Þjóðviljinn - 09.06.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.06.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. júní 1945. þlÓÐVILIINN ÚtgefanHi: Sametntngarjlokkur alþýðu — Sónalistajlokkurtnn. Bitstjórí og ábyrgðarmaður: Stgurður Guðmundsson. Stjórnmálarítstjórar: Ktnar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: SkólavörBustíg 19, siini 218i. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00'á mánuði. Úti á Landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., GarOastrætí 17. Friðurinn er kominn undir þróun atvinnulífsins Það er rætt um hið mikla hlutverk öryggisstofnunar til verndar friðnum, sem nú er verið að grundvalla í San Francisoo, — og fjarri sé það oss íslendingum að ætla að gera lítið úr þeirri stofnun, þótt oss finnist það síður en svo efnileg byrjun að bjóða fasistaríkinu Argentínu þangað en ganga fram hjá Islandi. En eitt er rétt að gera sér ljóst, þegar um þessi mál er rætt: Friðurinn kemur ekki til með að byggjast á þeim lagasetningum, sem þjóðirnar koma sér saman um í San Francisco. Þær geta lagt á sig sterk eða veik lagabönd þar sjálfar, en dýrkeypt reynsla sýnir bara, að þau bönd verða slitin, ef hagsmunaárekstrar milli þjóðanna eða at- vinnulegt neyðarástand þeirra verður svo ægilegt að engin bönd fá því haldið. Prófsteinninn á það hvort þjóðirnar í San Francisco eru færar um að leysa vandamál friðarins er ekki sá: hvort þær koma sér saman um orðalag á lögum og reglum öryggisstofnunarinnar. Prófsteinninn verður sá, hvort þær koma sér saman um að haga þannig viðskiptum sínum: framleiðslu og verzlun, — að hagsmunir þeirra fari saman, ein þeirra arðræni ekki aðra, heldur sé framleiðslan rekin með gagnkyæma hagsmuni þeirra fyrir augum og skipulögð í þeim tflgangi að fullnægja sem bezt þörfum þeirra. Þungamiðja baráttunnar fyrir að vinna friðinn verður skipulagning framleiðslunnar í heiminum, verkaskipting á milli þjóðanna, þannig að engin þeirra þreiigi að vexti annarrar eða boli henni út. Vér íslendingar eigum framtíð vora undir því að samkomulag ná- ist um slíka verkaskiptingu milli vor og annarra þjóða, — að vér fáum að einbeita oss á þá fæðuframleiðslu, sem vér höfum betri aðstöðu til að rækja en flestar aðrar þjóðir, Ef það ætti að hindra oss í því að hagnýta þannig auðæfi lands og sjávar vors, öðrum þjóðum og sjálfum oss til blessunar. þá væri verið að beita oss kúgun, — nema þá vér vær- um sjálfir svo grátlega heimskir að útiloka oss frá samstarfi þjóðanna með þröngsýni og þvermóðsku. Friðurinn verður undir því kominn að þetta samstarf í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðanna komist á. Eins og viðskiptakerfi heimsins nú er háttað eru fólgnir í því þrennskonar möguleikar á styrjöldum, og aJIa þá möguleika þarf að girða fyrir með réttri atvinnupólitík á al- þjóðamælrkvarða. Möguleikamir eru þessir: • 1. Styrjöld milli auðvaldsstórvelda, sem keppa um markaði. — eins og stríðið 1914—18 var. Þetta verður að hindra með því að skapa stóriðju auðvaldslandanna sívaxandi markað, sívaxandi markað ann- % arsvegar með uppbyggingu iðnaðar í nýlendunum og sósíalistiskum löndum, og hinsvegar með sífelldri hækkun á kaupgetu fólksins í heima- löndunum. 2. Styrjöld milli kúgaðrar nýlendu og drottnandi heimsveldis (t, d. frelsisstyrjöld Indverja gegn Bretum), þaÝ sem nýlendan reynir að bylta af sér okinu. Slrka styrjöld er einvörðungu hægt að hindra með því að núverandi nýlenduþjóðir fái sjálfstæði og rétt til þess að koma upp sínum eigin iðnaði og sj'álfstæðu atvinnulífi. 3. Styrjöld milli sósíalistiskra og kapitalistiskra ríkja. Slíka styrj- öld ætti alveg að mega hindra með friðsamlegum, nánum og miklum viðskiptum milli landa með slík hagkerfi, —- viðskipti, sem báðum er hagur að. ðíeð því að vera til hlið við hlið. á grundvelli f'riðar. getur hvert af þessuni hagkerfum þá fengið að sýna sína kosti og þjóðirnar hvpr um sig dæmt þau af reynslunni. Sósíalisminn hefur alit að vinna við slika friðsamlega samkejjpni. En hitt hefur sýnt sig með fasism- anum. að ofstækisfyllsti armur auðmannastéttarinnar vill ekki sætta sig við'hana. En meirihluti borgarastéttarinnar í flestum löndum virð- ist nú ákveðinn í því að láta fasismann og styrjöldina ekki komast upp aftur. Og það er hlutverk allra þeirra, sem friðinn vilja vernda, að leggja fram krafta sína til þess að fasisminn vcfði með öllu upp- rættur og fái ekki aftur upp risið. En hætturnar á styrjöldum þarf mannkynið að horfast í augu'við og uppræta markvisst orsakir þeirra. Árangur aí tilraunum er dr. Jakob Sigurdsson, ráðunautur Fiskimálanefndar, hefur gert Það sorglega ástand hefur rikt á undanförnum árum, að mestum hlutanum af úrganginum frá flök- unarstöðvum og harðfrystihúsum á íslandi hefur annað hvort verið beinlínis fleygt, eða þá að mjög ófullnægjandi verkunaraðferðir hafa verið notaðar til þess að gera úr honum mjöl eða áburð. Efna- tap það, sem af þessu hefur leitt, hefur verið gífurlegt, og verðmæti, sem svara mörgum milljónum króna, hafa farið forgörðum í sambandi við nýtingu þessa úrgangs hefur helzt verið gert ráð fyrir að framleiðsla á fóðurmjöli mundi gefa beztu úrlausnina. Vél- ar til þessa eru þó víðast ekki til. Auk þessa má gera ráð fyrir að úr hinum mikla og ágæta fiski, sem . kilinn er eftir á hausum og þunn- ildum, og á hryggjunum yið flök- unina, mætti tilreiða. vörur til manneldis, ef hæfilegar verkunar- aðferðir fyndust. Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til þess að framleiða niðursuðuvörur til manneldis úr þessu hráefni. Arangri þessara tilrauna er. í stuttu máli lýst hér á eftir. MAGN AF HRÁEFNI. Það er almenn reynsla, að þeg- ar slægður þorskur með haus er tekinn til flökunar, verður þyngd flakanna hér um bil 40% af þyngd fisksins sjálfs. 60% fara þess vegna forgörðum með úrganginum, þ. e. haus, hryggjum, þunnildum o. s. frv. Ef fryst væru árlega 30.000 af flökum, yrði því úrgangurinn hér um bil 45.000 tonn. Þessi vara er að því leyti frábrugðin tilsvar- andi úrgangi víða annars staðar, að fiskurinn er yfirleitt stærri. I Þunnildin eru því tiltöluiega þykkri. og hausamir og dálkarnir matarmeiri. Verkun er þess vegna auðveldari. VERKUN ARAÐFERÐIR. Hingað til hefur ekki þótt ráð- legt að reyna að ná fiskinum úr þunnildunum eða úr hausunum, vegna þess hve gífurlega seinlegt það muni vera Kostnaðurinn við þetta yrði þess vegna allt of hár, og miklu hærri en vera mætti til þess að slík vinnsla gæti borgað sig. Þetta er rétt, ef úrgangurínn er verkaður hrár. en með því að sjóða hann fyrst í gufu í nokkrar mínútur. má losa fiskinn svo við bein, roð og himnu, að það verður iiltölulega fljótlegt að skilja hann frá. Þannig er hægt ,ið ná úr þessu hráefni miklu af beinlausum og verkuðum fiski vel hæfum til manneldis. MAGN AF HREINSUÐUM FISKI ÚR ÚRGANGINUM. ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til þess að mæla hve mikið af hreihsuðuiíi fiski megi fá úr þessu hráefni. án þess þó að ganga nær því en gera mætti ráð fyrir að gert yrði, ef vinnsla værl hafin í stórum stíl. Að meðaltali hefur árangurinn orðið sá, að úr því efni sem nú er. víðast fleygt, má fá um 23 af hundraði af fullverkuðum fiski. Ef úrgangurinn nemur 43.000 tonn- um á ári, væri hægt að fá úr þessu 10—11.000 tonn af verkuðum fiski. Víða liagar svo til að örðugt mundi að vinna úr öðrum hlut- um af úrganginum en þunnildun- um einum. Ef þetta væri gert, mundi fást úr þeim allt að 45% af verkuðum fiski, eða 6—7000 tonn. KOSTNAÐUR. Nokkrar stúlkur hafa verið fengnar til þess að vinna við hreinsun á for.soðnum þunnildum, í því skyni að fá nákvæmar upp-» lýsingar um hve hár kostnaður- inn af þessu yrði. Það hefur kom- ið í ljós, að kostnaðurinn er til- tölulega lágur. Annar kostnaður við þessa framleiðslu hefur verið áætlaður cins nákvæmlega og hægt er að svo stöddu. Lítur út fyrir að hann yrði ekki hærri en svo, að framleiðsla þessi gæti gef- ið góðan arð. VÖRUR. Ýmsar vörur getur komið til mála að gera úr þessu hráefni, Hafa nokkrar þeirra verið reynd- а. r, og hefur þeim, sem séð hafa, litizt svo á, að þær hlytu að verða mjög vel markaðshæfar, og hent- ugar fyrir þann markað, sém bú- ast má við að verði í Evrópu í náinni framtið. MAGN OG VERÐ MÖGU- LEGRAR FRAMLEIÐSLU. Þess er getið áður, að ef 30.000 tonn af flökum væri framleitt ár- lega, mætti ef öll þunnildi væru hirt, ná úr þeim 6—7000 tonnum af hreinsuðpm fiski. Með þeim vinnsluaðferðum, sem að ofan er gert ráð fvrir, vrðu úr þessu hrá- efni a. m. k. 8 milljónir 1 kg. dósir. Fyrst um sinn er ekki við þvi að búast að a)lt þetta ódýra hrá- efni verði nýtt. Sumt af þunnild- unum er tiltölulega smáttog óhent- ugt til vinnslu. Ennfremur mundu smæstu verstöðvarnar ekki Hkleg- ar til þess að .stofna til niðursuðu. Ef 75% af þunnildunum væru þó tekin til vinnslu, yrðu þetta б. 000.000 dósir. en söluverð þeirra hlyti að verða a. m. k. 10—12 milljónir króna. Ef fiskurinn úr hausum og af hryggjunum væri einnig hirtur, ykist hráefnismagnið enn um ca. 70%. og afurðaverðið í samræmi við það. Ef verksmiðjur væru reistar til þess að nýta þann úrgang, sem nú fer til einskis frá hraðfrystihúsún- jim, má gera ráð fvrir því, að þær gætu um leið sinnt öðrum mikil- vægum störfum. Það er við því að búas't, að gera mætti ágætar nið- ursuðuvörur úr einliverju af þeim fisktegundum, sem nú eru verð- litlar. eða þykja ekki hæfar til fyystingar. Steinibítur, keila og ufsi eru t. d. allt fisktegundir sem nð líkindum mætti sjóða niður í stórum st.il. Sú raun nmndi verða á, að ef verksmiðjurnar væru fyrir hendi, yrðu þær notaðar til ýmiss- ar framleiðslu. Þá má gera ráð fvrir því. að í sumum af væntanlegum markaðs- löndum næstu árin verði svo á- statt með geymslur og flutninga- tæki. að örðugt verði um sölu á frystum fiski. Á slíkum stöðum stæðu niðursuðuvörurnar miklu betur að vígi. Nokkur hundruð dósir af tveim- ur vörutegundum úr þunnildum hafa þegar verið soðnar niður. Er gert ráð fýrir að þær verði notað- ar sem sýnishorn, bæði fyrir þá menn hérlendis er kynnu að hafa Tímaritararnir hafa verið dá- lítið ruglaðir þegar þeir voru að kreista út úr sér kommúnista- níðið í Tímanum, sem kom út í gœr. Þar er Brynjólfur Bjarna- son harðlega átalinn fyrir veit- ingu flugmálastjóraembættisins, og virðist Timinn halda, að jafnháfleyg mál og flugmál hlytu að heyra undir mennta- málaráðuneytið. Hitt er von að Framsóknar- hyskið sé dauft í dálkinn yfir veitingu flugmálastjóraembœtt- isins. Einmitt með því átti að losa embœtti lögreglustjórans i Reykjavík handa toppfígúr- unni þeirra Framsóknarmanna, Hermanni Jónassyni. Reykjavíkurmótið hefst á mánudaginn Reykjavíkurmótið hefs.t á mánudag með leik milli Fram og Víkings. Dómari verður Þoi- steinn Einarsson. Varadómari Sigurjón Jónsson. Línuverðir: Frímann Helgason og Guð- mundur Sigurðsson. Þriðjudaginn 12 þ. m. keppa K. R. og Valur: Dómari: Guð- jón Einarsson. Varadómari: Þráinn Sigurðsson. Linuverðir. Einar Pálsson og Baldur MöII- er. Dómarar og línuverðir í öð ’- um leikjum mótsins verða þess- ir: Fram—K. R.: Dómari: Guð- mundur Sigurðsson. Varadóm- ari: Hrólfur Benediktsson. Lír.u verðir: Haukur Óskarsson og Albert Guðmundsson Fram—Valur: Dómari: Guð- jón Einarsson. Varadómari. Sigurjón Jónsson. Línuverðir: Guðbjörn Jónsson og Þórður Pétursson. Víkingur—K.R. Dómari. Guðmundur Sigurðsson. Vara- dómari: Þráinn Sigurðsscn. Línuverðir: Hrólfur Benedikts- son og Frímann Helgason. Víkingur—Valur: Dómari: Þráinn Sigurðsson. Varadómari- Þorsteinn Einarsson. Linuverð ir: Þórður Pétursson og ÓIi B. Jónsson. áhuga á þessari vinnslu, og sömu- leiðis til þess að senda þær til væntanlegra inarkaðslanda. Þeir aðilar, cr kynnu að. hafa áhuga á að sjá þessar vörur, og afla ^ér frekari vitneskju um að- ferðir ag kostnað við framleiðsl- una, geta gert svo með því að snúa sér tii skrifstofu Fiskimálamefnd- ar. Munu þeim þá veittar nánari upplýsingar ásamt bráðabirgða kostnaðaráætlunum og frumdrátt- um að skipulagi verksmiðja. Olíuf élögin anna ekki flutningunum til Norðurlands Olíufélögin hafa lýst yfir að þau gœtu ekki annað olíuflutn- ingum til Norðurlandshafna eins og þyrfti nú fyrir vertíðina. Hafa þau snúið sér til ríkife- stjórnarinnar og beðið um að- stoð við þessa flutninga. Fær Gagnfræðaskóli Reykvíkinga hús- næði gamla Stýri- mannaskólans? Bæjarráð hefur samþykkt að heimila borgarstjóra að ’ fala gamla stýrímannaskólann á leigu næsta yetur til gagri- f ræðaskólahalds. Er það Gagnfræðaskólí Reykvíkinga sem ætlaður er staður þama, en Gagnfræða- skóli Reykjavíkur (Ingimarr- skólinn) mun fá húsnæði i Stýrimannaskólanum nýja. I. R. setti nýtt met í Reykjavíkur- boðhlaupinu Reykjavíkurboðhlaup Ár- manns var háð í fyrrakvöld. Bar sveit Í.R. sigur úr býtum og setti nýtt met í þessu hlaupi. Sveit Ármanns komst einnig fram úr gamla metinu. Úrslit urðu þessi: 1. Sveit Í.R. á 17:38.6 mín. 2. sveit Ármanns á 18:00,8 mín. 3. sveit KR á 18:17,4 mín. Gamla metið var 18:09,0 mín. Sveit ÍR var skipuð þessum mönnum: Sigurgísli Sigurðsson, Jóhannes Jónsson, Hannes Berg, Sigurður Sigurðsson, Gylfi Hin- riksson, Valgarð Runólfsson, Magnús Baldvinsson, Örn Clau- sen, Jóel Sigurðsson, Svavar Gestsson, Hallur Símonarson, Finnbjörn Þorvaldsson, Kjart- an Jóhannsson og Óskar Jóns- son. Keppt var um bikar, sem Al- þýðublaðið hefur gefið og er þetta i annað sinn, sem í. R. vinn ur hann. Þeir vilja láta skipa sér fyrir verkum Laugardagur 9. júní 1945. — Berlín er í rústum. Sprengju- gígir, sótugar steinhrúgur, mol- aðir steinsteypuv’eggir og glei- brot. Það er allt sem er eft'.r af henni. Engir borgarbúar sjást auð- vitað í þeim borgarhlutune þar sem bardagarnir geisa. Hér og þar lafa hvítar dulur feimn- islega úr gluggum á fyrsta hæð, meðan vélbyssukúlum er skotið úr þakgluggunum. Það er ekkert undarlegt við þetta. Sum þýzku herfylkin verjast af hörku, ’— og heimsku. Það er örvæntingarvöm úlfs- ins, sem hefur verið fangaður í gildru. Okkur langaði mikið til að sjá íbúa Berlínar, langaði til að vita hverjir hefðu hengt út hvítu dulurnar. Nokkrar rosknar þýzkar konur stóðu í dyragættimum á stóru húsi. Þær virtust vera hræddar við okkur. „Hvað eruð þið að gera hér?*’ spurðum við „Við erum aðeins að fá okk- ur frískt loft“, sögðu þær. Það eru tvær Berlínarborgir. Önnur er sú, sem merkt er á kortunum, borgin, sem sovét- hersveitirnar berjast nú í, borg in, sem flugvélar Breta, Banda- ríkjamanna og Rússa hafa lagt í eyði. Hin borgin er undir yf irborði jarðar. borg hellisbú- ann. Við komum líka í þá borg. EKKERT VATN, EKKERT RAFMAGN. EKKERT GAS í kjöllurunum, jarðhýsunum, jámbrautargöngunum og hell unum var myrkur, fúaloft og raki. Samþjappað eins og sar- dínur í dós. sat fólkið hvert við annars -hlið, rosknir broddborg arar og konur þeirra, ungir menn, börn, hvítvoðungar *ig gamlar konur sem' vildu lifa áfram. „Þarna sjáið þið, þetta er það, sem Hitler hefur gefið okkur“ sagði Willi Westfahl, veitinga- maður. ..Hann lofaði okkur öll- um heiminum og hann hefur gefið okkur þennan helli“. Koddar, dýnur, barnavöggur, primusar, steikarpönnur og pottar, allt liggur í haug á votu, steinsteyptu gólfinu. . Nokkrum mánuðum áður höfðu brezkar flugvélar varpað sprengjum á vatnsdælustöð og rafmagnsstöð. Enn er því ekk- ert Ijós né vatn, ekkert gas, engin upphitun. Við Rússar erum ekki harð- brjósta. En það verður að við- urkennast að við höfum hvorki meðaumkun né samúð með hell isbúum Berlinar. Við munum umsátrið um Leningrad. Við munum Stalingrad. Þeir, en ekki við, vildu stríð. Og nú hafa þeir fengið að vita hvað stríð er. Styrjöldin hefur nú færzt heim til þeirra, um- breytt þeirra eigin lifi, hún hefur eyðilagt heimili þeim. heimili margra kynslóða á- gjarnrar, gírugrar þjóðar. Þeir rændu alla Evrópu ög lifðu í vellystingum. Þeir voru ánægðir meðan þeir högnuðusc á stríðinu. Þeir .lifðu í siguT- Þýzkaland er sigrað. Bandamenn hafa gert með sér samning um hemám landsins. Ný tilvera byrjar nú fyrir þýzku þjóðina. Hvernig er hugarfar hinnar sigruðu þjóðar, hver er afstaða hennar til sigurvegaranna? — Tveir sovét- blaðamenn, B. Gorbatoff og M. Mersjanoff, frœddu við hið þýzka almúgafólk í Berlín, meðan síðustu átökin stóðu um borgina. í grein þeirra er þessum spurningum svarað. I vímu, þeir kölluðu sjálfa sig þjóð hermanna. Á nærri því hverju heimili eru tvær ljósmyndir, sem hanga jafnan á • mest áberandi staðn- um í húsinu. Önnur er af brúð- kaupi, og sýnir hún höfuð ætt- arinnar með brúði sína. Hin er af höfði ættarinnar í einkenn- isbúningi, — einkennisbúningi hers keisarans, þýzka hersins og stormsveitanna. Oft eru aðrar ljósmyndir allar í gyltum römm- um, af hersýningum og heræf- ingum, sem höfuð ættarinnar hefur tekið þátt í. Þeir kveiktu þá’elda stríðsins, sem nú brenna þá, land þeirra, borgir þeirra, sveitabýli þeirra og íbúðir. Og nú eru þeir á móti stríði. Þeir hengja út barna- smekki, lök og borðdúka, — og gefast upp. Já, það er satt. Hinn óbreytti Berlínarbúi, smákaupmaðurinn og verkamaðurinn hefur ekki gagn af stríði framar. Kona ein kom hlaupandi að stórum hátal- ara, sem framsveitir rauða hers- ins höfðu komið fyrir. Hún hlust aði á sovétliðsforingjann, sem útvarpaði til Þjóðverja og ráð- lagði þeim að hætta hinni til- gangslausu vöm. Hún hrópaði: „Lofið mér að tala. Eg vil tala við þá“. Liðsforinginn leyfði henni að tala og hún hrópaði með æsingi í hljóðnemann: ..Hermenn! Ef maður minn eða bróðir heyrir td mín, látið hann hætta að berjast þegar í stað Það er ekki satt, að Rúss- ar drepi óbreytta borgara. Eg er þýzk og ég segi ykkur, að það er ekki satt“. Við töluðum við hana og fjölda annarra Berlínarbúa. Hvað vilja þeir? Þeir vilja lifa, einfaldlega að lifa. Þeir vilja frið, öryggi og enda á þessum hörmungum. Beizkja. vonbrigði, skömm vegna ósigursins, hatur á Hitler, sem hefur blekkt þá svo herfi- lega, ótti um líf sitt og framtíð, þetta eru tilfinningar hins þýzka almúga nú. „Blekkingar og svik, — árum sanian", sagði Eniil MúIIer, spor- vagnastjóri í Berlín. \ 1 dag bölva þeir Hitler, bölva honum upphátt. án þess að draga úr orðunum, bölva honum af mælsku. Þeir láta ekki nálægð víg- stöðvanna hafa áhrif á sig. Orust- unini um Berlín er ekki lokið enn. Þýzkir hermenn berjast enn af hörku. Þeir gera enn gagnárásir. Þeim tekst jafnvel að vinna aftur einstaka byggingar. ÞEIR VILJA LÁTA SKIPA SÉR. En Emil Múller og þúsundir annarra vita að Hitlers-Þýzka- land er búið að vera. Það væri ekki rétt að álíta, að allir Þjóð- verjar séu á sömu skoðun og hafi sömu afstöðu. Það er engin eining meðal þeirra. Sumir verjast enn, aðrir veifa hvítum flöggum. Sumir gefast upp, aðrir klæða sig í borg- araleg föt og skjóta á okkur frá götuhomum. Einn höfuðsmaður okkar var nýlega drepinn á götu, skotinn í bakið. Hver skaut hann? Þjóð- verji. Gamall verkamaður kom nýlega til okkar. Hann heilsaði okkur með krepptum hnefa og kallaði: ,,Rot front!“ Hann heitir Karl Weútzel og var nýlega sleppt úr fangelsi, þar sem hann hefur ver- ið að afplána refsingu fyrir að hafa „reynt að kollvarpa hinu nazist- iska stjórnarfari". Hann er líka Þjóðverji. 16 ára drengur talast við okk- ur. „Ég hata Hitler“, sagði hann og augu hans skutu neistum. ,Hann hefur leitt tortímingu yfir Þýzkaland“. Þessi drengur er einnig Þjóðverji. Aðrir þýzkir drengir senda þýzkum liðsforingjum upplýsingar í neðanjarðarsímum og segja þeim hvar herstjórnarstöðvar okkar eru. Allt er blandað í Þýzkalandi og í huga og sál hvers Þjóðverja. Hugmyndaheimur hans er í mol- um, hann er hræddur og úrræða- laus. Hann veit að Hitlers-Þýzka- land er búið að vera og að ein- hver ný tilvera er að byrja fvrir hann. Hainn vill vita, hvernig hin nýja tilvera verður. Og umfram allt vill hann að skothríðin hætti og að sigurvegararnir gefi út fvr- irskipanir. — fyrirskipanir um framtáðina. „Þjóðverjar eru gerðir úr holdi, beinum og aga“, sagði Elsa Han- gardt. Og það er rétt, Þjóðverjar geta ekki verið án fyrirskipana. Þegar fyrstu herforingjar rauða hersins komu til þeirra hverfa Berlinar, sem tekin höfðu verið, komu allir íbúar Berlínar. sem dvalizt höfðu neðanjarðar, meðan bardagarnir stóðu yfir. upp í dags- birtuna og fólkið stóð í stórum hópum kringum hinar ljósgrænu tilkynningar. sem rauði herinn hafði límt upp. Það stjakaði hvort við öðru til að sjá betur, það las þær og las þær aftur, ræddi um þær. og las þær svo allar aftur. GRÆNU TILKYNN- INGARNAR „Vegna lygaáróðurs nazistanna urn það, að rauði herinn œtli sér að tortjma þýzku þjóðinni“, sögðu iil'kvnningarnar, „tökum við fram að rauða hernuni er það inðs fjarri að œtia sér að tortima þýzku þjóð- inni eða hneppa hana í þrœldóm. Við höfum engan slikan heimsku- legan tilgang“. Berlínaribúum létti auðsjáanlega gna sumarleyía verður aðalskrifstofa Áfengisverzlunar ríkisins, Skólavörðustíg 12, ásamt iðn- aðar- og lyfjadeild lokað frá mánudegi 9. júlí til mánudags 23. júlí næstkom- andi. Sérstaklega er vakin athygli á lokun iðnaðar- og lyfjadeildar hina tilgreindu daga, 9. ’til 23. júlí. ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS. Ferðafélág íslands ráðgerir að fara gönguför á Botnssúlur næsí- komandi sunnudag. Lagt af stað kl. 9 árdegis frá Austurvelli og ekið um Almannagjá að Svarta- gili, en gengið þaðan um Fossa- brekkur upp á tind (1095 m) Fjallgangan tekur 5 tíma báðar leiðir. — Farmiðar seldir til há- degis á laugardag á skrifstofu Kr Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5. Buick ,3atorg“ kom hingað i fyrrinótt „Enaöóra" fór til útlanda í gær. „Kapitora“ ér að fara til Kefla- víkur og mun lesta þar fisk. mjög, þegar þeir lásu fyrstu setn- ingarnar. „Við skipum íbúunuin ..." stóð ennfremur í tilkynningunum, „að hlýða þegar í stað öllum fyrir- skipunum, sem yfirvöldin gefa iít“. Berhinarbúum fannst þetta mjög róandi. Það var verið að koma á röð og reglu. Nú standa Þjóðverj- arnir fvrir framan dyr herstjcjrnar- innar í Berlín daginn út og dag- inn inn. Þeir vilja vita hvað þeir mega gera og hvað ekki. Mega þeir loka dyrtinum? Mega þeir fara úr kjöllurunum og flytja upp e. loft ? Þeir biðja herstjórann að s-koða vottorð þeirra, vegabréf, skjöl ... Verzlanirnar og brauðbúðirnar eru opnar aftur. Berlínarbúar vita nú, að glæpa- rnönnum verður hegnt. Þeir vita að Þýzkaland verður gert ábyrgt fyrir þá e.vðingu, sem þýzkir her- menn ollu á landi okkar. Þeir vita :ið komið verður á röð og reglu. HIN NÝJU YFÍRVÖLD. Þeir sjá varðsveitir herstjóranna incð rauð armbönd, gangandi um strætin. — það eru yfirvöld Þeir sjá varðmenn við dyr iðn- aðarfyrirtækja, — það er regla. Þeir sjá sovéthermenn, fall- byssur og skriðdreka fara uni göt- urnar, — það er vald. Þeir vita að Berlín cr umkringd, að Stcttin er fallin, að Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar eru á hökkum Elbu. Þeir vita, að enda- lok stríðsins eru ákveðin. Bílaútvarpstæki til söíu á Grettisgötu 46. Þingeyingar víta skrif Samvinn unnar Á fundi, sem haldinn var í Raufarhafnardeild Kaupfélags Norður-Þingeyinga hinn 19. apr- íl s. 1., kom fram svohljóðandi tillaga og var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum gegn einu. „Almennur fundur haldinn í Raufarhafnardeild K. N. Þ. bein- ir þeirri áskorun til aðalfundar K. N. Þ., aðjiann hlutist til um, að tímarit samvinnufélaganna, „Samvinnan", hætti hinum hat- ramlegu árásum sínum á verk- lýðshreyfinguna og stjórnmála- samtök hennar, en beiti sér fyr- ir raunhæfum umbótum fyrir alla meðlimi samvinnuhreyfing- arinnar“. Það sýnir bezt, í hve góðan jarðveg andleg framleiðsla hinn- ar þokkalegu þrenningar: hriflu- jónasar, pýramídajónasar og fraukunnar frá Moldnúpi fellur, að hvert sambandsfélagið af öðru skuli sjá sig til neytt að rísa upp til andmæla gegn móð- ursjúkum alþýðuhatursvaðli þrenningarinnar í „Samvinn- unni“. Menn geta að gamni sínu tekið það til samanburðar, að enn þá hafa þó alþýðuflokksfé- lögin (eða ættum við að hafa það í eintölu?) úti á landi hliðr- að sér hjá að mótmæla skrifum Alþýðublaðsins um félaga Al- „þýðuflokksins og aðgerðir þeirra og munu þó lævísleg níðskrif þess um fulltrúa Alþýðuflokks- ins í ríkisstjórninni nálgast heimsmet.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.