Þjóðviljinn - 06.09.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.09.1945, Blaðsíða 5
í’immtudag'ur- 6. sept. -1945 ,Þ JÓÐ VILJINN Steinn Stefánsson skólastjóri: Um atvinmimál Seyðisfjarðarkaupstaðar >Þriðjagrein.J pyrgtu hljómleikar Sunnukórsins eru í kvöld Eg held nú aö mál sé til þess komið fyrir ríkisstjórn- ina að fela. einhverjum öðr,- um en stjórnarandstæðing- um yfirstjórn bankamál- anna. Það mætti allt eins fela stjórnarandstöðunni meðferð ráðuneytanna sjálfra, eins og að láta hana vinna gegn ríkinu og þar með fólkinu gegnum banka- málin. En þau mál, okur bankavaxtanna, sem er orð- ið fjötur um fót atvinnulífs- ins, eru annar kapítuli og væru efni í grein út af fyi\ ir sig. Já sögðu: Hrólfur Ingólfs- son, Steinn Stefánsson, Halldór Jónsson. —; NeL sögðu: Theód. Blöndal, Þor- steinn Guðjónsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Jón Vigfús- son, Gunnlaugur Jónasson. Hrólfur mun og hafa bor- ið fram tillögu í öðru lagi um iðnaðarmál. Fór hún víst sömu leið og hin, Eg hef hana ekki við hendina. „Eftir japl og jaml og fuð ur“ var loks gengið til at- kvæða um dagskrártillögur nefndarálitsins. Við þremenningarnir vor um sammála um að óvið- eigandi væri, að tillögur okkar hlvtu þá afgreiðslu að vera vísað frá með „rök studdri“ dagskrá. Við fórum því fram á nafnakall. Var framangreindr j tillögu minni vísað frá með dag- SKrártillögu aðallega á þeim forsendum að nýbyggingar- ráð hefði ekki togara á boð- stólum sem stæði, og að nægileg athugun hefði ekki farið fram á því, hvort bær- inn væri fjárhagslega fær um að ráðast í togaraútgerð né heldur hvort starfskraft- ar til slíkrar útgerðar yrðu fluttir inn 1 bæinn. Þessar forsendur virðast nú líklega fremur hlægilegar þeim, sem bera þær saman við mína tillögu, þar sem gert er ráð fyrir gaumgæfilegri athugun á þessum málum. En samþykkt var þessi dag- skrá engu að síður að við- höfðu nafnakalli. — Já sögðu: Jónas Jónsson, Theó- dór Blöndal, Þorsteinn Guö- jónsson, Hjálmar Vilhjálms- son, Jón Vigfússon, Gunn- laugur Jónasson. Nei sögöu: Hrólfur Ing- ólfsson, Steinn Stefánsson, Halldór Jónsson. Samskonar för fór tillaga Halldórs Jónssonar og féllu aiKvæði á sömu lund. Þa birti ég hér tillögu minmnluta nefndarinnar, Hrólís Ingólfssonar, þann hluta hennar sem fjallaði um togaraútgerð. Hún hljóð ar þannig: „Bæjarstjórn samþykkir aö sækja um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir 2 dieselvélatogurum. Jafn- framt ' óskar bæjarstjórn þess, að hún verði látin sitja fyrir kaupum á 2 togurum, ef togarakaup skyldu reyn- ast möguleg fyrir bæinn frá fjárhagslegu sjónafmiöi, og skipin þannig úr garði gerð, að bæjarstjórn sjái sér hag að því að kaupa þau“. Þessi tillaga var felld að viöhöföu nafnakalli. Jónas Jónsson greiddi ekki at- kvæði. Allmikil ólga var 1 bænum út af afstöðu meirihlutans á fyrri fundunum og einnig eftir aö kvisaðist um nefnd- arálit meirihlutans. Er því ætlun manna, að þeir Gunn laugur og Theódór, sem bún ir voru að bindá sig með nefndarálitinu, hafi beðið Hjálmar bæjarfógeta aö bjarga meirihluta .þæjar- stjórnar frá yfirvofandi drukknun, vegna fjandskap ar síns við skipakaup, með því móti að flytja hæfilega vægt orðaða tillögu um tog araútgerð svona til að sýn- ast. (Þessir þrír menn eru sinn af hverjum flokki). Hvernig sem í því liggur þá flutti Hjálmar á síðasta fundinum eftirfarandi til- lögu: a) „Bæjarstjórn Seyðis- fjarðarkaupstaöar (innskot síðar): „vill gangast fyrir því ef fært þykir aö koma á fót togaraútgerð hér í bæn- um og“) „fer þess á leit við Nýbyggingarráð, að það tryggi Seyðisfjarðarkaup- stað — nægar gjaldeyri til kaupa á einu botnvörpu- skipi, svo stóru og vel geröu að öllu leyti, að þaö fulí- nægi þeim kröfum sem vænta má að geröar verði til slíkra veiðitækja í fram- tíðinni. Jafnframt væntir bæjar- stjórn þess, aö Nýbygging- arráð og l’íkisstjórn veiti kaupstaðnum þann stuðn- ing fjárhagslega, sem með þarf til að kaupa slíkan botnvörpung, ef slíkra skipa vei'ður annars kostur við því veröi sem ætla má að eölilegur rekstur þeirra fái undir risið í framtíðinni. Bæjarstjórn vinnur nú, þegar aö athugun á því hvort kleift muni veröa aö tryggja útgerð slíks skips frá Seyöisfirði, en þaö atriöi er að sjálfsögðu skilyrði þess, að bæjarstjórn Seyöis- fjarðarkaupstaðar festi kaup á skipi.“ b) „Bæjarstjórn felur sjávarútvegsnefnd aö leita fyrir sér um það, hver tök muni á því, að fá búsetta á Seyðisfirði álitlega yfirmenn á gott botnvörpuskip, ef kaupstaðurinn ætti þess kost aö fá slikt skip. Ennfremur athugi nefnd- in á hvern hátt það yrði að öðru leyti bezt tryggt, að stórskipaúiTgerð mætti verða varanleg í kaupstaðnum í framííðinni, ef í hana yrði ráðizt“. Þannig lítur yfirklórið út. Mörg eru ef-in og fleiri skil- yrði þó. Það merkilega skeði að meirihlutinn var óðfús með þessari tillögu og sam- þykkti hana með því inn- skoti sem sett er í sviga hér 1 upphafi tillögunnar. Méi fannst ég verða að láta þessa tillögu fylgja með þessu máli, svo að lesendur geti borið hana saman við t. d. tillögu Hrólfs og mína einnig, og séð hina viröu- legu afgreiöslu bæjarstjórn- ai’meirihlutans. Eg vil samt ráðleggja lesendum aö hafa eitthvað hláturstillandi við hendina, ef til er, áður en þeir fara út í þennan sam- anburð — og reka sig á eftiröpunina. Þegar ég flutti mína til- lögu upphaflega, lézt Hjálm ar mundi fylgja henni En niöurstaðan af því varð eins og að framan er greint. • Syo fór nú, að ekki hefði getaö oröið af togarakaup- um strax, þó tillaga mín hefði orðiö samþykkt. Því olli það, að amerísku togar- arnir hæfðu ekki íslenzkum staðháttum, og varö ríkiö að hætta við að kaupa þá. En öll þessi átök innan bæjarstjórnar hér sýndu svo vel sem á veröur kosið afstöðu hinna ráðandi meiri hlutaflokka til framfaramál anna. Þau voru fullkominn prófsteinn á vilja þeirra til atvinnulegrar nýsköpunar. Öll orka þeirra beindist aö því að koma hverju þrifa- máli fyrir kattarnef. Öll af- staöa hinna ráðandi bæjar- fulltrúa sýndi fullkomið viljaleysi, að ekki sé dýpra tekið í árinni. Eg vil nú ékki segja að þessi afstaða þeirra sé beint af illum toga spunnin. Eg held nánast að hún sé sprottin af hræðslu við að stíga stór spor. Nóg er nú samt við að berjast, þó að bæjarfulltrú' ar heföu góðan vilja. Okk- ur ríður einmitt á að sýna fullan vilja og gera alli sem við getum til að fá þessum málum framgengt. Við þurf- um að knýja alvarlega og ákveöið á þaö opinbera meö hagstæð lán eöa styrki til togaraútgeröar. Þar er nógu erfitt verk að vinna, þó að við látum ekki undir höfuð leggjast aö sýna viðleitni til aö knýja á þær dyr af full- um þunga og samheldni, enda krefst fólkiö í bænum og atvinnuástandið þess, að slíkt veröi gert. Þaö krefst þess að ráðandi bæjarvöld geri áætlun í samráði viö nýbyggingarráð um fram- tíðarskipun atvinnumála í Seyðisfjaröarkaupstaö. Sunnukórinn frá ísafirði heldur fyrstu hljóm- leika sína hér í bænum kl. 7 í kvöld í Gamla Bíó. Þetta er fyrsta söngför kórsins út fyrir nágrenni ísafjarðar. Söngstjóri er Jónas Tómasson, en fararstjóri Elías J- Pálsson. í förinni eru yfir 30 manns. Sunnukórinn er stofnaöur i unun,. Auk þess var Sigurð- 25. jan. 1934 (25. jan. sér fyrst sól í Isafjaröarkaup- stað eftir sólvana skamm- degi). Stofnendur voru um 30 söngmenn, konur' og karlar, sem flestir höfðu um langt skeið sungið í ísa- fjarðarkirkju, (sumir allt frá aldamótum) og flutt bæði kirkjuhljómleika og al- menna hljómleika á ísafirði, undir stjórn Jónasar Tóm- assonar, en hann hefur ver- ið organleikari við ísafjarð- arkirkju í 35 ár.......Það var þessi ófélagsbundna söngsveit, sem fékk Sigurð Birkis til aö þjálfa söng- listarnáms, með styrkveit- ur Birkis hálísmánaðartíma hjá kórnum, áður en hann lagði af stað í þessa för. Frú Jóhanna Johnsen er ein af fjórum einsöngvurum kórsins í förinni. Hinir eru: Frú Margrét Finnbjarnar- dóttir, hr. Jón Hjörtur Finn- bjarnarson og hr. Tryggvi Tryggvason. Þann 2. des. 1943 stofnaði Sunnukórinn sjóð til minn- ingar um einn stofnfélaga sinn, frú Önnu Ingvarsdótt- ur. Segir í skipulagsskránni að tilgangur sjóðsins sé: 1. AÖ styðja til söng- og tón- menn s.»ia 1925, og var það fyrsti kórinn, sem Birkis þjálfaðj. Þeir, sc;n höfðu forgöngu í aö hefja þessa söng- kennslu, og eru því braut- ryðjendur í þessari merku starfsemi, voru þáverandi sóknarprestur Isfirðinga, Sigurgeir Sigurðsson, bisk- up og Jónas Tómasson, kirkjuorganisti. Þessir menn voru einnig aðalhvatamenn- irnir að stofnun Sunnu- kórsins. Sigurgeir Sigurðs- son var formaður kórsins frá stofnun, allt til þess er hann flutti til Reykjavíkur 1939 og tók við biskupsem- bættinu. Síðan Sunnukórinn var stofnaöur, hefur hann æft um 20 verkefni og haldið rúmlega 40 opinbera hljóm- leika. Auk þess hefur hann sungið við fjölmörg tæki- færi, svo sem á afmælis- fagnaöi ýmissa félaga, við útisamkomur (17. júní), á íþróttamótum o. fl. í fyrra söng han'n á lýðveldishátíð Ísfiröings, 1;7. júná og á lýðveldishátíð Norður-ísfirð- inga í Reykjanesi 16. júní. Einnig söng hann við k'omu forsetans til Isafjarðar í fyrra. Nokkrar söngferöir ' nefur hann farið í nágrenni ísafjarðar, en þetta er fyrsta söngferöin til fjar- lægari úaöa. Hefur veriö reynt að vanda allan undir- búning og vildu þó forráða- menn kórsins, að betur heföi gengiö aö sumu leyti. T. d. þykir þeim leitt, að af 47 söngmeðlimum, sem æfðu í vetur, geta nú aöeins 32 tekiö þátt í þessari ferð. Kórinn hefur átt því láni að fagna síðustu árin að hafa innan sinna vébanda lærða söngkonu, sem Reyk- víkingar kannast við, frú Jóhönnu Johnsen. Hefur hún tekið einstaka kórfé- laga í tíma undanfarna vet- ur. Hafa allar söngkonur kórsins notið kennslu henn- ar og nokkrir af karlmönn- ingum eða lánum, efnilega nemendur í þeim greinum. 2. Að styrkja til starfs í bænum söngstjóra, kirkju- organista, söngkennara, eða aðra þá, er starfa að söng eða tónlist bæjarbúum til uppbyggingar. Allt eftir nán ari ákvörðun stjórnar sjóðs- ins. Sjóðurinn er nú oröinn um 16 þús. krónur. Kórinn mun halda hér sérstaka kirkjuh’jómleika og byrja þeir ú lagi eftir hinn aldna söngfræðing præp hon. Sigtrygg Guð- laugsson að Núpi. Er það lag við sálminn Iieilagur, heilagur, eftir Vald. Briem og er lagið tileinkað Sunnu- kórnum. Tvó önnur íslenzk lög eru á pessari "öngskrá. Annað er Barnaoæn eftir söngstjórann og hitt er Frelsisbæn eftir Grím heit- inn Jónsson, sem lengi dvaldi á Isafiröi. Þá verður flutt á þessum Iiljcmleikum orgelverk eftir Pál organ- leikara Halldórsson frá Hnífsdal. Er það Partíta yfir sálmalagið Hin mæta morg- unstund. Verður það flutt af dr. Urbantschitsch, en hann annast allan undirleik fyrir kórinn, bæði vlð kirkju hljómleikana og við al- mennu hljómleikanar. sem munu verða í Gamla Bíó. Almennu hljómleikarnir byrja meö sólkomusöng ís- firðinga Rís heil, þú sól, eft- ir Jón Laxdal. Textinn er eftir Hannes Hafstein og er hvorttveggja sam.ið á Isa- firði um síðustu aldamót, en þá voru bæði þessi skáld búsett þar. Fleiri innlend sönglög eru ennfremur á söngskránni. Haraldur Leósson hefur þýtt eöa frumort 1 af söng- textunum, en Guömundur Geirdal 7 þeirra. Eru þeir báðir í Sunnukórnum. Fararstjóri kórsins er Elí- us J. Pálsson, kaupm. ísa- firði.. Hann hefur verið for- maður kórsins síðan séra Fhr. á 7. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.