Þjóðviljinn - 10.04.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. apríl 1945
Þriðjudagur 10. apríl 1945 — ÞJÓÐVILJINN
blÓÐVlLII
Útgefandi: SameiningarjlokkuT alþýðu -- Sósíalistajlokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Stgurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglysingar: Skólavörðustíg 19. sími 218ý.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17.
Sundrimg eða eining samvinnu-
hreyfingarinnar
Á aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem háður var
á Akureyri síðastliðið sumar, lögðu 26 afturhaldsmenn fram tillögu,
sem að tífni til var hrein stríðsyfirlýsing sambandsins á hendur Sósíal-
istaflokknum.
Tillagan hófst með þessum orðum: „Fundurinn telur ástæðu til að
i
vekja athygli samvinnufélaganna á því, að Sam'einingarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn — hefur“, svo kom 'upptalning í fjórum liðum
með tilheyrandi undirliðum, þar sem drepið var á flesta megíndrætti
úr áróðursþvættingi Tímans nokkur siðustu ár gegn Sósíalistaflokknum.
Á eftir upptalningunni kom svo að sjálfsögðu ályktunin. Hún var á
þessa leið: „Fyrir því lýsir aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga 1944 megnri vanþóknun á framangreindri klofnings- og skemmd-
arstarfsemi og skorar fastlega á alla sanna samvinnumenn að vei'a vel
á verði gagnvart hverskonar undirróðri og upplausnarstarfsemi frá
liendi þess stjórnmálaflokks og annarra sem tekið hafa upp illvígan
áróður gegn samvinnufélögunum“.
Svo mörg voru þau orð og varð ekki um villzt að Framsóknar- og
Alþýðuflokksafturhaldið hafði tekið þá ákvörðun að gera Sambandið
að varnarvirki fyrir hina öldruðu sveit hins svartasta afturhalds. Til-
laga þessi var samþykkt með 50 atkvæðum gegn 8. Fulltrúiar voru
um 80.
•
Nokkra forsögu átti þetta mál. Ilið svarta afturhald hafði notað
Jónas Jónsson til að skrifa í Samvinnuna þrotlaUs'ar árásir og níð um
Sósíalistafk/kkinn um nokkurra ára skeið. Ölhim samvinnumönnum,
sem ekki voru haldnir af fullkominni afturhaldsblindu, var ljóst að
með þessu var beinlínis að því stefnt að sundra samvinnumönnum, til-
gangurinn var að koma í veg fyrir að sósíalistar, sem undantekningar-
laust eru samvinnumenn, störfuðu innan Sambandsfélaganna, því að
starf þeirra þar mundi leiða til þess að afturhaldsöfl Framsóknar og
Alþýðuflokksins gætu ekki notað Sambandið flokkum sínum tiJ fram-
dráttar. Aðalfundur Kron hafði falið fulltrúum félagsins á aðalfundi
S. í. S. að mótmæla þessu framferði. Tveir fulltrúanna fluttu hóflega
tillögu, er benti á að skrif Jónasar væru til þess fallin að „rýra sam-
heldni innan samvinnuhreyfingarinnar“ og beindi þeim tilmælum til
sambandsstjórnar að koma í veg fyrir að tímaritið verði framvegis not-
að til stjórnmálaáróðurs".
Ékki sáu þeir Framsóknar- og Atþýðuflokksmenn, sem Kron sendi
á fund þennan, sér fært að standa með þessari tillögu, og léðu þannig
lið sitt til þess að fundurinn lýsti blessun sinni yfir sundrungarstarf-
semi Jónasar, en það gerði hann með 45 atkvæðum gegn 8. Þegar Jón-
asarstefnan hafði fengið þessa traustsyfirlýsingu, þótti fært að gefa hina
opinberu stuðningsyfirlýsingu í formi þeirrar tillögu, sem að framan
getur. Éétt er að geta þesS, að tveir stjórpendur, Ki-on, þeir Kristjón
Kristjónsson og Guðmundur Tryggvason. fengu sérstaka viðurkenningu
á aðalfundi S. I. S. og síðar í Samvinnunni fyrir rösklega framgöngu við
atkvæðasmölun fyrir síðasta aðalfund Kron. Þóttu þeir mcð þessu
starfi hafa unnið sundrungarstefnu aftui'haldsins mikið gagn.
®
í ferbrúar-hefti Samvinnunnar er stríðsyfirlýsingunni gegn sósíal-
istum enn á loft haklið. Þar er sagt að ritstjóri blaðsins „hafi komizt
að þeirri niðurstöðu, að kopimúnistar væru nú höfuðandstæðingar sam-
vinnunnar, því þeir stefndu að tortímingu og algerðri eyðileggingu hins
frjálsa samstarfs“. Síðan er heitið fast á samvinnumenn að mynda
bandalag við ‘kaupmenn gegn kommúnistum. Þetta er síðasta fyrirskip-
unin, sem hershöfðingjar sundrungarstefunnar innan samvinnuhreyf-
ingarinnar hafa gefið, og þessa dagana eru hermenn þeirrar stefnu innan
Kron að fi-amkvæma hana eftir því sem þeir bezt geta. Gegn þeim
standa allir sósíalistar og aðrir samvinnumenn, sem vilja einingu sam-
vinnuhreyfingarinnar og samstarf manna úr öllum stjórnmálaflokkum
innan hennar.
Næstu dagar leiða í ljós hvorir verða sterkari.
Síðustu dagar Nazistalandsins | umsoknir um batakaup
Þýzkaland minn'kar með hverj-
um degi. Það er verið að búta
kolkrabbann í sundur.
Það er ekki nema rúmur mán-
uður síðan niazistarnir drottnuðu
i makindum í pólskum bæjum. Nú
er Stettin í dauðateygjunum,
Breslau stendur i báli og Berlínar-
búar hlusta kvíðnir á fallbyssna-
drunurnar. — Munið þið, hvað
þeir voru gleiðgosalegir, þegar þeir
tóku nokkra belgiska bæi? Nú
hafa þeir misst Köln, og Banda-
menn okkar eru komnir yfir Rín.
Fyrir nokkrum dögum síðan
birti dagblað í Stuttgart rit-
stjórnargrein undir fyrirsögninni:
„Endirinn nálgast“. Ritstjórinn
yar í skáldaþönkum og átti við
veturinn. — Já, bráðum sjáum við
endalok vetrarins og hins rán-
gjarna þýzkalands líka.
Hvað skyldu þessir tilvonandi
drottnarar heimsins vera að hugsa
uin þessar síðustu nætur vetrar-
ins, — þessar síðustu nætur
Þýzkalands? — Ég ætla að birta
hérna kafla úr bréfi, sem þýzk
kona, búsett í Ileidenheim í Wurt-
emburg, hefur skrifað:
„Ég get ekki vanizt þeirri hugs-
un, að Eisendorf, þorpið okkar
kæra, sé liðið undir lok, og að ég
eigi ekki eftir að sjá húsin þar
frarnar. Ástandið er alltaf að
verða svartara og svartara. Þetta
voðalega stríð endar aldrei.
„IIVERT EIGUM VIÐ
AÐ FARA NÚNA?“
„Við eigum enn heima í Heiden-
heim. Loftvarnamerki eru gefin á
hverjum degi, en ekki hefur enn
verið gerð árás á okkur. Þeir ráð-
ast aðallega á járnbrautamót.
Margt flóttafólk frá Saar er í bæn-
um og einnig fólk frá Stuttgart.
í Heidenheim eru nú 50.000 íbúar.
Ef loftárás verður gerð á bæ-
inn, er úti um okkur, því að við
höfum ekki annað en kjallara að
skýla okkur í. Það er verið að
grafa byrgi, en hægt og eins og
með hálfum huga. Eina ósk mín
er að dauðinn verði skyndilegur,
ef hann kemur.
Við erum farin að heyra stund-
um í fallbyssum. En við ætlum
að vera kyrr. Hvert ættum við að
fara? Við getum ekki flúið örlögin.
Viku fyrir jól var gerð loftárás á
Ulm. Það var lítill, fallegur bær
með hugðóttum strætum. En þar
voru líka verksmiðjur. Næstum
því 4000 fórust og 40.000 urðu
heimilislausir. — Þú getur því
ímyndað þér, hvað mikið er eftir
af Ulm. Fyrir stríð hafði hann
60.000 íbúa. Það var eins og allur
himinninn væri í báli. Það var ægi-
leg sjón.
FRAULEIN FARIN
AÐ ÓKYRRAST.
„Við erum öll óhuggandi. Allir
harma eitthvað. Ég þrái lokin.
Þessi óvissa er hræðileg. Ilvað
bíður okkar? — Þú spyrð um á-
standið yfirleitt, en ég get fátt
sagt þér. Þú veizt, að maður verð-
ur að vera afskaplega varkár.
Maður er undir eins kærður, hvað
lítið sem maður segir. Ég forðast
því að tala við nokkurn mann.
En það er víst, að horfurnar eru
?kki góðar.
Fraulein von Manstein hefur
skrifað mér frá Hannover, að þau
hafi orðið húsnæðislaus i annað
sinn af völdum loftárásar. Hún
segir, að lí'fið í Hannover sé ó-
þolandi, en hún kemst ekki burt,
því að þeir vilja ekki leyfa henni
að fara“.
Þegar loftárásirnar voru gerðar
á Varsjá, tók þeir því með still-
ingu í Eisendorf. Þegar Comel var
brennd til ösku, lét Fraulein von
Manstein það ekki raska ró sinni.
Þegar börnin voru að deyja í Babii
Jar-gjánni, voru húsmæðurnar í
Ulm að gæða sér á niðursuðuvör-
um frá Kieff.
„STRÍÐ ENDA
SKYNDILEGA“.
Síðasta grein Göbbels er skrif-
uð í slíkum stíl, að það er e’kki
hægt ífc lesa hana —, það verður
að spangóla hana. Göbbels var
einu sinni efnilegur piltur. Hann
þrœli 'pund af fleski og hverri amb-
átt blómvönd, vœri það til einsk-
is. Hinyniler mun fá makleg mála-
gjöld og Þýzkaland líka.
Við höfum brotizt inn í hið
voðalcga fangelsi, þar sem milljón-
ir fanga frá ýmsurn löndum eru að
örmagnast, þar sem dætur okkar,
systur og unnustur harma örlög
sín blindaðar af tárum. Þýzkar
konur í bæjum þeim, sem rauði
herinn hefur tekið, sverja og sárt
við leggja, að þær hafi ekki farið
illa með þær —, „gáfum þeim
meira að segja kjöt á sunnudög-
um“. Þessar nornir vita blátt á-
fram ekki. hver glæpur þeirra var.
ÁSÖKUN OKKAR.
Ég á ekki við þær, sem börðu og
kvöldu varnarlausar rússneskar
stúlkur. Ég á við þær „góðu“, sem
ólu ambáttir sínar, svo að þær
gætu unnið fyrir þær.
Hver er ásökun okkar? Hún er
Eftir I»fa Ercfsbúrg
skrifaði stíla um jámgrýti, olíu og
manganese. En nú er honum al-
varlega brugðið. — Hann skrifar:
„Það er ósiður að ræða lögmál
styrjalda“. Hann fullyrðir, að „ó-
mælanlegu gerendurnir“ séu lan'g-
mikilvægastir. Samt vílaði hann
ekki fyrir sér áður fyrr að ræða
þessi lögroál og önnur og hælast
um yfirráðin yfir járnnámunum
hjá Krivoj Rog ög kornökrunum
i Kúban. — Nú er þessi ómælan-
legi herra doktor horfinn inn í
reykjarmökk. Og með hvaða orð-
um huggaði hann Þjóðverja að
lokum? — „Stríð enda venjulega
Skyndilega“, sagði hann, „eftir ó-
skapl'ega sprengingu“.
KAST HIMMLERS.
Það er gagnslaust fyrir Göbbels
að láta sem endalok Þýzkalands
séu ófyrirsjáanleg, eins og vilji ör-
laganna. Allur heimurinn veit, að
hið fasistiska Þýzkaland hefur
hlotið dóm fyrir hina voðalegu
glæpi sína. — Nú er verið að full-
nægja dómnum. Og hann er fram-
kvæmdur á skipulegan hátt í
austri og vestri.
En auðvitað kemur endirinn
skyndilega. Einn góðan veðurdag
kernur í ljós, að ekkert cr eftir af
hershöfðingjanum, sem fvrirskip-
aði síðasta gagnáhlaupið, ékkert
eftir af doktor Göbbels, ekkert eft-
ir af Fiihrer þeirra, ekkert eftir af
Þýzkalandi þeirra. Það er endir-
inn.
Og það er auðséð á því, hvemig
Göbbels veður reyk, hvemig þýzk-
ir dátar rœiui og rupla í þýzkum
bœjum, og á mannúðarkasti
Ilimnilers, að endirinn er skammt
undan. Þann 8. marz gaf þessi böð-
ull út þá skipun, að „rússnéskum
verkamönnum i Þýzkalandi skyldi
liér eftir skipað á bekk með öðr-
um erlendum verkamönnum". Nú
þegar við erum i nágrenni Berlin-
ar, skipar Himmler að taka flest
einkennismerkin af Rússunum.
Það er of seint. Jafnvel þótt hann
hafi skipað að afhenda hverjum
sú, að þýzkir karlar og konur hafa
tekið frjálst fólk, borgara Sovét-
ríkjanna, og gert það að þrælum.
Við ákærum þau fyrir að hafa
dirfizt að óvirða piltana okkar og
stúl'kurnar okkar.
„Líttu á kjólinn hennar!“
skríktu þau. ,,Sjáðu nefið á henni!
Heyrðu hvernig hún ber fram
þýzku! Og hún hefur aldrei séð
ryksugu! Hún liefur aldrei bragð-
að rhubarbmauk! Er það nú villi-
maður!“
Þau skulu fá þetta borgað. Ef
til vill hafði Olga aldrei scð ryk-
sugu. En hún hafði þekkt frelsið.
— Ef til vitt liafði Vera aldrei
borðað rhubarb-mauk. En hún
hafði lesið Púskin og Tolstoj. —
Olga og Vera eru báðar óendan-
lega milclu rneiri menn en þeir,
seni hœddu þœr. Og fyrir tárin,
sem þœr grétu, á Þýzkaland eftir
að gráta svo margum tárum, að
litla áin Spree verður að bretðu
fljóti.
Ég veit ekki, hvort einkennir
Þjóðverjana rneir, illmennska
þeirra eða heimska. Þeir halda, að
við verðum þeim mjög þakklátir,
ef þeir losa ambáttir síhar við hin
svívirðilegu merki sín á síðustu
stundu.
í janúar s.l., áður en síðasta og
úrslitasókn okkar byrjaði, gaf
Hitler út skipun um meðferð sov-
étstríðisfanga. Þessi mannæta
hafði brjóstheilindi til að fordæma
„ruddaskap varðmannanna“.
Hann nefndi sem dæmi, að nokkr-
ir verðir í Boldev-fangabúðunum
hefðu rekið á eftir stríðsföngum
með kylfum.
Of seint! Of seint! Og ennþá einu
sinni of seint! í þrjú ár börðu þeir
sovét-stríðsfanga, ekki með kylf-
um, en roeð járnstöngum, sveltu
þá til bana, grófu þá lifandi. Nú,
þegar þeir sjá endinn nálgast, setja
þcir upp meðaumkvunarskip. En
fyrr munum við skoða nóttina
sem dag en við skoðum mannætur
sem mannlegar verur.
Við trúðum á mannlega gæzku.
Og svo sáum við illar verur, sem
litu út eins og menn. Margar næt-
ur háðum við andlega baráttu,
fullir af kvíða, en við héldum trú
okkar. Við vitum, að mannlegar
verur eru góðar. — En við vitum
líka, að Þjóðverjar á árinu 1945
erti ekki mannlegar verur, heldur
gervimenn.
VIÐ KOMUM TIL
AÐ TEMJA ÞÁ.
Dittmar hershöfðingi segir lönd-
um sínum: „Andstæðingar Þýzka-
lands hafa cngin viðurkennd
stríðsmarkmið". Samt vita allir í
heiminum, hvers vegna andstæð-
ingar Þjóðverja berjast, og hver
markmið þeirra eru.
Dittmar hershöfðingi ætti að
minnast Jalta. Hann hefur áreið-
anlega skrifað eitthvað um h:«na,
þegar Þjóðverjar tóku hana.
Nokkru seinna, eftir að þeir höfðu
misst hana. var stríðsmarkmiðun-
um lýst mjög greinlega í þeirri
borg.
Þessi niarlcmið eru mjög cin-
föld. Við erum Icomnir til Þýzka-
lands til að temja■ það. Við erum
komnir til Þýzkalands til áð sjá
um það, að Þjóðverjar komi ahlrei
oftar til ðkkar. Við erum komnir
til Þýzkaiands til að refsa þrœla-
höldurunum og frelsa fangana.
Við erum komnir til Þýzkalands
til að binda endi á yfirgang þess.
Og allir heiðarlegir karlmenn og
konur samþykkja þessi markmið.
Það er ein setning í síðustu
grein Göbbels, sem mér finnst
ekki vera alveg vitlaus. Ég get
ekki skilið af hverju hann hefur
leyft slíku sannleikskorni að hrjóta
úr penna sínum: „Endirinn kemur,
þegar tíminn er kominn“.
Tíminn er sannarlega kominn.
Það er sagt, að Hitler hafi kom-
ið í heiinsókn til „þess kafla vig-
stöðvanna, sem er næstur Berlín“.
Jæja, hann þurfti ekki að fara
langt. Ég man, að einu sinni kom
þessi vonzkiífulli skopleikari til
Moshaisk.
Af hverju fór hann til Oder?
Ekki er hann skriðdrekahindrun.
Hann er aðeins sigraður undirlið-
þj'álfi. Hann getur ekki bjargað
Berlín, Þýzkalandi eða sjálfum sér.
Bréfið, sem ég vitnaði í áðan,
endar á þessari setningu: „Á nótt-
unni heyrist mér einhver vera að
hamra fyrir ofan höfuðið á mær.
Ætli þetta séu ofskynjanir?“
Nei, frú. Það er sagan, að verið
er að reka nagla í stóra kistu
handa Hitler, handa fylgdarliði
hans, handa böðlunum, handa
ræningjalandinu.
Reykjavíkurbær hefur fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar, fest kaup á
fimm ca. 80 smálesta vélbátum í Svíþjóð með það fyrir augum að tryggja
að þessir bátar verði gerðir út frá Reykjavík. Bærinn hefur ákveðið að
selja bátana með kostnaðarverði til einstaklinga eða félaga. Væntanlegir
kaupendur sendi bindandi umsókn fyrir 5. maí n.k. til Sjávarútvegsnefndar
Reykjavíkurbæjar, Ausmrstræti 10, 4. hæð.
Það er skilyrði fyrir sölunni, að bátarnir verði skráðir hér í bænum
og gerðir út héðan. Ennfremur þurfa væntanlegir kaupendur að geta greitt
nú þegar kr. 75.000,00 á bát til tryggingar kaupunum.
Lpforð er fyrir eftirtöldum lánum út á hvern bát:
Á 1. veðrétt kr. 195.000,00 til 200.000,00 úr Fiskveiðisjóði íslands.
Á 3. veðrétt kr. 100.000,00 úr Styrktar- og lánasjóði. Lán þetta er vaxta-
laust og greiðist með jöfnum afborgunum á 15 árum. Ennfremur mun
Reykjavíkurbær láta væntanlegum kaupendum í té bakábyrgð á 2. veð-
réttarláni, allt að kr. 100,000,00, gegn nánar tilteknum skilyrðum.
í bátnum verður 260 hestafla Atlas-dieselvjel. Nánari upplýsingar um
bátana gefur Dr. Björn Björnsson, hagfræðingur, Austurstræti 10, 4. hæð,
sími 4221.
Þeir, sem áður hafa óskað eftir kaupum á umræddum bátum þurfa að
endurnýja umsókn sína, ef þeir vilja koma til greina sem kaupendur. Sjó-
menn og útgerðarmenn verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir kaupunum.
Að öðru leyti áskilur nefndin sér frjálsar hendur um sölu bátanna.
Sjávarúlvegsnefnd Reykjavíkur
Þjóðleg skemmtun
Framh. af 2. síðu.
margt á góma. Að loknum frétt-
nm söng Sólskinsdeildin undir
stjórn Guðjóns Bjarnasonar. Þá
las Helgi Hjörvar skrifstofustjóri
sögu, var það um hinn þjóðkunna
og vinsæla Bör Börson júníor. Því
næst sungu þrjú börn úr sólskins
deildinni nokkur lög. Síðan komu
fram tveir kappar, þeir Kristinn
Guðmundsson og Snæbjörn G.
Jónsson og tóku þeir að skander-
ast/en að því loknu innleiddi Árni
Óla blaðamaður þann þjóðlega
þátt að segja draugasögu, en eftir
henni kvað Jóhann Garðar Jó-
hannsson kvæðalög. Lýður Jónsson
las upp kvæði eftir Guðmund Guð
mundsson. Þá voru sungnir viki-
vakar. Frú Guðrún Stefánsdóttir
frá Hverná flutti frumsamin
kvæði. Magnús Guðmundsson las
þjóðsögu.
Anna í Grænuhlíð
giftist
* *
Ný saga um hina vinsælu söguhetju,
Önnu í Grænuhlíð — bráðskemmtileg
og spennandi.
H.f. Leiftur
Húseigendur
Tökum að okkur skipu-
lagningu nýrra skrúðgarða
og ennfremur verulegar
endurbætur eldri garða.
Pöntunum veitt móttaka
í síma 4326.
Haukur Kristófersson,
Agnar Gunnlaugsson
garðyrk j umenn.
Guðrún Á. Símonar
Frainh. af 3. síðu.
við tjaldið, og leggur bæinn fyrir
fætur sér. Síðan kemur annar enn
þá stærri viðburður. Kornung
stúlka, sem ekki hefur út fyrir
landsteinanna farið og stundað
hér nám í tiltölulega stuttan tíma
við hinar takmörkuðu aðstæður,
sem hér eru fyrir hendi, heldur
söngskennntanir hvað eftir annað
fyrir fullu húsi stórhrifinna áheyr
enda, og með söngskrá er ætla
mætti að eigi væri á annarra færi
að skila sómasamlega en þaulæfð-
um söngkonum, — en Guðrún A.
Símonar skihar því öllu af stakri
prýði.
Eg vil óska söngkonunni þess
til handa að hún geti óhindrað
gengið beint til verks að nema
allt það er list hennar getur að
þroska orðið, og það hlýtur að
verða krafa þjóðarinnar. er svona
efni koma fram á sjónarsviðið í
okkar fámenna þjóðfélagi. að það
opinbera sjái um að slík efni fari
ekki forgörðum vegna fjárskorts,
og veiti þeim alla þá fyrirgreiðslu,
er því er unnt. G. S.
eildarfundir KRON
Aðalfundur 4. deildar verður í Listamannaskálanum
(ekki í Kaupþingssalnum eins og áður hefur verið aug-
lýst) þriðjudaginn 10. apríl og hefst kl. 8,30.
Deildarsvæði í stórum dráttum er innan þessa svæðis:
Aðalstræti að vestan, Bjargarstígur og Skálholtsstígur að
sunnan, Bergstaðastígur og Smiðjustígur niður á Lindar-
götu og inn á Klapparstíg neðst að austan.
Aðalfundur 6. deildar verður miðvikudaginn 11. apríl
í Kaupþingssalnum, hefst kl. 8,30.
Deildarsvæði í stórum dráttum: Skálholtsstígur og
Bjargarstígur og Freyjugata að norðan, að austan Njarð-
argata.
Aðalfundur 8. deildar verður í Kaupþingssalnum föstu-
daginn 13. apríl og hefst kl. 8,30.
Deildarsvæði í stórum dráttum: Frakkastígur að vest-
an, Grettisgata að sunnan, Rauðarárstígur, Vatnsþró að
austan.
Guðrún A. Símonar
sópran
S0NGSKEMMTUNIN
verður endurtekin í Gamla Bíó næstkomandi
!; fimmtudag (12. þ. m.) kl. 11% síðdegis, vegna
áskorana.
!; Þórarinn Guðmundsson, Fritz Weisshappel og
Þórhallur Ámason aðstoða.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og Hljóðfærahúsinu.
MÆÐRAFÉLAGIÐ:
Aðalfundur
Mæðrafélagsins verður í Aðalstræti 12, fimmtu-
daginn 12. apríl kl. 8.30 síðd.
FUNDAREFNI:
Venjuleg aðalfundarstörf. — Rætt um
matreiðslunámskeiðið. — Uppeldismál
o. fl. — Kaffi.
Félagskonur! Mætið vel og komið með nýja félaga.
STJÓRNTN.
BIFREEÐASTIORAFÉLAGIÐ HREYFILL
TILKYNNING
frá Bifreiðastjórafélðginu Hreyfíll
Samkvæmt fundarsamþykkt 5. apríl 1945 og samningi
við bifreiðastöðvarnar í Reykjavík, 27. marz 1945, fer fram
skráning á 4—8 farþega leigubifreiðum, sem ekið er frá bif-
reiðastöðvunum í Reykjavík, og ber bifreiðunum að mæta til
skrásetningar, sem hér segir:
Miðvikudaginn 11. apríl 1945 R—1—700.
Fimmtudaginn 12. apríl 1945 R—701—1400.
Föstudaginn 13. apríl 1945 R—1401—2100.
Laugardaginn 14. apríl 1945 R—2101—2800.
Bifreiðar, sem skráðar eru öðrum einkennismerkjum en
R— mega koma hvaða dag sem er af fyrrnefndum dögum.
Bifreiðunum ber að mæta kl. 9—12 f. h. og kl. 1—5 e. h.
alla dagana, við bakhús við Skálholtsstíg 7 og stoppa í mið-
stræti og aka frá Bókhlöðustíg. — Ef bifreið er á verkstæði
eða forfölluð á annan hátt, og getur ekki mætt, þá er nauð-
synlegt að tilkynna það, annars má búast við því að þær
bifreiðar missi benzínskammt atvinnubifreiða.
Bifreiðastjóra ber að hafa með sér ökuskírteini og félags-
skírteini. Félagsgjöld verða innheimt á staðnum.
Reykjavík, 9. apríl 1945.
BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ „HREYFILL“.
Tækifærljsverð
Seljum á morgun og næstu daga ýmsan fatnað með tæki-
færisverði, svo sem:
DRENGJA JAKKAFÖT frá kr. 48,00.
BLÚSSUFÖT með pokabuxum á 6—12 ára frá kr. 50,00.
LITLA DRENGJAFRAKKA frá kr. 50,00.
LITLAR TELPUKÁPUR með húfu frá kr. 50,00.
TELPUJAKKA frá kr. 60,00 o. m. fl.
KRON
Sparta
Laugaveg 10.
’V VWbVW ■