Þjóðviljinn - 12.11.1944, Side 1

Þjóðviljinn - 12.11.1944, Side 1
9. árgangur. Sunnudagur 12. nóv. 1944. 227^ tölublað. Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur fund n. k. þriðju- dag á Skólavörðustíg 19. Fundurinn verður nánar auglýstur í þriðjudags- blaði Þjóðviljans. Tulíoon oo liórir meon tírost, oitián oor biirmao Árásin var gerð innan íslenzkrar landhelgi á skip undir merkjum Mut- lausrar þjóðar. -- Enn eitt dæmi um algert siðleysi þýzku nazistanna Goðafoss var skotinn tundurskeyti af þýzkum kaf- báti í fyrradag, hér úti á Faxaflóa er hann átti um tveggja klukkustunda siglingu til lands. Goðafoss sökk á fáum mínútum. 24 menn fórust. en 19 var bjargað. Skipin sem björguðu þessum 19 komu með þá til hafnar í fyrrinótt. Alla þjóðina setti hljóða við þessa harmafregn. — Tuttugu og fjórir íslendingar, þar á meðal 4 konur og 4 börn, er voru á heimleið, komnir fast að strönd fóstur- jarðarinnar, fórust þarna fyrir morðvopnum þýzku naz- istanna. Af þeim sem fórust voru 14 skipverjar og 10 far- þegar. — Heil fjölskylda, læknarnir Friðgeir Ólason, og Sigrún Briem kona hans og þrjú börn þeirra, fórst þarna í einni svipan. Fánar blöktu hvarvetna í háífa stöng í gær út af þessum hörmulega atburði. Öll þjóðin er iostin harmi. — En jafnframt er hún gripin réttlátri reiði vegna al- gerrar grimmdar og villimennsku hinna þýzku nazista að ráðast á skip undir greinilegum merkjum hlutlausr- ar þjóðar, er enga hernaðarlega þýðingu hafði, sökkva því í íslenzkri landhelgi og myrða þar konur og börn. Aldrei mun jafn almenn hryggð og kvíði hafa grip- Ið Reykvíkinga eins og þegar það fréttist í fyrradag að þýzkur kafbátur hefði ráðizt á Goðafoss hér úti á Faxa- flóa. ( Hundruðum saman biðu menn langt fram á nótt oftir því að frétta af afdrifum fólksins sem verið hafði í Goðafossi. í gær var svo biðinni í óvissunni lokið, vissa fékkst fyrir því hverjum hafði verið bjargað og hverjir höfðu farizt. Þjóðviljinn ,hefur átt tal við skipverja sem af komust af Goða- fossi. Samkvæmt þeim frásögnum gerðist atburðurinn á eftirfarandi hátt. Tundurskeyti kafbátsins hitti 'Goðafoss bakbórðsmegin. Skipið rifnaði framan frá 1. farrými aft- nr að III. lest. Bakborðsbátarnir ■eyðilögðust allir. Loftskeytastöðin splundraðist svo ekki var hægt að senda skeyti. Fai;j)egar og skipshöfn — aðrir ■en vélamenn og kyndarar •— voru uppi þegar þetta skeði, vegna þess að komið var upp að landi og ekki nema 2% lclst. sigling til hafnar. Það var ekki hægt að komast að aftari stjórnborðsbátnum, en flek- .nrnir, allir 5, voru losaðir og einnig vélbáturinn, en ekki vannst tími til þess að svinga hann út. Flekarnir 5 gátu hinsvegar hæg- lega borið allt fólkið sem á skip- inu var. Eftir ca. 5 mínútur var skipið töluvert sokkið að aftan og sökk það þannig að það stakkst á end- ann. Fóru menn þá að henda sér í sjóinn, og munu allir, sem hentu sér í sjóinn, hafa bjargazt, en flest- ir sem fórust hafa sogazt niður með skipinu. Innan 10 mínútna var Goðafoss sokkinn. Fólkið reyndi að komast til þeirra fleka sem næstir því voru og var fólk á öllum flekunum. Töluverður stormur var og fólk- ið veltist blautt. og hrakið á flek- unum unz skip komu og björg- Framhald á 5. siðu. iWi ■* Goðafoss. Þeir sem fórust FARÞEGAR: Dr. Friðgeir Ólason, læknir. 31 árs. , Sigrún Briem, kona Friðgeirs læknis, 33 ára, og þrjú börn þeirra: ÓIi, 7 ára, Sverrir á þriðja ári og Sigrdn á 1. ári. Ellen Ingibjörg Wagle Down- ey, 23 ára. íslenzk kona kvænt amerískum hermanni, og sonur þeirra William, 3 ára. Halldór Sigurðsson, Frevju- götu 43. 21 árs. Ókvæntur. Sigríður Pálsdóttir Þormhr, Hringbraut 134. 20 ára. Ógift. Steinþór Loftsson frá Akur- eyri. SKIPVERJAR: Þórir Ólafsson, 3. stýrimaður, Blómvallagötu 11. 39 ára. Kvæntur, átti 1 barn 9 ára. Mafliði Jónsson, 1. vélstjóri, Hringbraut 148. 60 ára. Kvænt- ur, átti uppkomin börn. Sigurður Haraldsson, 3. vél- stjóri, Víðimel 54. 27 ára. Ó- kvæntur. Guðmundur Guðlaugsson, 4. vélstjóri, Bakkastíg 1. 55 ára. Kvæntur, átti 2 uppkomna syni. Eyjólfur Eðvaldsson, 1. loft- skeytamaður, Bárugötu 34. 48 ára. Kvæntur, átti uppkomin böm. Sigurður Einar Ingimundar- son, hásetþ Skólavörðustíg 38. 47 ára. Kvæntur, átti 2 böm, 8 og 11 ára. Sigurður Sveinsson, háseti, Karlagötu 2. ,28 ára. Ókvæntur. Ragnar Kæmested, háseti, Grettisgötu 77. 27 ára. Kvæntur. Randver Hallsson, háseti. Öldugötu 47. 47 ára. Kvæntur, átti 1 barn 15 ára. Jón K. G. Kristjánsson, kynd- ari, Þórsgötu 12, 51 árs. Kvænt- ur, átti 3 uppkomin börn. Pétur Már Hafliðason, kynd- ari, — sonur Hafliða 1. vélstjóra Hringbraut 148. 17 ára. Sigurður Jöhann Oddsson, matsveinn Vífilsgötu 6. 41 árs. Ókvæntur. Átti aldraða móður og 1 barn 15 ára. Jahob Sigurjón Einarsson, þjónn, Stað við Laugarásveg. 36 ára. Kvæntur, átti 2 börn, 8 og 4 ára. Lára Elín Ingjaldsdóttir, þerna, Skólavörðustíg 26A. 42 ára, Ógift. Loftur Jóhannsson kyndari fórst eklú með Goðafossi, eins og Vísir skýrði frá í gær. Hann varð eftir á sjúkrahúsi erlend- is. Þeir sem komust af FARÞEGAR: Áslaug Sigurðardóttir, Ásvalla- götu 28, Reykjavík. Agnar Kristjánsson, Ilringbraut 132, Reykjavík. SKIPVERJAR: Sigurður Gíslason, Skipstjóri, Vesturgötu 16, Reykjavík. Eymundur Magnússon, 1. stýri- maðnr, Bárugötu 5, Reykjavík. Stefán Dagfinnsson, 2. stýrimað- ur, I-Iringbraut 132, Reykjavík. Hermann Bæringsson, 2. vél- stjóri, Hringbraut 32, Reykjavík. Aðalsteinn Guðnason, 2. loft- skeytamaður, Dagverðareyri. Sigurður Guðmundsson, háseti, Vesturgötu 10. Gunnar Jóhannsson, háseti, Ránargötu 10, Reykjavík. Baldur Jónsson, háseti, Báru- götu 31, Reykjavík. Ingólfur Ingvarsson, háseti, Oldugötu 4, Reykjavík. Árni Jóhannsson, kyndari, Tjarnargötu 10 B, Reykjavík. Stefán Olsen, kyndári, Sólvalla- ,götu 27, Reykjavík. Guðmundur Finnbogason, 2. matsveinn, Aðalstræti 8. Reykja- vík. Framli. á 5. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.