Þjóðviljinn - 24.05.1945, Blaðsíða 2
Þ JÓÐ VIL JINN
Fimmtudagur 24. maí 1945*
Fyrifspurn svarad;
Engar fastar útborgunarregi-
ur tii um greiðslu eliilauna
JieHiniriar ihuefla iioerso mihifl sHuli oeiit“
Þjóðviljamim hefur borizt fyrirspum frá 69 ára gamalli konu
í þorpi norður í landi, um greiðslu ellilauna.
Dæmin sem hún skýrir frá og esngin ástæða er til að efa
að séu rétt, sýna greinilega í hverju ófremdarástandi þessi mál
eru.
Fyrirspum gömlu konunnar, svo og öðrum til upplýsingar
sem líkt er ástatt fyrir verður bezt svarað með því að birta
kafla úr bók eftir Jón Blöndal hagfræðing er hann gaf út s.l.
vetur og nefnist ALÞÝÐUTRYGGINGAR Á ÍSLANDI OG í
NOKKRUM ÖÐRUM LÖNDUM.
Bréf gömlu konunnar fer hér á eftir:
„Svo skal segja hverja sögu
eins og hún gengus. Eg hef
hugsað mér að senda Þjóðviljan
um nokkrar línur og eiga þær
að fjalla um lífeyri gamal-
menna. Eg nefni það svo, því
að nú er alltaf krafið um líf-
eyrisgjald. En hvort sem þessi
styrkur til gamalmenna heitir
ellistyrkur eða lífeyrir, langar
mig til að vita, hversvegna út-
hlutun hans er í svo mikilli
mótsögn við gjaldkröfur hans.
Fyrst og fremst er þetta lífeyr-
issjóðsgjald tekið af vinnukaupi
manna, ef það er til staðar. Ef
þurfa þykir, er lögtaksréttur á
gjöldum þessum. En þetta er
bara önnur hlið málsins. Svo
kemur sú hlið málsins, sem veit
að okkur gamalmennunum, og
hún er fyrir mína reynslu þann
ig:
Eg er 69 ára að aldri og veit
ekki betur en ég eigi kröfu til
ellistyrks, þegar ég er 67 ára
og sæki því um hann. Fyrir jól-
in 1943, þegar ég er 68 ára, fæ
ég ellistyrk sjötíu krónur. En
fyrir árið 1944 hef ég ekkert
fengið. Eg þykist1 því sjá, að
þessar sjötíu krónur hafi átt
að gildá fyrir bæði árin 1943 og
1944.
Þetta er ekkert einsdæmi. Eg
hef talað við fólk, sem er mér
eldra, og það hefur sömu sögu
að segja. Kona, sem var komin
á áttræðisaldur, sótti um elli-
styrk og fékk 15 krónur, en þáði
þær ekki. Heimilisfólk hennar
var heilsulítill eiginmaður,'sem
varð loks alveg fatlaður af
heilsuleysi. Hann átti ekki
kröfu um ellistyrk um leið og
konan, því að hann var yngri.
Árið 1943 sóttu þau um elli-
styrk og fengu það ár saman-
lagt 150 krónur. Maður þessi
dó í sumar af heilablæðingu,
sem hann hafði lengi þjáðst af,
en fyrir síðastliðið ár hefur
konan engan ellistyrk fengið.
Kona á níræðisaldri á að
komast af með 280 krónur til
allra þarfa. Heilsulítill og fátæk
ur frændi hennar hefur hana
á sínum vegum svo hún verður
ekki úti á meðan. Heimilisfólk
mitt er aðeins ég og maðurinn
minn. Eg er að ná sjötugsaldri,
en hann heldur yngri. Sá ljóð-
ur er á fyrir mér, að ég er eins
mikið í rúminu og á ekki að
vmna nema lítið, þegar ég er
á fótum. Það sem mig langar að
vita er þetta: Eigum við gam-
almennin heimtingu á ellistyrk
eða ekki?“
I þeim kafla bókar þeirrar
er fyrr er nefnd, sem heitir Elli-
og örorkutryggingar, segir m. a
svo:
„Skipulagið, sem nú er í gildi,
þangað til lífeyrisgreiðslur úr
Lífeyrissjóði íslands fara að
láta verulega til sín táka, er' í
stórum dráttum þetta:
Bæjar- og sveitarstjórnir út-
hluta ellilaunum til gamal-
menna 67 ára og eldri og ör-
or'kubótum til öryrkja, sem
hafa misst helming starfsorku
sinnar eða meira. Fastar úthlut-
unarreglur eru engar í lögun-
um, en hins vegar almenn á-
kvæði þess efnis, að úthluta
skuli þeim gamalmennum og
öryrkjum, sem að dómi sveit-
arstjómar teljast hafa þess
þörf. Sveitarstjórnimar ákveða,
hversu mikið skuli veitt, en þó
er þeim fyrirmælt. í lögunum
að haga úthlutuninni svo, að
styrkþegamir þurfi ekki fyrir-
sjáanlega að njóta almenns
framfærslustybks samhliða á
úthlutunartímabilinu. Hámarks
upphæðin, sem veita má, er
„eðlilegur meðalframfærslueyr-
ir einstaklings“ í hlutaðeigandi
byggðarlagi. Um það skal farið
eftir reglum, sem Tryggingar-
stofnun ríkisins setur og stað-
festar eru af ráðherra.“
Þá er skýrt frá hámarksupp-
hæðunum, eða „eðlilegum fram-
færslueyri“ og síðan skýrt frá
að úthlutað hafi verið í tveim
flokkum.
Síðar í sama kafla segir svo
um þessi mál:
„Meðalstyrkurinn á öllu land
inu í báðum flokkuim tekið und-
ir eitt hefur verið sem hér seg-
ir:
1937 160.82 kr.
1938 214.12 —
1939 227.18 —
1940 276.17 —
1941 337.07 —
1942 484.63 —
1943 738.75 —
Af þessu er ljóst, að það er
aðeins örlítill hluti gamalmenn :
anna og öryrkjanna, sem fær 1
hámarksupphæðimar, þ. e. upp-
hæðir, sem nægi nokkurn veg-
inn til lífsframfæris.
Með lögunum 31. des. 1943
var gerð sú breyting, að skipt-
ing í flokka fellur framvegis
niður og Lífeyrissjóður íslands
(þ. e. raunverulega ríkissjóð-
ur, þar sem hann á. að endur-
greiða L. í. féð)’leggur framveg
is fram 50% af heildarupphæð
ellilauna og örorkubóta. Hins
vegar er úthlutunin eftir sem
áður hjá sveitarfélögunum og
úthlutunarreglur ekki aðrar en
að framan greinir. Þarf því ekki
að búast við verulegum breyt-
ingum á úthlutuninni að öðru
leyti en því, að ætla má, að
sum sveitarfélögin hafi hana
nokkru ríflegri, þegar þau fá
meira fé til hennar annars stað-
ar að.
Það mun nokkurn veginn sam
róma skoðun allra þeirra, sem
við þessi mál hafa fengizt, að
skipulag það, semnúhefurverið
lýst, en á að vísu aðeins að vera
til bráðabirgða, sé algerlega ó-
fullnægjandi og þurfi róttækra
breytinga við.
Aldurstakmarkið 67 ár er
nokkuð hátt, en þó ætti það
ekki að koma verulega að sök,
ef vel væri fyrir gömlu fólki
undir þessum aldri séð, ef það
hefur misst heilsuna og er orð-
ið öryrkjar. Eins og fyrr greinir,
koma þeir öryrkjar til greina
við úthlutunina sem hafa misst
helming starfsorku sinnar eða
meira. En um úthlutun örorku-
bótanna gilda sömu reglur og
um ellilaunin.
Aðalgalli skipulagsins frá sjón
armiði hinna tryggðu er það,
að ekki eru ákveðnar úthlutun-
arreglur að fara eftir, heldur er
úthlutunin komin svo að segja
algerlega undir mati sveitar-
stjórna. Engin vafi er á því, að
þetta mat er mjög mismunandl
hjá hinum ýmsu sveitarfélögum
og aldrei verður fyrir það
byggt, ef farið er eftir mati á
annað borð, að hlutdrægni kom-
ist að innan einstakra sveitarfé-
laga. Til hins fyrra benda út-
hlutunarskýrslumar eindregið,
en úr hinu síðara verður að
sjálfsögðu ekki skorið með nein
um skýrslum. Árið 1941 t. d.
var meðalstyrkur í kaupstöðum
kr. 504.01, en utan kaupstað-
anna kr. 183.63. Þessi mismun-
ur er langtum meiri en svarar
til verðlagsmunar. Meðalstyrk-
ur var það innan kaupstaðanna
hæstur í Reykjavík kr„ 591.82,
en í Vestmannaeyjum lægstur
með kr. 234.00, af sýslunum var
Suður-Múlasýsla hæst með kr.
251.74, en Skaftafellssýsla lægst
með kr. 103.80. Að vísu er það
við þennan samanburð að at-
huga, að í Reykjavík fengu
þetta ár aðeins 56.0% af gamal-
mennunum styrk, en 84,4% í
Sumarferftir Ferðafélagsins
14 sumarleyfisferftir — 35 helgarferðir—alls
49 ferðir eða 10 fleiri en síðastliðið sumar
í gær var hér lauslega skýrt frá
hinni ágætu Arbók Ferðafélagsins
um Fljótsdalshéra.ð. Samhliða Ár-
bókinni kom út ferðaáætlun Ferða
félagsins fyrir sumarið. Hefur
ferðastarfsemi félagsins áldrei ver-
ið meiri en á þessu sumri, en á
ferðaáætlunni eru 14 sumarleyfis-
ferðir og 35 helgarferðir eða 49
alls og er það nærri 10 ferðum
fleira en áætlaðar voru s.l. sum-
ar.
Af hinum skemmri ferðum fé-
lagsins, eða helgarferðunum, hafa
þegar 7 verið farnar og hefur nokk
uð verið minnst á þær hér. Verður
hér lauslega sagt frá þeim ferðum
sem áætlaðar eru.
Gönguför á Esju er ráðgerð 27.
maí eða á næstu helgi. Farið í
bílum inn í Kollafjörð. 3. júní
gönguför á Skarðsheiði .10. júní
gönguför á Botnssúlur, fyrst ek-
ið um Þingvöll að Svartagili. 17.
júní gönguför uni Heiðmörk.
jújií. Farið að Gullfossi og Geysi,
til baka um Þingvöll.
30. júní verður farið að Ásólfs-
stöðum í Þjórsárdal, daginn eftir
verður farið víðsvegar um Þjórs-
árdal.
Heklujör 7.-8. júlí. Fyrri dag-
inn farið í bílum að Galtalæk og
gengið á Heklu seinni daginn. —
8. júlí verður einnig farið til
Þingvalla og gengið á Skjaldbreið.
Þórsmerkurjör lJj.-15. jíilí. Fyrri
daginn farið austur að Stóru-
mörk og á hestum inn í Þórsmörk
daginn eftir. 27. júlí verður göngu-
för á Keili og Trölladyngju. 21. júlí
verður farið að Landmannahelli,
— 21/*; dags ferð. 29. júlí. Ferð til
Gullfoss og Geysis.
28.-30. júli verður farin hring-
ferð um Borgarfjörð. Farið héðan
um Kaldadal, til baka um Hval-
fjörð.
ú.—6. ágúst verður farið til
Hvítárvatns, Kerlingarfjalla og
Hveravalla. — Sömu daga verður
einnig önnur ferð um Snæfellsnes
og út i Breiðafjarðareyjar.
Göngnför á Mýrdalsjökul 11.—
12. ágúst. Farið austur í bílum á
laugardag.
18.—19. ágúist verður jerð um
sögustaði Njálu. Verður ferðin far-
in undir leiðsögn kunnugs og sögu-
fróðs manns. Þótt þessi ferð sé
ekki fyrst og fremst farin, til þess
að skoða fagra og sérkennilega
staði, munu vafalaust margir vilja
taka þátt í þessari för.
Að Ilagavatni verður farið 18.
jiílí. Gengið á Jarlshettur og Hofs-
jökul.
25. júlí verður farið til Kerling-
arfjalla óg gengið á hæstu fjöllin
í nágrenninu. — -V2 dags ferð.
2. sept. verður farin þriðja ferð-
Vestmannaeyjum, hins vegar
fengu 68.3% af gamalmennun-
um í Suður-Múlasýslu styrk, en
ekki nema 50.8% í Skaftafells-
sýslu. En einnig þessar tölur
sýna mismunandi meðferð gam
almennanna, þar sem hópur-
inn, sem alls ekki er látinn
koma til greina, er svo misstór.11
in á sumrinu til Gullfoss og Geysis.
9. sept. verður farið til Krýsu-
víkur.
9. sept. verður farin jyrsta.
berjaferðin, kringum Þingvalla-
vatn. Onnur berjaför verður að
Vífilsfelli 12. sept, þriðja að Lykla-
felli 14. sept. og sú fjórða 14. sept.
upp í Hvalfjörð.
SUMARLEYFIS-
FERÐIRNAR.
Fyrsta sumarleyfisferðin verðui'
hafin 30. júní. Verður farið um
Mývatnssveit, að Dettifossi, Ás-
byrgi og í Axarfjörð. — 9 daga
ferð.
Önnur ferðin verður farin 10.
júli' um Mývatnssveit og þaðan
austur á Fljótsdalshérað. Þriðja
ferðin verður 21. júlí norður i
land. um svipaðar slóðir og fyrsta
ferðin.
Fjórða ferðin verður farin 13..
júlí yfir Breiðafjörð og um Barða-
strönd til Kinnarstaða, þaðan í
bílum til baka, 7 daga ferð.
Fimmta ferðin hefst einnig 13.
júlí. Farið í bílum til Kinnarstaða,
þaðan á hestum vfir Þorskafjarð-
arheiði vestur að Isafjarðardjúpi.
■Verður síðan farið um Vestfirði að
Brjánslæk á Barðaítrönd, þaðan á
bát til Stykkishólms og þaðan í
bílum suður. 9 daga ferð.
Sjötta ferðin verður urn óbyggð-
ir norðanlands ' með Ferðafélagi
Akureyrar. Er um tvær leiðir að
velja: 7.—15. júlí. Um Bárðardal.
Ódáðahraun, Dyngjufjalladaþ
Herðubréiðarlindir og niður með
Jökulsá. Hin leiðin: 10.—15. júlí,
úr Mývatnssveit til Herðubreiðar
og Öskju.
Sjöunda ferðin verður 7. júlí
austur í Öræfi. — 10 daga ferð.
Áttunda ferðin verður 21. júló
austur á Síðu, þaðan Fjalla’baks-
Framhald á 5. síðu.
Naeturlæknir er í læknavarðstof-
unni í Austurbæjarskólanum.
Sími 5030.
Ljósatími ökutælija er frá kl.
22.25 til kl. 2.45.
' Næturakstur: Litla bílstöðin, símí
1380.
Næturyörður er í Laugavegsapó-
teki.
Utvarpið í dag:
19.25 Hljómplötur: Söngdansar.
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór.
Guðmundsson stjórnar):
a) Skáld og bóndi, — forleik-
ur eftir Suppé.
b) Lagaflokkur úr Álfhól eft-
ir Kuhlau.
c) Rússneskur dans eftir Tschai
kowsky.
20.50 Sögur og sagnir (Guðni Jóns
son magister).
21.15 Hljómplötur: Lög leikin á
hörpu.
21.30 Frá útlöndum (Björn Franz-
son).
21.50 Hljómplötur: Elísabet Schu-
mann syngur.