Þjóðviljinn - 26.09.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 26.09.1944, Síða 3
Þriöjudagur 26. september 1944. Þ JÓÐVIL JINN 3 Ný bók eftir Krístleif á Stóra-Kroppi Kristleifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar. ísafoldarprentsm. h. f. 1944. Því hefur oft verið fleygt, að íslendingar séu helzti trassa- fengnir um flest, sem snertir þjóðlega menningu, þeir api allt eftir erlendum þjóðum af lítilli gagnrýni, en þjóðleg og forn menningarverðmæti eigi litlu gengi að fagna. Aðrir líta hins vegar svo á þetta mál, að ís- lendingar sjái lítt framundan gér, vegna þess að þeir séu með allan hugann við fortíðina. Hennar vegna sjái þeir ekki það, sem fram fer í kringum þá, tileinki sér ekki þá menn- ingu og þær framíarir, sem nú- tíminn hefur upp á að bjóða. Sannleikurinn virðist vera sá. að íslendingum hafi vonum bet- ur tekizt að tileinKa sér menn- ingu samtíðarinnar og samlaga hana fornri þjóðmenningu, þeg- ar tekið er tillit til þess, að öll þessi þróun hefur átt sér stað á nálega hálfri öld, og að þeir menn, sem nú lifa og nokkuð eru komnir til aldurs, muna í raun og veru þá tíma, meðan allt var með líku sniði og á landnámsöld, og afturförin var engu minna áberandi en fram- farimar, er orðið höfðu á fyrstu þúsund árum íslandsbyggðar. Þess er því sannarlega ekki að vænta að betur hafi tekizt, og að menn hafi fyllilega áttað sig á greinarmun góðs og ills í þeirri flóðbylgju erlendra menn ingaráhrifa, sem flætt hefur yf- ir landið síðustu áratugina, enda kemirr mönnum lítt sam- an um, hvað sé gott og hvað illt í þeim efnum eins og fleiri. En hvað sem þessu líður verð ur ekki á móti því borið, að undanfarin ár hefur verið hinn mesti gróandi í þeirri grein bók mennta, sem nefnd hefur verið þjóðlégar bókmenntir. Sýnist það benda til alls annars frem- ur, en að íslendingnm sé það kappsmál að gleyma ' fortíð sinni um leið og þeir „forfram- ast“ á sviðum nútímamenning- ar. Öldum saman hafa íslenzkir alþýðumenn verið sískrifandi, og eru rit þeirra flest af því taginu, sem nefnd eru þjóðleg fræði, það er að segja, þau hafa fjallað um sögu þjóðarinnar í samtíð og fortíð. Margt af þess- um skrifum er mishöfugt. Áð- stæðurnar skópu þessum fræða- þulum oft þröngan stakk, en þrátt fyrir allt stöndum við í ómetanlegri þakkarskuld við slíka menn fyrir að varðveita frá glötun ótæmandi fróðleik um foma háttu og fyrri tíðar við- burði. Einn þessara margfróðu manna er Kristleifur Þorsteins- son bóndi á Stóra-Kroppi í Heykholtsdal, sonar-sonar-sonur síra Snorra á Húsafelli, sem mikið var rómaður af samtíð sinni. Yar Snorri klerkur skáld sæmilegt á þeirrar tíðar vísu, hraustmenni hið mesta og fróð- ur ,í fornum fræðum, enda tal- mn rammgöldróttur. Hefur Kristleifur erft eiginleika lang- afa síns í ríkum mæli, þó að ekki hafi farið orð af göldrum hans, enda er allt slíkt komið úr tízku. Hinu verður ekki neit- að, að Kristleifur er maður fjöl- kunnugur í þess orðs beztu merk ingu, fróður um margt og minn- ugur vel. Á hann nú orðið yfir langa leið að líta, þar sem hann er 83 ára að aldri, enda kann hann frá mörgu að segja, þeim er yndi hafa af fróðleik hans. Eins og Kristleifur segir sjálf ur var það ekki fyrr en „hann var farinn að lifa í endurminn- ingum horfinnar ævi“, að hann byrjaði að skrifa niður fróðleik sinn, fyrir hvatningarorð dótt- ur sinnar. Allmikið af söguþátt- um Kristleifs birtist fyrir nokkr um árum í ritinu Héraðssaga Borgarfjarðar, enda voru þeir meginstofn bókarinnar og nú ný- lega er komið út eftir hann mikið rit, sem hann nefnir Úr byggðum Borgarfjarðar. Hér er ekki færi á því að rekja efni bókar þessarar til neinna hlíta, en fyrirsagnir nokkurra kafla gefa þó dálitla hugmynd um efni hennar: Frá bernskuárunum. Borgfirzk æska fyrir sjötíu árum, Bernskpminn- ingar, Kalmannstunguþáttúr, Sjávarútvegur í fornum stíl, Rökkursöngvar, Olnbogabörn, Yinnuþörf og vinnukapp. Þessi upptalning verður að nægja og er þó margt undanskilið. Þættir þeir, sem hér birtast, eru eins konar framhald af þáttum hans í Héraðssögu Borgarfjarðar, og eiga ummæli mín engu síður við hina fyrri þætti en þá, sem bók þessi hefur að geyma. Kristleifur hefur valið ritgerð um sínum nafnið Þættir og gef- ur það skýra hugmvnd um efn- rsmeðferð hans. Hér er ekki á ferðum nein samfelld saga Höf- undurinn er að rekja minningar „horfinnar ævi“, en ekki að skrifa sögu Borgarfjarðar. í þessu eru fólgnir kostir og ann- markar í frásögu hans. Mörgu er sleppt, sem við vildum gjarn- an vita nokkur deili á, og annað rakið framar en vænta mætti af yfirlitsriti. Heildarsýnin verð ur nokkuð gloppótt, en einstak- ir atburðir og atvik dregin skýr- um dráttum. Enginn mun neita því, að gaman er að kynnast Húsafellsheimilinu af frásögn Kristleifs og ekki er að vita hvort betur hefði tekizt með al- rnennri fræðilegri frásögn um borgfirzk heimili, eins og þau gerðust í uppvexti hans. Með þessu er þó engan veginn sagt, að Kristleif skorti heildarsýn yf ir viðfangsefni sitt. Þó þáttun- um sé nokkuð þröngur stakkur skorinn, sýnir þó efnismeðferð- in, að hann kann glögg skil á fleiru en því, sem þættir hans fjalla beinlínis um. Bælt úr brými irösi Jón Gíslason: Goðafræði Grikkja og Rómverja, 287 bls. •— ísafoldarprent- smiðja h. f. 1944. Með útgáfu þessarar bókar er bætt úr mikilli þörf fyrir greina gott yfirlit yfir goðsagnir og trúarmenningu Hellena og Róm verja. Eins og höfundurinn tek- ur fram í eftirmála bókarinn- ar, hefur goðafræði þessara tveggja fornþjóða haft svo mikil og varanleg áhrif á allar listir hinna vestrænu þjóða, að þær verða manni, sem hefur enga þekkingu á hinni fornu goða- fræði, sem lokuð bók. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Fyrsti hluti fjallar um forsögu aldirnar dg þróun grískra trúar- bragða. Annar hluti er um hina eiginlegu goðafræði og þriðji hluti fjallar um hetjusögurnar. Bókinni er ætlað að vera t kennslubók í menntaskólunum, og segir höfundur svo í eftir- mála: „Samningu þessarar bókar tókst ég fyrst á hendur að á- eggjan nokkurra menntaskóla- kennara, er töldu nauðsyn á kennslubók í goðafræði forn- þjóðanna, Grikkja og Rómverja. Síðan hætt var að kenna forn- aldarfræðina í menntaskólun- um, hafa bæði mála- og sögu- kennarar skólanna fundið til þess, að óbærileg eyða yrði í þekkingu nemenda um allt, sem lýtur að goðafræði forn- þjóðanna ... En raunar hef ég við samningu bókarinnar haft fleiri í huga en tilvonandi há- skólaborgara. Fyrir mér vakti, að hún gæti orðið bæði til fróð- leiks og gagns öllum íslenzkum lesendum, sem löngun hafa til að skyggnast um í heimi bók- mennta og lista út fyrir næstu heimahaga“. Höfundurinn hefur gert sitt bezta til að gera bókina þannig úr garði, að þessi tvö sjónarmið íái samrýmzt og verður ekki annað sagt en honum hafi tek- izt að gera bókina skemmtilega og við alþýðuhæfi, án þess að rýra nokkuð hið fræðilega gildi hennar. ísafoldarprentsmiðja hefur einnig vandað mjög til útgáí- unnar. Bókin er prentuð á vand aðan pappír, prýdd um 70 mynd um af hinum grísku og róm- versku goðum, sögustöðum og listaverkum. Prófarkalestur og prentun er með ágætum. Á. Kristleifur er mað> ? ,i;1 bezta lagi. Ýmsum fræðimönnum okkar til þess að skrifa nokkuo eskjulega, en Kristleifur flask- ar aldrei á því skeri. Frásögn hans er öll eðlileg, látlaus og hófsöm. ^ lí. S. ffý bandarísk stórmpá m bar- átfu SovétþjQðanna Hinn vaxndi áhugi manna á Sovétþjóðunum, þjóðfélagi þeirra, menningu og baráttu, hefur orðið til þess, að Holly- wood hefur tekið til rækilegrar sveitarstjóra, sem leikinn er af Robert Taylor, sem er á ferð í Sovétríkjunum, þegar nazistam- ir ráðast á þau. Hanp verður ástfanginn af rússneskri stúlku (Susan Peters), og kvænist henni. Hún hverfur heim í þorpið sitt til þess að hjálpa íbúunum. Hann fer með henni og myndin segir frá hugrekkl og hetjudáðum þorpsbúanna Heilu rússnesku þorpi var komið upp til að gera myndina sem eðlilegasta. Nokkrar ekrur lands í námunda við Hollywood voru leigðar og þeim breytt í rússneskt samyrkjubú. Hluti af neðanj arðar j árnbrautarstöðinni í Moskva var settur upp eftir Ijósmyndum. Frægir rússneskir leikarar og listamenn tóku þátt í töku myndarinnar. Mikal Tsekoffj Mikael Sbayne, frcegur rússneskur leik- ari, leikur þorpsprestinn í myndinni „Ofiur Rússlands". endurskoðunar hina fyrri af- stöðu sína til þeirra, sem fram kom í myndum eins og Nin- otchka og öðrum slíkurp. ís- lenzkir bíógestir munu vafa- laust margir muna eftir Nin- otchka, þar sem Greta Garbo lék aðalhlutverkið, rússneska stúlku. Það er þarflaust nú að rifja upp efni þeirrar myndar, hún var í fáum orðum sagt sov- étníð af verstu tegund. Kvikmyndafélögin í Holly- wood reyna nú að bæta fyrir fyrri afglöp sín varðandi Sovét- ríkin. Menn minnast myndar- mnar „Hetjur á heljarslóð“ (North Star), sem sýnd var í Gamla bíó fyrir skömmu, Mynd in „Mission to Moscow“ (Sendi- för til Moskvu), sem byggð var á samnefndri bók eftir Joseph Davis, sendiherra Bandaríkj- anna í Sovétríkjunum, hefur vakið geysimikla athygli alls staðar þar sem hún hefur verið sýnd. Hún fjallar um sögu síð- ustu ára eins og Joseph Davis sá hana:frá Moskvu. Nú hefur kvikmyndafélagið Metro-Goldwyn-Mayer sent frá sér enn eina stórmyndina, sem fjallar um baráttu Sovétþjóð- anna gegn hersveitum nazism- ans. Myndin heitir „Óður Rúss- lands“ (The Song af Russia) og segir frá bandarískum hljóm- S'usan Peters leikur afialkvenhlutverkifi t myndinni. frændi hins heimsfræga rithöf- undar og Teodor Sjaljapin, son ur hins fræga óperusöngvara leika báðir stór hlutverk í mynd inni. Andre Tolstoj, sonarsonur hins mikla rithöfundar Leo Tolstoj, var tæknilegur ráðu- nautur við myndatökun. Þess er að vænta, að ekki líði á löngu áður en íslenzkir bíó- gestir fái tækifæri til að sjá þessa stórmynd. Það hefur kom- ið 1 ljós jafnt hér ‘og ánnars staðar, að rússneskar kvikmynd ir og myndir sem fjalla um líf Sovétþjóðanna, eru meðal vin- sælustu kvikmynda, sem sýnd- ar eru. Hinn þekkti bljómsveitarstjóri dr. Albert Coates kennir Robert Taylor hvernig á afi stjórna bljómsveit.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.