veg og rutt hann í leið sinni
pfyrir okkur sem á eftir komum.
Ef til vill hefur okkur fundizt þetta allt svo auðvelt og sjálf-
sagt en einmitt í því liggur hættan að vanmeta eða gleyma.
Æskumenn, íþróttamenn, ungmennafélagar, þið, sem skáldið
nefnir svo skemmtilega: „Vormenn íslands“, við skulum taka
höndum saman um þennan dag. Hvar sem við búum, hvar sem
við erum stödd. Við skulum í þöglu þakklæti nema staðar við
grafir brautryðjendanna, beygja höfuð okkar í fyllstu lotningu,
á þessari hátíðlegu, ég vil segja, heilögu stund. Við skulum búa
okkur undir að gera þennan dag, 17. júní 1944, að sannkölluðum
hátíðardegi. Við skulum sýna það í verkinu að við getum minnzt
þeirra á þann hátt sem minningu þeirra er samboðin. Þess vegna
er það að við þurfum að vinna í þeirra anda 'þennan
dag. Við þurfum að sameina alla um daginn bæði unga óg
gamla. Þannig getur hann fyrst orðið sannur þjóðhátíðardagur.
Er annar dagur heppilegri en einmitt þessi dagur á þeim tíma
-árs sem ríkir hér „nóttlaus voraldar veröld“?
Myndi Jóni Sigurðssyni nokkur afmælisgjöf kærari en sjálf-
stæði íslands?
Myndi honum ekki hafa þótt það spá góðu um framtíð lands-
ins, ef æskufólkið, „Vormenn íslands" tækju að sér að hylla
sigurinn, ekki aðeins í ár heldur á komandi árum og öldum
hvern 17. júní.
Hugsum okkur ef nokkur þúsund ungra manna „skunduðu á
Þingvþll", þann helga stað, þreyttu íþróttir og sýndu, sem einn
þátt í hátíðahöldunum. Hópurinn héldi til Lögbergs, heyrði lesna
stjórnarskrá hins nýja lýðveldis, „treysti sín. heit“ til þjóðarinn-
ar á þeim fornhelga stað.
V
Við skulum öll vinna að því að gera þessa stund þannig, að
við finnum sem bezt til þeirrar ábyrgðar sem við höfum á okk-
ur tekið, ekki aðeins þennan dag' heldur um alla framtíð.
Á undanförnum árum, eða frá 1911, hafa íþróttamenn gengizt
fyrii* hátíðahöldum í sambandi við 17. júní, og munu þeir hugsa
sér að gera það áfram. Stjórn í. S. í. hefur þegar hafið umræður
um þetta mál á víðtækum gundvelli.
Ég mun hér á Íþróttasíðunni gera nánari grein fyrir því, hvern-
ig ég tel að haga beri þessum hátíðahöldum íþróttamanna.
Á hvaða aldri er rétt að
byi'ja tamningu?
Það er mjög mikilvæg
spurning á hvaða aldri ger-
legt er að byrja tamningu.
í kappleikjum reynir jafn-
an á karlmennskuna, sem
mest má verða, og því öll
nauðsyn að gæta þess að keppi
nautarnir bíði ekki tjón á
heilsu sinni. Það er marg
reynt að maðurinn verður að
hafa náð allmiklum aldurs-
þroska áður en hann getur
hugsað til að komast í fremstu
röð. Um flestar íþróttagrein-
ar er það svo, að íþróttamáð-
urinn verður að vera orðinn
allt aö því 25 ára, fyrr ekki
von á fyllstu getu, en úr því
getur hann líka haldið getu
sinni óskertri svo árum skipt-
ir. Það er satt, að margir
dragast von bráðar aftur úr,
en það er þá ekki fyrir ald-
urs sakir, heldur af einhverj-
um annarlegum ástæðum
sem ekki koma íþróttinni við.
Það sem hér er sagt um ald-
ur manna og íþróttir, kemur
til af því, að menn ná ekki
fullum vaxtarþroska fyrr en
þeir eru komnir yfir tvítugt.
Vöxturinn er einmitt stór-
stígur á þeim árum þegar í-
þróttirnar taka að koma til
greina. Á 0—5 ára aldurs-
skeiði eykst þyngdin um 12.6
kg., á 5—10 ára aldursskeiði
um 8,7 kg., á 10—15 ára skeiö
inu um 18,9 kg. og á aldurs-
skeiðinu 15—20 ára um 16.7
kg. Vöxturinn er því mjög
hraður á 10—20 ára aldur-
skeiðinu. Þegar komið er yfir
tvítugt fer litlu að muna úr
því. Jafnframt ber að gæta
þess að á þroskaskeiðinu vex
beinagrindin stórum. Lengd
hennar (hæðin) er:
á 14 ára aldri um 142—150 cm
á 15 — — — 148—157 —
á 16 — — — 148—165 —
á 18 — — — 152—167 —
og fullorðnir — 15j—180 —
Hér má sjá að beinavextin-
um er ekki lokiö fyrr en
komið er yfir tvítugt. Beinin
vaxa í vaxtarstöðvum í nánd
við liðamótin, og þeim vexti
er ekki lokið fyrr en vaxtar-
stöðvarnar sjálfar eru orðnar
beinharðar. Þaö veröur ekki á
sama tíma í öllum beinum lík-
amans, en þá fyrst þegar því
er lokið hafa beinin náð full-
um styrk.
Benedikt Jakobsson iþrotta-
ráöunautur Reykjavikurbæj-
ar, flutti snjallt erindi í út-
varpiö 14. jan. s. 1. um leik-
fimi og dró skýrar línur á
milli hinna mismunandi ætl-
unarverka hennar.
Höfundur hefur leyft í-
þróttasíðunni að birta kafla
ú.L' erindinu og fara þeir hér
á eftir.
— Hver kennari verður að
baia hugfast aö það er hans
aö móta og þroska smekk
nemandans og skilning fyil''
hinum ýmsu viðfangsefnum
Hann má því ekki sofa á vc-rú
itium vegna einhliða áhug t &
uppáhaldsleikjum og æfing-
um. Óskir flokka og emstakl-
inga byggjast sjaldan -á ná-
kvæmri reynslu og þekkingu,
heldur duttlungasömum tíð-
aranda. Kennarar og íþrótta-
frömuðir verða á hverjum
• tíma að leitast við að gera
tíðarandann sem heppilegast-
an jaröveg fyrir stefnumál
sín og hugöarefni.
— Ling (faðir leikfiminnar
sem kennd er hér á landi)
greindi leikfimina í fjóra aö-
alþætti: Skólaleikfimi, her-
mannaleikfimi, sjúkraleikfimi
og fagurfræðilega leikfimi.
Tilgangur skólaleikfiminnar
skyldi vera til að gera líkam-
ann að viljugum þjóni and-
ans og skapa alhliða þroska.
— Með sjúkraleikfimi hugðist
Ling að ráða bót á ýmis kon-
ar meinum og er hin sænska
Það er mjög nauösynlegt,
aö hafa góða gát á hjartanu
meðan á tamningu stendur.
Það mál verður rætt síöar.
Hér skal þess eins getið, aö
hjartaö þyngist af völdum
tamningarinnar af því að nú
eru meiri kröfur gerðar til
þess en venja er til. Ef um
unglinga er að ræða bætist
þessi vöxtur á aldursvöxtinn.
Allt þaö, sem nú er sagt, ber
þess vott að líkaminn tekur
miklum og margvíslegum
breytingum í uppvextinum.
Það er því ekki fyrr en menn
eru komnir yíir tvítugt að
líkaminn hefur náð sínum
fulla þroska, er því skiljanlegt
að þá fyrst getur vænzt þess
að sá ungi maður nái sinni
mestu getu þegar um kapp-
leiki er að ræða.
Framh.
sjúkraleikfimi þekkti um allan
heim. Með fjórða þætti leik-
fiminnar eöa fagurfræðilegri
leikfimi skyldí gefa til kynna
skapgerð sína, hugsanir og til-
finningar.
Helztu þættirnir eru þessir:
Leikfimi sem keppniíþrótt,
sýningarleikfimi, þjálfunar-
leikfimi og hressingarleikfimi.
Báðar þessar tegundir leik-
fimi ((keppnisleikfimi og sýn-
inga- og úrvalsflokka) eiga
svo að segja aö vera ávöxtur
þess að fjöldinn æfi. Meðan
svo er ekki er hætt viö að
íþróttafélögin verði að bisa
meö fólk í úrvalsflokkum sín-
um sem litla hæfni hefur frá
náttúrunnar hendi. — Þjálf-
unarleikfimin hefur tvenns
konar tilgang: annars vegar að
samræma og samstilla líkam-
ann í heild, og hinsvegar að
skapa sem beztan jarðveg fyr-
ir hverja sérgrein. Og þar sem
leikfimi er í þessu tilfelli ekki
æfð, vegna leikfiminnar sjáfr-
ar heldur annarrar íþrótta-
greinar, verður æfingavalið
gjorólíkt • því sem oftast sést
undir nafninu: sýningarleik-
fimi.
Hressingarleikfimin er að
mínum dómi jafnvel þýðing-
armesta grein ieikfiminnar
fyrir þjóðina. í henni á að
foröast vandleiknar, f lóknar
og krefjandi æfingar. Hun
þarf að vera fyrir alla, ekki
sízt þá sem íitia hæf'le:ka
og getu hafa í leikfimi,
og eru bæði klau.fskir og stirð
ir. Leikfimi er inniíþrótt en
leikfimihús bæði mjög fá og
smá og er leikfimin af skilj-
anlegum ástæðum mjög fá-
menn. Vonandi ræt’st úr þsss-
um húsnæðisvandræöum á
næstu árum og veit ég ekki
hvort annars staðar er brýnni
þörf fyrir litla kvísl af þvi
peningaflóði sem stríðsgróði
er nefndur.
ÖU leikfimi, hverju nafni
sem nefnist, verður að miðast
I við ■ aidur, þroska og kyn.
Leikfimi á vaxtarske;ði
verður að vera uppe’d'sfræði-
leg skólaleikf;mi, innri, kjarní
hennar og markm;ð er vaxt-
arhlýðni og si'ðarækt.
En það er eitt stæmta hlut-
verk skólale'kfiminnar, að e;n
hver tegund le:kf;mi sé nauð-
synleg á ölium aldri. Þ-var
þroskaskeið:ð er á enda runn»
Framliald á 8. síðu.