Þjóðviljinn - 30.05.1945, Blaðsíða 8
'Tvœr myndir frá vigsluhátíð Keflavíkurflugvallarin-s. — Á efri myndinni ganga fremstir yfirrnaður
Bandarílcjahers á íslandi, Bonesteel hershöfðingi, og yfirmaður verkfrœðingasveita flotans, er mjög
unnu að byggingunni. Með þeim eru Tourtellat •bershöfðingi og Leland B. Morris, sendiherra Banda
rikjanna. (Myndimar tók U.S. Army Air Corps)
Þjóðviljinn birtir í dag tvær
myndir af Keflavíkurflugvell-
inum, sem íslendingar nefna
svo, en Ameríkumenn nefna
Meeks Field og Patterson Field,
en það eru tveir samliggjandi
flugvellir, venjulega nefndir
Meeks Field, eftir bandarískum
flugmanni sem fórst hér.
Flugvöllur þessi er einn
stærsti flugvöllur í heimi. —
Byrjað var á byggingu flug-
valiarins snemma á árinu 1942
og unnu við hann um 4 þús.
menn, þar af um 1600 úr Con-
struction Batallion bandaríska
flotans og um 2800 úr landher
Bandaríkjanna.
Flugvöllurinn var vígður 24.
marz 1943, við vígsluna voru
notaðar 40 flugvélar.
Flugvöllur þessi hefur verið
mikið notaður, upp á síðkastið
'hafa aðallega legið um hann
flutningar á særðum hermönn-
um frá meginlandinu. Hefur
verið flogið um Skotland til
Keflavíkur og dvalið þar í
klukkustund, tekið benzín og
særðu hermönnunum veitt
hressing, en síðan flogið áfram
til Ameríku.
S.l. viku hafa leiðir 8. banda-
ríska flughersins, sem hafði
stöðvar í Englandi legið mjög
um þenna völl. — Mun völlur-
inn verða mjög notaður í sum-
ar.
íslendingar höfðu á styrjald-
arárunum fremur litla vitn-
eskju um flugvöll þenna, a. m.
k. þar til se.int á árinu 1943 að
;í|slienzkum jblaðamönnilm var
sýndur hann.
Meðal þeirra bygginga sem
þarna eru, auk venjulegra her-
mannabústaða, var hressingar-
heimili sem Rauði krossinn
bandaríski starfrækti fyriv
bandaríska hermenn, með bóka
safni, hljómlistarherbergi, sam-
komusölum o. fl. Þá eru enn-
fremur stór og margvísleg véla
og viðgerðaverkstæði fyrir flug-
herinn.
Þá má heldur ekki gleyma
„Hótel Gink“ — „braggaborg“
að utan en hótelsalarkynni að
innan og hefur þar verið við-
komustaður fjölda nafnfrægra
manna á stríðsárunum.
r
Aðstoð Islendinga við
Kandtöku þýzku ílug-
mannanna þökkuð
Brezki sendiherrann í Reykja-
vík hefur fyrir hönd yfirinanns
brezka flotans við fsland borið
fram þakkir til Einars Jónssonar,
Raufaríiöfn, Iíelga Kristjánsson-
ar og Kristins Kristjánssonar í
Leirhöfn á Sléttu, Indriða Einars-
sonar skipstjóra og Jóns Gunn-
iaugssonar læknis fyrir aðstoð við
handtöku þýzkra flugmanna.
Tók Helgi vopn Þjóðverjanna
Almenna bygginga-
félagið reisir síldar-
verksmiðjurnar á
Skagaströnd og
Siglufirði
Almenna byggingafélagið í
Reykjavík hefur tekið að sér
að byggja tvær síldarverksmiðj
ur fyrir ríkið.
Er önnur þeirra, 5 þús. mála
verksmiðja á Skagaströnd en
hin á Siglufirði, einnig 5 þús.
mála, til viðbótar ríkisverk-
smiðjunum þar.
Almenna byggingafél. hefur
sem fyrr segir tekið að sér alla
vinnu á báðum stöðunum og
mun það þegar vera farið að
flytja verkamannaskála til
Skagastrandar og hefst vinna
sennilega á báðum stöðunum
í næsta mánuði.
Miðað er við að verksmiðj •
urnar verði komnar upp fyrir
síídarvertíð 1946. 1
frá þeim. Kristinn skaut yfir þá
skjólshúsi, hreppstjórinn gerði
brezkii flotastöðinni aðvart.
Indriði var að flytja lækninn til
Iíópaskers, en lagði krók á leið
sína til Leirhafnar til að flytja
þangað sjóliða. Læknirinn fór þang
að einnig, ef aðstoðar hans kynni
að vera þörf.
Sáttmáli Sovétríkjanna og Póllands
CÁTTMÁLI Sovétríkjanna og Póllands, er undirritaður
var 21. apríl s.l., hefur vakið mikla athygli. — Að
lokinni undirritun flutti Stalín ræðu þá sem hér fer á
eftir:
¥¥ERRA FORSETI, herra forsætisráðherra, herrar mínir!
Eg tel sáttmála þann um yináttu, gagnkvæma hjálp
og eftirstríðssamvinnu Sovétríkjanna og Póllands, sem við
vorum að undirrita, hafa mikla sögulega þýðingu.
Gildi sáttmálans liggur fyrst og fremst í því, að hann
merkir róttæka breytingu á sambúð Sovétríkjanna og
Póllands í átt til bandalags og vináttu, en sú breyting
varð í núverandi frelsisbaráttu gegn Þýzkalandi og nú
staðfest ,með þessum sáttmál'a.
Það er kunnugt, að í sambúð landa vorra síðustu fimm
aldirnar hefur margt orðið til að skilja þjóðimar og ekki
ósjaldan hefur komið til hernaðar. Slíkir árekstrar hafa
ekki einungis veikt bæði löndin heldur einnig styrkt
þýzku heimsvaldastefnuna. Gildi þessa sáttmála felst í því
áð það bindur endi á þessa gömlu sambúð milli landa vorra
og undirbýr það að í stað óvmáttu komi bandalag og vin-
átta Sovétríkjanna og Póllands.
f tveimur heimsstyrjöldum tókst Þjóðverjum að nota
Pólland sem innrásarsvæði til austurs og sem stökkpall
til árásar á Sovétríkin. Þetta varð mögulegt vegna þess að
í hvorugt skiptið var sambúð landa vorra vinsamleg. Fyrr-
verandi valdhafar Póllands vildu ekki bandalag við Sovét-
ríkin. Þeir kusu heldur þá stefnu að leika á andstæður
Þýzkalands og Sovétríkjanna. Og auðvitað léku þeir yfir
sig erfiðleika ... Pólland var hemumið, sjálfstæði þess af-
numið, og afleiðing þessarar óheillastefnu varð að þýzkur
her komst allt að borgarhliðum Moskva.
Gildi þessa sáttmála felst í því, að með honum er endi
bundinn á þá gömlu óheillastefnu að leika á andstæður
Þýzkalands og Sovétríkjanna, og sett í stað hennar stefna
bandalags og vináttu Póllands og hins austlæga grannríkis.
Slík er söguleg þýðing sáttmála Póllands og Sovétríkj-
anna um v.inóttu, gagnkvæma hjálp og eftirstríðssamvinnu,
sem við vomm að undirrita. Það er því ekki að furða þó
þjóðir vorar hafi beðið hans með óþreyju. Þær finna að
þessi sáttmáli er fyriríieit um sjálfstæði nýs lýðræðisríkis,
Póllands, fyrirheit um vald þess og velmegun.
En með því er ekki allt sagt. Þessi sáttmáli hefur
einnig mikla alþjóðlega þýðingu.. Meðan ekki var banda-
lag milli landa vorra, gat Þýzkaland notað sér vöntunina
á samfylkingu yorri, var hugsanlegt að það gæti sett Pól-
land gegn Sovétríkjunum og öfugt, og sigrað þau þannig
eitt í senn. Nú er sá mögule.iki ekki lengur til. Nú er
samíylking milli landa vorra frá Eystrasalti til Karpata-
fjalla gegn hinum sameiginlega óvini, gegn þýzku heims-
valdastefnunni.
Nú er hægt að segja með réttu að þýzkar árásir séu
fyrirbyggðar í austri. Og vafalaust er, að verði auk þess-
arar hindrunar í austri sett önmjr slík í vestri, það er að
segja með bandalagj landa vorra og bandamanna vorra í
vestri, er hægt með fullvissu að halda því fram að þýzk
friðrof verðj drepin í dróma og muni eiga erfitt með lausn.
Það er því ekkj að furða þó frelsisunnandi þjóðir og
þá fyrst og fremst slavnesku þjóðimar, bíðj óþreyjufullar
þessa sáttmála, því þejm er ljóst að hann þýðir eflingu
samfylkingar sameinuðu þjóðanna gegn hinum sameigin-
lega óvini í Evrópu.
Þess yegna efast ég ekki um að hinir vestrænu banda-
menn vorir fagna þessum sáttmála.
Lifi og blómgist frjálst, sjálfstætt, lýðræðissinnað Pól-
land.
Lifi bandalag og vinátta landa vorra.