Þjóðviljinn - 28.01.1944, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 28.01.1944, Qupperneq 5
ÞJÓÐVILJINN. — Föstudagur 28. janúar 1944. Föstudagur 28. janúar 1944. — ÞJÓÐVILJINN. þlÓÐVILIlN Dtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjóri: Sigurðut Ouðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeírsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrceti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sxmi 218ý. PrentsmiSja: Víkingsprent h.f., Garðastræti 17. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. • Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. Kröfurnar um sómasamlegt líf Það fer nú brátt að koraa að því að Dagsbrún birti kröfur sínar um endurskoðun gildandi kaupsamninga. Það fer þá líka að koma að því að það komi í ljós hve mikil alvara býr á bak við þær mörgu og fögru yfirlýsingar, sem gefnar hafa verið þjóðinni um nýjan og betri heim, um öryggi gegn skorti, um öryggi gegn atvinnuleysi, um raunverulegt jafn- rétti til lífsins. Afstaðan, sem menn'koma til með að taka til krafna Dagsbrúnar, verður fyrsta vísbendingin, sem menn fá um hvað verða skuli ofan á hér að stríði loknu: Ilvort haldið skuli fram á við til þess að tryggja alþýðu manna betri kjör og öruggari, — eða hvort halda skuli aftur á bak í atvinnuleysið og kúgunina. Ekki er vitað með vissu hverjar þjóðartekjur Islendinga eru nú, en ekki mun mjög fjarri lagi að áætla þær um 500 milljónir króna eða um 5000 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Það þýðir að hver fimm manna fjölskylda ætti að hafa um 25 þúsund króna árstekjur, ef jafnar væru tekjur manna. En vitað er að árstekjur Dagsbrúnarmanna með stöðuga 8 tíma vinnu allt árið eru um 12 þúsund krónur. Það er því auðséð að Dagsbrúnarverkamaðurinn er langt fyrir neðan það með- altal, sem hann ætti frá réttlætisins sjónarmiði kröfu til lianda fjöl- skyldu sinni. • Nú er það hinsvegar vitað, að auðmannastétt Reykjavíkur hefur aldrei séð neitt þvílíkar árstekjur og auðsöfnun, sem hún hefur haft liin síðustu ár. 1942 höfðu 40 hæstu gjaldendurnir í Reykjavík að meðaltali 350 þúsund króna árstekjur hver. Auðurinn safnast fyrir í svo stórum stíl áð margir menn vita vart, hvað þeir eiga við hann að gera. Yfir 500 milljónir króna liggja nú í sparisjóðum og innstæðum hjá bönkum landsins. Hundruð manna í Reykjavík lifa nú í slíku bílífi að menn hefðu ekki órað fyrir því áður fyrr að þvílíkt' væri hugsanlegt á íslandi. — En Dags- brúnarmenn hafa haft það eitt af „stríðsgróðanum“ að segja, að ílestir þeirra hafa nú fyrst, eftir áralangan þrældóm og atvinnuleysi á víxl. haft efni á að klæða fjölskyldur sínar og fæða, svo vel viðunandi sé og gera heimili sín nokkru betur úr garði en fyrr var hægt. Og nú verður þess krafist að þjóðfélagið svari þeirri syurningu Dags- brúnarmanna: Á verkamaðurinn framvegis að geta lifað sómasamlega af 8 tíma dagvinnu sinni, er hann lœtur þjóðfélaginu í té árlangt, — eða á nú að hefja að nýju þá óóld atvinnuleysis og lcaupkúgunar, er setti smánarblett á íslenzka menningu fyrir stríð og var allri þjóðinni til tjóns? í rauninni er spurningunni auðsvarað, ef þjóðin fehgi að svara henni sjálf. Allir íslendingar, að nokkrum harðsvíruðum kaupkúgurum og óforbetranlegum afturhaldsseggjum undanteknum, myndu hiklaust standa með verkamönnum um réttlátar kröfur þeirra. Og kaupkúgararnir hafa nú cnga af sínum venjulegu afsökunum. Það eru nú nógir peningar til. „Atvinnuvegirnir" bera sig ágætlega. Stóratvinnurekendur þeir, sein Dagsbrunarmenn vinna hjá, hafa aldrei grætt eins á ævi sinni og undanfarið. Það gæti aðeins verið ein ástæða fyrir þá til þess að neita sann- gjörnum kröfum Dagsbrúnar: Að þeir vildu fá ófrið í landinu, — að þeir vildu koma á atvinnuleysi, — að þeir vildu kúga verkamenn til þess að una við sultarkjör, meðan þessir stóratvinnurekendur skammta sjál'fum sér stórgróða. — Það er vitað að ti! eru þeir menn meðal at- vinnurekenda, scm langar til svona óþurftarverka og enga sanngírni vilja sýna, — en hinir munu heldur ekki vera fáir, sem sjá það nú, að 'ekki verður til frambúðar unað við það ástand að verkamaðurinn geti ekki framfleytt fjölskyldu sinni af dagkaupi því, er hann fær fyrir 8 tíma vinnudag. Og það veltur mikið á því fyrir gæfu og gcngi þjóðar- innar nú á næstunni að verkamenn fái þennan rétt viðurkenndan í verki, helzt án þess að til harðvítugrar og langrar vinnudeilu þurfi að koma. (Efíndí íluti í Mcxífeo- feorg 18. marz 1943) Yið skulum byrja á aðaleinkenn- um Franco-stjórnarinnar án þess að fara mikið út í smáatriði. Hún einkennist af hungri og vesaldómi þjóðar okkai" af siðleysi Breiðfylk- ingarinnar og yfirvaldanna; af svo hryllilegri og grimmdarlegri kúgun. að önnur eins hefur ekki þekkzt í sögu okkar og er ekki til í nokkru landi nú á tímum; af efnahagslegu og fjárhagslegu öngþveiti landsins; af sundurlyndi sigurvegara okkar, ef við þá viðurkennum þá sem sig- urvegara, en ekki Þjóðverjana og ítalana. Ég skal nú gefa ykkur nokkra hugmynd uin hungrið á Spáni og orsakir þess. Er bezt að byrja á að lýsa skömmtunarfyrirkomulaginu stuttlega. Við höfum öll þjáðst að meira eða minna leyti vegna mat- vælaskortsins á meðan stóð á stríð- inu okkar. En núna er ástandið margfalt verra en það versta, sem nokkur spænsk borg kann að hafa orðið að þola í stríðinu. Vikuskammturinn er eitt eða tvö hundruð grömm af grænmeti, 200 gr. af sykri á mánuði, daglegur brauðskammtur er 170—250 gr., eftir því hver árstíminn er, og í mörgum spænskum þorpum hefur ekki verið til neitt brauð heilar vikur í einu. Fiskur er ekki skammtaður, en verðið er svo hátt, að fólk getur ekki keypt hann. Egg eru ekki skömmtuð, en þau kosta tíu sinnum meira en áður. Kjötskömmtun er ekki skipulögð reglulega, en þegar það er skammt- að, n'emtir það 100 gr. á tveimur eða þrem vikum. Yfirleitt má segja, að vikuskammturinn á Spáni nægi varla eins dags þörfum. Opinberlega hefur vöruverð hækk- að um 300% frá því sem verðlag var almennt 1936. En raunveru- lega er verðlagið 5—6 sinnum hærra en hið opinbera verð, og sumar vörur kosta 10—12 sinnum meira nú en árið 1936. Þetta á- stand skapast að öðru leytinu af of lítilli uppskeru á þeim afurðum, sem þjóðin þarf sér til næringar. Hveitiuppskeran hefur minnkað meira en 300%. Sama er að segja um kartöflur o. fl. Að hinu leyt- inu er ástandið líka að kenna feiki- legri hömstrun bænda á vörum, sem hafa raunverulegt gildi, gagn- stætt peningum, sem eru lítils Frá háskólahverfinu í Madrid, sem varð heimsfrœgt í vörn spönsku alþýðunnar gegn fasismanum. virði vegna hins háa verðs á iðnað- arvörum. Ef hveiti er tekið til dæmis, þá man ég, að opin- berar heimildir töldu bændur fela nálægt 8 milljónum quintala (1 quintal er rúmlega 45 kg.). Ilvað sncrtir viðsmjör og aðrar afurðir, þá er almennt álitið á Spáni, að nokkuð af þeim sé notað á Spáni, en mikið sé sent til Þýzkalands, og að aðrar vörur, svo sem fiskur, séu soðnar niður og sendar að lokum til herja þeirra, sem berjast gegn lýðræðisríkj unum. hungrjð; Sulturinn er svo hryllilegur og hörmulegur, að það er algengt að sjá fólk leita að mat í sorphaug- um. Að ekki sé nefnt ástandið í fangelsunum, þar sem ég hef séð verklýðsleiðtoga, liðsforingja hers okkar og stjórnmálafulltrúa leita að bananahýðum í sorptunnunum á sama tíma og þúsundum peseta var sóað í París eða Mexikó, pen- ingum sem tilheyrðu spænska rík- inu og hefðu að réttu lagi átt að vera í höndum fólks þess, sem hafði barizt gegn harðstjórn Francos, en leið nú undir henni. Á götunum er algengt að sjá börn eða konur elta mann, sem er að éta banana, tómat cða eitthvað annað, í þeim tilgangi að hremma og éta þann hluta, sem neytandinn hafnaði, áður en hann færi í göt- una. Á hinn bóginn er mikill fjöldi lúxusveitingahúsa í Madrid, meiri fjöldi en nokkurn tíma áður hefur verið í höfuðborginni. Græða þær á aðstreymi manna úr öðrum landshlutum, sem grætt hafa á stríðinu og koma til Madrid til að Frá Barcelona, höfuðborg Katalóníu. leggja hana undir sig fjárhagslega og eyða peningum. Á sumum þess- ara staða er hægt að fá máltíðir, sem kosta 55—60 peseta. nálega vikukaup verkamanna, og í sum- um tilfellum meira en vikukaup, t. d. byggingarverkamanna. Hungrinu fylgja alls konar hörm ungar. Sjúkdómar hafa aukizt, sér- stakir sjúkdómar, sem stafa af matvælaástandinu, hafa náð hræði- legri útbreiðslu, eins og t. d. fjör- efnaskortur, eða nýr sjúkdómur eins og latiriasis, sem stafar af neyzlu blás baunamjöls, einu fæðu verklýðsstéttarinnar í Madrid og öðrum spænskum borgum og bæj- um mánuðum saman. Eitranir eru mjög tíðar, og útbreiðsla tauga- veiki og kláða hefur stóraukizt, sem einnig stafar af næstum al- gjörum sápuskorti. Ástand spænsku alþýðunnar er sannarlega hryllilegt og skelfilegt. Þúsundir íbúðarhúsa eyðilögðust í stríðinu, ekki sízt vegna loftárása fasistanna á verkamannahverfin, sérstaklega í Madrid og Barcelóna. Fjöldi fólks, einkum í Madrid, er alveg hælislaust, og tugir þúsunda af fjölskyldum lifa í rústum húsa í útjöðrunum og jafnvel í vissum hverfum í Madrid. sem ekki hafa verið endurbyggð. Ástandið hefur valdið því, að komið var á fót hjálparstofnun, sem kallast Auxilio Social. Án þess að fara út í smáatriði í rekstri þessarar stofnunar, siðleysið, sem þrífst innan liennar og þá stað- reynd, að lnin er þjófabæli, má segja, að Auxilio Social sé stofnun, sem falin sé útbýting þunnu súp- unnar, sem var hlutverk munk- anna að annast á hinum „dýr- legu“ dögum spænska heimsveldis- ins á 16. öld. Samkvæmt upplýs- ingum Serrano Suners fékk um ein milljón Spánverja að borða þar daglega á vissu tímabili árið 1941. Víst er það, að meirihluti almenn- ings í Madrid hefur borðað þar ~j um langan eða skamman tíma. Spánn er því að þcssu leyti e. t. v. líkur því sem hann var á tlögum spænska heimsveldisins. En hrotta skapur núverandi kúgara fer langt fram úr hrottaskap rannsóknar- réttarins. Þeir hafa að vísu ekki endurreist heimsveldið, en þeir hafa nú þegar hungur þess tíma- bils,. þegar Spánn var það, sem þeir e. t. v. óska að hann verði aft- ur, — land betlara munka. stands á Spáni er liið botnlausa siðleysi. sem ríkir í stjórn Breið- fylkingarinnar og verklýðsfélaga hins opinbera. Á liðnum árum höf- um við verið vitni að tímabilum meira eða minna siðleysis á vissum sviðum spænskra stjórnmála, en ekki er hægt að bera neitt tímabil í sögu lands okkar saman við nú- verandi ástand. Hinir óhófslegu lifnaðarhættir Franco-klíkunnar eru slíkir, að í leynilegu flugriti (sem áreiðanlega var ekki gefið út af okkur Sósíal- istum eða neinum öðrum lýðveld- issinnum, heldur af fólki nákomnu þessari klíku, sennilega óánægðum heldur stöBugt síð&m. Fásam dög- um eftir aíi ég fór ú,r fangelsinu las ég beiðni um hjálp tJl að finna morðingja Sósíalista, xrokkurs, sem hafði verið borgar.stjöri í einni af útborgum Madridborgar. Hafði haim verið „tekinn í bíltúr“ nokkr- um Mukkustundffim eftir að hon- um hafði verið sle.ppt úr fangelsi. Eklcert af þessu er nefnt í blöðun- um. Þessi atburður var undantekn- ing, af því að dómara nokkrum of- bauð liinn mikli fjöldi morða á ifyrstu mánuðum ársins 1942 og áleit það skyldu sína að binda enda á þetta háttalag, þar sem það mundi, samkvæmt yfirlýsingu hans sjálfs, stofna stjórn Breiðfýlkingar- innar í hættu. Ef til vill eru barsmíðarnar höf- uðeinkenni ofsóknanna fremur en „bíltúrarnir" og aftökurnar. Mjög fáir félaga okkar komast hjá því að vera barðir, — barðir svo hrylli- lega, að margir þeirra, þar á rneðal margir kærir vinir mínir, hafa lát- izt fáum dögum eftir komu sína í fangelsin af afleiðingum högga þeirra, sem þeir fengu á lögreglu- stöðinni. Kúgunarlögum er fjölgað dag Viðskiptaráðið átti eins árs starfsafmæli í fyrradag. Var blaða mönnum boðið á fund viðskiptaráðs í tilefni af því, í gær. Birtist hér á eftir yfirlit um verksvið viðskiptaráðs og inn- flutnings- og gjaldeyrismál. Yfirllt yfÍT starfsemi við- skiptaráðsins frá 26. janúar 1943 til 26. janúar 1944. Eftir JOSE RODRIGUEZ VEGA keppinautum) var sagt, að eyðslu- fé Serrano Suners væri tvær millj. peseta á ári. Þeir lifa allir, frá æðstu mönnum Breiðfylkingarinn- ar niður til óbreytts lautinants, í svo miklum lúxus, að það er ekki í neinu samræmi við tekjur þeirra. Blöðin birta hvað eftir annað mótmæli frá ýmsum deildum Breið fylkingarinnar og „verklýðsfélag- anna“ gegn orðrómum, sem bera brigður á heiðarleik starfsmanna þeirra. En jafnoft má líka lesa í blöðunum, þótt það sé þaggað nið- ur eins og hægt er, um handtökur opinberra starfsmanna, sem hafa verzlað á svarta markaðnum. OFSÓKNIRNAR. Óskaplegur fjöldi manna hefur verið beinlínis myrtur af fasista- bófunum með þeim hætti „að fara með þá í bíltúr“, ekki aðeins á fyrstu mánuðunum eftir stríðið. frá degi. Ég veit um menn, sem hafa verið kærðir fyrir brot á fern- um flokkum laga. T. d. eru það Herréttarbálkurinn, og Lög um pólitíska ábyrgð, en samkvæmt þeim er það, m. a. óskapa glæpur að hafa greitt Alþýðufylkingunni atkvæði árið 1936, og að hafa stuðlað að sigri Alþýðufylkingar- innar með því að greiða ekki at- kvæði, geta þeir með því móti sak- að hvern sem þeim sýnist um brot á þessum lögum! Þessum lögum er aðallega beitt í þeim tilgangi að ná inn fjársektum og er því yfirleitt beitt í smámálum og í þeim tilfell- um, þegar dómurunum eða lög- reglunni lízt svo á að hægt sé að liafa fé af einhverjum vissum mönnum. Mér er kunnugt um, að eftir dauða manns nokkurs var ha'nn sektaður, sá látni, sektaður um 100.000 peseta í þeim tilgangi að sölsa undir sig hús lians. Svo eru „Lög til öryggis ríkinu“, og er hermanna og SVÁRTI MAKAÐURINN OG SPILLINGIN. Annað einkenni núverandi 11 eimilislaus samkvæmt þeim hægt að beita dauðarefsingu fyrir hverskonar fund, sem þeim kann að virðast hættulegur þessu öryggi. Þá eru „Lög gegn Frímúrurum og Komm- únistum“, sem beitt er gegn Frí- múrarastefnu innan hersins. í lok fangelsisvistar minnar og dvalar minnar á Spáni var ég kominn að þeirri niðurstöðu, að aðalviðfangs- efni núverandi stjórnar væri Frí- múrarastefnan, hún sér alls staðar drauga, leynileg eða erlend öfl að verki. Enn fleiri lög eru til, sem beitt er pólitískt, þó að það virðist ótrú- legt við fyrstu sýn. T. d. eru lög gegn járnbrautarslysum (rétt eins og hægt sé að hindra slys með lög- um)!. Samkvæmt þeim er öllum viðkomandi járnbrautarstarfs- mönnum stefnt fyrir herrétt, ef slys vefða, og er hægt að beita dauðarefsingu eftir því hvað slysin eru alvarleg. Auðvitað er stjórn- málaferill hinna ákærðu tekinn til athugunar, því að lögin taka ekk- ert Lillit til þess að beztu járn- brautarverkamennirnir eru at- vinnulausir vegna stjórnmálaaf- skipta sinna eða hafa verið líflátn- ir eða eru í útlegð, en líta svo á, að slys séu brögð „rauðliða" til að torvelda hin fjörugu viðskipti Spánar. Til eru lög gegn leyniverzl- uninni. Samkvæmt þeim má dæma menn til dauða fyrir að eiga fáein kíló af baunum í fórum sínum. Þar er fylgt sama mælikvarða og í fyrr- nefndum lögum. Atvinnulaust fólk og hungrað tekur það til bragðs að stunda leyniverzlun, og er geysi- legur fjöldi af slíku fólki handtek- inn daglega í Madrid og refsað samkvæmt fyrri stjórnmálaafskipt- úm þess. Ég ætla ekki að fara mikið út í gang réttarhaldanna, en þess má geta, að ekkert tillit er tekið til hinna fáu ákvæða Herréttarlag- anua um réttindi ákærðra. T. d. getur kojnið fyrir, að manni sé stefnt fyrir herrétt án þess að á- kæran sé lesin yfir honum, og lög- reglan, eða dómarinn spyrji hann u m þátttöku hans í hernaðinum á vígstöðvununfc, en svo kemur e. t. v. í Ijós, að hann er ákærður fyrir að hafa valdið hvarfi einhvers ná- granna síns. Algengast var á ár- unum 1939—1941, að menn, sem átti að fara að lífláta, vissu ekki hvaða sökum þeir voru bornir. Er þcssi aðferð, eins og allir sjá, ekki nema mjög lítið grímubúinn „bíl- túr“. Hvað sjálfan mig snertir, hafði saksóknarinn krafizt dauða- dóms yfir mér, en ég fékk ekki að vita opinberlega fyrir hvaða sakir (ég heyríji það annars’ staðar frá). (Niðurlag á morgun). j Viðskiptaráðið tók til starfa j 26. janúar 1943. Þann dag hélt það fyrsta fund sinn og yfir- tók þau störf, sem Gjaldeyris- og innflutningsnefnd hafði haft með höndum, og settist að í húsakynum hennar í Arnar- hvolí. í tilefni af því að fyrsta starfs ár viðskiptaráðsins er á enda liðið, þykir því viðeigandi að gera nokkra grein fyrir starf- semi sinni, sem er margþætt og snertir hagsmuni og athafna frelsi ýmissa stétta þjóðfélags- ins og raunar allra landsmanna. Viðskiptaráðið er stofnað með lögum nr. 1 frá 16. jan. 1943 um innflutning og gjaldeyris- meðferð, og er því ætjað að hafa þessi störf með höndum: 1. Fara með innflutnings- og gjaldeyrismál. Er þar um að ræða verksvið Gjaldeyris- og innflutningsnefndar að mestu óbreytt. 2. Ráðstafa farmrými í skip- um, er annast eiga vöruflutn- inga til landsins og eru eign íslenzkra aðila eða á vegum þeirra. 3. Annast innflutning brýnna nauðsynja eftir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar og hafa með hönd um innkaup ýmissa vara, sem ekki fást keyptar eftir venju- legum verzlunarleiðum. 4. Fara með verðlagseftirlit og verðlagsákvarðanir, samkv. lögum um verðlag. 5. Annast vöruskömmtun lög- um samkvæmt. Ráðið er skipað fimm mönn- um og auk þess fimm til vara. Þrír af aðalmönnum ráðsins eru fastir starfsmenn þess og ann- ast daglegar framkvæmdir. Eru það formaður ráðsins, Svan- björn Frímannsson. dr. Oddur Guðjónsson, er hefur aðalum- sjón með innkaupadeildinni.. og Ólafur Jóhannesson lögfræðing- ur, sem sérstaklega hefur um- sjón með flutningaráðstöíunum. Auk þessara þriggja erviðskipta ráðið skipað þeim Gunnlaugi Briem, stjórnarráðsfulltrúa, sem er varaformaður ráðsins, og Jóni Guðmundssyni skrifstoíu- stjóra. Þegar teknar eru ákvarðanir um verðlagsmál, víkja tveir af aðalmönnum þess sæti, þeir dr. Oddur Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson, og í þeirra stað koma tveir nýir menn inn, þeir Gylfi Þ. Gíslason, dósent, og Ólafur Björnsson dósent, en sá síðarnefndi var skipaður í starf ið þ. 1. okt. s. 1. í stað Klemens- ar Tryggvasonar hagfræðings, sem starfað hafði í ráðinu frá upphafi. Viðskiptaráðið heldur fundi IzMín 8kn li tilno in stlfirn íl loha ðtEnilsftsOlunRl Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær var samþykkt tillaga frá þeim Sigfúsi Sigurhjartarsyni og Jóni Axel Pétursyni þess efnis að skora á ríkis- stjórn og Alþingi að loka áfengisútsölunum. Tillaga þessi var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 2. sína þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og .föstudaga kl. 4 síðdegis. Eru þar teknar á- kvarðanir í þeim málum, sem fyrir liggja, og afgreidd erindi, sem ráðinu berast. Verðlagsstjóri er skipaður samkvæmt lögum um verðlag, frá 10. febrúar 1943, annast daglegar framkvæmdir í verð- jagseftirlitinu og undirbýr til- lögur til viðskiptaráðs um verð lagsákvarðanir. Sveinbjörn Finnsson hagfræðingur gegnir störfum verðlagsstjóra. Forstjóri skömmtunarskrif- stofu ríkisins, Sigtryggur Kle- menzson, lögfræðingur, hefur umsjón með daglegum fram- kvæmdum í skömmtunarmálum. en viðskiptaráðið tekur ákvarð anir um skömmtun og úrskuið- ar ágreiningsatriði, er fyrir koma. Framkvæmd þeirra mála, sem viðskiptaráðið hefur nú með höndum, var áður skipt niður á fjórar skrifstofur. er voru hver á sínum stað 1 bænum. Til þess að hægt væri að sameina þessi störf sem mest á einum stað, flutti viðskiptaráðið í ný og stærri húsakynm á Skóla- vörðustíg 12, þann I. maí s. 1. Þar fékkst nægilegt húsrými fyrir verðlagseft.irlitið, inn- kaupastarfsemina, sem áður var í höndum viðskiptaiiefndarinn- ar og gjaldeyris- og innflutnins málin. • Til að standast kostnað af stai'fsemi viðskiptaráðs og fram kvæmd laganna, ber þeim, er innflutnmgsleyfi fá að greiða %% gjald af þeirn upphæð, sem leyfið hljóðar urn. Auk þess greiða innflytjendur nú 3% gjald af öllum innflutningi, er innkaupadeild ráðsins annast fyrir þá. Tekjur viðskiptaráðs af þessum gjöldum hafa nægt til að standast allan kostnað allra deilda ráðsins, þar í talið verðlagseftirlitið og skömmtun- arskrifstofan svo og innkaupa- nefnd í New York. Hér á eftir er gerð nokkur grein fyrir starfsemi ráðsins á hinu liðna ári, eins og hún hef- ur farið fram innan hvers em- staks af hinum fimm aðalþátt- um starfsins. I. INNFLUTNINGS- OG GJALDEYRISMÁL Við veitingu innflutnings- ug gjaldeyrisleyfa, þurfti viðskipta ráðið einkum að hafa til hlið- sjónar eftirfarandi atriði: a) Flutningserfiðleika þá, sem við var að etja. En samkvæmt upplýsingum viðskiptamálaráðu neytisins, biðu um 40 þús. smál. af vörum flutnings frá Ameríku um áramótin 1942—’43. Af þessu var auðsætt að fara varð gætilega í veitingu nýrra inn- flutningsleyfa, ef koma átti í veg fyrir, að vörur héldu áfram að safnast fyrir á afgreiðslum í Ameríku og bíða flutnings í lengri tíma og ef takast átti að ná tökum á flutningamálum og færa birgðirnar niður í magn það, sem samsvaraði flutninga- möguleikunum. Hér var og um það mikið vörumagn að ræða, að úthlutun í ýmsum vöruflokk um mátti telja óþarfa fyrst um sinn. b) Gildandi samninga um inn flutning til landsins. En þegar um áramót var búið að veita innflutningsleyfi fyrir og festa kaup á öllu því vörumagni í sumum flokkum, er fáanlegt var til 30. júní 1943, samkvæmt áðurnefndum samningum. c) Ráðstöfun gjaldeyris- og innflutningsnefndar næsta ár á undan. En á því ári voru leyfis- veitingar mjög rúmar. Innflutn- ingur frá Bretlandi mátti heita, að hann væri í rauninni frjáls, einkanlega síðari hluta ársins. Af þessu leiddi, að all miklar birgðir vcpa hér í landinu af ýmsum vörum, og að miklar vörubirgðir lágu á afgreiðslum erlendis og biðu skiprúms. Af sömu ástæðum var einnig ó- venjulega mikið í umferð af leyfum um áramót. í mjög mörg um tilfellum höfðu leyfishafar þegar gert ráðstafanir í sam- bandi við þessi leyfi. Varð því ekki komizt hjá að framlengja þau. Að framangreindum atriðum athuguðum, varð stefna við- skiptaráðsins sú að draga fyrst um sinn úr leyfisveitingum fyr ir öllum vörum, nema brýnum nauðsynjum, þ. e. nauðsynlég- um neyzluvörum og nauðsyn- legum vörum vegna útflutnings framleiðslu. Innflutn. þeirra vara var veittur án tákmarkana, eftir því sem hægt var að fá þær. Ennfremur var leitazt við að bæta úr nauðsynlegum þörf- um innlends iðnaðar. Gjaldeyrisleyfi til náms og nauðsynlegra ferðalaga voru veitt án verulegra takmarkana. Jafnskjótt sem rættist úr mestu flutningaerfiðleikunum, voru gerðar almennar úthlutan- ir í ýmsum vöruflokkum, svo sem rafmagnsvörum, búsáhöld- um, skófatnaði, vefnaðarvöru, einstökum byggingarvörum o.fl. Meira seinna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.