Þjóðviljinn - 09.06.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.06.1944, Blaðsíða 2
2 Þ JO® VILJIN N Föstudagur 9. júní 1944, Nokkur orð um umferðina og Bretabíl í Ilaí'narstræti Bifreiðastjóri kom að máli við mig fyrir nokkru og umtalið beind- ist að umferðinni í bænum og ýms- ur erfiðleikum sem bifreiðastjórar eiga við að stríða, vegna tálmana á götunum í bænum. „Það er ekki nóg með að göturnar séu holóttar svo að næstum er ógerningur að aka um þær, nema að stórskemma bif- reiðarnar,“ sagði hann „heldur er umferðin svo mikil, þrengslin svo ótakmörkuð oft og tíðum, að næst- um ógerlegt er að nema staðar á aðalgötunum. Það er hreinasta furða hve margir atvinnubílstjórar sleppa án þess að fá bíla sína stórskemm'da. Stjórnin á umferðinni er, að mín- um dómi, hreinasta kák. Afskipti lögreglunnar af því hvar numið er staðar eru oft næsta kát- leg, og rekistefnur hennar virðast ekki ætíð koma þar til greina, sem þörfin er mest. Auk þess virðist það næsta sjaldgæft fyrirbrigði, að sjá lögreglu í þessum bæ, nema þá á örlitlum bletti í miðbænum. En hvað viðvíkur umferðatálmunum, þá læt ég nægja að minna á stóran bíl frá brezka setuliðinu, sem ævinlega á einhverjum tíma dagsins og oft tím- um saman, stendur vinstra megin í Hafnarstræti austanverðu. Þarna er oft svo þröngt að illfært er um götuna og orsakar slíkt oft talsverða bið. En tíminn er peningar hjá okk- ur atvinnubílstjórunum, ekki síður en öðrum. Mér er kunnugt um að margir stéttarbræður mínir líta ó- hýru auga framan í stóra Breta- bílinn, sem lögreglan hlýtur að sjá úr dyrunum „heiman frá sér“. Ó. Þ. ,Þess skal gretið sem gert er‘ Það er tíðum vanþakklátara starf að benda á það sem aflaga fer og krefjast umbóta, en að þakka það sem vel er gert. Hitt er þó engu síður skylt, að þakka vel unnin störf, og jafnvel viðleitni er miðar í rétta átt. Nú er fyrir skemmstu hafin við- gerð á Hnitbjörgum Einars Jónsson- ar, að líkindum mun nú ætlunin að fulígera þetta hús ' sem hefur að geyma merkilegasta listasafn hér- lendis sinnar tegundar. Ef vel hefði átt að vera, hefði þessu þurft að vera lokið fyrir 17. júni. En engar lýkur eru til að svo verði, því að á verkinu öllu virðist vera alltof mik- ill seinagangur. M. a. eru notaðir hestvagnar til að flytja til moldina sem jafnað er í lóðina umhverfis húsið. En hér er þó spor í rétta átt að við þurfum ekki alltaf að hafa þetta hús fyrir augunum í því hrörn unarástandi, sem það virtist vera, hið ytra, áður en viðgerðin hófzt. Almenna byggingarfélagið hefur nú tekið að sér viðgerð Sóleyjar- götu, en hún tekur nú til sin álit- lega sneið af Hljómskálagarðinum. En að viðgerð þessarar götu er unn- ið með nýtízku vinnubrögðum m. a. er þar að verki vélknúin moldýta. Við íslendingar eru orðnir svo vanir því að sjá gömlu vinnubrögðin, þar sem unnið er með haka og skóflu, að okkur vex það næstum í augum að standa andspænis nútímatækni. Grunnurinn, þar sem Hótel ísland stóð er engin bæjarprýði, skoðanir munu vera nokkuð skiptar um hvað beri að gera við hann. Sumir vilja hafa þarna autt svæði, aðrir vilja byggja þar nýtízku hótel. En hvað sem gert verður ætti að minnsta kosti að leggja kapp á að hreinsa og slétta grunninn betur, á meðan hann verður ekki grafinn upp eða lagfærður til annarrar notkunar. Ó. Þ. Meira hreinlæti í Bæj arpóstinum hefur nokkrum sinnum verið vikið að því fádæma hirðuleysi, sem ríkt hefur í þrifnað- ar- og hreinlætismálum okkar Reyk- víkinga. Að vísu mun ekki um það sagt með vissu að til stórra um- bóta horfi á þessu sviði, en hinsveg- ar er ekki vonlaust um að eitthvað sé að bregða til bóta. Sorphreinsun bæjarins er enn í mesta ólagi og eiga þar bæði sök bæjarbúar og bæjaryfirvöld. En nú mun tekin upp sú nýbreytni, að unnið er að hreins- uninni allan sólarhringinn, og mun ekki af veita, því enn er ekki óal- gengt að sjá öskutunnurnar, sem eiga að vera lokaðar, með allmikl- um kúf upp fyrir barma, og verður þá eðlilega, að leggja lokið til hlið- ar. En hvað eiga húsmæðumar að gera þegar sorpílátin eru orðin full og hreinsunarmenn bæjarins láta ekki til sin sjá? Jú, það má kvarta til hlutaðeigandi yfirvalda, en ætli þær yrðu ekki æði margar kvartan- irnar ef þeirri reglu væri almennt fvlgt, og mundi þeim verða sinnt fyrr en seint og síðar meir? Nei, það verður að bíða þar til sorp- hreinsurum þóknast að koma, en á meðan leggur rotnunarþefinn og ýldubrækjuna inn um dyr og glugga, inn í íbúðir fólksins í vorhitanum og sólskininu. Ó. Þ. Að byggja á lóð Elliheim- ilisins „Sólvallabúi“ sagði eftirfarandi við Bæjarpóstinn nýlega: „Eg hef heyrt að það eigi að fara að byggja íbúðarhús fyrir starfsfólk Elliheimilisins á lóð þess þar sem svínahúsið er nú. Svínahúsið hefur staðið þama öllum sem til þekkja til angurs og ama, og er satt að segja höfuðskömm að það skuli ekki fyrir löngu vera farið veg allrbr veraldar. En nú er talað um að byggja þarna varanlegt íbúðarhús. Þetta tel ég mjög misráðið. Slík bygging er ekki í samræmi við það skipulag sem þarna hefur verið hugsað og mundi fara illa. Lóð Elliheimilisins er sann arlega ekki of stór, eins og hún er, það á ekki að skerða hana. Til að forðast misskilning vil ég taka fram, að ég tel mjög mikla þörf á að Elliheimilið fái aukið hús- rúm, en væri ekki hægt að finna annan heppilegri stað nálægt heim- ilinu fyrir starfsmannabústað?“ Útsvör og iðnnemar Útaf prýðilegu bréfi iðnnema, sem birtist í Bæjarpóstinum í gær þykir rétt að taka þetta fram: Að lögum er hægt að leggja útsvar á' hvern sem er, án tillits til hvað hann stundar, hvort það er nám eða annað. Útsvarið á að leggjast á „eftir efnum og ástæðum", þ. e. eftir tekjum mannsins, eignum og öðru því, sem áhrif hefur á afkomu hans. , Hvað nemendur snertir, mun það hafa verið nær algild regla, að leggja ekki á þá útsvör, enda eru þeir í fæstum tilfellum matvinn- ungar. Iðnnemar munu þó að þessu leyti, eins og á fleiri sviðum, hafa búið við skarðari rétt en aðrir nem- ar. Það mun alloft hafa verið lögð á þá útsvör. Auðvitað er það hið herfilegasta ranglæti eins og iðn- nemi tekur fram, að leggja útsvör á slíkar tekjur sem þessir nemar hafa. En hvað á þá að gera? Margir spyrja hvað þeir eigi að gera til að fá hlut sinn réttan í út- svarsmálum. Landnám Dagsbrúnar Snemma í vor keypti Vmf. Dagsbrún 30 hektara landspildu úr landareign Þorsteins Lofts- sonar, Stóra Fljóti í Biskups- tungum. Verð landspildunnar var kr. kr. 5.000.00 ásamt eitt þúsund króna framlagi til virkjunar Reykholtshvers og 200 króna ár- legu gjaldi fyrir hita úr hvern- um. Á félagsfundi þann 23. apríl s. 1. var ákveðið að „stefna að byggingu hvíldarheimilis á land inu handa félagsmönnum“ og stjórninni falið að skipa nefnd maqna til að „sjá um fjáröflun og framkvæmdir". Nokkru síðar tilnefndi félags- stjórnin þessa menn í nefndina: Eggert Þorbjamarson, Ástþór B. Jónsson, Kristófer Grímsson, Pál Þóroddsson,SveinbjörnHann esson, Vilhjálm Þorsteinsson, Skafta Einarsson, Gunnar Daní- elsson, Jón Agnarsson, og til vara: Guðmund Jónsson, Ólaf B. Þórðarson og Sigurjón Jónsson. Nefndin setti sér þegar í upp hafi þessi byrjunarverkefni: Stofna „landnámssjóð Dags- brúnar" og hefja fjársöfnun meðal félagsmanna. Leggja veg að landinu og girða það. Koma upp bráðabirgðaskála. Fá gerðan uppdrátt af hinu fyrirhugaða hvíldarheimili. Til þess að leggja veginn hafa tvær sjálfboðaliðsferðir verið famar, önnur um hvítasunnuna og hin um síðustu helgi. Tóku um tuttugu félagsmenn þátt í hvorri ferð. Má heita, að lagn ingu vegarins sé lokið, en hann er um 150 metra langur og fjög urra metra breiður. í hvítasunnuförinni voru fyrstu skógarhríslurnar gróður- settar í landi félagsins. Þá hefur nefndin fest kaup a girðingarefni og skálaefni hja sölunefnd setuliðseigna og verð ur hafizt handa um girðingu landsins og byggingu skálans um næstu helgi. Almenna Byggingarfélagið h. f. hefur sýnt nefndinni þá vel- vild að lána verkfæri í þau tvö skipti, sem unnið hefur ver- ið í landinu og Reykjavíkur- bær lánað vörubifreið í fyrri ferðina. Nefndin hefur ákveðið að koma upp eigin verkfærasafni. Sérstök bók verður færð yfir alla vinnu, sem framkvæma Um það er þetta að segja: Kynnið ykkur skalann, sem niður- jöfnunarnefnd fer eftir, og gætið að hvort útsvarið er í samræmi við hann, ef það er ekki, þá er að kæra til niðurjöfnunarnefndar. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar að gefa sem ekki hafa komið fram á fram- tali, sem þið teljið að eigi að hafa áhrif á útsvarið, þá er einnig rétt að kæra til niðurjöfnunarnefndar. Ef einhverjar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, eins og ef um nem- endur er að ræða, er bezt að skrifa bæjaráði og fara fram á lækkun eða niðurfellingu. Dagsbrúnar- landið séð að suðaustan. verður á landi félagsins og alla sjálfboðaliða. Á landi félagsins verða engir einkabústaðir leyfðir né nein um félagsmanni veitt einkafríð indi. Nefndinni er ljóst, að til þess að framkvæma samþykkt fé- lagsins um sköpun myndarlegs hvíldarheimilis fyrir Dagsbrún armenn og fjölskyldur þeirra. þarf mikið og samstillt átak allra félagsmanna og að vinna verður verkið í áföngum eftir því sem fjárhagur leyfir. Hún hefur þó þá trú á skiln- ingi Dagsbrúnarmanna á nauð- syn og menningargildi hins fyr- irhugaða hvíldarheimilis, að’ hún efast ekki um. að þeir muni leggja fram krafta sína til þess,. að hið fyrsta hvíldarheimili verkamanna á íslandi megi rísa upp sem fyrst. Landnámsnefnd Dagsbrúnar. GARÐYRKJAN 1943 Sarðyr kjuritið 1944, ritstj. Ingölfur Davfðsson, nýkomið fit Garðyrkjuritið 1944 er ■aýkomið út, jjölbrcytt og laglcgt í sniðum, góður gestur til allra sem áhuga haja á garðyrkju og annarri ræjctun. Ritstjórinn, Ingóljur Davíðs- son grasajrœðingur, ritar margt í hcjtið, og birtir meira að segja cjtir sig lag og kvœði. Auk hans eiga þarna grcinar Klcmcnz Kristjánsson, Niels Tybjerg, Anna Sigurðar- dóttir, Jónas Kristjánsson, Ole P. Pedersen, Amaldur Þór, August MöUer, Bjami F... Finnbogason, Gunnlaugur Kristmundsson og L. Boeskov. Formáli ritsins gejur í samanþjöppuðu máli gott yjirlit um garðyrkjuna á síðast- Kðnu ári og störj Garðyrkjujclagsins, sem gejur ritið út, og lýkur mcð mjallri sjálj- stceðishvöt. Þjóðviljinn tekur sér það bessalcyji að hirta jormálann í heild. * I. Garðræktin 1943 varð æði mis- fellasöm. Við sjóinn varð að vísu sæmileg uppskera í góðum görð- um á sunnanverðu landinu, en í norðurhéruðum landsins varð víð- ast mikill uppskerubrestur vegna ótíðar. Kartöfluuppskeran er á- ætluð 50—60 þúsund tunnur á öllu landinu, en reyndist um 85 þús. tn. 1942. Hefur mikið verið flutt inn af kartöflum á árinu, til matar og útsæðis, en það ætti að vera ó- þarfi því að nóg er hægt að rækta í landinií sjálfu, ef vel er á haldið. Hið erfiða árferði liefur greinilega sýnt okkur, hve mjög mishæf hér- uð landsins eru til kartöflurækt- unar. Aðalframleiðslan á auðvitað að vera í lágsveitum sunnanlands, á jarðhitasvæðum, sandsvæðum og öðrum sérlega hæfum stöðum á landinu. Rófnauppskeran varð mjög lítil og hefur rófnaræktin að heita má lagst niður á kálmaðkasvæðunum. Samt sleppa snemmþroska rófur oft furðulega við maðkinn. Rækt- un gulróta fe^vaxandi, enda geta þær að nokkru leyti komið í stað gufrófnanna, einkum á sandsvæð- um og í volgri jörð. Kálræktin gekk erfiðlega, bæði vegna tíðar- farsins og einnig hins, að nú fæst ekki fræ frá Norðurlöndum af stofnum þeim, sem bezt hæfa ís- lenzkum skilyrðum. Maðka- skemmdir voru með minna móti, enda hafa nú flcstir lært varnar- ráðin gegn maðkinum. Langbezt þreifst kál það, sem alið hafði ver- ið upp í moldarpottum (eða urta- pottum). Er jurtin þá gróðursett með moldarhnausnum í garðinn og bíður því engan hnekki við- gróðursetninguna. Er moldarpotta- aðferðinni lýst af Árna Eylands í Garðyrkjuritinu 1938. Ræktun salats, sþinats o. fl. garðjurta, verður stöðugt almennari með árl hverju. Heilbrigði garðjurta var með betra móti. Myglu varð vart í ágústbyrjun, en kuldaköstin sáu að mestu fyrir lienni, ásamt varn- arúðun, sem nú er að verða allal- geng hér um slóðir. Talsvert bar á stöngulveiki sums staðar. (Um kálmaðka og æxlaveiki er rætt síð- ar í ritinu). — Afurðir gróðurhús- anna munu aldrei hafa verið eins. miklar og árið 1943. Er ylræktin auðvitað miklu síður háð dutlung- um veðurfarsins, heldur en garð- jurtirnar úti. Talið er, að fram- leitt hafi verið í gróðurhúsunumr Tómatar 120 smálestir, gúrkur 1£ smálestir og feiknin öll af blóm- um, auk ýmissa fleiri tegunda,. sbr. skýrslu sölufélagsins. Tals- vert hefur verið byggt af gróður- húsum á árinu, einkum í Hvera- gerði. Munu nýbyggingar samtals. nema um 2400 mí, og að með- töldum vermireitum á ylræktar- stöðvunum munu nú vera um 4 ha. glerþakin ræktarjörð á íslandi. Markaður var ágætur, en nokkur vöntun æfðra garðyrkjumanna sums staðar. Prcntunarkostnaður er nú orðinn mjög hár. Styrkið Garðyrkjufélagið með því að ger- ast félagar. Umsóknir má senda til ritarans Ingólfs Davíðssonar,. Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.