Þjóðviljinn - 07.06.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.06.1944, Blaðsíða 4
T>JÓt)VIL.TINN — Miðvikuflagur 7. jóní 1944 Utgefandl: Samánmgarflokkur alþýðu — SóHalútajlokkurinn. Bitstjóri: Sigurður Guðmundsaon. StjórnmálaritBtjórar: Einar Olgdrséon, Sigfús Sigurk/urtaraon. Ritstjómarskrifstofai: Austuratrœti l'S, sím% 2270. Afgreiðsla og anglýsmgar: Skólavárðustíg 19, simi 218ý. Aflkriftarverð: I Reykjavík og nógrenni: Kr. 6.00 á raánuði. Uti á lumii: Kr. 5.00 á mánuSi. Prentsmiðja: Víkingeprent h.f^ Garðastrœti 17. Kveðjan frá Norðmömmm Norska ríkisstjórnin hefur viðurkennt lýðveldisstofnunina á íslandi. Hákon, konungur Norðmanna, sendir ísleridingum í þessu tilefni kveðju og góðar óskir. Öllum góðum íslendingum þykir vænzt um þessar kveðjur allra þeirra, er vér nú höfum fengið. Þessi athöfn frá hálfu kon- ungs og stjórnar Norðmanna, verður til þess að tengja bræðra- böndin milli þessara frændþjóða betur en nokkuð annað, sem Norðmenn nú gátu aðhafzt. Fyrir 780 árum gengu íslendingar undir erlendan konung, glötuðu þjóðfrelsi sínu og afnámu lýðveldi sitt. Konungurinn var norskur og hét Hákon. Nú er það Hákon, konungur Norðmanna. og ríkisstjórn Nor- egs, sem er fy,rst norrænu þjóðanna til að viðurkenna lýðveldis- stofnun á íslandi og senda oss vinar- og virðingarkveðjur. — Og þó er það bróðir Norðmannakonungsins, sem nú lætur af konungs- stjórn á íslandi. Hafi Norðmenn þökk fyrir drengskaparbragð sitt og hiklausa viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti vorum. Því mun ekki verða gleymt. Innrásin Innrásin langþráða er byrjuð. Loks er undirbúningnum og hinum langa biðtíma lokið og atlagan hafin. Það er fögnuður í hjörtum Evrópubúa í dag, — fögnuður meðal fanganna í Evrópuríki Hitlers, — fögnuður yfir því að stund frelsisins nálgast nú óðum. Sárþjáðar hafa kúgaðar þjóðir Evrópu beðið eftir þessum degi. Hungrið hefur sorfið að þeim, sjúkdómarnir hafa færzt ægi- lega í vöxt, fólkið hefur víða hrunið niður úr vesöld, börnin hafa orðið harðast úti, þau, sem eigi fengu. nægilegt viðurværi á upp- vaxtarárunum. En þjóðir Evrópu hafa gert meir en bíða. Þær hafa barizt meðan innrásarflotinn beið. í þrjú ár hefur þjóðfrelsisher Titos háð frelsisstyrjöld Jugo- slava og hefur nú um helming landsins á'valdi sínu. í Frakklandi hafa skæruliðar boðið her Þjóðverja byrginn síðustu mánuðina. Á Norður-Ítalíu hafa skæruliðar barizt við þýzka innrásarherinn. Skemmdarverkin í herteknu löndunum hafa veríð stórfengleg. Heill leyniher hefur starfað að þeim í Frakklandi, Danmörku, Noregi, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Pól- landi. — Og í Þýzkalandi sjálfu er líka unnið. Þýzku andfasist- amir, sem fyrstir allra fengu að kenna á böðulsverkum Hitlers, eru ekki allir myrtir eða útlægir: Einmitt í miðstöðvum harð- stjórnarinnar er barizt fyrir frelsinu. • í þrjú ár, — frá 22. júní 1941 — hafa austurvígstöðvarnar verið e.inu vígstöðvarnar í Evrópu sem stórorustur hafa verið á. Loks eru nú komnar „aðrar vígstöðvar“. Og menn vona að það sé ekki nein Ítalíuinnrás, sem hér hefur verið gerð, — heldur sú allsherjar sókn að vestan, sem molar harðstjórn Hitlers í ár, þegar rauði herinn endurtekur sóknaraðgerðir sínar austan frá, — þessar stórkostlegustu sóknir, sem veraldarsagan þekkir. • Stundin fyrir allsherjaruppreisn allra frelsisvina í »Evrópu, sem nú þjást undir járnhæl fasismans, er komin. Menn vænta nú stórkostlegra tíðinda á degi hverjum. Þau kosta fórnir, átökin, sem vestanherirnir gera nú, — að líkindum þó ekki svipaðar fórnum þeim, sem SoVétþjóðimar hafa orðið að færa. Allar frelsisunnandi þjóðir óska herjum frelsisins austan, sunnan og vestan, „Evrópuríkisins“ sigurs, — og ekki síður hinum leyndu hersveitum frelsisins innan þess, — varanlegs sigurs, sem þurrki harðstjórnina að fullu af jörðinni og byggi mannkyninu frið. LEIKSVIÐ INNRÆSARINNAR AtlanzhafsstrOnd Frakklands Nord-ströndin, sem er um 33 km., er áframhald belgisku strand- lengjunnar. Hún er mynduð af þurrum sandhólum með fram- rennslisskurðum á við og dreif. Ströndin lækkar aflíðandi niður að sjónum, og landið hækkar jafnt og þétt upp frá henni. Fjaran er svo aflíðápdi, að ein- ungis flatbotnaði bátar geta lent þar. Skipaflotinn, sem tók þátt í undanhaldinu við Dunkerque, varð að nema staðar töluvert frá fjoruborðinu og urðu hermennirn- ir ai) vaða fram að þeim allt upp í háls, og neyddust þess vegna til að skilja vopn sín eftir. Aðalhöfnin er Dunkerque, og er hún ágæt frá náttúrunnar hendi Fyrir stríð var Dunkerque þriðja í röð franskra hafnarborga. Þar voru fjórar þurrkvíar, og bryggj- urnar voru alls 8 km. á lerigd. Vestar á Nord-ströndinni er minni hafnarba:r, Gravelines. — Landið upp af þessari strönd er lágt og frjósamt, sundurgrafið af skurðum. Járnbrauta- og vega- kerfi er þar ágætt. Aðaltálmi inn- rásarhers mundi verða aurleðja. Síðan 1940 hefur verið haldið uppi miklum loftárásum á Dun- kerque af brezka lofthernum, og hefur fólk flutt þaðan í _ stórum stíl. Lengra inni í landi, í norður- héruðum Frakklands, umhverfis borgirnar Lille, Roubaix og Tour- coing. í útborg frá Lille eru verk- smiðjur, sem framlciða mikinn hluta af járnbrautum Þjóðvcrja. A þær hafa oft verið gerðar loft- árásir af stórum amerískum spr engj uf lug vélum. Dunkerque var vcttvangur loka- orustnanna í Flandern árið 1940, er brezkar og franskar hersveitir sluppu nauðulega úr gildru Þjóð- verja, scm höfðu umkringt þær. Það var einnig yfir Dunkerque, sem en§ki flugherinn sýndi mátt sinn í orustu við öflugan þýzkan loftflota. CALAIS-STRÖNDIN. Þessi strönd er 100 km. að lengd. lAð undanskildu umhverfi Bou- ;logne er hún mynduð af sandhól- um. 'Fyrir ofan sandhólana taka við kalkklettar, sem eru liluti af hinum miklu hæðadrögum er liggja í suðaustur. Þessi hæða- drög mynda meirihluta þessa hér- aðs. Þar fyrir austan er öll Fland- ernsléttan, en nálægt hæðadrög- unum áttu sér stað blóðugustu or- ustur styrjaldarinnar 1914—1918. Calais og Boulogne eru tvær að- alhafnarborgirnar. Fyrir stríð stóðu þær í miklum blóma og örum framförum. í styrjöldinni 1914—1918 voru fluttar til Frakk- lands fleiri hersveitir um Boulogne en nokkra aðra borg. Mitt á milli Calais og Boulogne er Gris Nez höfðinn (Cape Gris Nez), aðeins 35 km. frá ensku ströndinni. Frá Calais til Dover eru 35 km. og frá Boulogne til Folkestone 41 km. Þjóðverjar haja hér eklci einung- i-s hin venjulegu vamarvirki held- ur eru þarr langdrœgar jaUhytmir, sem annað slagið skjóta á Dover og umhverji hennar og einnig á skipalestir cr um sundið jara. Báðar þessar borgir hafa orðið fyrir stöðugum loftárásum brezka flughersins og frá báðum liefur fólk flutt í stórum stíl. Á ströndinni fyrir sunnan Bou- logne eru baðstaðir með fjölsótt- um nýtízku sumarhótelum, svo sem Le Touquet, Paris-Plage, Wimereux, Berck-sur-mer. Sam- göngur eru ágætar, með járnbraut- um og akveguin. Þar eru einnig allmargir flugvellir. Inn frá þessari strönd, lengra uppi í landi eru mestu kolanám- ur Frakklands. St. Omer, 40 km. í suðaustur frá Calais og 48 km. í austur frá Boulognc, er þýðingarmikil flug- stöð Þjóðverja. Miklum loftárás- um hefur verið haldið uppi á hana. í St. Omer og St. Pol (65 km. í suðaustur frá Boulogne) eru þýð- ingarmikil vegamót. SOMME. Þessi strandíengja er um 45 km. löng og liggur suður að mynni Somme-árinnar, því næst í suð- vesturátt. Milli ósa Authie-árinnar, sem er takmark þessarar strandlengju í norðri, og Somme, er ströndin eitt sandhólasvæði um 3 km. á breidd. Þar fyrir ofan er landsvæði kall- að Marquenterre, þurrkað land með fjölda framræsluskurða. Við ósa Somme-árinnar er mikið um sandhóla og sandbakka. Við Abbe- ville ofarlcga við árósinn er lítil liöfn og einnig við St. Valery nokkru sunnar. Lengi-a í suður er ströndin malarkennd og syðst á þessum hluta eru kalkklettar. Landið upp frá ströndinni er flatt, en er lengra dregur hækkar það og hálcndi er beggja megin Somme nálægt Amiens. Þar voru einnig háðar blóðugar orustur í seinustu styrjöld, því þarna er gott virki frá náttúrunnar hendi. Amiens er stærsta borg þessa svæðis og cr hún aðalsamgöngu- miðstöð strandhéraðsins. Á flugvöllinn í Abbeville hafa verið gerðar reglulegar loftárásir af Bandamönnum. Þýzku hersveitirnar, sem í maí 1940 klufu her Bandamanna í tvennt, héldu til strandar við Abbeville og innikróuðu þannig liina brezku, frönsku og belgisku heri í Flandern. SIGNU-FLÓINN. Þessi strandlehgja er um 128 km. að lengd. Hún er að mestu ein samfelld baðströnd með hæð- um og kalk-klettum, sem standa í nokkurri fjarlægð frá sjávarmáli. Á þessari strönd eru hafnarbæirn- ir Le Treport, Dieppe, St. Valery- en-Caux, Fecamp og Le Havre. Sumar-gististaðir hafa verið reist- ir víðsvegar á ströndinni. Þýðingarmesta höfnin er Le Ilavre við mynni Signu. Ilún er einnig með hclztu siglingaborgum Evrópu. Fyrir stríð voru í Le Havre 14 flotakvíar og hafnargarð- arnir voru í allt meira en 13 km. langir og stærstu hafskip heimsins gátu lagzt þar við bryggju. Le Havre hefur cinnig mikla þýðingu sem iðnaðarborg. Þar eru véla- verksmiðjur, málmsteypu- og skipasmíðastöðvar. Ilöfnin í Le Havre ásamt verksmiðjunum hef- ur orðið hart úti í loftárásum brezka flughersins. Fólk er þegar flutt úr meiri hluta borgarinnar. Dieppe er mikil fiskveiðistöð og hefur ágæta liöfn. Á Dieppe var gerð fyrsta stóra loftárásin hand- an Ermarsunds frá Englandi í ágúst árið 1942. Þá háði loftfloti, sem í voru mestmegnis Kanada- menn, mikla orustu við Þjóðverja í níu klst. yfir borginni. Á Dieppe var gerð tilraunarinnrás og hefur sú tilraun verið nákvæmlega rann- sökuð og mikið af henni lærzt. Upp frá þessari strandlengju liggja landbúnaðarhéruð. Miðstöð allra samgangna á þessu svæði er Rouen^við Signu, en hún er um 70 km. fyrir austan Le Havre. Járnbrautastöðvarnar í ltouen % hafa orðið liart úti í loftárásum bandarískra sprengjuflugvéla. CALVÁDOS. Calvados-ströndin liggur í.aust- ur og vestur og er yfir 100 km. að lengd. Upp frá ströndinni liggja Iáglend landbúnaðarhéruð. Strönd- in er mjög sendin. Þar er mikið um fiskiþorp og sumargististaði. Þekktastur þeirra er Trouville. Andspænis Le Havré við Signu- ósa er bærinn Ilonfleur með litla höfn. Caen er borg lítið eitt inni í landi, en um 14^2 km. langur skipaskurður liggur frá henni til sjávar. Strandlengjurnar Calvados og Signuflóinn eru bezt fallnar til inn- rásar, enda hafa þær verið víg- girtar í samræmi við það. Smáhæðir eru víðast hvar upp af ströndinni og hið fyrsta, sem innrásarher mundi gera, væri hér eins og við Dieppe, að ná á sitt vald þessum hæðum. í Caen eru flugvcllir á valdi Þjóðverja og annarsstaðar á Cal- vadosströndinni eru hernaðarlega mikilvægir staðir. MANCHE. Manche-ströndin er að mestu CherbouTgskaginn, sem gengur norður í Ermarsund. Hún er um 250 km. að lengd. Hún er klett- ótt, og fjöldi skerja úti fyrir tor- velda allar siglingar. Mikilvægasti staðurinn er Cher- bourghöfn, endastaður Atlants- hafsfara. Þar var þýðingarmikið hergagnabúr og stórar skipasmíða- stöðvar. Cherbourg er ein af beztu höfnum Frakklands. Þar sem Cherbourg er yzt á skaganum, stendur lnin ekki í eins góðu sambandi við innri héruð Frakklands og margar aðrar liafn- arborgir. Hún hefur verið vand- lega víggirt af Þjóðverjum, og meiri hluti íbúanna hefur flutzt burtu. Flugvöllur í Maupertuis, skammt frá Cherbourg, hcfur orð- ið hart úti í loftárásum banda- manna. Fleiri flugvellir eru liing- að og þangað um skagann, sem er flatlcndur. Er þar gott landbún- aðarhérað. Vesturströnd skagans liggur í norðvestur og myndar Mont Saint Michel-flóann. ILE-ET-VILAINE. Er um 50 km. löng strandlengja mjög klettótt. Þar eru tvær smá- hafnarborgir, St. Malo og St. Ser- van, og allmargir sumargististað- ir, þar á meðal Dinard. Landsvæðið upp af ströndinni er hæðótt landbúnaðarland. Aðal- borgin er Rennes, um 60 km. inni í Iandi. Ilún er miðstöð járn- brautakerfis héraðsins og er í því tilliti þýðingarmikill staður fyrir Þjóðverja, enda hafa miklar loft- árásir verið gerðar á hana af flug- her Bandamanna. Ile-et-Vilaine-ströndin tekur við þar sem strandlengja Cherbourg- skagans liættir. Þar fyrir norðan liggja cyjarnar í Ermarsundi, sem eru nokkurs konar útverðir Eng- lands. ERMARSUNDSEYJAR. Eyjarnar eru eign Englendinga, enda þótt þær séu ekki ncma 25 km. undan strönd Frakklands. Stærstu eyjarnar eru Jersey, Guernsey, Alderey og Sark. Sam- eiginleg stærð þeirra er um 75 fcr- mílur. íbúatalan var fyrir styrj- öld um 93 þúsund. Mikinn hluta íbúanna fluttu Englendingar burt eftir orustuna um Frakkland, en eftir að Þjóðverjar hertóku eyj- arnar hindruðu þeir algeran brott- flutning þaðan. íbúar þeir, sem eftir urðu, hafa orðið að þola margvíslegar hefndarráðstafanir Þjóðverja, svo sem nauðungar- vinnu og minnkaðan matar- skammt. íbúarnir tala frönsku. Þessar eyjar eru eina brezka land- svæðið, er Þjóðverjar hafa á sínu valdi. Eyjarnar eru frjósamar og nær eingöngu landbúnaður er stundaður þar. Þjóðverjar hafa byggt þar flugvelli. Ermarsundseyjarnar liggja í fló- anum milli Cherbourgar- og Bre- tagne-höfða. Flóinn er fullur af skerjum og því hættulegur sigl- ingum. COTES-DU-NORD. Er strandlengja norðan á hin- um þokusama og klettótta Bre- tagne-skaga. Tvær smáhafnir eru þar: Pam- pol og Le Legue. Aðalborgin er St. Brieuc Vid Lannion, í norðvestur- hluta héraðsins hafa Þjóðverjar byggt éinn af höfuðflugvöllum sín- um í Frakklandi. FINISTERE. Finis’tere er vestasti hluti Bre- tagne-skagans. Það er hálent land- svæði og ströndin er klettótt. Úti fyrir ströndinni eru nokkrar eyjar, þekktust þeirra er Ushant (Oucs- sant). Sundin milli eyjanna og lands eru þekkt fyrir brim og boða og stórhættuleg siglingum. Aðal- hafnarbæirnir eru Morlaix á norð- urströnd skagans óg Brest á vest- kögruð sandbökkum. Landið upp frá ströndinni er uppþurrkað salt- svæði. Lengra upp er landið hæð- ótt og skógi vaxið. Engar hafnir eru þar, sem skipta máli. Fyrir utan ströndina eru eyjarn- ar Noirmoutier and Yeú. CIIARENTO-FLÓINN (CIIARENTE INFERIEURE). Ströndin er lág og mýrlend, með fjölda víkna og árósa. Þýðingarmesta borgin frá hern- aðarlegu sjónarmiði er La Roch- elle, sem hefur vel varða höfn. La Pallice höfnin var byggð fyrir utan La Rochelle til að taka við stór- um hafskipum. Nú hafa Þjóðverj- ar breytt La Pallice í kafbátastöð. La Rochelle og La Pallice veita mjög sterka hernaðarlega aðstöðu, varðar af eyjunum Ro og Oleron. Tuttugu km. fyrir sunnan La Rochelle er hafnarborgin Roch- fort. Landsvæðið upp af þessari strönd er hæðótt og þar er mikið um vínviðarrækt. Suðurhluti strandlengjunnar liggur við nyrðri rönd Gironde- flóans. Þar er breið sandfjara, eink- um nálægt borginni Royan, sem er nokkurskonar heilsuhæli og bað- staður. GIRONDE. Gironde-ströndin er við árósa Girondefljótsins, en það myndast, er árnar Dordogne og Garonne koma saman. Aðal borgin frá herriaðarsjónar- miði í þessu héraði er Bordeaux við Garmone, um 100 km. frá sjó. íbúatala Bordeaux er 250 þúsund. Bordeaux er mesta borgin á At- lantshafsströnd Frakklands og hafnargarðar hennar eru 8 km. að lengd til siimans. Bordeaux er einnig mikil iðnaðarborg. Landsvæðið umhverfis Borde- aux er sléttlent, en þar fyrir ut- an taka við hæðir þaktar vínvið- arökrum.. urströndinni. Hún er endastöð á- gæts vogar. Brest er nú kajhátastöð Þjóð- verja. Flugvöllurinn í Brest er einnig mjög þýðingarmikill. MORBIHAN. Morbihan tekur yfir suðaustur- hluta Bretagne-skagans. Strönd þessi er mjög vogskorin með fjölda smáhafna og árósa. Landsvæðið upp af ströndinni er hæðótt. Aðal hajnarborgin er Lorient, sem er einnig hernaðarmiðstöð á þessu svœði. Hana haja Þjóðverj- ar gert að mestu kajbátastöð sinni á, Atlantshajsströndinni. Strandlengjúrnar Cotes-du- Nord, Finistere og Morbihan mynda saman mjög sterkt og öfl- ugt varnarvirki af náttúrunnar hendi. Megin hindrunin fyrir jnn- rás á Bretagne-skaga er hið ógreið- færa landslag og skortur á góðmn aðgengilegum höfnum. Það myndi reynast mjög erfitt að verja alla straridlengjuna, en þeir staðir, sem innrásarher gæti lent á, eru frem- ur fáir. Vegna hálendis Bretagne eru allar samgöngur miklu erfiðari þar, cn í öðrum strandhéruðum Frakklands. Aðeins tvær járn- brautir ganga um skagann. Taka Bretagne mundi veita Bandamönnum mjög góða að- stöðu. Sterkri og auðvarinni varn- arstöðu gegnt sléttum Norður- Frakklands yrði komið upp. Flug- vélar Bandamanna og floti mundu þá hafa bækistöð þaðan sem auð- velt væri að ná til kafbátahreiðr- anna, sem eftir eru á Atlantshafs- ströndinni. Kafbátahernaðinum mundi þá verða greitt vel úti látið högg. Brest var ein af þeim þrem hafn- arborgum, sem mestir herflutning- ar fóru um í seinustu styrjöld; hin- ar voru St. Nazaire og Bordeaux. Það mundi einnig vera til mikils gagns, að íbúarnir eru miklir föð- urlandsvinir og herskáir með af- brigðum. Þeir mundu leggja til þúsundir nýliða í hinn endurreista her Frakklands og einkum þó til flotans, en í honum eru samkvæmt gamalli venju mestmegnis menn frá Bretagne. LOIRE-FLÓIN N (LOIRE-INFERIEURE). Ströndin beggja vegna við Loire árósinn er láglend og mýrlend. Lo- ire er lengsta fljót Frakklands. Höfnin í St. Nazaire við mynni Loire er mjög vel úr garði gerð. Þar var liin eina þurkví, sem gat tekið þýzk herskip af Tirpitz gerð- inni, þar til hún var sprengd í loft upp af Bretum vorið 1942. Mikilli kafbátastöð hefur verið komið upp í St. Nazaire. Skipasmíða- stöðvarnar þar eru þær stærstu í Frakklandi og hafa þær starfað fyrir Þjóðverja. Um 50 km. upp með Loire frá St. Nazaire er Nantes. Þangað er áin skipgeng, og hafnargarðar Nantes skipta mörgum km. að lengcl. Þar er cinnig mikil járn- brautarmiðstöð. Ef Bandamenn hertækju St. Nazaire og Nantes, mundi það rjúfa eina af aðalsamgönguleiðun- um til Bretagne. Það mundi einn- ig orsaka mikið tjón á kafbáta- hernaði Þjóðverja. VENDEE. Vendee strandlengjan liggur frá Miðvfkudagur 7. júní 1944 — ÞJÓÐVILJINN „Fagna því að vera fteima á einni örlagaríkustu stundu í sögu þjóðarinnar" segir próf. Richard Beck fulltrúi Vestur-íslendinga á hióöhátíð lýðveldisstofnunarinnar Prófessor Richard Beck kom hingað til bæjarins í gær frá Ameríku. Hann er kominn hingað í boði ríkisstjórnarinnar sem full- trúi Vestur-íslendinga við hátíðahöld lýðveldisstofnunarinnar. Hann ræddi við blaðamenn í gær á Hótel Borg og lét í ljós Verðlaun í samkeppninni Úr líji alþýð- unnar lilaut Rósberg G. Snœdal. Ilann er jœddur 8. ág. 1919, að Kárahlíð i Austur- Ilúnavatnssýslu. Foreldrar: Klemensína Klemensdóttir og Guðni Sveinsson, sem nú búa í Ilvammi í Laxárdal í Austur- llúnavatnssýslu. Vetuma 1939—*JjO og! 19ý0—’ýl stundaði Rósberg náim i Reyk- holtsskóla, en hejur síðan lengst af átt I heima á Akurcyri og unnið þar daglauna- j vinnu á sumrum. Síðustu tvo veturna hefur hann vcrið bamakennari í Víðidal l í V estur-II únavatnssýslu. — Kvœði og greinar haja birzt eftir Rósbcrg í blöðum og tímaritum. Keglur uro kosningu trúneðariuanna á vinnu iöðvum mikinn fögnuð yfir því að „vera kominn heim“. — alltaf „heim til íslands“ fyrir vestan“, sagði hann. ,Við segjum Prófessor Beck er það kunnur maður hér, að vart mun þörf að kynna þenna ggæta gest fyr- ir íslenzkum lesendum, en skal þó aðeins' drepið á helztu ævi- atriði hans. \ Hann er fæddur 9. júní 1897 á Svínaskálastekk við Reyðár- fjörð. Ólst upp að Litlu Breiðu- vík. Foreldrar hans voru Hans Kjartan Beck Litlu-Breiðuvík og Vigfússína Vigfúsdóttir og er móðir hans enn á lífi í Winne peg. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1918, stúdents- prófi í Reykjavík 1920. Vestur um haf fluttist hann 1921 og Fyrstu almennu kðsningar trún aðarmanna Dagsbrúnar á vinnu stöðvum fóru fram í apríl 1943.' stundaði nám við Cornellháskól Kosnmgar þessar heppnuðust svojann . Ithaca Hann lauk meist_ vd og hafa^tgnað ieiagnm það > araprófí Vlð þennan Mskóla 1924 og doktorsprófi 1926. Dokt- mikið, að stjórn og trúnaðarráð Dagsbrúnar hafa ákveðið að efna , . . . , v orsritgérð hans er um Jón Þor- arlcga til kosnmga trunaðarmanna. o - t-> ■ - , , Fara þær „ú fram 1.-10. jú„i *» • ,..a. . . hans ur ensku, einkum Para- ollum vmnustoðvum, einnig hia: ,, . . , ,.v. , „ , , disarmissi Miltons. setuliðmu, þar sem Dagsbrunar- LANDES. Landessvæðið tekur við, er Gironde hættir; það er sendin strörid með allmörgum vötnum. Þar er strjálbýlt og engir hernað- arlega mikilvægir «taðir. BASSES PYRENEES. Þetta er fjöllótt landsvæði í suðvesturhorni Frakklands. — Ströndin er klettótt. Eina höfnin er í Bayonne við mynni Adour ár- innar. Fjöllin gnæfa fyrir ofan strönd- ina og mundu gerainnrásarhermjög erfitt fyrir. Járnbrautin, .sem ligg- ur með ströndinni frá Boyonne til Ilendaye gegn um landamærabæ- inn Irun til Spánar, er hið eina varnarvirki á þessuni slóðum, sem hernaðarlega þýðingu liefur. Það er ein af þrem liöfuð járnbraut- unum, sem liggja frá Frakklandi til Spánar. Sunmidagur í kolum Framh. af 2. síðu. kaffitöskurnar undir brú eða borð- stokk. Nú er stórum léttara yfir hópnum en í morgun. Ótal spaugs- yrði eru látin fjúka, brandarar sagðir og margar mergjaðar sög- ur af afrekum þessa eða hins. Sökum þrengsla varð að fresta niðurlagi greinar þessarar og kem- norðaustri til suðvesturs. Hún erur framhaldið á morgun. menn vinna. Undanskildir eru þeir vinnpflokkar, er kusu trúnað- armenn qftir síðustu áramót. Eftirfarandi reglur gilda um kosningu trúnaðarmanna: 1. Atkvæðisrétt liafa allir verka- menn á viðkomandi vinnustað, þar með taldir meðlimir annarra félaga en Dagsbrúnar innan Al- þýðusambands íslands, einnig verkakonur, hafi þær eigi Sérstak- an trúnaðarmann. 2. Kjörgengi hafa aðeins með- limir Dagsbrúnar. 3. Kosning trúnaðarmanna fer fram leynilega (skriflega) eða með liandauppréttingu. 4. Núverandi trúnaðarmenn á vinnustöðvum hafa forgöngu um kosningu trúnaðarmanna og sjá um, að allir verkamenn viti af henni með nægum fyrirvara. Á vinnustöðvum, þar sem enginn trúnaðarmaður er, þurfa verka- menn sjálfir að skipuleggja kosn- inguna. 5. Kjörinn er sá, er flest atkvæði fær. Séu atkvæði jöfn, ræður hlut- kesti. 6. Úrslit kosninga á hverjum vinnustað tilkynnist félagsstjórn skriflega og ipidirritist af tveimur félagsmönnum úr viðkomandi vinnuflokki. 7. Þar sem nýir vinnuflokkar eru myndaðir þurfa verkamenn að kjósa sér trúnaðarmann þegar í stað. 8. Fari trúnaðarmaður af vinnu- stað eða úr vinnuflokki, er hann skyldur að sjá um kosningu trún- aðarmanns í sinn stað, Reykjavík, í maí 1944. Stjórn og trúnaðarráð Dagsbrúnar. Hann gerðist kennari í ensk- jum fræðum og samanburðarbók menntum við St Olafs College í Northfield í Minnesota, en það er einn helzti skóli Norðmanna Vestanhafs. Þá var hann kenn- ari í enskum fræðum í Thiel- college 1828—1929. Árið 1929 varð hann prófessor í Norðurlandabókmenntum við ríkisháskólann í Norður-Dakota í Grand Forks. Forseti Þ j óðræknisf élagsins hefur hann verið frá 1940 en var áður varaforseti þess í 6 ár. Frá 1942 hefur hann verið vararæð- Jsmaður íslands í Norður-Da- kota. Hann er kvæntur Berthu Samson, konu af íslenzkum ætt um, fæddri í Norður-Dakota. Eiga þau 2 börn, Margréti, 14 ára og Richard, 11 ára. Próf. Beck hefur ritað fjölda greina og ritgerða sem birzt hafa í blöðum austan hafs og vestan, einnig nokkrar bækur og séð um þýðingu íslenzkra bóka á ensku. — Árið 1929 var hann sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnár og nýlega var hann sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar. Hann er einnig riddari af St Olafs orðunni norsku. „FAGNA ÞVÍ AÐ VERA IIEIMA Á EINNI ÖRLAGA- RÍKUSTU STUNDU í SÖGU ÞJÓÐARINNAR“. Prófessor Beck hóf riiál sitt með- því að lýsa fögnuði sínum yfir því, að vera „heima“ á einu örlagarík- asta augnabliki í sögu þjóðarinn- Richard Beck. ar, er fyllir alla íslendinga stolti, og taka þátt í hinni miklu hátíð lýðveldisstofnunarinnar. „Við segj- um alltaf ,^ieim“ til íslands“, sagði hann. Hann kvað Þjóðræknisfélagið þakklátt fyrir að vera boðið að senda fulltrúa lieim til íslands á þessa hátíð. Ilann kvað sér einnig falið að flytja kveðjur frá John Moses, ríkisstjóra í N.-Dakota, til Há- skóla Islands, énnfremur frá rík- isháskólanum í Norður-Dakota, háskólanum í Manitoba og Cornellháskólanum, einnig kveðj- ur frá þrem íslenzkum fvlkisþing- mönnum í Manitoba. VESTUR-Í SLEN DIN G AR GLAÐIR YFIR EIN- HUGA ÞJÓÐARAT- KVÆÐAGREIÐSLU. Vestur-íslendingar hefðu fjöl- mennt „heim“ nú, engu síður en 1930, ef þess hefði verið nokkur kostur, sagði liann. Alla dreymir um að koma heim, jafnvel íslenzka drengi, sem aldrei liafa litið Island augum. Vestur-íslendingar eru mjög á- nægðir yfir þvi hve þjóðin var einhuga i þjóðaratkvæðagreðisl- unni. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 25 ÁRA — Á VIÐ RAMM- AN REIP AÐ DRAGA. Þá vék hann að 25 ára afmæli Þjóðræknisfélagsisn, sem haldið var seinni hluta febr. s.l. Ilátíða- höldin voru mjög virðuleg og hafa aldrei verið betur sótt. Koma biskupsins, dr. Sigurgeirs Sigurðs- sonar, sem fulltrúa íslands, setti sérstakan svip á þau. Með komu sinni styrkti hann mjög böndin milli íslendinga vestan hafs og austan og vann mikið gagn með för sinni. Þjóðræknisfélagið á að ýmsu Framh. á 8 síðW

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.