Þjóðviljinn - 15.02.1945, Síða 8
TIMBURBRÚ Japana á Filipseyjum; á efri myndinni fyrir
loftárás Bandaríkjamanna, á neðri myndinni eftir hana.
Skólaboðsundið
Á morgun fer fram hið árlega
skólaboðsund og taka þátt í
því 10 skólar. Eru það þessir
skólar: Iðnskólinn, Menntaskól-
inn, Reykholtsskólinn, Gagn-
fræðaskóli Reykjavíkur, Gagn-
fræðaskóli Reykvíæinga, Sam-
vinnuskólinn, Verzlunarskólinn,
Háskólinn, Kennaraskólinn og
Stýrimannaskólinn. Þátttakan
að þessu sinni er sú mesta sem
verið hefur og er gott til þess
að vita. I hverjum flokki eru
20 menn og syndir hver maður
2 sinnum 33 V2 m. eða fram og
til baka í lauginni, þó þannig,
að allur flokkurinn ' syndir
fyrst aðra leiðina og þá strax
hefst síðari leiðin.
Iðnskólinn hefur oftast unn-
ið bikarinn, sem um er keppt,
en í fyrra vann Menntaskólinn.
Synt er bringusund. Sund
þessi hafa verið vel sótt og
„spenningur" mikill sem skóla-
æskan hefur óspart látið í ljós
á sinn glaðværa og skemmtilega
hátt.
Þess má geta að margir Sjó-
mannaskólanemendur eru farn-
ir til sjós og þar á meðal þeirra
beztu sundmenn. Er þátttaka
þeirra meira til að fylla flokk
skólanna en að þeir hyggi á
stórsigra, er það íþróttamann-
lega að verki staðið. Það er
líka góð frammistaða af Kenn-
araskólanum að senda flokk
miðað við hve fáir karlar eru
þar.
Frumvarp um framleng-
ingu á skattfrelsi Eim-
skipafélagsins
Rílcisstjórnin hefur lagt fyrir Al-
þingi frumvarp til laga um fram-
lenging á gildi laga nr. 33 7. maí
1928, um slcattgreiðslu h.f. Eim-
skipafélags Islands, og er það svo-
hljóðandi:
„1. gr. Lög nr. 33 7. maí 1928,
um skattgreiðslu h.f. Eimskipafé-
lags íslands, skulu gilda árin 1945
og 1-946, enda verji félagið tekju-
afgangi sínum, þá er það liefur
greitt hluthöfum 4% arð, venjuleg *
sjóðstillög og útsvar samkvæmt
framangreindum lögum, til kaupa
á skipum eða á annan hátt í þágu
samgöngumála.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Athugasemdir við lagafrumvarp
þetta:
Eins og kunnugt er, hefur h.f.
Eimskipafélag íslands með vissum
skilyrðum undanfarið notið und-
anþágu frá grciðslu tekju- og eign-
arskatts og frá greiðslu hærra út-
svars en 5% af nettó ágóða, þar
sem það hefur aðalaðsetur sitt.
Undanfarið hefur félagið bætt
hag- sinn, en þrátt fyrir það virðist
ekki ástæða til að fella niður
hlunninda þau, er félagið hefur
notið. Rétt þykir þó, að ákveðið
sé í lögunum, að tekjuafgangi sé
varið eingöngu til samgöngubóta“.
Var frumvarpið til 1. umr. í
neðri deild í gær, og var vísað til
2. umræðu og fjárhagsnefndar.
Leiðrétting. f tilkynningu frá
Æ. F. R. í blaðinu í gær misprent-
aðist „ Austurbæj arskólanum", en
átti að vera Aústurbænum.
Happdrætti stuðnings-
manna Þjóðviljans
Dráttur í happdrættinu fór fram
á skrifstofu lögmanns í gær, mið-
vikudaginn 14. þ. m., og komu upp
eftirtöld númer: 1278, 2058 og
1715.
I
Vinninganna má vitja á skrif-
stofu Sósíalistaflokksins eða af-
greiðslu Þjóðviljans, Skólavörðú-
sbíg 19.
Heilbrigt líf
Tímarit Rauða kross
íslands
Heiibrigt líf, tímarit Rauða
kross íslands, 3—4 hefti, fjórða )
árgangs er nýkomið út.
Hefti þetta flytur að vanda
margar ágætar fræðandi grein-
ar um heilbrigðismál.
Vilmundur Jónsson landlækn
ir skrifar þama langa grein
um heilsuvemd á íslandi. Guð-
mundur Hannesson prófessor
skrifar um göturykið og hvern-
ig hjá því verði komizt. Dr.
Júlíus Sigurjónsson skrifar um
Vítamín, í hvaða fæðutegund-
um þau eru og hver áhrif það
hefur ef þau skortir. Óskar
Einarsson læknir skrifar um
vítamínskort og sjúkrahúsa-
þörf. Ennfremur skrifar hann
grein uin veggjalús. Prófessor
Níels Dungal skrifar um mann-
eldisrannsóknir.
Þá er og í heftinu ristjóra-
spjall og komið víða við. Enn-
fremur þátturinn Á víð og dreif.
Heilbrigt líf hefur á þessum
fjórum árum flutt mikið af
gagnlegri fræðslu um heilbrigð
ismál og ættu sem flestir að
gerast ásrifendur þess. — Vænt
anlega verður tímaritsins getið
nánar í Þjóðviljanum síðar.
Hótel K.E.A.
Nýlega var lokið við að fullgera
hótel Kaupfélags Eýfirðinga á Ak-
ureyri. Mun hótel þetta vera eitt
fullkomnasta hér á landi. Það er
1500 fermetrar að stærð og eru í
því 28 herbergi, búin ágætpm hús-
gögnum og tvær veitingasalir, þar
sem 400 manns geta matazt í einu.
Byrjað var á byggingu hússins
árið 1934 eftir sænskum uppdrætti.
Voru fyrst byggðar 2 hæðir auk
kjallara og síðan 1935 hefur kjöt-
búð, lyfjabúð, lyfjagerð og brauð-
búð félagsins verið í húsinu. 1941
var svo haldið áfram við bygging-
una. Þurfti þá að hverfa frá hinni
upprunalegu teikningu og gerðu
þeir Sigvaldi Þórðarson og Gísli
Óalldórsson viðbótaruppdrátt að
húsinu. Byggingarmeistari var
Snorri Guðmundsson.
Innbrotsþjófar dæmdir
í gærmorgun kv^ð sakadóm-
ari upp dóm yfir tveimur
i mönnum, sem brotizt höfðu inn
í skrautgripaverzlun Jóns Sig-
mundssonar á Laugavegi 8. Var
annar dæmdur í 5 mánaða fang
elsi skilorðsbundið.
Innbrot þetta var framið að-
faranótt 2. þ. m. Hafði sýning-
argluggi verið brotinn með
grjótkasti og nokkrum úrum
stolið úr glugganum.
Fyrrverandi ráðherra
handtekinn {Frakklandi
Charles Spinasse, fyrrum sósíal-
demokratiskur ráðiierra í stjórn
Blums, var nýlega handtekinn í
París. — Hann var útgáfustjóri
blaðsins l’Effort, sem mælti með
samvinnu við Þjóðverja og studdi
Lavál og Petain.
íkviknun
Slökkviliðið var í gær kvatt
að Lindargötu 37. Hafði kvikn-
að þar í út frá rafmagni.
Skemmdir urðu ekki mikiar.
10ÐVSL1INK
Ný stjórníBelgíu
j^jTJÓRN þjóðlegrar einingar hefur verið mynduð í Belgíu,
með þátttöku allra lýðræðisflokkanna frá Kaþólska-
flokknum til Kommúnista, undir forustu sósíaldemókrat-
ans van Ackers. Var ekki við því að búast að hin óvinsæla
stjórn Pierlots yrði lengi við völd eftir atburðina í haust,
er urðu til þess að ráðherrar Kommúnistaflokks Belgíu,
og þjóðfrelsishreyfingarinnar sögðu af sér. Sósíaldemó-
kratar hafa síðan bundið þátttöku sína í stjórninni vissum
skilyrðum um frjálslynda stjómarstefnu, og þegar þar
kom að þeir töldu ekki sætt í stjórn Pierlots, varð það
ásamt harðri stjómarandstöðu Þjóðfrelsishreyfingarinnar
Pierlot að falli.
•
JjEGAR brezk og kanadisk herlögregla var látin halda
uppi „reglu“, í Brussel og Erskine hershöfðingi lýsti
yfir að brezkum her yrði beitt gegn belgíska þjóðfrelsis-
hernum, ef hann hlýddi ekki tafarlaust skipun um að af-
vopnast og leysast upp, sagði hið kunna enska blað New
Statesman and Nation: „Þetta er óheillavænlegasti atburð-
ur sem gerzt hefur fráf því að herir vorir hófu frelsun
meginlandsins. Þetta þýðir að brezkir hermenn hafa verið
notaðir til að vemda stjórn, sem bersýnilega er óvinsæl,
gegn reiði almennings“. Pierlotstjómin fékk framgengt
vilja sínum um afvopnun og upplausn þjóðfrelsishersins,
rétt áður en Rundstedt hóf Ardennasóknina, og Belgíu-
menn fengu öðru sinni að kenna á ógnum þýzks hernáms,
þó ekki væri nema skamman tíma. New Statesman and
Nation sagði um þessa afvopnun: „Sumir þessara ungu
manna (þjóðfrelsishermanna) eru óþolinmóðir hugsjóna-
menn, aðrir soltnir öreigar — og það er ástæðan til þess
að Erskine hershöfðingi er að afvopna þá, samkvæmt
beiðni M. Pierlots. Brezki herinn fór til Belgíu til að sigra
óvini vora og leysa vini vora úr kúgun, en ekki til þjónk-
unar afturhaldsins“.
•
EN Pierlotstjórnin, sem að vísu virðist aldrei hafa verið
sérstaklega vinsæl í Belgíu, varð óvinsælli með degi
hverjum. Þjóðfrelsishreyfmgin er sterkt þjóðfélagsafl í
Belgíu eins og öðrum þeim Evrópulöndum, sem búið hafa
við hemám nazista. Fyrr eða síðar hlaut Pierlot að verða
undiif í átökunum við þessa hreyfingu, enda sætti hann
megnri gagnrýni fyrir úiræðaleysi í ýmsum þeim vanda-
málum, sem urðu að leysast án tafar, matvælaskortur
ágerðist, leynimarkaður jókst, og samverkamenn þýzku naz-
istanna sátu áfram í mikilvægum trúnaðarstöðum. Óá-
nægja hefur nú leitt til stjómarskipta í Belgíu og er senni-
legt að frjálslyndu og róttæku öflin hafi nú sterkari að-
stöðu en þau höfðu í hinni endurskipulögðu stjóm Pier-
lots. Sannast það enn, að erfitt mun reynast að stjóma
meginlandsríkjum Evrópu í andstöðu við hinar öflugu rót-
tæku þjóðfrelsishreyfingar, sem myndazt hafa síðustu ár-
in, og það einnig þó erlend stórveldi kysu heldur, að þjóð-
frelsishreyfingunum væri haldið niðri með valdi.
jþRÓUNIN gengur alls staðar í sömu átt, en er misjafn-
lega langt komin í löndum eins og Belgíu, Grikklandi,
Póllandi, Júgoslavíu og Frakklandi. Alls staðar eru öfl
hins nýja tíma í ákafri sókn, nýir menn, þrautreyndir í
hinni hörðu baráttu undanfarandi ára, taka við forustu
þjóða og landa. í öllum löndum meginlandsins er róttæk
alþýða sterkasti þáttur þjóðfrelsishreyfinganna, — í öll-
um þessum löndum munu fyrstu frjálsu kosningarnar
sýna að pólitísku hlutföllin frá því fyrir stríð hafa ger-
breytzt. Og þau hafa breytzt á einn veg — öfl sósíalism-
ans og lýðræðisins eru margfalt sterkari en áður. Þess
hefur orðið vart að afturhaldið óttast kosningamar, óttast
dóm hinnar frjálsu alþýðu og hefur vonandi ástæðu til
þess. Stjórnarskiptin í Belgíu er ákveðin bending um styrk
þjóðfrelsishreyfingarinnar þar í landi, bending sem tekið
verður eftir um alla Evrópu.