Þjóðviljinn - 08.07.1944, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.07.1944, Síða 7
Laugardagur 8. júlí 1!)44. ÞJÓÐVILJINN 7 SAGAN AF ÞORSTEINI KARLSEFNI (Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar). Hún sagði og, að skessan hefði numið sig úr öðru kóngsríki, til að þjóna henni og dæ’trum hennar, og væri hún kóngsdóttir. Síðan komu skessurnar inn í hellinn, og bauð gamla skessan kóngssonunum að ganga til rekkna, en svo væri nú sængum varið hjá sér, að sinn yrði að sofa hjá hverri dóttur sinni. Þeir þekktust það og lögðust fyrir. Síðan háttuðu flagðkonurnar og mennska stúlkan með hálfum huga hjá kóngssonunum. Flagðkonurnar sofnuðu skjótt og tóku þá kóngssynirn- ir 'til starfa og skubbuðu af þeim strýið sofandi, settu upp á sig húfurnar af þeim og lögðust fyrir ofan þær, en höfðu andvara á sér og sofnuðu ekki. Þegar leið lengra fram á nóttina, fer skessan gamla á fætur og fram, en kemur aftur með ljós í annari hendi og skálm mikla í hinni. Hún setur af sér ljósið á hellisgólfið, en gengur með reidda skálmina að fremsta rúminu, kippir flagðkonunni fram á stokkinn og heggur þar af henni hausinn, svo hann hrýtur fram á hellisgólfið. Síðan hjó hún á sama hátt hverja af annarri dætra sinna, því þær lágu allar nær stokki, unz hún var komin að innsta rúminu. Þá spruttu kóngssynir allir á fætur, réðust á skessuna og felldu hana. Sá hún þá, að þeir höfðu gabb- að sig skemmtilega, og að hún hafði drepið allar dætur sínar í stað þeirra og þóttist vita, að þetta mundu sam- an tekið ráð mennsku stúlkunnar og kóngssona. Þegar svo var komið fyrir henni og hún gat engri vorn lengur við komið, lagði hún það á þá bræður, að þeir skyldu ,verða að nautum og skyldu þeir koma í þessum nauts- ham heim að höll föður síns á hverjum degi og aldrei úr honum komast, nema einu sinni á sólarhring, meðan þeir mötuðust, en það skyldu þeir gera í hólma einum í s’tóru vatni, langt frá öllum mannavegum, aldrei skyldu þeir úr þeim álögum komast fyrr en einhver væri svo vaskur maður að hann gæti fært þeim samá mat’að borða heima í kóngsríki, sem þeir borðuðu sjálfir í hólm- anum- WtM V',,. & ÞETIA PHYLLIS BENTLEY: ARFUR í ævisögu sinni segir Jón Ól- afsson Indíafari frá því, að hann vann orm einn mikinn í Ind- landi og þótti það hið mesta hreystiverk. Er þetta úr frásögn hans: „ .. hann (ormurinn) hljóp inn í stóran buska, og svo hart þar inni frambrauzt, að allur runnurinn skalf og bifaðist, líka jörðin undir vorum fótum. En á meðan hann svo í runninum umbrauzt hljóp ég í mestri vog- an fram fyrir runninn, og í því sama kom hann í grimmu áliti og miklum skunda út af runn- inum og nærri tveggja álna upp reisti sinn höfuðhluta, og æddi grimmilega mér í móti með blístri og blæstri miklum, svo mér sýndist sem hélublár reyk- ur undan honum færi og hann utn kring færi, og svo varð ég af guði dýrðlega upplýstur að ég hann né hans grimmt álit ei skelfdist, en mínir lagsbræður hljóðuðu og urðu hræddir, og báðu mig í guðs nafni mig nú að vara. Og í það sinn hann meinti mig að stinga hjó ég til hans með allri þeirri orku, sem guð mér lént hafði, með breið- um pampart (vopn) og mínu beggja handa afli svo geysilega, að þeim virtist að ei hefði fram- ar af mér að vænta verið eður mínum líka, nær álnarlengd frá hans höfði, svo í sundur tók í einu, og hljóp sverðið í jörð undir hjöltin, en nær ég vildi því hafa aftur náð þá var það 1 sundur undir hjöltunum, og urðum við blaðið upp að grafa. Eg gekk strax á milli stykkj- anna, svo ormurinn ei aftur skriði saman...“ get líka verið hreinskilinn og sagt þér„ hvaða álit ég hef á þér. Eg er því feginn að þurfa ekki að umgangast mann, sem ekki hefur minnsta vit á einni af þýðingarmestu framleiðslu- greinum heimsins en raupar þó af að hann viti allt. Þú berð ekki skyn á annað en skrif- •finnsku og flækjist landið á enda til styrktar letingjum og heimtufrekum óaldarlýð, sem stefnir að því að koma þjóð- inni á kaldan klaka. Eg skamm- ast mín fyrir að eiga bróður, sem heimsækir Oasler í fangels- ið — því að ég skal ábyrgjast, að það hefur þú gert á leiðinni til London. „Eg gerði það. Mín var virð- ingin,“ svaraði Jonathan. „Svikari!“ æpti Brigg. „Eg hef aldrei svikið.“ „Þú hefur svikið fjölskyldu þína og stétt. Eg hef skoðað þig sem svikara, síðan þú skrifaðir greinina í „Mercury“ forðum“. „Gáðu að því, að ég telst hvorki með ætt þinni né stétt. Eg var föðurlaust barn og vann í verksmiðju.“ „Hættu! Þú getur að minnsta kosti þagað, meðan mamma er hérna. Alltaf vissi ég, að þú varst asni. En að þú værir svona —“ „Joth — Brigg —“ sagði María grátandi, gekk til þeirra og tók í handleggina á þeim báðum. „Brigg, góði Brigg. Þú rnátt ekki reka Joth burt. Það afber ég ekki.“ „Já — jæja,“ sagði Brigg hik- andi og vandræðalegur. „Nei — nei — mamma. En ég veit ekki „Þetta þurfum við ekki að tala um,“ sagði Jonathan. „Mamma verður auðvitað hjá mér — og Sophia líka.“ „Einmitt það. Og hvers- vegna?“ spurði Brigg. „Hún er móðir mín.“ „Hún er ekkja föður míns,“ sagði Brigg hörkulega. „Og það er skylda mín að annast hana. Hún á ekki að þurfa að sakna neinna þæginda, sem hún er vön við.“ „Eg sé um það,“ sagði Jona- than. „Jæja. Hvað heldurðu að þú hafir miklar tekjur framvegis?“ sagði Brigg háðslega. „— Eg skal borga þér síðasta mánaðar- kaupið á föstudaginn.“ „Herrar mínir,“ sagði mála- færslumaðurinn. Hann leit til skiptis á bræðurna og honum virtist þeir næsta líkir, þrátt fyrir allt, því að nú voru báðir reiðir. „Herrar mínir, þetta er allt mjög óljóst enn. Eg leyfi mér að draga mig í hlé, þar til þið hafið áttað ykkur betur.“ „Já, farið þér til andskotans,“ sagði Brigg, því að hann hafði nautn af ruddalegu orðbragði í návist Jonathans. Málafærslumaðurinn tók sam- an skjöl sín þögull og móðgað- ur og fór leiðar sinnar. „Mamma,“ sagði Jonathan. Það er bezt að við leggjum af stað. Við finnum Sophiu sjálf- sagt einhversstaðar hérna í kring.“ „Þú ferð ekki frá mér, mamma,“ sagði Brigg órólegur. „Þið Sophia verðið hjá mér.“ Maria byrgði andlitið í hönd- unum og grét. Hún var að hugsa um heimili Jonathans, Helenu, börnin hans, lærða menn, sem voru vinir hans. Jonathan flutti ræður. Hann skrifaði í blöð. Þetta var allt svo fjarlægt og ókunnugt henni. Hún gat jafn- vel orðið honum til minnkunar. Sophia og Helena mundu ekki eiga skap saman. Nei, það var bezt fyrir Joth að vera laus við þær. Öðru máli var að gegna með Brigg, stjúpson hennar. Það var honum ekki til neinna óþæg- l inda, að hafa hana hjá sér. Brigg var henni góður og vin- gjarnlegur — og hann vildi að hún yrði kyrr. « „Drengurinn minn“, sagði hún við Jonathan. Eg held að það sé bezt að ég verði hjá Brigg.“ „Mamma!“ hrópaði Jonathan, og nú var beizkja í rödd hans. „Þetta er í annað sinn —“ Hann þagnaði, stóð þegjandi um stund og horfði á hana með ' fyrirlitningu. Þetta gat hann ekki fyrirgefið henni. Ástin til móður hans hafði orðið fyrir reynslu í annað sinn og þold: ekki meira. „Það er gott. Þú heíur valið milli okkar,“ sagði hann lcks kuldalega. „Það er eðlilegast, að Sophia verði hjá þér. En þá þarf hún ekki á mér að halda sem fjárhaldsmanni, og ég fel Brigg það einum. Verið þið sæl.“ Hann gekk til dyranna. .Hann fór fótgangandi til Ire- brú í sólarhitanum og gekk eins hratt og hann þoldi. Þegar hann kom heim var hann þreytt ur og þjakaður. Helena hafði verið að horfa eftir honum út um gluggann Hún kom á móti honum niður tröppurnar og studdi hann inn. Hann fleygði frá sér hattinum og henti sér niður á stól. „Æ, Helena,“ stundi hann, „Það eru vond lífskjör, sem ég býð þér. ‘ „Hvað er að, vinur • minn?“ spurði hún þýðlega, gekk til hans og strauk hár hans, sem var vott af svita. _,Hvað hefur gert þig svona æstan “ Hann sagði henni í fám orð- um, að hann hefði neitað að taka við föðurarfinum. Brigg hefði sagt honum upp starfinv, ! og hann væri atvinnulaus. Augu Helenu ljómuðu af hrifningu og gleði. „Guði sé lof,“ sagði hún inni- lega. . Nú értu loksins laus allra mála við Oldroydsættina. Verk- smiðjan hefur hvílt eins og skuggi yfir allri ævi þinni. —, Kemur móðir þín ekki til okk- ar?“ bætti hún við. Jonatban hristi höfuðið Hel- ena þekkti hann svo vel, að hún þurfti einskis að spyrja Hún gekk upp á loftið, kom aftur með yngsta barnið, vafið innan í sjal pg lagði það þegjandi í fang hans. Jonathan tók blíðlega við barninu,\en hann var jafn dap ur í bragði og áður. Helena settist þc-gjandi hjá honum með prjónana sína. Loksins létti yfir svip hans. „Þú segir satt, Helena. Nú er ég frjáls “ ,Já nú ertu frjáls,“ endurtók hún. Þau litu brosandi hvort á ann að. Jonathan reis á fætur. Hann varð að mæta á fundi. Loksins gat hann óhindrað barizt gegn verksmiðjueigendunum. Hann var frjáls. 3, i Brigg var líka ánægður, þegar hann fylgdi málafærslu- manninum til dyra. Litla krossgátan Lárétt: 1. handsamar — 7. lítið ljós — 8. heimili — 10. grasbíettur _ 11. ung- viði — 14. í jöklum 14. hnigi — — 16. smáverkfæri — 18. flan — 19. drykkjustofa — 20. eldivið — 22. átt — 23. sjávargróður — 25. skrifaði. Lóðrétt: 2. borðhald — 3. hef yndi af — 4. hrjúfa — 5. sá fyrsti tvítekinn — 6, þekjuna — 8. ganga úr lagi. — 9. nirfill — 11. skst — 13. aumt — 15. útlimir — 17. lúrði —• 21. drauma — 23. tók við gjöf — 24. hreifing. RÁÐNING KROSSGÁTUNNAR SÍÐASTA BLAÐI Lárétt: 1. gormur — 7. fáar — 8. æf — 10. K.R. — 11. öll —» 12. ok —- 14. köldu — 16. rakað — 18. in — 19. kná — 20. ur — 22. un — 23. snót — 25. flatti. Lóðrétt: 2. af — 3. rák — 4. marka — 5. ur — 6. óflúna — 8. ældi — 9. körk- ur — 11. öl — 13. kann — 15. öð- una — 18. ká — 21. rót — 23. sl. — 24. tt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.