Þjóðviljinn - 05.08.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1944, Blaðsíða 1
Lesið greinina um Eistland á 4.—5. síðu í dag. 9. árgangur. Laugardagur 5. ágúst 1944 172. tölublað. ífl Og adeíns 140 km. frá Slésíu Rauði herinn stefnír í hraðri sókn til Krakow og þýzka iðnaðarhéraðsins, Slésíu. Þar sem Rússar eru lengst komnir, eru þeir aðeins 65 km. frá Krakow og 140 km. frá Slésíu. Á leiðinni til Krakow tóku þeir meir en 50 bæi og þorp. Harðar orustur geisa í úthverfum Varsjár, en inni í borginni láta pólskir föðurlandsvinir æ meir til sín taka. Rauði herinn er á einum stað næstum fast við landamæri Austur-Prússlands. Hersveitir þær, sem sækja til Krakow virðast ætla að fara á hlið við varnarvirki hennar fyr- ir norðan. — Krakow er frá fornu fari ákaflega rammlega vígirt borg. Með sama sóknarhraða og síð astliðinn sólarhring (35 km.) ætti rauði herinn að vera kom- inn að landamærum Slésíu eft- ir 4 daga, en varla er hægt að Uppspuni. Vísis um verkfatl iðnverkifólksíns Vísir gerir verkfall Iðju að umtalsefni í gær, á þann hátt, sem við var að búast úr þeirri átt. Þótt gera megi ráð fyrir að flestir sem til þekkja, taki skrif þess blaðs ekki sem óskeik ulan sannleika, getur verið rétt að upplýsa eftirfarandi: Vísir segir, að erindrekar Iðju hafi gengið á vinnustaði og stöðvað vinnuna yfirleitt. Þetta eru ósannindi, vegna þess að yfirleitt gerðu iðnrekendur enga tilraun til þess að láta vinna, eftir að verkfallið var hafið, nema Niðursuðuverksm. S. í. F. Hún er óvefengjanlega aðili að þeim samningi er gild- andi var milli F. í. I. og Iðju og telur stjórn Iðju henni því vera óheimilt að reyna að af- stýra verkfalli með aðstoð verkakvennanna, en um það át- riði mun Félagsdómur fjalla. Þá er það með öllu tilhæfu- laust að reynt hafi verið að stöðva Niðursuðuverksmiðju Sláturfélagsins, þvi hún er alls ekki starfandi á þessum tíma. Og þá einnig hitt að sendimönn um Iðju hafþverið vísað á dyr, því þeir komu þar aldrei inn. Mjög er það tvísýnt að iðn- rekendur verði þátttakendur í fögnuði Vísis yfir því að þessi deila muni verða það langvinn að hún gangi af fleiri eða færri Iðnfyrirtækjum dauðum. Bjöm Bjarnason. gera ráð fýrir slíkum sóknar- þunga í marga daga í röð, enda þótt engin stórfljót eða fjöll séu á leiðinni til hindruiíar. Aft ur á móti er þar fjöldi borga, stórra og smárra, sem vafalaust verða varðar kappsamlega. Rauði herinn stækkaði mikið umráðasvæði sitt fyrir vestan Vislu í gær og tók meir en 100 bæí og þorp. VARSJÁ Þjóðverjar verjast einbeitt- lega 1 úthverfum Varsjár. — En inni í borginni sjálfri eiga þeir líka í hörðum orustum við pólsku föðurlandsvinina. Yfirforingi Pólverja í Varsjá hefur gefið út tilkynningu um bardagana í Varsjá. Segir hann stóra hluta miðborgarinnaí og „gömlu borgarinnar,, vera á valdi Pólverja. • Pcjlverjar hafa rafmagnsstöð- ina og gasstöðina á sínu valdi. Þjóðverjar ráða enn yfir aðal- símastöðinni. Pólski foringinn ber ógurlega glæpi á Þjóðverjana. Þeir hafi px a. smalað saman pólsku fólki óg notað það sem lifandi skjöld fyrir skriðdreka sína. Segist Pólverjinn hafa gert ráð stafanir til að hefna grimmi- ' lega fyrir ódæðisverk nazista. Á LANDÁMÆRUM ÁUSTUR- PRÚSSL ANDS Hersveitir Tserniakofskis hafa sótt langt vestur fyrir Marian- Framh. á 8. síðu. Rey k javíkurmótið: Úrslitakappleikur Reykjavík- urmótsins var háður í gær- kvöldi milli K. R. og Vals. Leik ar fóru þannig að K. R. sigr- aði með einu marki gegn engu og vann þar með nafnbótina: Reýkjavíkurmeistari í knatt- spyrnu 1944. Fékk K. R. 4 stig, Valur 3, Víkingur 3, en Fram 2. Hitier byrjar hreinsiin í býzkðlhernum Hitler hefur fyrirskipað gagn gerða hreinsun innan þýzka hersins. I þýzka útvarpinu í gær var sagt frá því, að þýzki herinn hefði beðið Hitler um leyfi til að stofnsetja svokallaðan „heið- ursdómstól“ til að ganga úr skugga um tryggð hersins við Hitler. — Hitler veitti leyfið. Meðal dómendanna eru mar- skálkarnir von Rundstedt og von Keitel og 5 hershöfðingjar. Dómstóllinn á að rannsaka hvaða herforingjar hafi verið viðriðn- ir uppreisnina gegn Hitler. Á svo að reka þá úr hernuril og dæma þá fyrir svonefndum „fólksdómi“, en dómur hans verður svo lagður fyrir Hitler til staðfestingar eða breytinga. ! Framh. á 8 síðu. I Tvær myndir frá austurvígstöðvunum. Efri: Riddaraliðsmaður úr rauða hernum. Neðri: Rússar athuga þýzkan skriðdreka sem Þjóðverjar hafa flúið frá, óskemmdum. Frafebaf hreisif í Rensies Bandaríkjamenn eru aðeins 45 km. frá stórborginni Nantes við mynni Leirufljóts (Loire). En til hafnarbæj- arins St. Nazaire eiga þeir ófarna um 60 km. Sökum sóknarhraðans er hernaðarafstaðan nokkuð óljós, en sennilega eiga Bandaríkjamenn hokkuð styttri leið ófarna til sjávar vestur á Bretagneskaga. En er þangað kemur eru þeir búnir að loka inni her Þjóð- verja á Bretagne. Hátíðleg athöfn fór fram í gær á aðaltorginu í Rennes. Fór fram innsetning nýs héraðsstjóra í embætti. Mikill mannfjöldi hafði safn- azt saman. Franskur heiðurs- vörður stóð þar fylktu liði. Fyrrverandi héraðsstjóri hafði flúið með Þjóðverjum og sömuleiðis meirihluti lögreglu- liðsins, en hinir höfðu verið handteknir. Voru þetta allt starfsmenn Vichystjórnarinnar. Bæjarbúar sjálfir handtóku þegar í gær fjölda marga Þjóð- verjavini og afhentu lögreglu J3andamanna. Viðreisnarstarfsemi er hafin í borginni en hún heíur lítið skemmzt. SÓKNARHRAÐINN Ein af vélahersveitum Banda ríkjamanna hafði .í gærkvöldi sótt fram 100 km. á einum sól- arhring. Bandaríkjamenn voru þegar í gær komnir, framhjá St. Malo á norðurströnd Bretagneskaga, þar sem þeir tóku þá bæinn Dinan. í gær voru sumar her- sveitir um 10 km. frá St Malo. Aðrar héldu áfram vestur á bóginn eftir töku Dinans og voru í gærkvöldi komnar í út- hverfi bæjarins Loudeac, rétt fyrir norðan bæinn St. Brieuc og um 120 km. frá Bresú Á leiðinni til St. Malo hafa Þjóðverjar teflt ffam Tigris- j skriðdrekum á móti Bandaríkja mönnum, en þeir eyðilögðu ; marga þeirra og löskuðu aðra. I ! Fyrir norðaustan Rennes hafa í Bandaríkjamenn tekið bæinn Tougéres. Er hann með merkari | bæjum á Bretagne og hefur ; rúml. 20000 ífoiia. | NORMÁNDÍVÍGSTÖÐV- ; ARNAR : I gærdag sáust merki þess, ! að Þjóðverjar ætluðu að hörfa úr Villers Bocage, én í gær- kveldi fréttist, að Bretar hefðu' brotizt inn í bæinn. Kanadamenn eru í uthverf- um Evrecy. Þjóðverjar veita örvæntingarfulla mótspyrnu til að halda undanhaldsleið sinni opinni. MANNTJÓN ÞJÓÐVERJA Manntjón Þjóðverja í Frakk- landi nemur nú um 200000 mönnum. Þar af eru um 100 þús. fangar. Bandaríkjamenn hafa tekið um 70 þús. fanga, en Bretr um 30 þús.. Fallnir og særðir Þjóðverjar eru taldir vera um 100 þúsund. LoUárðsir á Kiel, Hamborg, Rostock o.fi. foorgir 200 amerískar sprengjuflug- vélar gerðu í gær árás á Norð- ur-Þýzkaland. Ráðijú var á flugvélaverk- smiðjur í Rostock, á skipasmíða stöðvar í Kiel, og á olíuhreins- unarstöðvar í Bremen, Ham- borg og Marienburg. Meir en 1000 langflugs-orustu- flugvélar fylgdu sprengjuflug- vélunum. I í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.