Þjóðviljinn - 16.04.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.04.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur ltí. apríl 1944 — ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. apríl 1944 lllÓÐVILJIMH Vtfafudl: Bam mmmgmrfiMmr alHBu — Mátímlmtaflakkmúm. XiUtjiri: Biffuríur Oul—jiiw. ItjimtiUrifarijirar: Einmr Biffit Biffurkjartmmn. Xitatjórmanloifitafa: AuHurrirmti lt, timi tt7». Af«r«8iU oj omclýrimgmr: BkiUvirtutUff 1», úmi tlti. jProoUoútja: TUmnffrprmt kGmrSaitrmti 17. >iWH«rr»Í: 1 XoykjoTlt og mi#nui: Xr. 8.M i aiiriL Vtá i lud: Xr. <M i ■inH. 1. maí Fyrsti maí nálgast. Verklýðssamtökin búa sig að vanda undir sinn mikla hátíða- og baráttudag. Alþýða íslands mun þann daga sem svo oft fyrr sýna vilja sinn til baráttu fyrir því að gera mannfélagið viðunandi vistarveru fyrir mennina, skapa það samfélag starfandi og hugsandi vera, er verðskuldi að heita menningar-þjóðfélag. Og hve fjarri allri menningu er ekki það ástand að mennirnir verði að rífast og bítast innbyrðis, spilla hver fyrir öðrum, kúga og arðræna hvor annan og enda svo með því að drepa hvorir aðra í blóðugum styrjöldum, til þess að útkljá deilu- mál sín. Hugsjónin um þjóðfélag, er veiti mönnum öryggi og frelsi, — það er hugsjónin, sem 1. maí er helgaður. Kröfur alþýðunnar um 8 tíma vinnudag, um næga atvinnu, um sómasamlega afkomu, um menntun og tómstundir, um frelsi til að þroska sig, um bræðralag allra þjóða, um jafnrétti mannanna, — allt eru þetta þættir í sömu hugsjóninni, sem barizt hefur verið fyrir hvern 1. maí, síðan farið var að helga þann dag frelsishreyfingu verkalýðsins fyrir 53 árum síðan. 20 ár eru liðin síðan verkalýður fslands fór í fyrsta skipti í 1. maí-kröfugöngu hér á Islandi. Mikið hefur breytzt á þeim tíma. Það er sterkur, samtaka fjöldi, sem nú mun fylkja sér undir merki verk- lýðssamtakanna 1. maí, — sterkustu samtakaheildar íslenzku þjóðar- innar. Og það er nauðsynlegt að sá fjöldi geri sér ljóst á hvílíkum tíma- mótum þjóð vor stendur nú: Þjóðin er að ganga til stofnunar íslenzks lýðveldis, eftir 7 alda erlenda konungsstjórn. Verklýðshreyfingin skoðar það í senn sem heið- ur sinn og skyldu sína að styðja að því verki sem framast má verða. Og framundan eru nú möguleikar til stórfelldari framfara í at- vinnu- og menningarlífi voru, en áður hafa þekkzt. Verklýðshreyfingin þarf að muna það 1. maí, að það er eitt aðalhlutverk hennar að tryggja að þeir möguleikar verði hagnýttir. Hvað knúði orlofslögin fram? Alþýðublaðið er að bögglast við að segja sögu orlofslaganna í grein í gær. Er það gert af þeirri sannleiksást, sem þar er venjulega að mæta. Skal nú sagan rifjuð upp hér — eins og hún er. Á þingi 1941 er sett milliþinganefnd í orlofsmálið. Nefndin skilar áliti, eftir að hafa klofnað. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins flytja frumvarp um orlof á vetrarþinginu 1942. Frumvarpið dagar uppi. Og eftir öllum undirtektum að dæma þá blés ekki byrlega fyrir þessum góða málstað. Alþýðuflokksþingmennirnir skoðuðu þetta sem einskon- ar einkamál sitt og í sjálfbirgingshætti flokksins reyndi hann ekki einu ■sinni að fá t. d. Sósíalistaflokkinn til að flytja það með sér. Leit nú helzt út fyrir að málið myndi kafna í máttlítilli hendi Alþýðuflokksins. • Þá tóku verklýðssamtölcin til sinna ráða. í kawpsamningum þeim, sem gerðir voru í ágúst 19ý2 var ákveðið að verlcamenn slcyldu já or- loj samkvœmt lagajrumvarpi þvi, sem legið hejði jyrir vetrarþinginu, hvort sem það yrði að lögum eða ekki. Með öðrum orðum: Með samtökum sínum settu verkamenn or- lojslögin í gildi. Það, sem Alþingi síðan gerði á haustþinginu 1942 var að viður- kenna og löghelga orðinn hlut, — löggilda endurbót, sem verkamenn höfðu komið fram og stóð, hvort sem Alþingi viðurkenndi hana eða ekki. Það var Dagsbrún, sem setii orlojslögin í gildi í ágúst 191$. Alþýðublaðinu er bezt að hætta að reyna að stela þeim heiðri af verklýðssamtökunum, sem þau eiga skilið fyrir það verk. Alþýðublaðs- klíkan hefur stolið nógu af þeim samt. André Símonc; Sonur skósmiðsins í Gorí Frakklandi og gerzt „samverka- maður“ Hitlers. Hann var kallað- ur föðurlandsvinur. Francisco Franco gerði upp- reisn gegn löglegri stjórn sinni, sendi erlenda málaliðsmenn naz- .ista og fasista gegn þjóð sinni og þeirra, sem siðar urðu miðlunar-1 gpán ag bandamanni mönd. nlr. tr\ 11 yvt r, n n Mnl/Jnm mr»mrf i nnru * ulveldanna. Hann var kallaour Niðurlag. Fimm-ára-áætlunin gerði Ráð- stjórnarríkin að einu fremsta iðn- aðarríki veraldarinnar. Þetta var kallað gjaldþrot í hópi sumra manna — ekki aðeins meðal stefnumenn, heldur einnig í hópi þeirra manna, sem að vísu sner- ust gegn nazismanum, en gátu í sama jnund ekki skilið eða neit- uðu að viðurkenna mikilvægi iðn- virkjunar og samyrkjubúskapar ráðstjórnarinnar í komandi styrj- öld við Hitler. Atvinnuleysinu var útrýmt í Ráðstjórnarríkjunum skömmu eftir 1930. Þetta var kallaður þrældómur. Lífskjör ráðstjórnarþjóðanna hafa batnað stöðugt síðustu fimm- tán ár. Þetta hefur verið kallað hungursneyð. \ ★ Þegar stefnuskrá Stalíns varð yfirsterkari stefnuskrá Trotskís, sigraði þar stjórnarstefna öryggis og stöðugrar framfarar á stjórn-1 arstefnu ævintýramennskunnar En samt var þetta kallað valdrán Þegar ráðstjórnin bar fram til lögu um almenna afvopnun og barðist fyrir sameiginlegu öryggi til verndar friðnum, voru þessar tillögur kallaðar djöfullegar ráða- gerðir Kremlbúanna um að steypa heiminum út í styrjöld. Ráðstjórnarsambandið var eina stórveldið, er gerðist til að hjálpa spánska lýðveldinu um vopn, hernaðarsérfræðinga og fjárlán. Þetta var kallaður bolsévískur undirróður í Vestur-Evrópu. Ráðstjórnarsambandið var eina stórveldið, sem hjálpaði Kína í styrjöldinni gegn Japan löngu áð- ur en slíkt var tízka. Þetta var kölluð landvinningastefna ráð- stjórnarinnar í Austur-Asíu. Utanríkisstefnu Stalíns tókst að afstýra heimsbandalagi gegn Ráðstjórnarríkjunum, en það var, eins og nú er meira eða minna al- mennt viðurkennt, grundvallar- hugmyndin að baki miðlunar- stefnunni. Þetta var kallað yfir- þyrmandi ósigur Stalíns á sviði utanríkismála. Griðasáttmálinn við Þýzkaland veitti Ráðstjórnarríkjunum nærri tveggja ára setugrið til þess að hraða viðbúnaði sínum gegn óhjá- kvæmilegri árás nazista, og þessi frestur hefur borið ávöxt á aust- urvígstöðvunum. Þetta var kall- að uppgjöf fyrir Ilitler. Réttut skilningur á hlutverki Mannerheims marskálks, sem út- verði 'nazistiskrar heimsvalda- stefnu var orsök finnsk-rússneska stríðsins. Þetta var kölluð verri árás en nokkur ágengni nazista. Rauði herinn hefur verið gerð- ur slíkur, að hann er „ægilcgasti andstæðingur, sém her Hitlers hefur nokkru sinni átt fangbrögð við“. En hann var gerður að hlát- ursefni alls heimsins. TÉT Á hinn bóginn: Pétain marskálkur hefur ofur- selt frönsku þjóðina drottnum nazisla, gróðursett fasismann á heiðursmaður. Gustav Mannerheim marskálk- ur kúgaði land sitt í stríð infcð nazistum og gerði Finnland að hjáleigu þýzka ríkisins. Hann var kallaður hetja. Benito Mussolini hefur hleypt landi sínu í þrjár styrjaldir á tæp- um fimm árum og hefur orðið varakonungur Hitlers á Ítalíu- skaga. Iíann var kallaður snill- ingður. Og Adolf Ilitler? Þessi leiðtogi heimsvaldamanna í Þýzkalandi hefur steypt heiminum í meiri eymd og bölvun en nokkur mað- ur annar í sögunni. Með ógnar- stjórn og lygum heldur hann 250 milljónum Evrópumanna undir var með þessi orð í huga, að ég tók saman þennan sakargiftarlista, sem að framan getur. Hatur eða fyrirlitning á Ráðstjórnarríkjun- um, eða vanmat á hinu sanna hlutverki þeirra, hefur orðið heim- inum til nógu mikillar bölvunar. Fyrir styrjöldina varð hin fjand- samlega stjórnarstefna lýðræðis- leiðtoganna til þess, að Hitler gat innlimað Austurríki og Tékkó- slóvakíu, að Mussolini gat svívirt Albaníu, að Franco gat drottnað á Spáni. Á fyrsta áfanga styrjald- arinnar ýtti það ekki lítið undir hina smærri sigra Hitlers, er slík orð urðu fleyg, sem „Commu-naz- ismi“ eða vígorð það, sem Louis Fischer varpaði fram: „Sá, sem hjálpar Stalín, hjálpar Hitler“. Frá því að þýzk-rússneska stríðið hófs, hefur þessi sami leikur verið leik- inn áfram, þótt orðalagi hafi ver- ið breytt að nokkru. Þegar ekki er hægt annað en ljúka lofsorði á Rauða lierinn fyrir hin jötunefldu átök lians, er Stalín og stjórnar- stefna lians grunuð um græzku og Lenín og Stalín, hinir nánu samstarjsmenn og stjómendur rúss- nesku byltingarsinnar, rœða við hermenn úr rauða hernum á bylt- ingarárunum. járnhæl nazistiskrar harðstjórnar. En ævisöguhöfundar hans í hópi andnazista hafa kallað hann ein- lægan. En manninum Stalín og starfi hans var ekki auðsýnd slík lin- kind, ekki einu sinni hlutlægur, sanngjarn slcilningur. Eins og Lenín á undan honum var hann kallaður í sama mund Asíuharð- stjóri og þýzkur flugumaður. Brynreið styrjaldarinnar liefur ekið yfir margan hættulegan mis- skilning. Maginotlínan, Maginot- andinn, tálvonirnar um, að maður gcti verzlað við Ilitler, að maður geti verzlað eins og að vanda, her- listin frá 1914, og hUgsunarháttur- inn frá 1914 hafa vcrið þurrkuð út af vélahersveitum Ilitlers. Og þegar hersveitir þessar sneru í austurátt var hugmyndinni um ó- sigranleik Hitlers gefið rothöggið. En enn þá steitast menn á móti því að urða hinar röngu hugmynd- ir, er menn hafa gert sér um Josif Stalín. Þær eru enn þá í fullu fjöri, og þær ýta enn undir miðl- unarstefnumennina. Winston Churchill hefur einu sinni sagt, að mótsakargiftir um fortíðina séu til þess notandi að seggja til athafna í nútíðinni. Það foringjahæfileikar hans eru lítils- virtir. Hvort sem þessi andúð á að við- urkenna hlutverk Josif Stafíns í tilveru ráðstjórnarinnar er sprott- in af hiarkvísum áróðri, sem runn- inn er undan rifjum nazista, eða hún stafar blátt áfram af gáfna- skorti, þá er hún mjög alvarlegur þrándur í götu að ósigri nazism- ans. „Hin hugrakka og staðfasta vörn Ráðstjórnarríkjanna er svo mikilvæg til að vinna sigur á Hitl- erismanum, að úrslitum ræður“, sögðu Roosevelt fórseti og Winston Churchill í símskeyti til Josifs Stalíns um miðjan ágústrnánuð 1941. Þar sem maðurinn Stalín .hefur verið og er svo mikilvægur Ráðstjórnarríkjunum og verður ekki skilinn frá þessu hugrakka og staðfasta viðnámi, þá getur það ekki orðið málstað lýðræðis- ins til þrifnaðar, að lítilsvirða eða ófrægja manninn og verk hans. Það verður að viðurkenna stað- reyndir, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og þeirri staðreynd verður ekki haggað: að Josif Stalín er höfuðsmiður þess viðnáms, 0r ráðstjórnin hefur veitt, og þcss sið- ferðisþrcks, er hún hefur sýnt. Áttræð Carlotta Marfa Jónsdóttir Kvíhmyndahúsín ,Þokkaleg þrenning1 og ,VordagarviðKlettafjöll‘ Eg held, að flestir hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum yf- ir sænsku myndunum, sem Tjarnarbíó hefur sýnt að und- anförnu. Þær hafa að vísu að- allega verið gamanmyndir, en þó finnst mönnum sem eitt- hvað vanti af því fjöri og sak- lausri kátínu sem jafnan hefur einkennt sænskar gamanmynd- ir. General von Döbbeln var að vísu langt frá því að vera gamanmynd, en ekki tókst Sví- anum betur þar, því að mynd- in var dreþleiðinleg, þrátt fyr- ir mjög góðan leik á köflum, hana skorti einmitt það, sem svo’ mikils er um vert í allri kvikmyndagerð: hraðann, sem einkennir allar amerískar myndir. Tjarnarbíó sýnir nú enn eina sænska mynd. Þetta er heldur einföld gamanmynd og má vel hlæja að henni, a. m. k. á köfl- um. Hún segir frá misskilningi og kröggum þremenninganna, sem leiknir eru af Elof Ahrle, Nil Poppe og John Bodvid. Allt fer þó vel á endanum. Þessi mynd á sammerkt við aðrar sænskar myndir í því, að leikararnir eru ósköp líkir venjulegu fólki, og er þess vegna dálítil upplyfting í að sjá hana, eftir að hafa haft töfradísir og ofurmenni ame- rísku kvikmyndanna fyrir aug- unum í langan tíma. VORDAGAR VIÐ KLETTAFJÖLL Það mun hafa verið árið 1939, að ungri og nær óþekktri leik- konu var falið hlutverk, sem Alice Faye hafði átt að hafa Charlotta María Jónsdóttir, Öldugötu 33 hér í bæ, er átta- tíu ára í dag, — fædd 12. apr. 1864. Foreldrar hennar voru þau John Mc. Klein, skozkur mað- ur, er dvaldi hér á landi um nokkurt árabil og María Elísa- bet Kristjánsdóttir. Hún var alin upp hjá ömmu sinni, Rósu Björnsdóttur, og manni hennar, Runólfi Jóns- syni, sjómanni, sem var stjúpi móður hennar, og bjuggu þau hjón í Arabæ, sem nú er nr. 2 við Mjóstræti. Um tvítugt fluttist Charlotta vestur í Stykkishólm til Sig- urðar Jónssonar sýslumanns. Þar giftist hún 25 ára gömul Guðmundi Halldórssyni skip- stjóra. Bjuggu þau hjón þar 40 ár og varð 5 barna auðið, en aðeins tvær dætur sitja nú af- mælishóf móður sinnar, hin eru látin. Síðan þau fluttu frá Stykkishólmi hafa þau búið hér í bæ, alltaf á sama stað að undanteknum fyrsta vetri þeirra hér. Þau hjón gætu í dag setið meðal 9 barnabarna og 13 barnabarnabarna . Charlotta er mjög ern, fylgist vel með öllu, 1 myndinni „Down Argentína les mikið og skrifast á við Way“ (é§ man nú ekki hvað vandafólk sitt og vini. Út í minningar afmælisbarns ins frá bernsku hennar er ekki tækifæri til að fara hér, en trúlegt þætti mér, að margt fróðlegt og skemmtilegt, finnd- ist þar ef farið væri að ræða um það við hana. Eg óska svo að endingu afmælisbarninu til hamingju og vona að ævikvöld hennar megi verða bjart og fagurt eins og hún hefur sjálf unnið til, með framkomu sinni við alla þá, sem hún hefur um- gengizt. Og að síðustu þetta erindi, sem lýsir henni bezt: Ef lítirðu fallið og fölnandi strá um fönnina að hrekjast, sem gengið er á, þig langar að anda á það lífshlýjum yl og láta það sólvermdu blómanna til. (S. J. J.) Vinur. Gjöf Norðmannna Framhald af 1. síðu. norska sjómannasambandinu, sem gjöf til miðstjórnar rúss- nesku verklýðssambandanna. Viðstödd voru við afhend- inguna frú Churchill og sir Philip Cherwood marskálkur. hún var kölluð á íslenzku), sök- um þess að Alice Fay var for- fölluð einhverra hluta vegna. Leikkona þessi hét Betty Grable. Vinsældir þessarar leik konu hafa síðan farið sívax- andi. Sennilega á hún vinsæld- ir sínar fyrst og fremst að Afstaða smáþjóðanna Framhald af 1. síðu því að halda friðrofum niðri. Norsk stjórnarvöld hafa oft haldið því fram sem Cordel Hull lét í ljós, að traust samvinna milli Bret- lands, Bandaríkjanna, Sovétríkj- anna og Kína sé undirstaða al- þjóðasamtaka. Án slíkrar sam- vinnu munu, eins og Cordel Hull tók fram, alþjóðasamtökin aðeins vera til á pappírnum, ogdeiðin op- in fyrir ný átök. Norðmenn hafa því ekkert á móti því að stórveld- in reyni að ná fyrst samkomulagi sín á milli, og að ekki sé ástæða til að saka þau um stórveldaein- ræði þess vegna. Það er yfirleitt til tjóns fyrir alþjóðlegt samstarf, ef gengið er að því sem gefnu, að stórveldi og smáríki hafi and- stæðra hagsmuna að gæta. Að minnsta kosti telja Norðmenn til- gangslítið að mynda einhverskon- ar „fagfélag“ smáþjóðanna. Smá- þjóðirnar eiga einmitt að telja það hlutverk sitt að vinna að bættu samkomulagi stórþjóðanna og koma á góðri grannasambúð hver í sínum heimshluta. Frá því sjón- armiði er hægt að gagnrýna harð- lega þá pólitík sem finnska stjórn- in hefur rekið. En þó að Norðmenn séu fúsir að viðurkenna þann áhrifarétt sem stórveldin eiga kröfu til sam- kvæmt auðæfum sínum og hcr- valdi, en sem jafnframt gerir á- byrgð þeirra margfalt meiri, verð- ur þó að leggja áherzlu á ummæli Hulls um að samstarf stórveld- anna geti hvorki komið í staðinn fyrir eða dregið úr samstarfi allra hinna sameinuðu þjóða. Ekkert atriði í myndun alþjóðasamtak- anna getur talizt fullráðið fyrr en um það hefur verið fjallað í frjáls- um samningum milli þeirra full- valda þjóða er hlut eiga að máli. Það er augljóst að slík alþjóða- samtök munu ná um allan heim. En einmitt þess vegna á að leyfa innan ramma þeirra svæðisbundna samvinnu. Hvað Noreg snertir þakka því, að hún er ekki ósnot mun svæðisbundin samvinna við ur, einnig syngur hún og dans- ar laglega. Margar myndir, sem hún hefur leikið aðalhlutverk í, hafa komið hingað og um þessar mundir sýnir Nýja Bíó eina, sem heitir „Vordagar við Klettafjöll“, frá Fox-félaginu. Aðrir leikarar eru þeir: John Payne, sem gárungarnir kalla Jón pínu, Carmen Miranda, er alltaf getur komið mönnum til að brosa, og Lesar Romeo, sem íslenzkum bíógestum er orðinn vel kunnur. Harry James og hljómsveit hans leika fjögur lög í myndinni og mun flestum þeim, sem gaman hafa af dans- músík, þykja gaman að hon- um, því að hvað sem um hljóm sveit hans má segja, þá er því ekki að neita, að trumpetleik- ur hans er óviðjafnanlegur. Það sakar heldur ekki, að öll myndin er tekin í litum, og það er því óhætt að fullyrða, að flestir munu hafa' nokkuð gaman af að sjá þess mynd. A. hin Norðurlöndin og Atlantshafs- ríkin með samkomulagi við Sovét- ríkin koma af sjálfu sér“. Finn Moe leggur þvínæst á- herzlu á þátttöku Bandaríkjanna í alþjóðasamtökum, og lýkur greininni með þessum orðum: „Bandaríski utanríkisráðherr- ann beindi einnig eindregnum til mælum til hlutlausra landa að senda ekki til Þýzkalands hráefni og vörur, sem mikilvægar eru fyr- ir hernaðarreksturinn. í ummæl- um Bandaríkjablaða er bent á að þessi tilmæli nái einnig til Sví- þjóðar, þó henni sé fyrst og fremst beint til annarra hlutlausra ríkja. Norðmónnum er kunnugt um hina erjiðu aðstöðu Svíþjóðar, en þeim er einnig lcunnugt um þær jómir er norska þjóðin og Danir haja jœrt í baráttunni jyrir lýðrœðið í hciminum og þá einnig á Norður- löndum. Það er atriði, sem Svíar vcrða að taka með í reikninginn þegar þeir nú rœða tilmœli Cor- dels Hvlls. Þau eru áreiðunlega sögð í beixkri alvöru". Benjsmfn Eiríksson meistari í hagfræfli Benjamin Eiríksson. Benjamín Eiríksson frá Hafn arfirði fékk Master of Arts gráðu 1 hagfræði við háskóla Minnesota-ríkis í Minneapolis um miðjan marz-mánuð, sam- kvæmt fréttum, sem nýlega hafa borizt hingað. Hann hef- ur verið við framhaldsnám á þeim skóla í nærri því tvö ár, og auk þess var hann við nám og jafnframt kennslu í háskóla Washington-ríkis í Seattle fyrir ári síðan. Áður en hann fór vestur hafði hann eftir að hafa tekið stúdents- próf á Akureyri, verið við nám í Svíþjóð, Þýzkglandi og Rúss- landi. Hefur Benjamín hugsað sér að halda áfram náminu fyrir vestan þangað til hann fái doktorsgráðu. Próf. Frederic B. Garver, kennari í hagfræði við Minnesota háskólann og einn frægasti á því sviði 1 Bandaríkjunum, var í próf- nefnd Benjamíns og sagði að ritgerð Benjamíns um „busi- ness cycles“ og vörn hans á henni fyrir nefndinni hefði ver- ið það bezta sem hann hefði nokkurn tíma heyrt hjá nokkr- um manni við framhaldsnám síðan að hann byrjaði sjálfur að kenna, fyrir fjöldamörgum árum. Fyrir rúmu ári síðan gekk Benjamín að eiga Þor- björgu Einarsdóttur frá Reykja vík, sem fór út til New York 1940. Árásirnar á Tirpitz Framh. af 1. síðu. Álftafjarðar, og eftir meir en hálfs árs vinnu var svo komið um miðj- an síðast liðinn mánuð, að Tirpitz var búinn að fara nokkrar reynslm ferðir og átti að fara til Eystra- salts. En þá einmitt komu brezku flugvélarnar og skemmdu Tirpitz ennþá einu sinni og það enn meir en í fyrra skiptið. Þegar Brctár gerðu loftárásina, voru fjögur önnur skip á • Álfta- firði og auk þeirra norska hval- bræðsluskipið C. A. Larsen, sem Þjóðverjar hertóku á sínurn tíma, og tvö norsk herskip, Haraldur hárfagri og Tordenskjold, tundur- skeytabátur og nokkur dráttar- skip. Sænsk blöð hafa frétt,. að stemningin meðal þýzka hersins þarna norðurfrá, sem lengi hcfur verið mjög slæm, hafi enn versnað cftir loftárás Breta. Það eru um 4000 þýzkir sjóliðar, sem dveljast athafnalausir í hinum hrjóstrugu héruðum norsku Finnmarkar og hefur oft borið á, að það hafi slæm áhrif á þá. 1938 - 1939 - 1944 (Hér fer á eftir ritstjórnargrein úr þýzka blaðinu Die Zeitung, sem gefið er út £ Lomlon frá 10. marz 1044. Gefur hún liugmynd um hvernig frjálslyndir l>jóð\i.rjar líta ú hernám Austurríkis og Tékkoslovakíu og framtíðarhorfur með tilliti til þeirra landa). Hinn 11. marz réðist Hitler á Austúrríki. Þann dag hófst síðari heimsstyrjöldin. En það var ekki fyrr en ári síðar, er Hitler hafði mol- að tékkoslovakiska lýðveldið, að heimurinn gerði sér ljóst að Hitler var ekki hægt að kaupa til frægðar. Tveimur ríkjum var fórnað. Millj- ónir manna dæmdar til þrælalífs, áður en mönnum skildist hvað Hitler meinti með herópinu „Heiður og frelsi“. Nú þarf ekki lengur að sannfæra neinn um þýðingu Austurríkis og Tékkoslovakíu. Það er ekki um neinn frið að ræða, ekki ncitt skipulag Evrópumála, sem á það nafn skilið, nema bæði riki fái fullt sjálfstæði. Að svo verði, þarf ekki lengur að draga í efa, þar sem endurreisn sjálf- stæðs Austurríkis hefur verið tengt stríðsmarkmiði Bandamanna, og hið fjölþætta og hugmyndaríka undirbúningsstarf tékkoslovakísku stjórnarinnar fvrir endurreisn landsins sannar, að sköpunarmáttur þeirrar þjóðar er ekki þorrinn. Fjölmargir Tékkar hafa fallið i barátt- unni fyrir endurreisn ríkis síns, fjölmargir líða sárustu nauð í fangels- uni eða nauðungarvinnu. Þeir eru vottar þess, að hin „sögulega krafa“ er Hitler bar fram af Þýzkalands hálfu um vfirráð Bæheims og Mæris, hefur engan grundvöll nú á dögum. Austurríki hefur reynt það undir þýzkri stjórn hvað „Stór-Þýzka- land“ í raúninni er . Margir Austurríkismenn fögnuðu innrás þýzku herjanna 1938, vcgna þess að þeir voru blindaðir af slagorðunum: Ein tunga — ein þjóð — citt ríki! Þessi slagorð haía víða í Austurríki verið , tekin sem spakmæli og hafa beint málum landsins inn á hættulegar brautir. Hin sameiginlega tunga er nokkurs virði, en hefur ekki úrslita- jiýðingu. Austurríki og randhéruð Bæheims eiga að baki sér þróun í menningarmálum, þjóðlífi og stjórnmálum, sem þrátt fyrir hina sam- eiginlégu tungu hefur farið aðrar brautir en þróunin í Þýzkalandi. En er nóg að gert með endurreisn sjálfstæðis Austurríkis og Tékkoslovakíu? Pólitískar úrlausnir duga ekki lengur einar sér vegna þess hve atvinnu- og viðskiptalíf landanna er orðið samtvinnað. Krepp- urnar sem dundu yfir Austurríki og Tékkoslovakíu fyrir 1938 — eins og grapnlöndin — voru fyrst og fremst bundnar hagkerfum þeirra. Or- sakirnar liggja í hagstefnu, sem lilaut að miðast við landamæri hvers ríkis en gat ekki telcið tillit til stærri heilda, vegna þess að slíkt sjónar- mið var hvergi gagnkvæmt. Hinar stóru hagstjórnareiningar framtíð- arinnar munu verða miðaðar við hagsæld allra þjóða, en innan þeirra getur hver þjóð, smá og stór, lifað sínu pólitíska Jífi. Einnig saga Aust- urríkis, frá hruni Habsbúrgættarinnar til sameiningárinnar við Þýzka- land, sýnir, að það hefur ekki skilyrði til heilbrigðrar þróunar nema sem hluti af stórri hagstjórnarheild — sem þarf ekki að vera Þýzka- land. Rúníngsdagur Framh. af 2. síðu. nokkrúm smáskeinum, og lagður- inn af henni kominn niður i poka. Þannig gengur þetta frarn eftir deginum. Eg' finn hvernig þreyt- an læsir sig upp eftir handleggjun- um. fingurnir stirðna utan um hnífsskaftið og sólin stafar geislum sínum brennheitum niður á sveitta og vinnulúna menn, svo að þeir eiga sér enga ósk heitari en þá, að örlítil hafræna kæmi nú, en þrátt fyrir óskir þeirra hrærist ekki hár á höfði. Áfram þokast dagurinn og líð- ur út í 'djúp timans, hinn þunga straum, sem fellur áfram með jöfn um hraða og kemur aldrei aftur. Og klukkan 7 um kvöldið leiði ég síðustu ána, sem ég þarf að rýja, út úr réttinni, ánægður með lokið dagsverk. Eg tek ullarpokana, kem þeim í geymslu til næsta dags, kveð félaga mína. sem fleiri kindur hafa þurft að rýja og eru enn ekki búnir, og þakka þeim fyrir liðinn dag og. rölti heimleiðis, að vísu ekki eins léttur í spori og um morguninn, en bjartsýnni en ella á framtíðina. Á hlaðinu staðnæmist ég og lit ast uni eins og um morguninn, en nú hefir allt tekið annan svip. Nú ber fvrir átigu mín: Náttúran klædd náttklæðum sínum. Sólin er fyrir nokkru gengin til viðar. Yfir tún og engi breiðist slæða ofin úr örsmáum daggarperlum, yfir ský- lausan himininn slær rauðleitum bjarma, hinzta kveðja hinnar hníg- andi sólar. Hinir fleygu vinir okk- ar, eru þagnaðir og kúra á víð og dreif um tún og engi, með nef und- ir væng. Allt er kyrrt og hljótt: „Ekki kvik á nokkru strái“. Það er eins og öll náttúran standi á öndinni og engin vilji verða fyrstur til að rjúfa þá kvrrð sem ríkir á láði og legi, eða saurga helgi næturinnar. Raulandi fvrir munni mér: ,.Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenzka kvöldinu’ í fallegri sveit". geng ég inn og loka hurðinni á eftir mér. Gott mun verða að ganga til rekkju, hvíla þreytta limi og taka sér ferð á hendur inn í land draumanna, þar sem ekkert erfiði mætir manni og eng- ;-ar kindur til að rýja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.