Þjóðviljinn - 27.05.1944, Blaðsíða 2
2
ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 27. maí 1944.
1 HiPlnni saiDriFbi nen og
saiDDlrha MelðsMI
I
Guðmundur V. Kristjánsson I
20. maí 1880 - 18. maí 1844 |
Nú er komið fram í 5. viku sum-
ars og vorannirnar til sveita standa
sem hæst. Sauðburðurinn stendur
yfir og þá þarf mörg spor að stíga
við ærnar, ekki sízt ef tíðin er stirð.
Starfið krefst mikillar natni og um-
hyggjusemi, ef ekkert á að koma
fyrir lömbin meðan þau eru ný-
fædd. Það eru mörg önnur störf
sem kalla að í sveitunum á þess-
um tíma. Nú er þegar hafinn undir
búningur að því að framleiða forða
handa búfénu næsta vetur, þegar
veðurfar hamlar því að það geti
gengið fyrir sér og aflað sér matar.
Nú er víða búið að setja niður 'í
garða, þar sem svo hagar til að það
hefur verið hægt hingað til. Ekki
veitir af, því að vaxtartíminn er
ekki langur, haust frostin koma
snemma. Það mundu líka margir
vilja að garðræktin bæri í sumar
meiri ávöxt þeirrar vinnu og þess
kostnaðar, er til hennar hefur verið
lagt, heldur en var síðastliðið sum-
ar. Eftir síðustu uppskeru var forð-
inn lítill, sem lagt var upp með til
vetrarins, þó að við höfum nú
ekki þurft að búa við kartöflu-
skort, má segja, að það er einstök
hundaheppni, sem við íljótum á,
að velviljuð þjóð, sem á í stríði upp
á líf og dauða, skyldi geta byrgt
okkur að kartöfluin, bæði til mat-
ar og útsæðis.
Matarkartöflur var byrjað að
flytja inn strax snemma á síðasta
vetri og hafa síðan verið flutt-
ar inn ca. 400 tonn af útsæðiskar-
töflum. Mikið af því mun hafa
verið sett niður í garðana, enda
þótt alltaf megi búast við smáveg-
is afföllum vegna skemmda o. fl.
Auk þessa erlenda úlsæðis munu
svo ýmsir hafa átt eitthvað af ís-
lenzku útsæði, ér þcir hafa sett nið-
ur í vor. Vonandi megum við
vænta góðrar og mikillar uppskeru
að hausti. Áhugi manna fyrir auk-
inni garðrækt virðist nú vera orð-
inn almennur, en uppskera brást
að mestu leyti síðastliðið sumar.
Áhugi fyrir túnrækt er Hka vax-
andi. Samþykktir síðasta Búnað-
arþings (fíu ára áætlunin) og góð-
ur árangur af notkun skurðgraf-
anna og tilraunum með þær mun
eiga sinn þátt í því. Menn pönt-
uðu líká með mesta móti af til-
búnum áburði hjá Áburðársölu
ríkisins í vetur. En því miður
reyndist ókleift að fullnægja öllum
eftirspurnum, einkum að því er
snertir túnáburð. Magn það er okk
ur var ætlað hrökk ekki fyrir áætl-
uðuin þörfum notendanna. Von-
andi kemur það þó ekki mikið að
sck í þetta sinn. Kannski við þurf-
um ekki að bíða þess Iengi, að
áburðarverksmiðja verði reist hér á
landi. Hér er mikið vcrkefni fram-
undan á sviði alhliða ræktunar.
Með hjálp'tækninnar munurn við
líka geta leyst þau, ef við notfær-
um okkur hana út í yztu æsar. Til
þess verðum við að útrýma einangr
unarhneigðinni sem svo rík virðist
og rótgróin hjá okkur íslendingum.
Hún hefur gengið svo Jangt, að
við höfum jafnvel talið það kosti,
að fjarlægðin milli bæja væri það
mikil, að tæplega sæist milli þeirra.
En það er miðaldabragur á slíkum
hugsunarhætti. Slíkar skoðanir sam
rýmast ekki kröfum tækninnar og
Vinnuvísindanna. Velmegun fólks-
ins í framtíðinni byggist ekki á því,
að hver fjölskylda hokri út af fyr-
ir sig, langt frá öðrum. Afkoman
til sveitanna byggist heldur ekki
á því að menn „eigi“ sem stærst
lönd, heldur að slm mest af landi
þeirra sé í góðri rækt og skili full-
um arði. Við verðum að flytja bæ-
ina saman þangað sem byggilegast
er og framleiðsluskilyrði eru bezt.
Þá geta framleiðendurnir bænd-
urnir — notað öll dýrari áhöld og
vélar í félagi. Áhöldin eru þá ann-
aðhvort eign búnaðarfélags þeirra
eða ríkisins, en það er aukaatriði.
Aðalatriðið er, að tækin komi að
sem fullkomnustum notum. Mörg
smærri áhöld þarf vitanlega hver
bóndi eiga sjálfur. Með þessu
móti er líka hægt að koma við
verkaskiptingu, því að ekki er hægt
að ætlast til þess að hver bóndi
hafi æfingu eða kunnáttu til að
geta farið með skurðgröfur og
dráttarvélar, heldur munu þeir í
félagi leigja sér menn til að fará
með slík verkfæri. Margar hendur
vinna létt verk. Stórvirk véltækni
léttir miklu erfiði af mannshönd-
unum, eykur afköstin og styttir
vinnutímann. Við þurfum sam-
virka Inenn og samvirka fram-
leiðsluhætti.
Ein hlið ræktunarmálanna lýt-
ur að því að klæða landið skógi
og bæta þannig fyrir nokkuð af
syndum feðranna, sem af fyrir-
hyggjuleysi eyddu skógunum. Nú
virðist vera vaknaður áhugi hjá
þeim, sem þessum málum ráða, fyr
ir því að tekin verði risaskref í
skóggræðslu hér á Iandi og hafa
tillögur þeiri'a fengið góðar undir-
tektir almennings. Skóggræðsla er
göfugt starf. ,-,Menningin vex í
lundi nýrra skóga“, sagði Hannes
Hafstein.
Vorannir standa líka yfir hjá
kaupstaðabúum, þótt með nokkuð
öðru móti sé. Vetrarvertíð er nú
fyrir nokkru lokið og vorvertíð haf-
in. Svo eru það hreingerningar hjá
húsmæðrunum. Þær standa nú yf-
ir eða eru þegar um garð gengnar.
Þær eru nauðsynlegar, þótt sótið
hafi minnkað síðan hitaveitan kom
Ennþá cr nóg af ryki á götunum,
.sem fýkur inn þegar stormur er
og þurrkur. Þar er mikið verk ó-
unnið. En það kemur ckki beinlín-
is ræktunarmálunum við.
Garðvinna er nú hafin hér fyrir
nokkru og inunu flestir vera búnir
að setja niður kartöflur og,sá fræi.
Einnig cru menn sem óðast. að laga
til í skrúðgörðunum, gróðursetja
plöntur o. fl. Mörgum húsum hér í
Reykjavík fyigir smágrasblettur,
sem gæti verið til mikilla bóta fyr-
ir íbúana. Gallinn cr sá, að þessir
grasbiettir eru víðast aðeins fyrir
húseigandann eða cina fjölskyldu
í húsinu. En slíkt er ómenning.
Þessir grasblettir eiga að vera íyrir
alla íbúa hvers húss og þó sérstak-
lega börnin, sem eiga þó sízt of
marga griðastaði hér í þessum bæ,
scm cr svo að segja ekkert fyrir
heildina, heldur aðeins gerður fyr-
,ir nokkra cinstaklinga. Það virðist
vera litið þannig á suma þessa gras-
Eramh. á 5. síðu.
úRcejaPttéótHPÍnk'
Eins og sjórinn er allur bland-
aður salti, þannig er kenning
mín öll miSuð við hina einu
og sömu hugmynd, liugmynd-
ina um Lausnina.
Gautania Buddha.
Um æviatriði þessa framliðna
vizkuvinar er mér ekki vel kunn-
ugt, en hann var fæddur 20. maí
1880 og mun bærinn hafa heitið
Bröttuhlíð. Jarðvegurinn þar í
Bröttuhlíð mun hafa verið grýtt-
ur og hart til aðdrátta, en útsýni
mikið og fagurt yfir Breiðafjörð-
inn. Síðan fóru í hönd hin hörð-
ustu ár, sem gamlir menn munu
muna. Þegar Guðmundur var á 5.
ári, tók hann kröm, sem aldrei
bættist meðan hann lifði. Þegar
hann var á 18. ári tók hann löm-
unarveiki, svo að báðir fætur urðu
magnlausir. Þegar frá leið færðist
þó máttur í annan, en jafnan gekk
hann við staf og hækju síðan. Um
tvítugt fór hann til Reykjavíkur
að leita sér atvinnu og mcnnta og
nam úrsmíði, dvaldi eitt ár í Eng-
landi og nam þá ensku, en bess
hafði hann mikil not síðar, er hann
fór að leggja stund á aðalævistarf
sitt, en það var rannsókn á heim-
speki og trúarbrögðum Austur-
landa. í þeim efnum mun liann
hafa verið fróðari öðrum íslend-
ingum. Síðan dvaldist hann á Seyð-
| isfirði og lifði þar liádag ævinnar.
J Síðar, er ævidegi fór að halla,
veiktist liann af berk'.um og fór
- að Vífilsstöðum. Hann var þá um
fimmtugt. Eftir það átti liann
heima í Reykjavík.
Ævi hans var röð af veikindum
og slysförum svo þungbærum að
hvert út af fyrir sig hefði mátt
ríða hverjum manni að fullu, jafn-
framt saga af aðdáanlegu þreki
ævilangri þekkingarleit og sívax-
andi tækni að afla sér þekkingar,
vammlausu líferni. Eg held að
hann hafi átt marga vini víða, allt
austur til Japan. Sumir þeirra voru
allfrægir, svo sem Sir Jolin Wood-
roffe, enskur fyrirmaður, austrænu-
fræðingur, arftaki Max Múllcrs.
Og þrátt fyrir allt hið bugandi
sjúkdómsböl, sem að honum steðj-
aði, tókst honum að gera Iíf sitt
merkilegt og merkilega auðugt að
vcrðmætum.
Erfitt nám og rannsókn Verður
ckki til lykta leitt á stuttum tíma,
og sízt við jafn erfiðar ástæður
og hér var um að ræða, enda fór
hér svo, að þrek og heilsa bilaði
fyrr en áhugi til starfsins. Og ein-
mitt á síðustu árum, cr ný og ný
útsýn opnaðist yfir hin víðtæku
og torskildu viðfangsefni, loru lík-
amskraftarnir síþverrandi, misk-
unnarlaust. Við þetta bættist lítill
Viðgerð Þjóðleikhússins
Það er sjálfsagt gleðiefni meðal
flestra íslendinga, að brezka setu-
liðið skuli loks hafa rýmt úr Þjóð-
leikhúsinu. Bygging Þjóðleikhúss-
ins var draumur þeirra er unna
fögrum listum. Hitt, þótt e. t. v.
hafi illa tekist til um byggingu
þess og að hún svari alls ekki þeim
kröfum, sem rétt er að gera til
slíkra bygginga, er annað mál. Eins
og kunnugt er, tók brezki herinn
Þjóðleikhúsið í þjónustu sína, þeg-
ar bygging þess var langt á veg
komin. Síðan hefur þessu óska-
barni þjóðarinnar miðað' aftur á
bak. Það sem búið var að byggja
hefur verið rifið niður, byggingin
yzt og inns stórskemmd. Fyrir
nokkru heyrði ég þess getið að við-
gerð væri hafin á húsinu. Sé svo, að
þetta reynist rétt, þá undrar mig
að ekki skuli byrjað á að hreinsa
burt óþverrann sem setuliðið hef-
ur skilið eftir kringum húsið. Ber
jiar fyrst að nefna braggann sem
stendur við framhlið hússins
(Hverfisgötumegin). Einnig mætti
gaddavírsgirðingin sem er um-
hverfis þao hverfa, því hún er bæði
ósmekkleg og illa til reika. Mætti
jiá setja upp aðra girðingu, ef þess
teldist þörf — ella enga.
Það er ábyggilega krafa aílra
þeirra, er unna Þjóðleikhúsbygg-
ingunni, að þetta verði gert tafar-
laust. Og við, vegfarendur, sem
erum orðnir langþreyttir á að hafa
sífellt fyrir augunum bæði her-
mannabragga og gaddavírsgirðing-
ar, munum áreiðanlega ekki sakna
jiessa úr fjölfarnasta hverfi bæjar-
ins. Ó. Þ.
Mismunandi verð á mjólk
Mér hefur dottið í hug að beina
þeirri spurningu til Verðlagseftir-
litsins hér, livers vegna ekki sé
sama verð á mjólk á öllum veit-
ingastöðum bæjarins. Mjólkurglas
kostar frá 50—75 aura, eftir því
hvar er í bænum. Eg kom nýlega
í þrjár „sjoppur“ sama daginn, í
einni kostaði mjólkin 50 aura glas-
ið, annarri 55 aura, jieirri þriðju
75 aura. Hverju sætir þetta?
Ó. Þ.
„Vakna þú ísland“
ísland hefur vaknað, vaknað í
bili að minnsta kosti. Ilvílíkt gleði-
efni, hve glaðvakandi jijóðin gekk
til kosninganna, um síðustu helgi;
hvílíkt gleðiefni, hve gjörsneyddir
fylgi Alþýðuflokks Hannibalarnir
voru, mennirnir, sem vildu láta ís-
land sofa þegar mest reið á að það
vekti.
En er ísland vaknað til fuls?
Er hver einasti íslendingur snort
inn þeirri hugsun, að hann eða hún
vcrði að gera allt sem auðið er,
til að gera giftu og veg jijóðarinn-
ar sem mestan? Hefur slík hrifning-
aralda farið um þjóðina, að hver
maður hafi vaxið?
Hér verður aðeins spurt, jijóðin
svarar, en það skal sagt, að nú
Jiarf „dáðrakka menn ekki blund-
andi þý“. Dagur lýðveldisins er á
lofti, fögnum honum sem vakandi
þjóð, „þjóð sem veit sitt hlutverk“.
áhugi og skilningur samlanda hans
á hinum afarmerkilegu rannsókn-
arefnum. Hér var ef til vill mikilli
orku að sumu leyti lcastað á glæ,
Jiví að þekking þessa manns fór
í gröfina með honum, án þess að
hann næði að miðla henni að veru-
legu leyti, nema til fárra manna.
Hitt mátti hverjum manni vera
ljóst, sem kynntist honum, að hinn
J sérstæði sálarþroski lians, sem bauð
I Frh. á 4 síðu
Þá vex hver Jijóðarþegn, þá verð-
ur þjóðin voldug og sterk, hversu
fámenn scm hún er. „Valcna þú
ísland“.
Leikvellir
Lítið gengur með leikvellina í
bænum, þeim fjölgar ekki sem
skyldi, og þeir sem til eru, eru alls
ekki í æskilegu ástandi. Þar vant-
ar rólur, þar vantar vegi, þar
vantar sandkassa, þar vantar tjarn
ir o. s. frv. Vissulega er eitthvað ,
til af þessu í flestum görðunum,
eitt í Jiessum og annað í hinum,
en enginn vallanna er búinn öllum
þeim tækjum, sem gera vei'ður
kröfur til að séu á liverjum ein-
asta leikvelli.
Úr þessu Jiarf að bæta og það taf
arlaust, leikvellir eru borgarbörn-
unum lífsnauðsyn, þangað Jiurfa
mæðurnar að geta fylgt börnunum
sínum og vcrið óttalausar um þau
meðan þær vilja að þau dvelji
þar. Til þess þarf fullkomna leik-
velli og fullkomna leikvallavörzlu.
Hvorttveggja er í ólagi og úr hvoru
tveggju þarf að bæta.
Hættum að nota orðið
, fröken
Eftirfarandi bréf hefur Bæjar-
póstinum borizt frá konu, sem vill
afnema orðið „fröken“ og aðrar
dönskuslettur:
„Dönskusletturnar, sjúskaðar og
ólekkerar, sem einkum eldri dömur
og fraukelsi hér í bæ bera sér svo1
injög í munni, eru í rauninni hiði
herfilegasta mcrki um þá lægingu,
sem ill öi'lög hafa búið oss í við-
skiptum við illa mennta þjóð til
tungunnar, sem auk þess var osa
vond.
Eg held að þessi hálfgömlu
fraukelsi og frúnur sem fengu sitt
andlega svipipót á penpíutímanum
í upphafi þessarar aldar, liafi upp-
haflega vanið sig á þetta einkenni-
lega tal vegna þess að þær héldu
að það væri fínt, vildu taka sig'
út í augum hinnar æðri veru, út-
Jendingsins, og skilja sig frá hráum
sveitaalmúganum, sem auðvitað
lapti þetta eftir þeim á hinn af-
kiiralegasta hátt.
Nú vildi ég mega skora á ykkur
hinar ágætu íslenzku konur, sem
gangið vel klæddar og gefið engu
rykkorni grið í húsum ykkar, að
i þið leitist við að hreinsa þennan
J óhroða af tungum ykkar, skirpa
honum út með tannburstunarvatn-
inu á morgnana, ef hann er þá ekki
orðinn samgróinn tungu ykkar,
óaðskiljanlegur hluti af henni, eins
og ísland átti eitt sinn að vera óað-
skiljanlegur hluti Danaveldis.
Afkáralegasta dönskusletta sem
íslendingar nota, er orðið „fröken'T
Eg er að vona, að dagar þess séu
bráðum taldir, cins og jómfrúr og
maddömur signorar og monsérar
hurfu á sínum tíma, en þó má bú-
ast við, að orðskrípi þetta loði
enn um stund við gamlar konur
og hálfgamlar, sem ekki hafa gifzt.
Alþýðan hefur breytt þessu orði
í fraukelsi og frauka, það er gamla
sagan um viðnám hinna umkomu-
lausu við afkáraskapnum ofan frá.
Þetta orð sem ætlað var tákna
kvenlegan virðuleik, breyttist í há5
glósu.
Mér er sagt að orðið dónaskap-
ur, sem er alveg voðalega dónalegt
orð, sé komið af spænska orðinu
don, sem þýðir lierra og muni því
einkum eiga að tákna hegðun
spænskra aðalsmanna, eða aðals-
manna yfirleitt, og kynni að mega,
til sannsvegar færast. Engu betri
útreið hefur kirkjan fengið með sín
ar kreddur í huga liins einfalda al-
mennings. Og konungur er orðinn
að kóng eða kóngsa".