Þjóðviljinn - 28.01.1944, Qupperneq 8
111 H'|J 'ftpní^p7
r
Op bopglnni
Næturlæknir er í Læknavarðstöö
Reykjavíkur í Austurbæjarskólan-
um, sími 5030.
Bifreiðarstjóri varðlæknis er
Gimnar Ólafsson, Frakkastíg 6B,
sími 3391.
NÆTURVÖRÐUR er í Ingólfs Apóteki.
Ljósatími ökutœlcja er frá kl. 4.25 að
degi til kl. 8.55 að morgni.
ÚTVARPIÐ í DAG.
18.30 íslenzkukennsla, 1. l'lokkur.
19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur.
19.25 Þingfréttir.
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: ,.Bör Börsson" eftir
Johan Falkberget, IV (Helgi Hjörvar)
21.00 Strokkvartett útvarpsins: a) Sara-
bande eftir Hándel. b) Largo eftir
Iiaydn. c) Menuett eftir Mozart.
21.15 Fræðsluerindi í. S. í.: Skíðaijiróttin
Steinþór Sigurðsson magister).
21.35 Spurningar og svör um íslenzkt mál
Björn Sigfússon).
22.00 Symfóníutónleikar (plötur): Tónverk
eftir Brahms: a) Symfónía nr. 2. b)
Sorgarforleikurinn.
Tárin eftir Pál J. Ardhl voru sýnd í Iðnó
í gærkvöldi við húsfylli og ágælar undir-
tektir áhorfenda. Tárin verða sýnd n.k.
þriðjudag í Hafnarfirði.
Málverkasýning Jóhanns M. Kristjáns-
sonar er í Safnalnisinu (Þjóðminjasafninu)
við Hverl'isgölu í dag og næstu daga. 2
málverk eru ]>ar af Gullfossi ásamt fleiri
málverkum. Húsið er opið kl. 10—10.
Árshátíð Félags járniðnaðarnianna verð-
ur n.k. laugardag í Tjarnarcafé. Nokkrir
aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu fé-
lagsins, Kirkjuhvoli, 2. hæð, kl. 7—8 í
kvöld.
Skagjirðingamótið verður í Tjarnarcafé
]>riðjudaginn 1. febrúar og liefst með kaffi-
samdrykkju kl. 8 e. h. Til skemmtunar:
Ræða, upplestur, söngur og dans. — Að-
göngumiðar seldir í „Flóru“ og Söluturn-
inum.
Flokkurinn
SKIiIFSTOFA SÓSÍALISTAFÉLAGS
REYKJAVÍKUR, Slcólavörðustíg 19, er
opin alla virka daga lcl. 4—7.
Félagsmenn eru vinsamlega beðnir að
koma þangað og greiða gjöld sín og vitja
nýju jélagsskírteinanna,
SKRIFSTOFA MIÐSTJÓRNAR SÓSÍ-
ALISTAFLOKKSINS er opin alla virka
ilaga kl. 1—7.
FULLTRÚl FLOKKSINS í FRAM-
FÆRSLUNEFND er til viðtals á mánu-
dögum kl. 5—7.
Alla aðra virka daga er juUtrúi jrá
jloklmum til viðtals frá kl. 6—7.
AÐALFUNDUR SÓSÍALISTA-
FÉLAGS REYKJAVÍKUR
verður n.k. þriðjudagskvöld á Skóla-
vörðustíg 19. Auk venjulegra aðaljundar-
starja verður lýðveldismálið til umrœðu.
Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.
Stðíróf leikfiminnar
Framh. af 3. síðu.
ið, en það er um 20 ára hjá
konum en 25 ára hjá körlum,
hættir mörgum til aö segja:
nú er ég orðinn of gamall til
að æfa. Þetta er ekki aðeins
leiöinlegur misskilningur,
heldur hættulegt þjóðinni.
Þetta eru ellimörk unga fólks
ins. í stað þess að halda æsku
blómanum við með hæfilegrí
þjálfun og skynsamlegu lífi
byrjar margur um tvítugt að
skulda sjálfum sér, skerða
líkamsþrótt sinn og heilsu og
bjóða hægfara hrörnun heim
í staö þess að njóta viðnáms-
skeiðsins sem hverjum er á-
skapa't’.
Karlakór Iðnadarmanna
Söngstjóri: RÖBERT ABRAHAM.
Einsöngur: ANNIE ÞÖRÐARSON.
Undirleikur: ANNA PJETURS.
Samsöngur
fyrir styrktarfélaga í Gamla Bíó sunnudaginn 30. janúar kl. 1,20
stundvíslega, og þriðjudaginn 1. febrúar kl. 11,30 e.b. stundvíslega.
Aðgöngumiðar, sem eftir kunna að verða að síðari samsöngn-
um, verða seldir á mánudaginn í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur.
Auglýsið í Þjóðviljanum
.......... nýja bíó
: :
: Sögur frá Manhattan \
; (Tales of Manhattan)
• Charles Boyer, Z
: Rita Hayworth,
Ginger Rogers, ;
• Henry Fonda, :
Charles Laughton, i
: Paul Robeson,
: Edward G. Robinson. ;
: og 46 aðrir þekktir leikarar. •
1 Sýnd kl. 6,30 og 9. I
; ELLERY RÆÐUR GÁTUNA :
;• (Ellery Queen Master ;
2 Detective) ;
; Leynilögreglumynd með: ;
; Ralpli Bellamy og ;
Margr. Lindsay. ;
Sýnd kl. 5. :
Tillaga Sigfúsar Sigurhjartarson-
ar um að bæjarstjórn færi þess á
leit við Þingstúkuna, Fulltrúaráð
verklýðsfélaganna og íþróttasam-
band íslands að tilnefna fulltrúa,
er ásamt fræðslufulltrúa bæjarins
og lögreglustjóra, tækju skemmt-
analíf bæjarius til rækilegrar at-
bugunar og gerðu Lillögur til úr-
bótar, var til síðari nmræðn á
fundi bæjarstjórnar í gær.
Helgi H. Eiríksson og Jón A.
Pétursson báru fram eftirfarandi til
lögu:
„Bæjarstjórn ályktar, að kjósa
fimm inanna nefnd til að atliuga
og gera tillögur um endurbætnr á
skemmtanalífi og veitingastöðum í
bænum. Skal nefndin leita sam-
starfs við verkalýðsfélögin, Góð-
templararegluna, íþrótta- og æsku-
lýðsfélögin svo og eigendur og for-
ráðamenn skemmtihúsa bæjarins".
Forseti bar upp þessa tillögu og
var hún samþykkt með 11 atkvæð-
nm gegn 1, og taldi forseti að til-
laga Sigfúsar kæmi því ekki til at-
kvæða.
Nokkrar umræður urðu um til-
löguna. Sigfús benti á, hve æski-
legt væri að bærinn leitaði bein-
línis til hinna ýmsu félagsheilda í
bænum um þátttöku í slíkum störf-
um sem nefnd þessari væri ætlað
að vinna, og að þau mundu finna
á annan og ríkari hátt ábyrgð fyrir
starfinu ef þau beinlínis ættu full-
trúa í nefndinni, heldur en þó tal-
að væri um að leita samstarfs við
þau.
IM lolliFðlF læhhaðiF?
Framhald af 1. síðu.
verður séð, er því hér um miklu
hyggilegri leið fyrir ríkissjóð að
ræða, þar sem með afnámi toll-
anna er hægt að lækka vísitöluna
um 20 stig með 8V2 milljón króna
úr ríkissjóði, en með niðurkaupum
á verði kjöts og mjólkurvara kost-
ar ríkissjúð árlega 15 milljónir að
lækka vísitöluna um 14—15 stig.
Auk þess er það sannað mál, að
með hinni síðari leið lækkar dýr-
tíðin minna en vísitalan, svo að
allir launþegar tapa á því, að vísi-
talan sé lækkuð á þann hátt.
í báðum tilfellunum kemur svo
auðvitað á móti það, sem ríkis-
sjóður sparar í útgjöldum við hina
lælckuðu vísitölu.
Eins og að framan er sagt, eiga
tollarnir ekki óverulegan þátt í
dýrtíðinni í landinu, og virðist sjálf
sagt, að fyrstu skrefin, sem stíga
beri gegn dýrtíðinni, ætti að vera
það að Iækka þá og afnema, fyrst
og fremst af vörum þeim, sem á-
hrif hafa á framfærslukostnað, og
svo á þeim vörum, sem atvinnu-
vegirnir þarfnast mest, og öðrum
þcim nauðsynjavörum, sem áhrif
hafa til hækkunar á verðlagið. í
þeim miklu umræðum, sem farið
hafa fram urn dýrtíðina og hvernig
beri að lækka hana, liefur jafnan
borið mest á þeirri tillögu, að lækka
ætti kaupgjald og þá stundum ver-
ið komið með þá hlægilegu firru að
kaupið sé orsök dýrtíðarinnar.
Kaupgjald er nú alls staðar á land
inu reiknað út eftir vísitölu kaup-
lagsnefndar og hækkar því og lækk
ar mcð dýrtíðarvísitölunni. Það er
því dýrtíðin, sem er orsök hins háa
kaups, en ekki afieiðing þess. Sú
leið að lækka dýrtíðina mcð því að
læklca grunnkaup launþeganna er
ranglátasta leiðin, sem til er. Hún
er enn fremur óviturlegasta leiðin,
og, síðast en ekki sízt er hún með
öllu óframkvæmanleg“.
Aðalfundur Verkalýðs-
félags Grindavíkur
Verlclýðsfélag Grindavíkur hélt
aðalfund sinn sunnudaginn 23. þ.
mán.
Þessir hlutu sæti í stjórn félags-
ins:
Svavar Arnason formaður.
Ólafur Sigurðsson gjaldkeri.
Guðbrandur Eiríksson ritari.
Stjórnin var öll endurkosin.
Rússar taka
Volosovo
Framh. af 1. síSu.
Þjóðverja að skjóta úr fallbyss
um á Leníngrad. Rauði herinn
hefur sótt fram 65—100 km. á
þessum 12 dögum.
í Leníngrad var sigrinum m.
a. fagnað með því að skjóta 24
skotum úr 320 fallbyssum. Er
það meiri skothríð en nokkurn
tíma áður, er.Rússar hafa fagn
að sigrum í þessu stríði.
BARIZT í ÚTHVERFUM
LJÚBANS OG TSÚDOFOS.
Rússar tilkynntu töku tveggja
mikilvægra bæja á Leningradvíg-
stöðvunum í gær. Annar, Volosovo,
er rúmlega 30 km. fyrir vestan
Krasnogvardeisk (Gatsjina) og um
60 km. frá landamærum Eistlands.
Ilinn er Tosno, fyrir suðaustan
Leningrad, við aðaljárnbrantina til
Moskvu. Auk þessara bæja voru
yfir hundrað bæir og þorp tekin í
gær. Barizt er í úthverfum Ljúbans
og Tsúdofos, sem er á járnbraut-
inni milli Lcnigrads og Moskvu.
Þjóðverjar halda nú aðeins um 35
km. kafla af járnbrautinni og sam-
ldiða þjóðvegi til Moskvu.
Allmargir bæir og þorp voru tek-
in á leiðinni til Simsk. Eru Rúss-
ar komnir 40—60 ltm. framhjá
Staraja Rússa.
Ilin frægu herskip Rússa Októ-
berbyltingin og Petropavlofsk
skjóta nú á strandvirki Þjóðvrja
við finnska flóann.
Brezka útvarpið minntist í gær-
kvöldi ummæla Hitlers, er liann
hélt ræðu í Múnchen í nóvember
1941. Sagði hann Þjóðverja geta
tekið Leningrad með áhlaupi, ef
þeir vildu. En það væri óþarfið þv>
að borgin væri svo rammlega um-
setin, að hún myndi falla í hendur
Þjóðverja án mikillar fyrirliafnar.
TJARNAR BÍÓ -«
Töfrakúlan
(The Magic Bullet)
Áhrifamikil kvikmynd um
baráttu og sigra mikilmenn-
isins
PAUL EHRLICHS
Aðalhlutverk:
Edward G. Robinson.
Bönnuð fyrir börn innan 12
ára.
Sýnd kþ 5, 7 og 9.
Bæjarstjórn kýs þrjár
Ijósmæður
Á fundi bæjarstjórnar í gær
fór fram kosning milli þeirra
fjögurra ljósmæðra, sem talið
var að kæmu til greina- við
skipan í þau þrjú ljósmóður-
embætti, sem auglýst hafa verið
laus til umsóknar. Kosning féll
þannig að Þórdís Ólafsdóttir
fékk 12 atkvæði, Ragnheiður
Guðmundsdóttir 11 og Guðrún
Halldórsdóttir 9, og mælti borg
arstjórinn með þeim í starfið.
Pálína Guðlaugsdóttir fékk 4
atkvæði.
Fjárhagsáætlunin til
annarar utnræOu
Fjárhagsáætlun bæjarins var
afgreidd til annarrar umræðu í
gær. Frestur til að skila breyt-
ingartillögum við áætlunina var
ákveðinn til 7. febrúar.
Sjóslysin rædd
á Alþingí
1
Framhald af 1. síðu
En jafnframt því, sem Bjarni
þannig upplýsti um athæfi, sem í
eðli sínu er glæpsamlegt gagnvart
okkar hraustu sjómönnum, réðist
hann með offorsi á H. K. Laxness,
fyrir grein hans í Þjóðviljanum í
gær, sem fyrst og fremst er beint
gegn því ghppsamlega athæfi, sem
Bjarni var að upplýsa að hefði átt
sér stað. — Skoraði Bjarni á ríkis-
stjórnina að láta höfða mál gegn
Laxness fyrir áðurnefnda grein
hans.
Brynjólfur Bjarnason tók þá til
máls, og kvað það nokkuð hart,
þegar rætt væri um þessi mál, eftir
þau slys, sem orðin væru, og al-
mannarómur teldi að ekki væru
með eðlilegum hætti, að þá bæri
einna hæzt kröfuna um málshöfð-
anir gegn þeim, sem feimnislausast
gagnrýndu sleifarlagið. Taldi
Brynjólfur hins vera meiri þörf, að
ríkisstjórn og Alþingi liæfist handa
um úrbætur og tryggði, svo sem
kostur væri á, öryggi sjómannanna,
en það yrði bezt gert með sem
nánastri samvinnu við þá sjálfa
og samtök þcirra.