Þjóðviljinn - 26.09.1944, Qupperneq 8
NÝJA BÍC
Mái liBlöa Mas Kda I
bðia anðaaðaídl tl! Ip
Ranðfi Sieríisfi tók 1000 þofp ©g
og hæí í Eísflandí i gær
Leifar þýzka hersins, sem er króaður inni í balt-
nesku ríkjunum, hörfa nú óskipulega til Riga, höfuð-
borgar Lettlands.
í Eistlandi er óvíða um skipulega vörn að ræða.
— í gær tók rauði herinn meir en 800 þorp og bæi í
Vestur- og Suður-Eistlandi og 200 í Norður-Eistlandi,
þar sem mörg þýzk herfylki eru afkróuð á litlu svæði
og bíða gjöreyðingar.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni í Austurbæjarskólanum, sími
5030.
Ljósatími ökutækja er frá kl. 5.15
að kvöldi til kl. 7.15 að morgni.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunn.
Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383.
Vngbamavemd Líknar, Templarasundi 3.
Stöðin er opin þriðjudaga, fimmtudaga og
föstudaga kl. 3.15—i fyrir börn allt að
tvéggja ára aldri. — Fyrir bamshafandi
Iconur mánudaga og miðvikudaga kl. 1—2.
Atliugðsemd
í inngangi að þýddri grein í
Þjóðviljandum á sunnudaginn er
sva komist að orði, að fróðlegt
væri að vita hvort upplýsingarnar
um t. d. Sovétsendiráðið væru
hafðar eftir mér. Það er skemmst
frá að segja, að svo er ekki. Eg
hefði hvorki getað eða viljað gefa
þær „upplýsingar“ sem þar eru
um sendiráð Rússa eða Banda-
ríkjanna. Það eina sem er nokk-
urnveginn orðrétt haft eftir mér í
þessari grein er, að á friðartímum
vilji íslendingar ekki hafa erlent
setulið í landinu. Að öðru leyti er
greinin, eins og hver sér, mest hug-
leiðingar höfundarins sjálfs.
L : .J..bv * Ásgeir Ásgeirsson.
Á meðal bæja þeirra, sem
rauði herinn tók í Vestur-Eist-
landi í gær er Hapsal, þriðja
stærsta hafnarborg landsins.
Úti fyrir ströndum Eistlands
sökktu Rússar fimm herflutn-
ingaskipum Þjóðverja.
Rauði flotinn hefur brotizt
út úr innikróuninni í Finnska-
flóanum og- hafið hemaðarað-
gerðir á Eystrasalti. — Vom það
sjóliðar, sem tóku hafnarbæinn
Baltisk.
KARPATA-
VÍGSTÖÐVARNAR.
Rússar og Rúmenar tóku meir
en 50 þorp í Karpatafjöllum í gær..
Þeir eru komnir yfir landamæri
Ungverjalands fyrir norðvestan
Arad.
SlÐUSTU FRÉTTEEL
Rauði lierinn sœkir til Riga úr
þremur áttum og tók 80 þorp og
bœi á þeirri leið í gær. — Þjóð-
verjar verja Riga lcappsamlega.
Töluvert þýzlct lið hejur lcomizt
frá Eistlandi til eyjarma Dagö og
Ösel.
iVWVVAAWVWUVVWWVUWWUV
T
frá HAUSTHARKAOiNUM. Laugavegi 100.
Tryppakjötið kemur aftur í dag.
Verðið er kr. 3.00 kg. í hálfum og heilum skrokkum,
2.40 í frampörtum, 3.40 í lærum.
Gulrófur, rauðrófur og gulrætur
væntanlegar aftur næstu daga.
Norðan-síldin
er komin í heil- og hálftunnum, einnig í stykkjatali.
Ennfremur höfum við fyrirliggjandi
sólþurrkaðan saltfisk
í 10, 25 og 50 kg. pökkum, mjög ódýran.
Einnig: Harðfisk, rikling, kartöflur, hvítkál og
tómata.
*
Gjörið svo vel og komið með ílát, en vér höfum vel kunnan, þaul-
vanan saltara, er sér um söltunina fyrir yður.
%
Viiröiitsgarfyllsf
Aðalmarkaðurinn
Sími 2694.
Laygsvegi 100.
TáARNAEBÍÓ
Kveohetjar
(„So Proudly We Hall“)
Amerísk stórmynd um af-
rek hjúkrunarkvenna í ófriðn
um.
CLAUDETTE COLBERT
PAULETTE GODDARD
VERONICA LAKE.
Sýning kl. 7 og 9.
KVENKOSTUR
(What a Woman’)
ROSALIND RUSSELL,
BRIAN AHERNE.
Sýning kl. 3 og 5.
Sala aðg.miða hefst kl. 11.
ástir dansnneyjarlnnar
(„The Men in her Life“)
Fögur og tilkomumikil mynd
Aðalhlutverk leika:
LORETTE YOUNG,
CONRAD VEIDT,
DEAN JAGGER,
OTTO KRÚGER.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Barnasýning kl. 3:
GÆTTU ÞÍN FAGRA MÆR
SÖngvamynd með
DEANNA DURBIN.
S^la hefst kl. 11 f. h.
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarð-
arför bróður okkar,
SIGURBERGS STEINSSONAR.
Systkinin, Tjamargötu 47.
Fíp.p Moe am Fififslaridsfiiálin
mmHa ln Maa FlaaMl Irí
lii að mii IW ísijpíhi
Norski sósíaldemókratinn Finn Moe, utanríhismálaritstjóri blaðs
Noregsstjómar, NORSK TIDEND, ritar um Finnlandsmálin grein er
hann nefnir „Síðasti þáttur“, og segir m. a.:
Síðasti þáttur finnska harmleiksins fer nú fram. — Þýzku her-
sveitirnar hafa elcki aðeins snúið vopnum sínum gcgn hinum fyrri
samlierjum sínum, hcldur koma þœr fram á þann hrottalega og misk-
unnarlausa hátt, sem einkennir þýzkan hernað. — Það nœgir að geta
þess, að þeir brenna bœndabýli, þar sem þeir hörfa, og að þeir liafa
skilið tímasprengjur éftir á flugvöllunum, sem þeir yfirgáfu. •— Á þenn-
an hátt ber auðsjáanlega að slcilja
um að hersveitirnar eigi aðcins að
Á þennan ruddalega hátt er
athygli Finna vakin á því, hver
hafi verið hin raunverulegi til-
gangur með bandalagi Hitlers
við Finnland. — Þeir komast nú
að raun um það, sem þeir hafa
ekki viljað skilja hingað til,
að Þýzkalandi var alveg sama
um Finnland sjálft. — í augum
Hitlers var Finnland peð í tafl-
inu um heimsyfirráð nazista.
Það hljómar eins og öfugmæli
— en það eru Bandamenn, og
'að mestu leyti rauði herinn, sem
hafa forðað Finnlandi frá að
verða þýzkt leppríki. Jafnvel
sigruðum óvini setja Rússar
ekki skilyrði, sem svipar
minnstu ögn til þess, sem naz-
istarnir koma á hjá leppvinum
sínum, og mundu líka hafa
komið á í Finnlandi.
Hafi menn ekki séð það fyrr,
ættu menn að sjá það. núna
hvað það var óskaplega ábyrgð-
arlaust af Ryti forseta og Tann-
er-klíkunni að slást í landvinn-
ingaleiðangur Þýzkalands og
leyfa Hitler að styðjast við
mannafla og auðlindir Finn-
lands í landvinningaáformum
sínum. — Heimurinn væntir
þess nú af Finnlandi, að það
ekki aðeins geri allt til að losa
sig úr járngreipum Þýzkalands,
sJcipunina frá aðalstöðvum Ilitlers
taJca tillit til síns eigin öryggis.
heldur segi algerlega skilið við
þýzksinnaða stefnu.
í sambandi við stjórnarbreyt-
inguna, — og líka í sambandi
við vopnahlésumræðurnar, og
ekki sízt í ræðu forsætisráðherr
ans — var enn töluverð tvö-
feldni. — Eins og nú er komið
‘ hefur maður rétt til að vænta
þess, að Finnland sýni hreinan
lit. — Hagur Finniands er, •—
eins og þeir menn, sem voru
andvígir Ryti og Tanner, hafa
séð glöggt, ■— fólginn í góðri og
tryggri og um fram allt ein-
lægri og ærlegri samvinnu við
Sovétríkin fyrst og ' frem'st og
líka við Bandaríkin og Bret-
land. — Og ekki sízt í núver-
andi ástandi.
Bard*pri)ir á norð-
aa'tu'vígdöðvunum
Finnum verður vel ágengt við
að reka Þjóðverja út úr Norður-
Finnlandi. — Þeir hafa tekið mest-
an hluta bæjarins Suomissami. —
í vestri sækja Finnar fram með
strönd Botneska flóans.
Ákafar orustur geisa hjá Varsjá.
— Pólverjar segjast standa í stöð-
ugu sambandi við aðalstöðvar
] Rokossovskis.