Þjóðviljinn - 10.05.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1944, Blaðsíða 1
9. argangur. Miðvikudagair 10. maí 1944. 102. tölublað. Seuastoiol tein Allur Krímsbagí á valdi rauða hersíns S. í. B. S. fylgjandi lýðveldisstofnun Fjórða þing Sambands ísl. berklasjúklinga samþykkti eft- irfarandi um lýðveldismálið: ,,Fjórða þing S. í. B. S. sam- an komið að Vífilsstöðum 6. og 7. maí 1944, lýsir sig eindregið fylgjandi stofnun lýðveldis á ís- landi, eigi síðar en 17. júní n. k. Hvetur þingið alla íslendinga til að standa einhuga um mál þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri, sem fram á að fara í þessum mánuði, og láta engar raddir, hvaðan sem þær koma, hafa áhrif á sig í þá átt að lýð- veldismálinu verði slegið á frest, og því þar með stefnt í voða“. Ræð'i Christmas Moiler útvarpóð í Danmörku! Þjóðverjar skipuleggja - morð í landinu Kyndugt atvik varð í danska ■útvar'pinu í gœr. Þulurinn tilkynnti upp úr þurru, að sökum slœmra hlustunarskil- yrða jrá London yrði nú útvarp- að hljómplötu. Á plötunni var útvarpsrœða, sem Christmas Móller hafði jlutt í dönsku útvarpi jrá London. Var rœðan ávarp til dönsku leymbar- áttunnar og lýsing á striðsmark- miðum Dana. Frá dönslcu sendisveitinni. Síðan Þjóðverjar í Danmörku Jióju hina nýju ojsóknaöldu sína hejur ekkert samband verið milli ■dönsku og þýzlcu lögreglunnar, og Þjóðverjar veita dönsku lögregl- unni ekki lengur neinar upplýsing- <ar um þœr handtökur, sem Gesta- po jramlivœmir. Dónskum yjir- völdum er því ekki lengur jœrt að gera neitt til að hjálpa því ólán- sama jólki, sem lendir í klóm Gestapos. Ekki er með vissu kunnugt um, hvað Þjóðverjar hafa framkvæmt margar handtökur, en varlega á Framhald á 8. síðu. Lýðveldiskosningarnar I gær höfðu alls 1145 greitt atkvæði um lýðveldismálið. Þar af voru 444 innanbæjarmenn. Allar upplýsingar varðandi kosningamar em gefnar í kosn ingaskrifstofunni í Hótel Heklu. Þið, sem búizt við að verða ekki heima á kjördag, munið að greiða atkvæði áður en þið farið. í sérstakri dagskipun í gærkvöldi tilkynnti Stalín marskálkur, að 4. úkrainski herinn hefði þá um kvöld- ið tekið Sevastopol með áhlaupi. Sevastopol var síðasta virki Þjóðverja á Krím, og er þá allur skaginn á valdi Rússa. Sevastopol er mikilvægasta borgin við Svartahafið. Er nú öll strandlengjan frá Batum til Dnéstrósa í hönd- um Rússa aftur. Sigrinum var fagnað með mestu fagnaðarskothríð Moskvu: 24 sinnum skotið úr 324 fallbyssum. Dagskipun Stalíns var stíluð til Vasilevskis marskálks, for- seta herforingjaráðsins, og til Tolbúkins hershöfðingja, yfir- manns 4. Úkrainuhersins. Tekið var fram, að herinn hefði notið öflugs stuðnings frá flugliðinu. Áhlaupin byrjuðu 7. maí og voru ákaflega hörð. Var mest- megnis barizt í návígi. Á ein- um kafla víglínunnar féllu meir en 4000 Þjóðverjar. Vamir Þjóðverja voru feiki- | lega sterkar. Voru víggirðing- arnar þrefaldar og þéttskipað- ar steinsteyptum virkjum. | Rauði herinn er nú búinn að j vera 4 vikur að hernema Krím- 1 skagann aftur, en á sínum tíma tók það Þjóðverja 10 mán- uði. Er von Mannstein tók Sev- astopol 1. júlí 1942, höfðu Rúss- ar varið borgina í 8 mánuði, og ! var talið, að sigurinn hefði kost að Þjóðverja 300 000 fallna her- menn. Þjóðverjar vörðu borgina 1 3 vikur, og þó ekki nema í 3 daga eftir að aðalárás rauða hersins byrjaði. Er Þjóðverjar tóku borgina, kölluðu þeir hana „öflugasta land- og sjóvirki heimsins“ og áttu ekki nógu sterk orð yfir, hvað hún væri mikilvæg. Rússar sökktu 4 flutninga- skipum Þjóðverja fyrir utan Sevastopol í gær og 8 minni skipum. P. I. Tolbúkin, hershöjðingi, sigurvegarinn jrá Sevastopol. Uppreisnarhugur meðal þýzkra her- manna i Noregi Frá nórska blaðajulltrúanum. í fyrsta skipti frá upphafi her- námsins voru engar hersýningar í Ósló 20. apríl síðastliðinn í tilefni af afmælisdegi Ilitlers. Uppreisnaröfl innan þýzka hers- ins héldu upp á daginn með sín- um hætti. Nóttina fyrir 20. apríl voru á mörgum stöðum í Ósló fest upp spjöld með ásakanir á hendur Hitler fyrir að bera ábyrgð á dauða 3 inilljóna þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum og á liúsnæð- isleysi 8 milljóna Þjóðverja vegna Bsndðríkin skipta um sendiherra Eftirfarandi tilkynning hefur Þjóðviljanum borizt frá utan- zikisráðuneytinu: Samkvæmt tilkynningu frá sendiráði Bandaríkjanna, hefur Mr. Leland B. Morris sendiherra af forseta Bandaríkjanna, verið skipaður Ambassador í Iran, og lætur hann því af störfum hér. Mr. Morris mun fara héðan mjög bráðlega. í stað hans hefur Mr. Louis Goethe Dreyfus sendiherra í Iran verið skipaður sendi- herra Bandaríkjanna hér, og mun hann væntanlegur hingað til lands innan skamms. Keykjavík, 9. mai 1944. t loftárásanna. Ennfremur var fest upp áskor- un til Austurríkismanna um að taka þátt í baráttunni gegn Hitler vegna frelsis Austurríkis. í Narvík var m. a. haldið upp á afmæli Hitlers með því að sýna kvikmynd í Soldatenheim og sást m. a. Hitler leggja blóm á grafir fallinna þýzkra hermanna. Þegar þessi mynd sást á tjaldinu, hóf- ust óp og blístur meðal þýzku sjó- liðanna. Dyrum var strax læst, ljósið kveikt og allt viðstatt kven- fólk rekið út. Ekki er kunnugt um, hvað skeði á eftir. Fíitt Mr tlii enan hill i OFflsandlnnn knaungs Yfirlýsing frá ríkisstjórninnL Vegna orðróms, sem gengur hér, um að fundur danskra sendiherra og frjálsra Dana í London kunni að hafa átt þátt í orðsendingu konungs, sem hingað barst 4. maí, hefur ríkisstjómin leyft að hafa eftir sér, að hún hefur fengið fulla vissu um að fundur þessi hefur engan þátt átt í því að nefnd orðsending var gefin út. Veífavínnudeílan Blöö atvinnurekenda heimta verkalýðssamtökin dæmd Vegavinnudeilan heldur enn áfram, og ríkisstjómin hefur ekkert gert til þess að samkomulag náist. Verður varla annað ráðið af þessari framkomu ríkisstjómarinnar en að það sé ætlun hennar að skapa sem mestan glundroða í atvinnulífinu. Ríkisstjómin hefur ekkert aðhafzt til þess að leysa málið, en Vísir, blað ríkisstjómarinnar og önnur atvinnrekendamálgögn •hafa talað — og hrópa á málsóknir og dóma yfir verklýðssamtök- unum í Iandinu. Skrif Vísis, þessa blaðs „flokks allra stétta“ sanna á- þreifanlega hið fomkveðna, að: kennir þegar kemur að hjart- anu. Nú, eins og ætíð endranær, þegar verkamenn verja rétt sinn eða berjast fyrir bættum kjörum, hefur Vísir sönginn um . >’nr>lausn“, „uppreisn“ „of- beldistilraunir“, „ófyrirleitna öfgamenn“ og þar fram eftir götunum, eins og allir verka- menn þekkja af undangengn um skrifum blaðsins. Og Vísir er fullur af um- hyggju fyrir velferð og öryggi þjóðfélagsins og heimtar lög og rétt yfir ,ofbeldismennina“. Hverjir eru þessir „ofbeldis- menn“ sem af skrifum Vísis að ræða virðast vera að gera „upp- reisn gegn ríkisvaldinu" sem .díveða verður niður í eitt skipti fyrir öll“? Hvað hafa þeir gert? Alþýðusambandið settist að samningaborðinu með fulltrúa ríkisstjómarinnar til þess að semja um kaup og kjör verka- manna í vega- og brúargerð. Samningaumleitanir fóru fram á sama grundvelli og gilti síð- Framh. a 8 siðu Sveinasamband byqginga- manna fyigiandi lýðveldis- sfofnun á fslandi Ársþing Sveinasambands byggingamanna í Reykjavík, samþykkti einróma eftirfarandi ályktun um lýðveldisstofnun- ina: „Ársþing Sveinasambands byggingamanna í Reykjavík, vorið 1944, lýsir yfir eindregn- nm vilja sinnm, að felldnr verði úr gildi Sambandslagasamning- nrinn frá 1918, og að ísland verðí fnllvalda lýðveldi með þjóðkjömnm forseta, Skorar þingið því á meðlimi þeirra iðnfélaga sem í samband inn era, og aðra iðnaðarmenn að staðfesta þennan vilja þess með algjörri þátttökn í þjóðar- atkvæðagreiðsln er fram á að £ara nm þetta mál“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.