Þjóðviljinn - 15.02.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.02.1944, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. febrúar 1944. / ekki vit á því að koma ekki of nálægt gildrunni. Nei, hún verður að reyna eitthvað annað, sú góða kona, ef hún ætlar sér að blekkja rottu með fullri skynsemi. Vitra rottan gekk svolítið nær. Það var ekki hættu- legt að horfa á hangikjötið. Hún ætlaði sér líka að taka vel eftir gildrunni, svo að hún gæti sagt hinum rott- unum hvernig þetta ómerkilega verkfæri væri til búið. Þá gat verið að þær vöruðu sig næst. Þetta var annars ekki lélegt hangikjöt, sem var í gildrunni. Rottan stóð í sömu sporum góða stund og þefaði af kjötinu. Þetta áttu aðrar rottur einmitt að gera — standa álengdar og draga að sér matarlyktina. Það var alveg hættulaust. Hún gekk nær og nær og fann hangikjötsilminn bet- ur og betur. En aUt í einu heyrðist smellur. Gildran hafði gripið rottuna. Og þó hafði hún ekki gengið nema aðeins einu feti of langt. Nú komu aðrar rottur fram úr fylgsnum sínum til þess að sjá, hvað um væri að vera. Þegar þær sáu vitru rottuna í gildrunni fóru þær allar að gráta og ein sagði: „Það var skaði í henni. Hún hefði komist áfram í lífinu, hefði hún lifað. Hún var svo vitur.“ „Dramb er falli næst,“ sagði gamla rottan, því hún var reið enn. Þegar Þóra litla veiktist. Við Strandgötuna bjó kona, sem hét Sigríður. Hún átti fjögur börn. Sigríður hafði allfaf átt í -mesta basli með krakka sína. Elstir voru þrír strákar. Þegar þeir voru litlir, vildu þeir heldur ólmast úti en lesa skólabækurnar sínar. Þeir vildu vera í leikfimi inni í stofunni heima hjá sér, þó það færi ekki vel með húsgögnin. Stundum l^íft 0$ ÞETTA Amerískt tímarit leggur i „mikilmennum“ sögunnar þessi orö í munn: Scipio: Eg eyöilagði Carthagoborg. Þar, sem borgin stóö, er nú auön og aska. Sulla: Eg sigraöi Grikki. Alexander mikli: Grikkir, Persar og Litlu- Asíubúar lutu mér. Cæsar: Gallar og Egiptar féllu aö fótum mér. Pompejus: Eg vann Spán. Títus: Eg lagöi hofiö í Jerúsalem í rústir. Eg háöi stríð gegn hinum ósýnilega guöi. Þaö var ægilegt. Eg sá hann áöur en ég dó. Napoleon: Allar þjóðir, allar borgir, öll vatnsföll óttuðust hersveitir mínar þangaö til ég fór til Moskva. Genghis Khan: Hersveitir mínar fóru frá kínverska múrnum til Dónár og Adríahafsins. Eldur og bióö huldi slóö þeirra Hinir dauöu voru óteljandi. Cortez: Eg rændi Mexico. Friðrik Prússakonungur: Eg tók hálft Pólland og hálft Saxland og alla Slesiu. Bismarck: Eg tók Elsass, Lorraine og Hannover. Hitler: Þið eruð allir lítilmenni, sam anborið við mig. Eg hneppti föðurland mitt — Austurríki — í þrældóm. kjól með alltof rauðar hendur og handleggi. Henny lét aftur augun. En allt í einu varð Henny litið á Fríðu. Fríða hafði lygnt augunum, var sokkin niður í hugsanir sínar og studdi hendi undir kinn. Hörund hennar var ekki eins hvítt og það átti að sér. Það var gulleitt og kring- um augun voru djúpar dökkar hrukkur. Hvernig stóð á þessu? Var Fríða veik, eða —. Það fór hrollur um Fríðu, eins og henni væri kalt. „Hversvegna horfirðu svona á mig?“ „Ertu lasin?“ „Eg er ekki vel frísk, eins og ég var að segja þér. Hevrðu — Henny — Hvernig var það þegar þú gekkst með barnið — nei, vertu ekki reið. En mér er alltaf svo illt í hálsinum. — Og það er svo margt, sem ég er að hugsa um. — —“ Fríða þagnaði allt í einu. En augnaráð hennar bað um hjálp. Henny vissi nú að grun- ur hennar var réttur og hún lagði lófann ósjálfrátt á hönd Fríðu. Hún vissi þó ekki hvað hún átti. að segja. Það var svo sem eðlilegt að ung kona ætti von á barni og Henny hefði lík lega átt að verða glöð vegna bróður síns. En hversvegna þurftu þau endilega að eignast barn einmitt núna, þegar þau höfðu ekki efni á því? Henny leit niöur í salinn og sá vesalings hljómlistarmenn- ina alla sjö, sem ekki gátu komiö neinum í gott skap. Og nú skyldi hún ekki hvers- vegna hún hafði sjálf hlakkaö til í kvöld. — Ekki gat Karl hijálpað þabba þeirra neitt, fyrst barn var í vændum. En þarna sat Fríöa og beið eftir einhverju huggunarorði. Þessvegna brosti Henny og tók þétt um hönd hennar. „Ertu alveg viss um þaö? — Og hvaö segir Karl?“ „Já, ég er alveg viss um þaö En Karl veit ekkert ennþá. Og þú mátt ekki segja honum það. Eg verö aö segja honum þaö sjálf“. Henny fór að telja pörin, sem voru aö dansa niöri í saln um. Þau voru niu — Bráöum kemur Rudolf —. Hvernig ætli Karl geti borgaö húsa- leiguna, þegar Friöa hættir aö vinna? „Er hægt að sjá það á mér?“ spurði Fríða. „Mig langar til að vinna tvo jnánuði enn. Þá verður fjárhagurinn kominn í lag. Karl skuldar enn fyrir föt- in og við erum ekki búin að borga útvarpstækið. Og það verður áreiðanlega ekkert af- gangs“. Það var auðheyrt, að Friða var þessum hugareikningi vön. Hún átti von á að verða móðir í fyrsta sinn. En það virt ist ekki færa henni neina gleði. Hún lagði saman tölur í hugan- um — hún varð að reikna. „Það getur verið, ,að kvén- fólk taki eftir því. Hvað mu komin langt á leið?“ „Hálfan þriðja mánuð. Eg leyni því eins og ég get. Mér er ómögulegt að standa í búð- inni eftir að farið er að siá á mér. Karl hefur enn ekki tek- ið eftir því“. Fríða strauk óstyrkri henii yfir brjóstin og horfði flótta- lega í kringum sig: Allan þenn an mánuð hafði henni íundizt fólk horfa á sig með athygli. Það hlaut að vera ímyndun, en hún kveið þess á hverjum morgni að fara til vinnu sinn- ar. „Þá verður þú að hætta að vinna“, sagði Henny. Hún mundi það vel, hvernig henni hafði liðið sjálfri, meðan hún gekk með barn, Fyrst þessi óttalega uppgötvun, að hún var barnshafandi, síðan sex mánaða innivera heima og loks átta daga dvöl hjá ljósmóður, sem sjaldan var heima. En þetta var liðinn tími, og hann átti að gleymast. í kvöld ætlaði hún að dansa. Henny sá Karl dansa við há- vaxna, Ijóshærða stúlku niðri í salnum. Hún orðaði það ekki við Fríðu. Karl hlaut líka að koma bráðum. „Barnið þarf líka mikla mjólk ef ég hef það ekki á brjósti“, hvislaði Fríða. Hún hafði hugs að mikið um þessi mjólkurkaup. Auðvitað var heimskulegt að hafa áhyggjur af einum mjólk- urlítra. En hún gat ekki að því gert. Þetta var hugsun, sem of- sótti hana bókstaflega. „Hversvegna ættir þú ekk: að hafa barnið á brjósti?“ ( „Ja. — Ekki gerðir þú það __U „Það var alt annað. Þú hefur barnið hjá þér, en ég lét dreng- inn í burtu“. Henny var ofurlítið önug. Hún vildi helzt ekki caln um drenginn. Honum leið vel, bar sem hann var, og hún saknaði hans ekki. Það var ekki hægt að sakna barns, sem hún hafði ekki haft hjá sér nema hálfan mánuð. Það er vel hægt að gleyma — ,— „Hvað er þetta? Þarna er þá Karl.“, Fríða stóð ósjálfrátt upp þegar húp sá hann. „Hver er þetta, sem hann er að cansa við?“ Hún gleymdi að setjast niður aftur og fylgdi honum eftir með augunum. Loksins leiddi hann stúlkuna til sætis og gekk upp á svalirnar. Þá settist Fríða. Það var ógleði í svip hennar. Karl horfði í kringum sig á svölunum og þegar hann nálg- aðist borðið, þar sem Fríða sat. sagði hann hátt: „Þetta er prýðilegt. Daníel og kærastan hans koma bráðum hingað og þá getum við oll setið við sama borð og horít á“. Hann settist og tók klút upp úr vasa sínum. Karl var orðinn rjóður í framan og það fannst á andardi'ætti hans, að hann hafði drukkið öl. Hann þurrk- aði hálsinn með vasaklutnum, og smeygði fingrunum niður með flibbanum. „Nú er orðið heitt. Og það fer að verða fjörugt. Hvað er þetta? SitjiðB þið yfir auðu borði?“ ..Hver var þetta. sem bú vaist að dansa við?“ spurði Fríða og beit saman vörunum, eins og ætti að neyða hana með valdi til að láta sjá tennurnar. Karl leit á hana. „Ert þú enn með vonzku? Það var kærasta Daníels. Þau ætla að opinbera þegar hann er búinn að taka landsmet. svo það er allt í bezta lagi. — En ég skil ekkert í þér að koma svona klædd á dansleik. Auðvitað ræð ur þú því“. „Fríða er kvefuð", sagði Henný. Hana langaði okkerfc Þl að heyra þau rífast. £n lienni var ómögulegt að vorkenna Fríðu ákaflega. Skyldi Rúðolf ekki fara að koma? „Það er sjálfsagt nógu heitt hér“, svaraði Karl stuttlega. Hann var að horfa niður í sal- inn og það gladdi hann að sjá, hvernig fjör færðist i hópinn. Fólkið á dansgólfinu var fanð að syngja. Loksins voru gest- irnir komnir í veizluskap. Fiðluleikarinn sveiflaði bogan um, þegar viðlagið var sungið. Hvað gerði það, þó sungin væri efnislaus og ómerkileg visa, fyrst fólk hafði gaman af að veina í kór. Var þetta ekki Rúdólf? Henny stóð snögglega upp og fór. Rudolf stóð frarn viö dyr og Henny sá að hann lit- aöist um í salnum. Þaö mun- aöi litlu, aö hún stigi í kjól- faldinn og dytti þegar hún gekk niöur þrepin. En þegar hún kom niöur í salinn, komst hún ekki til dyranna fyrir fólkinu, sem var aö dansa. Hún varó aö hörfa út aö vegg. Rudolí sá hana ekki og ekkert þýddi aö kalla til hans. Loksins kom hann auga á hana og gekk til hennar. Þá haföi óþolinmæöin gert hana orölausa og hún gat ekkert sagt viö hann. Hann sagöi ekkert heldur, bara leiddi hana í dansinn og þau hurfu inn í hringiöuna. Hann lagöi handlegginn þétt utanum hana. Allar hreyfng- ar hans voru rólegar og ör- uggar, og hendur hans voru hlýjar og þurrar. Henny þurfti ekki aö líta í augu hans -til aö finna þessa ein- kennilegu hlýju í návist hans, og henni fanst þau vera alein

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.