Þjóðviljinn - 17.09.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1944. Fræðslukvöld Sósíalista- félagsins Eins og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, hefur Sósíal- istafélagið ákveðið að efna til fræðslukvölda næstu vikurnar. Verð ur fyrsta fræðslukvöldið á þriðju- daginn 19. sept. Verða þá flutt tvö erindi: Sigfús Sigurhjartarson talar um lausn húsnæðismálanna og Ein- ar Olgeirsson um lýðræðisíylting- una í Evrópu. Fræðslukvöldin verða tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Verða fluttir tveir fyrirlestrar á kvöldi, annar um innlend, efni en hinn um erlend. Fræðslukvöldin verða á Skólavörðustíg 19, (gengið inn frá Klapparstíg) og hefjast kl. 8.45. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir, og er ástæða til að ætla að menn noti sér það óspart. Auk þeirra Sigfúsar og Ein- ars flytja fyrirlestra á fræðslukvöld unum ýmsir verklýðsleiðtogar, stjórnmála- og menntamenn, ræða þeir þau erlend og innlend mál, sem efst eru í, huga almennings um þessar mundir og því aðkallandi að fá sem skýrast yfirlit yfir, frá sjónarmiði sósíalismans. Hávaði við sjúkrahúsin „Sjúklingur“ skrifar mér um ó- næði sem bílaumferðin um göturn- ar veldur þeim sjúklingum, er dvelja á spítölum. Hann skrifar: „Eg sá nýlega í einhverju dag- blaðanna á það minnst, hve tilfinn- anlegt ónæði væri af bílaumferð og öðru í kringum suma spítalana. I þessu sambandi var einkum minnzt á Landakotsspítalann. Víst er um það, að hávaði sem bílar, íþrótta- fólk o. fl. valda við þennan spítala er illþolandi, en þó er annar spítali, sem að mínu áliti verður ennver úti í þessum sökum. Þessi spítali er „Sjúkrahús Hvítabandsins" á Skóla- vörðustíg. Þetta hús stendur á horni Kárastígs og Skólavörðustígs, ber- skjaldað fyrir allri umferð. Umferð um þessar götur er mikil, sérstak- lega þá síðarnefndu. Ekki ósjaldan nema Hafnarfjarðarbílar staðar beint fyrir framan sjúkrahúsið og valda miklum hávaða, bæði þegar þeir ,,taka“ af stað, og svo marrar oftast svo hræðilega í „bremsun- um“ þegar þeir stanza að slíkt eru hreinustu 'firn. Vildu ekki bifreiðastjórarnir at- huga þetta? Og að síðustu þetta: Sjúkrahúsin þurfa, allra hluta vegna, að vera afskipt mestu umferðarösinni og skarkalanum." Börnin og leikarablöðin Eg hef fengið bréf frá „Ó“, þar sem hann minnizt á áhuga barn- anna fyrir leikaramyndum og þyk- ir hann keyra úr hófi fram. Hann skrifar um þetta: „Það er ekki ofsögum sagt, að margir unglingar og kannski eitt- hvað af fullorðnu fólki líka, sé hald- ið sjúku æði í að því er snertir kvik- myndaleikara og kvikmyndir. í sum ar var það ekki, óalgeng sjón að sjá fólk standa í ótrúlega stórum hóp- um fyrir utan bókabúðir, þar sem leikarablöð voru til sölu. Langsam- lega mestur hluti þessa fólks voru börn innan við fermingu, nokkrar stálpaðar telpur höfðu svo e. t. v. slæðzt með. Tiltölulega sjaldgæft var að sjá þarna fullorðið fólk, nema þá örfáar manneskjur. Það má nu kannski segja, að það séu ekki miklir peningar sem börnin eyða í þesSi leikarablaðakaup, þegar hvert blað kostar ekki nema kr. 1.80. En það safnast þegar saman kemur. Og það er óhætt að segja að þessum peningum sé illa varið og foreldrar ættu að taka með alvöru, en gætni, á þessari varhugaverðu græðgi barn anna í myndir af leikurum.“ „Nýskipan“ „Kringlumýrarbúi" skrifar mér um „nýskipan“ á ferðum strætis- vagnanna. Hann segir: „Mér brá í brún, einn morgun fyrir nokkru, þegar ég ætlaði í strætisvagninn hjá Lækjarhvammi, hann stanzaði ekki, en keyrði fram- hjá hálftómur á fullri verð og ég varð að ganga áteftir honum í bæ- inn. Síðar kom í ljós hvað olli þessu, það var „nýskipan“ á ferð- um og stoppstöðum strætisvagn- anna. ,,Fleira mun þægilegt á eftir koma“, datt mér í hug, bærinn ný- búinn að taka við rekstrinum og nýr forstjóri ráðinn að fyrirtækinu. Nú er það svo, að Seljalands- og Háaleitisvegur ásamt Sogavegi og Garðahverfi, hafa alltaf orðið utan við flutningaþægindi strætisvagn- anna, við sem erum svo (ó)ham- ingjusamir að eiga heima í þessu hverfi verðum að ganga frá 10 til 25 mínútna leið niður á Suðurlands- braut til að ná í vagn í bæinn, en nú bættist drjúgur spölur við leið- ina, við þessa „nýskipan". Fundarstjórar voru skólastjór arnir Karl Finnbogason á'Seyð- isfirði og Skúli Þorsteinsson á Eskifirði. Skrifarar voru skóla- stjórarnir Eyþór Þórðarson Nes- kaupstað og Guðmundur Páls- son Djúpavogi. Skrifleg erindi fluttu Steinn Stefánsson Seyðisfirði: Um verk efnabækur og Sigdór V. Brekk- an Neskaupstað: Um félags- starfsemi barna í skólum. Auk þess fjöldi ræðna. í stjórn voru kosnir: Karl Finn bogason, Ingimundur Ólafsson og Steinn Stefánsson, en til vara Skúli Þorsteinsson. Formaður stjórnarinnar er Karl Finnbogason, ritari -Ingi- mundur Ólafsson og féhirðir Steinn Stefánsson. Eftirfarandi ályktanir voru gerðar: 1. Stofnfundur Kennarasam- bands Austurlands telur að til- lögur milliþinganefndar í skóla málum, þær, sem sendar voru kennurum í vor til umsagnar stefni yfirleitt í rétta átt og skorar á Alþingi að samþykkja lög á grundvelli þeirra. 2. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir Ríkisútgáfu náms bóka, og telur að hún hafi ekki náð tilgangi sínum. Vill fundur- inn að fræðslumálastjórn og stjórn S.Í.B. taki við stjórn rík- isútgáfunnar, svo fljótt sem verða má. Almennur fundur, haldinn með verkamönnum Síldarverksmiðja ríkisins, Raufarhöfn, fimmtudag- inn 3. ágúst 1944 kl. 5 e. h. í húsi S. R., skorar eindregið á stjórn Verkamannafélags Raufarhafnar að beita sér fyrir því, að félagið noti sér næsta uppsagnarrétt samninga þeirra, sem nú eru í gildi milli Verkamannafélags Rauf- arhafnar og S. R. R., og reyni að ná nýjum samningum, er í engu standi að baki samningum þeim, sem Verkamannafélagið „Þróttur“ hefur náð við síldarverksmiðjurn- ar á Siglufirði. Þá hvetur fundur- inn stjórn Verkamaftnafél. Rauf- arhafnar til þess að leita aðstoðar „Þróttar“ til þess að knýja þess- ar kröfur fram og skorar ennfrem- ur eindregið á stjórn „Þróttar“ og félaga að styðja Verkamannafélag Raufarhafnar með ráðum og dáð, þegar til þessarar baráttu kemur. Telur fundurinn mjög æskilegt, að eftirleiðis verði ríkjandi nánara samstarf milli þessara tveggja fé- laga en verið hefur hingað til. Alyktun þessi er í þrem sam- hljóða eintökum og fá Verka- mannafélag Raufarhafnar, Verka- 3. Fundurinn vill vekja at- hygli fræðslumálastjórnar á því að ókleift reynist að fullnægja ákvæðum fræðslulaganna í söng kennslu vegna vöntunar á söng- bókum o. fl. þar að lútandi. Fyrir því beinir fundurinn ein- dregið þeirri ósk til fræðslu- málastjórnarinnar að hún sjái um að út verði gefin: 1. Fjölbreytt söngbók handa barnaskólum. 2. Tví- og þrírödduð kórlög til afnota fyrir söngkennara. 3. Barnasálmabók. 4. Fundurinn skorar á fræðslu- málstjórnina að sjá um að ætíð séu til í Jandinu nægar birgðir af ritföngum, skólaáhöldum og handavinnuefni, og feli ákveð- inni stofnun eða fulltrúa að sjá um dreifingu þeirra handa skól- um landsins. Fundurinn vill fara þess á leit við fræðslumálastjórn að hún vinni að því í samráði við stjórn S.Í.B. að komið verði, á fót skipulagðri útgáfu á verk- efhum í bóklegum námsgrein- um. verði verkefnin miðuð við það, að vera úirlausnarefni fyr- ir skólabörn og til hjálpar í skólastarfinu, í líkingu við það, sem saénsku kennararnir Sjö- holm og Goes hafa gert, með útgáfum sínum á tilsvarandi bókum fyrir sænska skóla. mannafélagið „Þróttur" og Al- þýðusamband íslands sitt cintak- ið hvert.. * Eftirfarandi grein um mál þetta birtist í „Verksmíðjukarl- inum“, veggblaði verkamann- anna í síldarverksmiðjunum á Raufarhöfn: Það er nú almennt viðurkennt orðið, að mönnum beri skilyrð- islaust sama kaup fyrir sömu vinnu. — Tveir menn moka upp á sama bílinn. Annar hefur 5 kr. um klukkustundina, hinn 7 krónur. Þetta er hróplegt rang- læti. Karlmaður og kvenmaðul vinna við að panna síld í tíma- vinnu. Kvenmaðurinn fyllir ei til vill tvær pönnur, meðan karlmaðurinn fyllir eina. Samt skal konan ekki fá nema 3 kr. að launum á móti hverjum 5 krónum, sem renna í vasa karl mannsins. Hér er sama ósvinn- an. Þessi tvö dæmi ættu að nægja til þess að sýna fram á, að allt réttlæti mælir með því, að menn fái sömu laun fyrii sömu vinnu. En hvernig er þessu farið í reyndinni? Land- inu er skipt niður í fjölda kaup- gjaldssvæða með mismunandi Kaupgjaldi á hverju svæði. Þetta er hið herfilegasta fyrir- komulag, ems og nú skal sýnt: í vegavinnu er kaup greitt eft- ir þeim Taxta sem gildir í næsta bæ eða kauptúni við vinnustaðinn. Sé þetta strangt tekið, þurfa ekki að vera nema einn eða tveir metrar á milli inanna, sem vinna sömu vinnu íyrir mjög misjöfnu kaupi. Ef til dæmis væri mælt nákvæm- lega, hvar leiðin væri hálfnuð milli Raufarhafnar og Kópa- skers, þá gæti kaup vegavinnu- mannsins á Sléttunni hækkað og lækkað eftir því, hvoru meg- in hann stæði við streng, sem strengdur væri nákvæmlega á mörkunum. Hann gæti jafnvel unnið fyrir öðru kaupi með hægri hendinni heldur en þeirri vinstri. Af þessu sést, hve brýn nauðsyn ber til þess, að kaup sé samræmt um land allt, og þá - auðvitað miðað við hæsta káup- gjald á landinu, því að enginn mun treysta sér til að færa sönnur á það, að laun nokkurs, íslenzks verkamanns séu svo há, að hann sé þeirra ekki marg- faldlega verður. Meðal verkamannanna í S. R. R. hefur lengi ríkt megn óá- nægja út af misræmi því, sem er á kaupgjaldi þeirra og verka- manna, sem vinna nákvæmlega sömu vinnu í síldarverksmiðj- 6. Fundurinn telur að skipu- iagsbundin félagsstarfsemi í ‘ barnaskólunum, t. d. Rauða- krossdeildir og bindindisfélög sé merkilegt uppeldisatriði og hvetur kennara til að auka þá starfsemi í skólunum. 7. Fundurinn felur stjórn sam bandsins að athuga möguleika á því að efla starfshæfni kenn- ara á sambandssvæðinu, með kynningarferðum til skóla inn- Framlmld á 5. síðu. • -V unum á Siglufirði. Allir hljóta að viðurkenna, að þetta mis- ræmi sé ranglátt. Sami maður- inn fær mun lægra kaup fyrir að vera t. d. í þró á Raufarhöfn en Siglufirði, og er þó aðbúnað- ur þróarmanna mun verri á Raufarhöfn en þar vestra. Hver treystir sér til þess að réttlæta annað eins og þetta? Áreiðan- lega enginn. En þá er aðeins að fá því breytt. Nokkuð hefur líka unnizt á í þessu efni. Til dæm- is fáum við nú orðið 10% hærra kaup í dagvinnu, þegar unnið er við losun á kolum, af því að það hafði áður fengizt í gegn á Siglufirði. Vinzumenn hér fengu í fyrsta skipti í fyrra greitt 10% hærra kaup en aðrir eftir samkomulagi við forstjóra S., R. R., sem er þó ekki eins mik- ið og’ sömu starfsmenn fá vestra. Og ennþá hefur Verka- mannafélag Raufarhafnar ekki tekið þetta atriði upp í samn- inga. Þetta eru tvö skref í rétta átt og mikilvægust vegna þess, að með þeim er viðurkennt, að verkamönnum á Raufarhöfn beri sama kaup og sömu kjör og stéttarbræðrum þeirra á Siglufirði. — En þetta tvennt er ekki nóg. Næsta skrefið verð ur að vera það að knýja fram sömu launakjör í öllum grein- um í síldarverksmiðjunum hér og á Siglufirði. Verkamannafé- lagið hérna verður að nota sér uppsagnarrétt samninganna næst og leita stuðnings „Þrótt- ar“ til þess að knýja fram þessa sjálfsögðu réttlætiskröfu. Yfir- leitt ber nauðsyn til að treýsta að stórum mun samstarfið milli þessara tveggja félaga, því að þau eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta fyrir tvo hópa manna, sem ekkert skilur annað en það, að þeir vinna sinn á hvorum stað. Eg þykist vita að ýmsir muni bera því við, að örðugt sé að ná jafngóðum samn ingum' hér og á Siglufirði, vegna þess að stéttarsamtökin séu ekki eins styrk hér og þar. En því er til að svara, að stéttar- samtök verkamanna hér geta verið alveg eins sterk eða sterk- ari en vestra, og það er aðeins dáðleysi og vanþroska verka- manna hér um að kenna ef svo verður ekki. Nærri því hver ein nsti íbúi þessa þorps er verka- maður, og frá langflestum heim ilum hér vinnur einhver mað- ur í verksmiðjunum. Ef hver verkamaður fylkir sér undir merki Verkamannafélags Rauf- arhafnar og sýnir þá stéttvísi og félagsþroska að standa með einurð að baki þeim kröfum, sem félagið reisir fyrir hönd verkamanna, þá eru óvíða eða hvergi á landinu jafngóð skil- yrði til þess að skapa gjörsam- lega óvinnandi vígi verkamönn- um til varnar eins og hér á Rauf arhöfn. Minnist þess að árang- urinn af starfi ykkar fer ekki fyrst og fremst eftir höfðatölu heldur ykkar eigin manndómi, þroska og þreki. Einar Bragi. Kennarasamband stofnað á Ausiurlandi Dagana 2. og 3. september s.l. sátu 10 kennarar úr Múlasýsl- um, Neskaupstað og Seyðisfjarðarkaupstað fund í bamaskóla- húsinu á Seyðisfirði. Á fundi þessum var stofnað Kennarasamband Austurlands, og því sett lög. Sambandssvæðið er Múlasýslur, Neskaupstaður og Seyðisfjörður, og ennfremur er kennuram í Austur-Skapta- fellssýslu boðin þátttaka í sambandinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.