Þjóðviljinn - 17.08.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1944, Síða 3
IFhnnituilagur 17. ágúst 1944. ÞJÖÐ ViLJINN I Kína A ynes Smedley er amerískur rithöfundur. Hún hefur ritað margar hœkur um Kína og er liér hirtur kafli lír síðustu bókinni, sem heitir: „Hersöngur Kína“ (Battle Iiymn of China), en hún kom út í ár. I þess- ,ari bók segir hún sögu Kína síðustu tvo áratugina, eins og hún hefur kynnzt henni af eigin raun. Kaflinn, sem hér birtist fjallar um fyrstu ,komu liennar til Kína og lýsir ástandinu þar, eins og það var þá. Á landamærum Sovétríkjanna •og Kína við Mansjúkí, hjálpuðu xússneskir járnbrautarþjónar okk- ur með farangurinn. Þögulir báru þeir hann inn í tollgæzluhúsið, þa,r sem einn af fulltrúum þeirra sat við borð og setti upp örfáa aura fvrir flutninginn. Þar bað •enginn um drykkjupeninga né tók við þeim, engar hneigingar og und irgefni. Þetta verndaði okkur fyrir okri og burðarkarlarnir héldu sjálfs virðingu sinni. Þegar farangur okkar hafði ver- ið merktur snerum við okkur við — til að sjá miðaldirnar. ()11 þau ár, sem síðan eru liðin, hef ég' aldrei gleymt hinu stirðnaða augnaráði rússneska járnbrautarmannsins, þegar hann horfði á kínversku kúlí ana taka við farangri okkar. Hópar af þessum mönnum, klæddum í tötra, hrópandi og æp- andi kastaði sér á farangur okkar. Þeir rifust og slógust um hvern hlut. Fimm eða sex hentu sér yfir ferðatöskurnar mínar fjórar og tveir börðust um litlu ferðaritvél- ina mína. Þessir menn höfðu vax- ið til fullorðinsára eins og dýr, ó- varðir fyrir öllum duttlungum ó- gæfunruir. án minnstu ábyrgðartii- finningar hver fyrir öðrum. Þegar tækifæri til að vinna sér inn fáeina :skildinga bauðst, börðust þeir hver við annan eins og dýr, og þeir, sem biðu lægri hlut, létu sér það lynda. Hér var „cinstaklingshvggjan" og kenningin um það, „að þeir, sem sterkastir eru lifi af hina“, í sinni eiginlegu mynd. Þegar ég kom til Mansjúríu seint í desember 192S, voru þrjú norð-austurhéruð Kína algerlega undir stjórn Tsjang Hsjú-liang marskálks. Hann var kallaður „marskálkur", ekki vegna reynslu eða hæfileika, heldur vegnn þess, að faðir var Tsjang Tsó-lin, bófa- foringi, sem hafði ráðið yfir Man- sjúríu, þangað til Japönum fannst hann ekki nógu áreiðanlegur leng- ur. Þeir höfðu drepið þann eldri fyrir tveim árum. Eftir það b.yrjaði barát ta um líkama og sál hins lasta fulla unga sonar hans. Annars veg- ar voru Japanar, sem höfðu sterk ítök í Mansjúríu, og hins vegar Kúomintangflokkurinn kínverski, hinn ráðandi þjóðernisflokkur, sem var að leitast við að fá tök á öllu landinu. Kúomintang hafði verið stofn- að af föður kínverska lýðveldis- ins, dr. Sún Jat-sen, og til æviloka hans var haim byltingarflokkur, sem hafði á stefnuskrá sinni sjálf- stæði og fullveldi Kína, lýðræði og umbætur á kjörum alþýðunnar. 1924 hafði dr. Sún boðið mörgum ráðgjöfum fx-á Sovétríkjunum til Kína til þess að hjálpa til að byggja upp ríkisvaldið og her, sem gæti rutt hernaðarsinnunum úr vegi. Undir stjóm þcirra voru liðs- foringjarnir í hemum æfðir . og Kuomintangflokkurinn var skipu- lagður eftir fyrirmynd Kommún- istaflokks Sovétiákjanna. Komm- únistar fengu aðgang í hann og í fyrsta sinn í sögu Kína, fengu bændur og verkamenn jafnan rétt á við millistéttina og yfirstéttirnar. En allir sáu þó skriftina á veggn- um. 'Milljónir- verkamanna og bænda litu til Kuomintang sem lausnara síns. Aftui'haldið sá að- eins að alþýðan var fjölmenn, en þeir fáij1'; og það óttuðust þeir. Snemma á árinu 1925 dó faðir lýð- veldisins. Einu ári síðar stjórnaði ungur liðsforingi fyrstu uppreisn- inni gegn hinni byltingarsinnuðu stjórii í Kanton. Hann hét Sjang- Kaj-sjek og hafði verið einn af fylgismönnum Sún Jat-sens. Dr. Sún hafði metið hann það mikils, að hann hafði sexlt hann til Moskvu til náms, og um tíma litu rússnesku ráðgjafamir í Kína á 1 ember, en brátt voru þeir sigraðir Kínaveldis. Erlendu stórveldin létu sér þetta vel líka og viður- kenndu stjórnina í Nanking, sem hina einu löglegu stjórn Kína. Fjöldi stjórnmálamanna úr mið- stéttunum flúðu úr landi. Ekkja Sún Jat-serx fór úr landi. Hún vildi á eiigan hátt vera viðriðin Kuom- intang, eins og nú víu- komið. Það er ekki alltaf réttmætt að gei-a sögulegair sámanburð, en það er þó eftirtektarvert, að hinn upp- lýsti þýzki verkalýður og mennta- menn hrundi niður eins og spila- borg fvrir nazistúnuih, en hinir ó- þjálfuðu, óvopnuðu, fákunnandi kínversku verkamenn og bændur veittu ofbeldinu andstöðu. Án ut- anaðkomandi hjálpar tóku þeir að bei'jast —,eins og 'þeir höfðu bai'izt til að steypa keisara eftir keisara af stóli. Vopnaðar- sveitir úr Kúomin- tangherinim, gerðu uppreisn í júlí 1927 í Nansjang. Suinh- foringjar þeirra voru kommúnistar eða stóðu þeim nálægt. Eftir nokkurra % ikna orustur í Kiangsi og Kwantúng- héraði, var næstum því búið að útrýma þeim. Verkamenn og bænd ur í Kanton gerðu upreisn 11. des- / Kanton hafði stjórn byliingársinna aðsetur. Þar voru átökin milli verkalýðsins og leigusveita kínverska afturhaldsins hörðust. Úr bókinni JíERSÖNGUR KÍNA' I eftir A GNES SMEDLE Y fi hann. sem helzta herforingjann í liði þjóðernissinnanna. En þegar Sún Jat-sen dó, komu veilumar í byggingu Kuomintangs í ljós. Þrátt fyrir uppreisnina 1926, sem Sjang Kaj-sjek stjói'naði, tókst í bráð að koma í veg fyrii' að Kuomintangflokkurinn klofn- aði og Sjang Kaj-sjek var skipaður yfirforingi yfir syðsta byltingar- hernurn í norðurleiðangurinn 1926 —1927 gegn ófriðarseggjunum. Einu ári síðai', í aprílmánuði 1927, buðu kínverskir banka- og verksmiðjueigendur, sem studdir voru af, erlendum bönkum, Sjang Kaj-sjek lán að upphxeð 25 milljón dollara, ef hann afvopnaði og' leysti upp verkalýðsfélögin og bænda- samtökin, hreinsaði Kúomintang af Komúnistum og setti á fót nýja stjóm í Nanking gegn stjóminni i Hanká, en þangað hafði bylting- arstjórnin í Kanton verið flutt. Sumir segja, að Sjang Kaj-sjek hafi gengið um gólf alla nóttina, áður en hann tók lokaákvörðun sína. Hann átti um tvennt að velja byltingu sem mundi á efa heppu-. ast, en mundi fá vöidin í hendur alþýðunnar, eða valdatöku yfir- stéttanna, með hann sjálfan sem einræðisherra. Hann valdi seinni leiðina, og ofsóknirnar byrjúðu á aðfaranótt 11. apríl 1927. f Þúsundir verkamanna og mermtamenn í Sjanghaj og öðrum borgmn voru brytjaðir niður. Eng- . .. ' • *" ír dómstólar fjölluðu um mál þeirra. Inni í landi tóku landstjór- ar, herforingjar og landeigendur að drepa bændurna. Þungir blóð- sti'aunxar rirnnu urn gi'óðui'moid af öðrum hexjuin, sem bi'ytjuðu niður þúsundir manna í borgimú, með aðstoð erlendra herskipa. Undir forustu Sjú Te, herfoi'ingja í Kuomintangflokknum, sem orð- 'inn var kommúnisti, brutust leif- arnar af sveituxu þessum upp í Kiangsifjöllin og brátt tók að myndast þar her bænda og vérka- manna, sem stjórnað var af Sjú Te og Mao Tse-tung, menntamanni úr bændastétt. Með óskaplegum þjáningum og ólýsanlcgum fómum tók þessi nýi byltingasinnaði her að myndazt. I tíu ár hélt han náfram að vaxa og berjast. Seint á árinu 1934 byrj- aði hann hina frækilegu „löngu göngu“ sína til norðurhéi'aðanna, þar sem hann stóð fyrir sameiuingu allra kínversku herjanna, í það sinn'gegn Japönunum. \ Þannig Icit út í Kína, þegar ég kom þangað í fyrsta sinn. Það var þessi Kuomintangflokk- ur, sem samdi við Sjang Hsjú-liang marskálk, um að koma Mansjúríu imdir stjórn eða í samband við stjómina í Nanking. Sjang mar- skálkur vai" herforingi, alger ein- ræðisherra, ópíumneytandi og eig- j andi fjölmargra hjákvenna. En hvaða meðlimur í Kuomintang á- ræddi að kasta steinum að honum? „Ungi marskálkurinn" þekkti Kúomintangflokkinn. Hann féllst á að draga fána Nankingstjóm- arimiai' að hún í Mansjúríu, og fela henni öll utanríkismál, en að öðra leyti hélt hann öllum völdum. Hann var stoltur ungur stríðs- maður, en gerði sér fulla grein fyr- ir stöðu sinni. Hann tók ekki á móti amerískum sendiráðsfulltrú- um, meðan hann var í rúminu hjá hjákonum sínum eða með þær á hnjánum, eins og Sjang 'Sjung- sjang hafði gert í Sjantung. En hann stanzaði stundum bílinn sinn þegar hann sá fallega konu á göt- unni,’ tók hana til hallar sinnar og skilaði henni svo til fjölskyldu hennar ásamt álitlegri bankaávís- um, sem greiðslu fyrir notkunina. Sunxar fjölskyldur voru upp með sér af þessu. Sjú Te yfirforingi ko m mút nistahersins. Á öllum sviðum ríkti sama spill- ingin. Embættin gengu kaupum og sölum og embættismenniinir not- uðu sér stöður sínar til að auðga sjálfa sig. Á öllu ríkti sama leynd- i in. Menn trúðu varla nánustu vin- um fyrir noklu-u. Eg rakst á það í skemmtilegu viðtali við forseta verzlunarráðsins. Eg hafði heyrt að hann verzlaði með ópíum og iangaði til að komast eftir því. Eg var nýkomin úr ferð til lítils þoxps, þar sem ópíumreykingar- stofur virtust vera um allt. Ilann tók á móti mér í skrif- stofu sinni, klæddur í silkiföt. Hann stóð up og sagði. að sér vtéri mikill heiður að því að fá heimsókn af konu, sem hefði áhuga á Kína. I>etta hlyti að vera erfitt ferðalag fyrir mig og' kuldkm í veðrinu væri ábyggilega mjög ó- þægilegur fyrir rnig. Nei, svaraði ég. mér líkaði vel kuldinn í veðr- inu, en ég hefði mikinn áhuga á ópíumverzluninni. sem ég hefðS svo oft lesið um. Hann spurði, hvort ég varri við góða heilsu. Eg fullvissaði hann um að heilsa min væxi í bezta lagi. Hvort ég hefði séð gamla muster- ið nálægt borginni? Já, ég hafði séð það, en hefði ekki eins mikinn áhuga á því og ópíumi. Hann brosti þægilega og fulvissaði mig um, að það hefði verið sér stórmik- ill heiður að kynnast mér og hann vonaði, að ég kæmi aftur, enda þótt hann þættist fullviss um það, að starf mitt gæfi mér ekki tíma til þess. Hann stóð upp og með óaðfinnanlcgri kurteisi beygði hann sig og bukkaði, og fvlgdi mér út úr byggingunni, niður stig- inn og út um hliðið! íslðtid gleyndist ekki Hér fer á eftir útdráttur úr út- varpssendingu sænska útvarpsins á ensku 17. júni s.l.: „I dag blakta fjölmörg flögg við hún um alla Sviþjóð. Sá siður hef- ur komizt á í Svíþjóð, meðan á stríðinu hefur staðið, að draga flögg Norðui'landaþjóðanna að hún á þjóðhátíðardegi þeirra. 1 dag er þjóðhátíðardagur tslendinga, sem hefur í þetta skipti séi'staka þýð- ingu, þar sein í dag fer fram end- urreisn íslenzka lýðveldisins að nýju, og Svíar sýna hinu nýja ríki vinarhug sinn og árnaðaróskir með því að draga upp fána sína. Enginn lítur á sjálfstæðisyfirlýs- ingu íslendinga sem óvildarvott í garð hinna Nprðurlandaþjóðanna og Svíar hafa jafnan skilið fuD- komlega þetta skref, sem íslenzka þjóðm er nú að taka. Það er einnig athyglisvert, eins og sænskt blað skrifor í dag, að frelsisþrá Norðurlandaþjóðanna skuli vinna þennan sigur á þess- um hörmulegusbu tímum í sögu þeirra. íslenzki sendihei-rann í Svíþjóð gat einnig gefið áþreifanlega sönn- un fyrir sambandi Islands og Sví- þjóðar í blaðaviðtölum í dag. Sænskar skipasmiðjur eru nú að byggja um 50 fiskibáta. fyrir Is- lendinga og mikið af sænskum símatækjum bíður nú flutnings til íslands". (Frá sænska sendiráðinu). f

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.