Þjóðviljinn - 14.06.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.06.1944, Blaðsíða 2
Þ.TÓÖVILJINN Miðvikudagur 14. júní 1944, VORANNIB Er sólin blíða, geislahár sitt greiðir svo guiinum loga siær á brún og sund og vorið fríða gróðrarblæju breiðir blómrósum prýdda, yfir tún og grund: Að eyrum berast blíðir fuglahljómar, — því brott er flúin vetrar kuldahríð. 1 hugum manna, vorið endurómar, þeir eignast von um fagra sumartíð. Þótt ég bregði upp lítilli mynd af vordegi, í samræmi við ljóðlínurnar hér að ofan, þá er það ekki af því að eigi séu til nægar myndir í algerðri mót- sögn við þessa. — Því miður eru þær of margar frá umliðn- um árum. En þótt vorhretin hafi að von um skilið eftir óafmáanlegar mjmdir í hugum þeirra manna sem háð hafa við þau hörðustu stríðin, þá mun þó flestum tamara að rifja upp hinar feg- urri minningar liðinna ára. Snemma morguns gengum við Jón bóndi út túnið, áleiðis til sjávar. Náttdöggin, sem glitr- aði eins og skærar perlur í morgunskininu, hrundi undan fótum okkar og myndaðist eft- ir þá greinileg slóð í skrúð- grænu grasinu. í Naustavíkinni beið skektan, bundin við stóra trjárótar- hyðju og skorðuð með fjórum rekaviðarkeflum, sem við tók- um og röðuðum niður eftir fjör- unni, með hæfilegu millibili. Þá var skektan leyst og sett ofan, rann hún liðugt á hlunnunum, unz hún komst á flot, fórum við þá upp í, lögðum út árar og rérum út víkina. Sjórinn var spegilsléttur svo langt sem augað eygði út Húna- flóann. Vestan flóans teygðu Stranda fjöllin hnarreista hálsa sína og sæbratta höfða hvern öðrum lengra móti skini morgunsólar- innar; sem glófextir fákar þreyttu þar kapphlaup að hinm skýru marklínu sem dimmbláir skuggar Vatnsnesfjallanna mynduðu við eystri takmörk hins rennslétta flatar. Yfir Litlanesinu sveimaði fjörugur kríuhópur og með há- væru gargi gáfu þær til kynna að þær mundu engum óvel- komnum gesti leyfa friðarvist í ríki sínu. * Nú beygðum við fyrir Litla- nesið og blöstu þá Sauðanessker in við okkur. og við þau lágu selanetin sem við ætluðum að „vitja um“. ★ Uppi á skerjunum lágu stórir og smáir selir og bökuðu sig í sólskininu, flestir þeirra sváfu vært, en nokkrir, og þá helzt þeir eldri og reyndari, höfðu haft á sér andvara og orðið bátsins varir þótt ennþá væri hann í nokkurri fjarlægð. Því hefur verið haldið fram, af vönum selveiðimönnum, að á stórum skerjum þar sem margir selir sofa í einu, séu alltaf einn eða fleiri á verði .og geri þeir hinum aðvart ef hættu ber að höndum og eru það þá senni- lega rosknir' og reyndir selir sem til þess verða. Nokkurra vikna gömlum kópum væri tæp- lega trúað fyrir svo ábyrgðar- miklu starfi. Enda sofa þeir vært þegar heitt er veður. Þessi veiði stendur venjulega yfir í tvær til þrjár vikur og er til þess valinn sá tími á vor- in, þegar kóparnir eru að hætta að fylgja mæðrum sínum og fara að sjá um sig sjálfir, því að á meðan mæðurnar annast þá, tekst þeim oftast að verja þá fyrir veiðibrellum mann- anna, en mistakist það, er æs- ing þeirra auðsæ og oft átakan- leg á meðan verið er að greiða hið dauða afkvæmi úr netinu. En það er aðeins hending ef fullorðinn selur veiðist á þenn- an hátt. Þó að netin séu lögð sem átök hans urðu, því fastara nerti feigðarsnaran að hálsi hans. Nú reiddi Jón hnallinn til höggs og næst þegai litli óvitinn teygði upp nefið til að anda, féll rothöggið. Fyrir ut- an skerið æddi móðirin fram og aftur og blés af reiði — og sorg. Nokkru seinna gengum við Jón aftur heim túnið. — En nú var slóðin okkar frá því um morguninn horfin. Veiðina, — sem voru fjórir kópar, — höfð- um við látið undir fláningsborð- ið sunnan undir fjárhúsunum. í móunum fyrir ofan túnið var Steinbjörn blægingamaður kominn að verki með hesta sína og talaði til þeirra eins og mað- ur talar við mann: „Brúnn, haltu götunni, — hægan. Eldur, ekki að reiðast, klárinn minn, — fram. Mósi, dragðu ekki af þér, — fram allir, svona“. Og með samstilltum, æfðum átök- um drógu kláramir plóginn, sem risti sundur þýfið. Plóg- strengirnir liftust lítið eitt, undust til og biltust síðan á rönd yfir í næsta plógfar. Neðan frá fjárréttinni kom EFTIR Guðlang Jónsson þvert fyrir sundin á milli skerjanna, eða beint út frá þeim, þar sem selaumferðin er mest, þá eru þeir furðu glögg- ir á að þræða á milli þeirra án þess að þá saki. Enda þykir það lítill fengur að fá fullorð- inn sel, þó að þeir séu mun stærri en kóparnir, eru skinn þeirra og spik mun verðminni markaðsvara. Þegar báturinn nálgaðist sker in, komst fljótlega hreyfing á selahópinn, fyrst teygðu þeir skrokkinn, drógu sig því næst í hnút og spyrntu sér áfram með afturhreyfunum, teygðu sig á ný og svo koll af kolli þar til þeir náðu að stinga sér í sjóinn, en þar þóttust þeir öruggir og hirtu ekki um að forða sér langt frá, ' heldur syntu rólegir í kringum bátinn og störðu á okkur kolsvörtum augum. Þegar við nálguðumst fyrsta netið, tók ég við árinni af Jóni en hann fór fram í bátinn, reisti „selahnallinn“ upp við borðstokkinn og beið þess að ná í endaflána á netinu þegar bátinn bæri að henni. Skammt frá okkur voru nokkrar flár í kafi og benti það til þess að ekki mundum við fara algera fýluför í þetta sinn. Innan skamms gægðist grár kollur yf ir borðstokkinn og kippti Jón honum þegar inn í bátinn og fór að greiða utan af honum þessa tálsnöru sem hafði orð- ið honum að fjörtjóni, í hans eigin heimkynnum. Nær skerinu bólaði nú á nasir á öðrum kóp, sem háði þar harða baráttu, upp á iíí og dauða, en því örvæntingarfyllri Gvendur vinnumaður með stór- an ullarpoka á bakinu. Við höfðum orðið seint fyrir við rúninguna kvöldið áður og ekki unnizt tími til að koma ullinni heim. Uppi á kvíamelnum stóðu kýrnar í einum hóps og góndu í allar áttir, sem væru þær að gá til veðurs. Enda höfðu veð- urfregnir Jóns Eyþórssonar al- veg farið fram hjá þeim svo að þær urðu að treysta á eigin dómgreind í þeim efnum. „Ætli það væri ekki rétt að nota lognið til að fara í varpið“, sagði Jón, þegar við hittum sambýlismann hans á bæjar- hlaðinu. „Það er líklega réttast11, svar- aði sambýlismaðurinn, sem einn ig hét Jón og var kallaður Nonni til aðgreiningar frá hin- um. Að loknum morgunverði var búizt af stað í varpið. „Getur hann Gvendur ekki keyrt út það sem eftir er af mónum“, sagði Hanna við Jón bróður sinn, — „við verðum nógu mörg í varpinu samt, því Magga kemur með okkur, en litlu stelp umar verða hjá krökkunum meðan þau bera af eyrinni og svo lítur nú hún amma þeirra eftir þeim“. „Það er gott“, sagði bróðir hennar og þar með var því slegið föstu. Út úr skemmunni kom Nonni með fullt fangið af tómum pok- um, — en í þá átti að láta dún- inn. „Eg ætla að ganga niður í voginn“, sagði hann, , ég er hræddur um að tvílemburnar nafi ekki allar fundið bæði lömbin sín þegar við hleyptum Hvað gerir þingið með 17. júní? Fyrir mö'rgum árum hefur al- þýða landsins gert þá kröfu, að 17. júní yrði gerður að sam- eiginlegum hátíðisdegi íslenzku þjóðarinnar. Þessi krafa hefur ekki fengizt fram vegna þess, að þing, stjórn og atvinnurek- endur hafa staðið þar öndverðir móti. Auðvitað hefur þessi betri helmingur þjóðarinnar þótzt elska Jón Sigurðsson um- fram allt og tekið sér frí sjálf- ur, en hann hefur ekki mátt leggja svo mikið í sölurnar, að missa af auði nema helmings- ins þennan dag. Sleppum nú að sinni því sem liðið er, en ég spyr, er Alþingi alvara með að ganga fram hjá þessari kröfu, eins og nú stend- ur á? Ríkisstjórnin hefur að sönnu gefið út nokkurs konar beirini um, að ekki verði unnið seinni- hluta föstudagsins 16. júní og þá heldur ekki á laugardaginn. En hvað á svona kák að þýða? Úr þessu verður ekki komizt hjá því að löghelga 17. júní sem frídag. Út af þessum frí- um 16. og 17., eða vinnu þá daga, mun skapast ótal illdeil- ur og málaferli milli verka- manna og atvinnurekenda og er þá sannarlega nóg af slíku fyr- ir, þó lýðveldishátíðin verði ekki beinlínis látin stuðla að þeim. Það sem Alþingi á að gera, er það, að löghelga 17. júní, sém almennan frídag nú þegar, svo engar deilur rísi um þetta mál. Eg get ekki skUið að þetta sé langrar stundar verk, að minnsta kosti veit maður dæmi .þess, að bráða- birgðalög eru fljót að fæðast„ þegar mikils þykir við þurfa. Halldór Pétursson. út í gærkvöld". „Þá er bezt að við Valdi förum með þér“. sagði kona hans, — „okkur þyk- ir ekki svo gaman að fara á sjóinn, — svo getum' við líka athugað hreiðrin í landhólman- um um leið“. Nú skiptist liðið í tvo hópa, — „samkvæmt áætlun“, — og fór Nonni með sinn hluta suð- ur túnið, en hinn hlutinn hélt til sjávar. Þegar við, sem sjó- leiðina fórum, komum niður í Búðarvog, var landliðið þar fyr- ir og sameinaðist þar landher og sjóher til árásar á ríki hinna fleygu íbúa varpeyianna. Uþpi á hömrunum, vestan á eynni, sátu lundar í þéttri fylk- ingu og var einna líkast, sem þar væri skarað skjöldum, er hvítar bringurnar mynduðu sam fellda röð, en yfir skjalda- rendurnar gægðust röndótt, bústin prófastanefin. En þegar báturinn nálgaðist, tóku að riðlast fylkingar land- varnarliðsins og flýði þá hver sem mest hann mátti, sumir til híbýla sinna, — sem voru djúp- ar og kræklóttar holur, með ótal þvergöngum, — en aðrir hugðust grípa til fluglistarinnar og hentust í ofboði fram af berginu. En eins og kunnugt er eiga fuglar þessir oft erfitt með að hefja sig til flugs í logni og féllu því margir beint niður í sjóinn, allt í kringum óvinina sem þeir ætluðu að forðast. Til allrar hamingju var sundlistin þeim ekki ótamari en fluglist- in og stungu þeir sér því og þreyttu kafsund sem mest þeir máttu. Þegar upp á eyna var komið virtist hún öll þakin mórauðum, iðandi dílum. Það voru æðar- kollurnar að yfirgefa hreiður sín. Yngstu kollurnar voru mjög óttaslegnar og flugu gargandi sem lengst frá búi og bömum, en þær eldri og reyndari tóku þessu með stillingu, vögguðu þær rólega til sjávar og lögðust hátignarlega til sunds og not- uðu fríið til að fá sér hressandi bað. Á skerjunum sátu æðar- blikar í hópum, en aðrir syntu í kring og kváðu drýgindalega: Ú—úú. Nú var skipt liði og tekið til starfa, hafði hver sinn poka til að láta dúninn í. í sumum hreiðrunum var bú- ið að „leiða út“ og var þá tek- inn allur dúnninni sem í þeim var. En úr hinum sem egg voru í, máttum við ekki taka, nema þá lítið eitt, þar sem dúnsæng- in var þykkust. Um eggjatöku var tæpast að ræða, vegna þess hve langt var liðíð * á varptím- ann. Þó voru ný egg í einstaka hreiðri og sást það fljótt ef þau voru skyggnd. Var þá stundum tekið eitt egg úr hvoru hreiðrl sem fleiri en fjögur voru í. Um nónbilið var varpgöng- unni lokið og höfðum við þá einnig vitjað um selanetin sem lágu við skerin þarna í kring. Heima í lendingunni tóku börnin á móti okkur með marg- rödduðum kórsöng: „Fenguð> þið marga seli? — komið þið með nokkur egg? — náðuð þið> nokkrum lunda?“ Að loknum miðdegisverði fóru karlmennirnir að gera að selnum. Hver eftir annan voru kóparnir flegnir og afspikaðir. Síðan voru skinnin strengd á hlera og skafin úr þeim fitara. með beittum öxum, en gæta. varð þess að axirnar skrikuðu ekki til hliðar því þá fór illa og skorin skinn urðu aldrei fyrsta flokks vara. Seinni hluta dagsins var kom- in snörp „innlögn“ — eins og venjulegt var þegar mjög heitt var í veðri framan af dögun- um. Það glæddi von okkar um meiri veiði næsta dag, því kul- ið gerði kópunum erfiðara að forðast netin. Þegar við höfðum lokið við að flá selinn og skafa skinnin, var komið kvöld. Við bárum skinnin heim í hjall, þar sem kvenfólkið tók þau síðar og þvoði rækilega áður en þau voru spýtt til þerris. Önnum dagsins var lokið og kvöldverður framreiddur. Neð- an úr kjallaranum barst sam- fellt urghljóð frá skilvindunni, sem ur.dirleikur við hina vel þekktu rödd í útvarpinu: „Veð- urfregnum verður næst útvarp- að ... Góða nótt“. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.