Þjóðviljinn - 16.03.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1944, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. marz 1944. 8 Stefán ögmundsson; Breytt viðhorf (Þessi athyglisverða grein um aðstöðu -prentarastéttarinnar og um viðhorf í starfi hennar birtist i „Prentaranum', 22. árg. 2. tbl. Iíöfundur hennar er Stefán Og- mundsson, formaður Ilins íslenzka prent- arafélags). I'að er gamall og góður íslenzk- ur siður, að gá til veðurs dag hvern og hyggja að hversu skip- ast muni næsta sólarhring. Þótt störf okkar prentara séu lítt veðrabrigðum háð, megum við gjarnan minnast þéssa gamla siðar, skyggja hönd fyrir augu og fylgj- ast vel með veðurgerð allri í hvat- lyndi þeirra tíma, sem nú eru, og aðgæta hverju þau öfl muni valda um afkomu og þróun, sem líkl og hamfarir óbundinnar náttúru geis- ast fram, eyðandi eða umskapandi flest það, sem áður var. Ein mun okkur hugleiknust þeirra óráðnu spurninga, sem við- burðir tímans hafa fengið okkur til úrlausnar: Ilvaða áhrifum veldur þróunar- liraði stríðsáranna á kjör prentara- stéttarinnar, "Saintök hennar og baráttu fyrir bættum lífsskilyrð- urn og hvernig ber okkur að snú- ast við þeim verkefnum, sem breytingarnar færa okkur í fang? Eg mun í annarri grein taka til meðferðar í einstökum atriðum þá breytingu, sem orðin er, á hinu tæknilega sviði og hver nauðsyn ber til þess að við endurskoðum afstöðu okkar til liins prentfræði- lega uppeldis, sem stéttin nú býr við, svo það megi svara kröfum tímaus. Til lausnar spurningu þeirri, sem að framan getur, er gott að vita, að vélþróun prentiðnaðarins hefur tekið slíkt risastökk síðast- liðin 4—5 ár, að nærri lætur að vélamagnið hafi tvöfaldazt. Astandið er því þannig nú, að þótt aðeins fjórar prentsmiðjur hafi bætzt við, 3 hér í Reykjavík og 1 á Akranesi, þá hafa sumar þeirra, sem fyrir voru, aukizt svo að vélakosti, að telja má þær ný fvrirtæki. Eins og gefur að skilja hefur hinn stóraukni vélakostur valdið manncklu, því ekki varð gripið til neins varaliðs atvinnulausra maniia, eins og víða í öðrum grein- um. Af þessu hefur síðan leitt mik- il aukavinna, nemendafjölgun svo sem framast má og þó eru marg- ar hinna nýju véla aðeins hálfnot- aðar eða ekki. Það hefur verið mikið um það rætt meðal prentara og annarra, hversu fara muni þegar stríðsgróð- inn tekur að fjara, kaupgeta fólks- ins minnkar og farið er að skera við nögl allt það, sem ekki verður 'talið lil beinna lífsnauðsynja. Flestir rnunu sammála um að eitt hið fyrsta, sem menn spara við sig, þegar þrengja tekur í búi séu bókakaup og blaða. Það er hverju orði sannara, að afkoma prentarastéttarinnar bygg- ist að mestu leyti á lífsskilyrðum almennings, og í þjóðfélagi, sem enn er á því menningarlega frum- stigi að telja bókalestur og mennt- un eins konar ,,munað“, mega þeir sannarlega hafa augun opin, sem eiga lífsafkomu sína undir slíku munaðarleyst í hugsunarhætti og stjórnarfari. Þrátt fyrirt það, þótt kröfur frelsis og aukinna mannréttinda rísi nú hærra en nokkru sinni fyrr með flestum 'þjóðum. skulum við um stund gera ráð fyrir því. að spádómar „stríðshetjanna“ í íslenzku fjármálalífi, um hið marg- umtalaða hrun, eigi eftir að ræt- ast. Þessar skoðanir hafa einnig komið fram hjá sumum þeirra, sem þiggja álitlegan gróðahlut frá uppsprettum hins prentaða máls. Ef slíkir tímar eru í nánd, sem stríðsgróðastéttin íslenzka hefur á- formað að skapa, þá er einnig rétt fyrir okkur prentara að vera við þeim búnir. Hinn fullkomni og mikli véla- kostur, sem til landsins er kominn, mundi án efa gera eigendum prent smiðjanna kleift að afkasta því, sem arðbært reynist með litlu meiri liðsafla en fyrir var, þegar veltan hófst, svo þrátt fyrir á- kvæðin í samningum okkar um nemendatakmörkun er aukningin nú svo mikil, að orsakað gæti at- vinnuleysi. í kjölfar slíks ástands siglir svo venjulega krafau um skerðingu réttinda og lægri launa. Þetta er í fám orðum sú hætta, sem yfir vofir, ef horfið yrði aft- ur inn á braut hinna úreltu skipu- lagshátta auðmannastéttarinnar, sem býður alþýðunni „frið“ og skort, stríð og hörmungar. En hvernig eru skilyrðin til að mæta slíkum.hörmungum nú? Hef ur þróun stríðsáranna dregið úr möguleikum okkar til að standa fast á réttinum, eða hafa þeir vax- ið svo, að okkur sé mögulegt að sækja.skrefi lengra? Raddir heyrast um það meðal prentara, að fjölgun prentsmiðj- anna geri aðstöðu okkar verri. Eg sé þar ejiga verulega hættu. Hitt skulum við gex-a okkur ljóst, að því auðugri og stærri sem fyrir- tækin eru, því meira er vald þeirra og öflugri andstöðu að vænta. Og í þá átt hefur þróun stríðsáranna farið. Þrátt fyrir þessa þróun vil ég hiklaust fullyrða, að aðstaða okk- ar til framsóknar sé hiklaust hag- stæð, svo framarlega sem stétt okkar kann að notfæra sér reynslu undanfarinnar baráttu, mistök hennar og styrk, til að velja þær leiðir, sem færastar eru til sigurs. Prentarar hafa lengst af háð baráttu sína einir síns liðs við tiltölulega veikan og einangraðan andstæðing. Þetta hefur orðið til þess að skapa þann hugsunarhátt, að við þyrftum ekki að vera upp á aðra komnir, samheldni og sæmi leg fjárráð væru trygging fvrir þ\"í, að við stæðum af okkur hvcrja raun. Það er ekkert vanmat á styrk okkar og stórhug þótt ég segi: Þessi hugsunarháttur þarf ] að hverfa. Við höfum fullgildar j ástæður til að svæfa hann svefn- inum langa. Hi8 prentaða mál er orðið það stórveldi í landinu, að engin deila verður háð svo af prenturum, að hún snerti ekki hið pólitíska valda Framha>ld á 5. síðu. Guanar Hyrdal rann sakar kjör Negranna í Bandaríkjunum Rit hans um rannsókn- ina, nýkomið út í New York í tveimur stórum bindum (Lauslega þýtt úr Bandaríkja- blaðinu Time). Ungur, bláeygur Svíi, að nafni Gunnar Myrdal, kom til Banda- ríkjanna 1938 til að taka Negra- vandamálin til nýrrar, rækilegrar og hlutlausrar athugunar. Eftir fimm ára rannsókn,' gerðri með aðstoð 75 hjálparmanna, kostuð- um af Carnegiestofnuninni, — komst Myrdal að þeirri niður- stöðu, að framkvæmd hinna víð- tæku tillagna hans ylti á svari við einfaldri spurningu : „Hvernig er hugarfar hvítra Bandaríkja- manna?" Nú í febrúar kom út svar hans, á 1483 blaðsíðum, og nefnist ,,An American Dí lemma: the Negro Problem and Modern Democracy“ (Harper, tvö bindi, 7.50 dollara). — Bandarískt vandamál: Negrarnir og nútíma- lýðræðið. Sænski hagfræðingurinn og þingmaðurinn Gunnar Myrdal var valinn af stjórn Carnegiesjóðsins til þessa mikla rannsóknarstarfs vegna þess að hann er fær vís- indamaður, og ekki Bandaríkja- maður, svo hann gæti ritað um Negra án nokkurrar hlutdrægni. Það er sjaldgæft að Bandaríkin gangi undir slíkt próf hjá svo skarpeygum útlendingi. Með því að láta ógrynni af úrvinnsluefni síast gegnum þjálfaðan huga vís- indamannsins, komst dr. Myrdal að ályktunum, sem koma Banda- ríkjamönnum annað hvort til að kinka kolli eða mótmæla. Negravandamálið, segir hann, er ljótt, en ekki vonlaust. Það ,,er hvorki meira né minna enaldalöng vöntun á almenningssiðgæði. í orði var Negravandamálið leyst fyrir löngu, en lausnin varð ekki að framkvæmd í veruleikanum. Negrum í Bandaríkjunum hafa enn ekki verið gefinn undirstöðu- réttindi, borgaraleg og stjórnmála leg, sem heyra til lýðræðislandi . . . Þessi mótsögn er rót , .vanda- málsins” nú . . . Bándaríkin eru stöðugt að berj- ast fyrir þjóðarsál sinni . . Banda- ríkjamaður . . er ákveðið og ein- dreginn ,,móti syndinni“, einnig og ekki hvað sízt sínum eigin syndum. Hann rannsakar galla sína, setur þær svart á hvítt, og úthrópar þær, bætir jafnvel við hinum grimmustu ásökunum. — Bandaríkjamenn saka sjálfa sigog eru sakaðir af öðrum um hneigð að þessa heims gæðum, en þeir eiga engu síður til öfga í hina áttina . . . Þessi unga þjóð er ein- lægari öllum öðrum þjóðum. En Bandaríkin gera skakkt í því, að dómi dr. Myrdals, að skella á spánýjum lögum í hvert skipti, sem þau finna til sam- vizkubits. Lög þjóðarinnar eru rituð í miklum flýti, og áhrif þeirra verða að engu eða litlu vegna kæruleysislegrar eða ónógr ar framkvæmdar. —- Afleiðingin verður það öíugmæli, að í landi J, B, S. Haldane: ii að leufa læHnum afl stuffa Mér var skrifað nýlega og spurt hvort ég væri þvi meðmælt- ur að ólæknandi sjúklingum væri styttxir aldur og hvort það væri löglegt í Sovétríkjunum. Konan, sem ski'ifaði. sagði íið barn sitt væri haldið ólæknandi sjúkdómi, læknarnir segðu að það hlyti að devja, það liði stöðugt kvalir. Hvort það gæti ekki verið réttmætt að spara því óþarfa þjáningar. Hér í Bretlandi er til félxigs- skapur, er nefnist „Euthanasia Society“, og telur meðal félaga sinna nokkra kunna lækna, sem hefur það markmið að ta lögum breytt í þá átt, að leyfilegt sé að .stytta mönnum aldur í slíkum kringumstæðum. Hinsvegar telur kaþólska kirkj- an og margir ókaþólskir að rangt sé að taka menn af lífi nema í í’efsingarskyni. En því mætti svara að trxivillingamorðin. sem kirkjan hefur á samvizkunni, séu ]>að eftirminnileg, að ekki sé á- stæða til að virða álit hennar mikils. Það væi'i vafalaust hægt ;xð koma í veg fyrir miklar þjáning- ar með því að stytta sjúklingum, sem líða kvalir af ólæknandi sjúk- dómi, aldur. Eins má færa sterk rök að því að rétt væri að líf- láta barn sem er fæddur fábjáni og gétur ekki oi'ðið sjálfu sér eða öðrum til gagns. En samt er ég því mótíallinn að slík líflát verði leyfð með lögunx, og það af þrem- xir ástæðum. í fyrsta lagi vegna óvissu sjúk- dómsákvörðunarinnar. Jafnvel beztu læknum verða á alvarleg mistök. Þeir oiga að í’áða hváð að okkxir er af því scm við segjxnn þeim og því sem þeir sjá, finna og heyra, og stundum af Röntgen- myndum eða efnagreiningu á blóði og þvagi. En þetta er eins og menn ættu að segja hvað væri í ólagi í bílmótor, án þess að líta inn í vélina. Meðan læknishjálp er skipulögð eins og lxér hjá okk- ur, hefur læknirinn ekki að stað- aldri öll hjálparmeðul læknavís- indanna til taks, er hann á að ákvarða sjúkdóm. Hann verður að gizka á meira en nauðsynlegt væi'i. þar sem siðgæði er mikilsvirt, er Iitið á lög og reglur með tor- ti-yggni og Jiálfgerðri fyrirlitningu. Bandaríkin hafa nú hætt ein- angrunarstefnu og ,,samein- azt heiminum . . . Bandaríkin telja sig vera smámynd af mann- kyninu. Þegar nú á þessari úr- slitastundu Bandaríkin verða for- usturíki heimsins, er ástæða til að vona að vel fari vegna þess að þau hafa reynslu af samvinnu ó- líkra kynþátta og menninga, og viðurkennda stefnu, þó stundum skorti á framkvæmd hennar, um frelsi og jafnrétti allra ... 1 þeim skilningi er Negravandamálið ekki einungis stærstu mistökin, heldur ber einnig í sér stórkost- lega möguleika fyrir framtíð- ina . . .“ aimr ? Það rná segja að læknishjálp sé enn skipulögð á miðaldahátt. Við förum til sama læknisins með hina fjarskyldustu sjúkdóma, vinnu- skiptingunni er enn mjög ábóta- vant, nerna á spítölum, þar sem sjúklingum er skipt í deildir eftir sjúkdómum, meðhöndláðir af sér- fræðingum. cn því er ekki að heilsa utan spítalanna. I fi’amtíðinni á læknishjálp að vera bundin við heilsuvei’ndar- stöðvar, sem reknar eru af vei'ka- lýðsfélögum eða öðrum alþýðu- samtökum; á hverri stöð þyrftu að vei-a nokkrir læknar og öll tæki til fullkominixar sjúkdóms- greiningar, áðxxr en spítalastigið tæki við. Eg mundi því svara spurningu konunnar þannig, að þar tii lækn- ishjálp er orðin bctur skipulögð en nú, væri ekki réttmætt að stytta neinum karli, konu eða barni aldur af þcinx sökum eiixum, að einhver lækxxir segir það ó- læknandi. Ég er samxfærður um að verði slík líflát lögleyfð ein- hverixtíma, verða það ekki læknar senx fraxxxkvæma þau, þótt sumir þeii'ra virðist fúsir til starfans. Hræddur er ég' um að það yrði ekki til þess að auka traust manna á lækni sínum ef þeir kæixiust að því að hamx væri nýbúinn að „slá af" einhverix íxágranixaxxn, hversu líknsenxdarlega sem haxxn hefði fai'ið að því. Setjum svo að „anxma“ þjáist af ólæknandi sjúkdómi, og börn lieixnar kumxi að hafa fjái'hagsá- stæðui' engu síður en mamxúðar- ástæður til að losna við haixa. Eða þá að Smithfjölskyldan búi í þröngum húsakynnum, og dauði gönxlu konunnar þýði miixna starf fyrir frú Smith og syefnherbergi í viðbót haixda börixuminx. Eða frx'i Brown, sem á stórt hús og heldur þjóna, en fær 10 þúsund pund sanxkvæmt erfðaskrá föður síns þegar ,,amnxa“ deyr. — Það þýðir ekki að láta svo sem slíkar fjárlxagsástæður gætu ekki haft sitt að segja lijá sunxu fólki. Þess vegna er ég nxótfallimi því að löglcyfa h'flát af mannúðará- stæðum þar til komið cr á þjóð- skipulag, þar senx efnahagsmálum er betur fyrir konxið, sósíalistiskt þjóðfélag, þar sem enginn getur haft fjárliagsgróða af dauða amx- ars íxxanns. ★ 1 „Uppruna fjölskyldunnar“ viðhefur Engels viturleg ummæli uixx franxtíð hjóixabandsiixs: „LTr því verður skorið“, ritar hann, „þegar íxý kvnslóð er full- þi'oska, kynslóð karlmanxxa senx ekki veit lxvað það er að kaupa blíðu konu fyrir peninga eða nein önnur þjóðfélagsfríðindi, — kyn- slóð kvenna sem hefxir aldrei reynt hvað það er að gefa sig karlnxanni nenxa af ást, eða neit- að að gefa sig ástmanni síixum af ótta við efnahagslegar afleiðing- ar“. Þegar heinxurinn verður byggð- ur því fólki, nxuix það kæra sig kollótt unx allar lífsreglur frá okk- FramhaRl á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.