Þjóðviljinn - 07.12.1945, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 07.12.1945, Qupperneq 3
Föstudagur 7. des. 1945. ÞJÓÐVILJINN ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FRÍMANN IIELGASON För Dynamo til Englands er heimsviðburður á sviði íþróttanna Þegar það kvisaðist að Moskvafélagið Dynamo myndi fara til föðurlands knattspyrnunnar, Englands, til þess að keppa við beztu knattspyrnufélög Breta vakn aði alls staðar sú spurning hvernig þeir myndu standa sig og eftir því mætti álykta hvernig rússnesk knattspyrna stæði í dag. Um langan aldur eða allt frá því á keisaratím- unum, hafa Rússar haft sára- lítil sambönd við erlendar þjóðir um íþróttir. Yfir þelrri starfsemi hefur því verið hula. Fáir vitað með vissu hve sterkir þeir væru. Við og við hafa þó borizt fregnir um afrek sem eru betri en áður hefur þekkzt. Þessar fregnir hafa ekki alltaf verið teknar bókstaflega. Vegna þessa efa varð eftirvæntingin því meiri, enda vakti heimsóknin heimsathygli og má kalla einn merkilegasta íþróttavið- burð, sem gerzt hefur um langt skeið- Með þesari för sinni hafa Dynamoleikmennirnir svipt þeirri hulu frá, sem hvílt hef- ur yfir rússneskum íþróttum, og sannað að ekki er ástæða að rengja fréttir um árangra se,m frá Rússum berast. Frammistaða þeirra við ensku félögin er furðulega góð. Mun engum hafa dottið í hug að þeir mundu fara ó- sigraðið í keppni við Arsenal og Chelsea og sterkasta félag Skota Glasgow Rangers. Er þetta því merkilegra þar sem þeir hafa ekki haft samskipti við knattspyrnuþjóðir og ekki lært á þeim leikjum. Dynamo ■ Framkvæmdastjóri Chelsea, , , . , , akveðinn þegar maður ; var einn þeirra sem fengu að , , sjá Rússana æfa sig fyrir leikinn. Hann lét í ljós undr- un yfir þeim góða leik sem þeir sýndu. Eftir leikinn var skrifað og sagt; Rússarnir léku fullkomna Mið-Evrópuknattspyrnu; not- uðu mikið stuttar sendingar og héldu knettinum alltaf niðri við jörð, og með snögg- um samleik. Jafnvel skallí þeirra var ágætur. Tveim veikum atriðum veitti maður athygli; Rússarnir kunnu ekki að hlaupa með knöttinn og þeir stóðu stundum kyrr- ir. Maður sá þá aldrei reyna að leika á mótherja, alltaf spörk til næsta manns, og ný staða tekin. Annar veikleiki þeirra var vöntun á líkams- mýkt. Knattmeðferðin var Chelsea 3:3É'aði einhver, en bætti við: „Það er erfitt að vera kald- á í höggi við skugga á kvika- silfri“. Dynamo fékk 12 horn, en Bretar 4. Dynamo „■brenndi“ vítaspyrnu í stöng- ina. Á leikinn horfðu um 80 Iþúsund manns. Chelsea fékk I lánaðan landsliðsmiðfram- herjann Lawton, sem nú er snjallasti miðframherji Breta. Dynamo — Cardiff 10:1 Annar leikur við welska félagið Cardiff, sem er gott lið þó ekki á við Chelsea. Rússarnir léku sér að mót- herjunum. Þeir sýndu í þess um leik að þeir eru ekki að- eins snöggir og furðulega ör- uggir í spyrnum og staðsetn- ingum, þeir skutu „kanon“- fast og öruggt. Eftir fyrsta prýðileg, en líkamsjafnvægið leikinn var það þó dregið í Vlikhail Semichastry, forniaður Ðynamo og miðframvörður lakara, engar óvæntar breyt- ingar eða snúningar, en þrátt fyrir það framúrskarandi leikur. Þeir höfðu mörg tæki færi til að gera mörk en skotin voru ekki í hlutfalli við samle kinn. — Það mátti fljótt sjá að Rússarnir voru ákveðnir að leika leikinn. Maður undr- aðist úthald þeirra, sem sér- staklega kom fram í síðari hálfleik, sem segja má að endað hafi með sýningu. og þá fyrst varð framlínan hættuleg. Woodley í marki Chelsea átti þá meistaraleg- ar bjarganir, sem þó var í skugga af „collega“ sínum í hinu markinu, Khomich, sem m. a. tók skot frá Lawton, sem var „óverjandi“, af stuttu færi.Má segja aðKhom ioh sé þpztur af hinum ann- ars jöfnu Rússum. Daily Mail segir að ef Lawton (miðframh- Breta) hefði verið fæddur í Moskvu, þá hefði Dynamo getað gert 10 mörk. Hann líkir liðinu við austurrískt lið, sem gisti England fyrir stríð. Rússarnir eru þó sneggri. Leikni þeirra knattmeðferð og „taktik" var fyrsta flokks. jÞó leiðin að marki sé opin þá koma þeir sem heild sam- an að marki. Kaldákveðnir mótherjar ættu að geta dreift svona einfaldri sókn, skrif- efa að þeir gætu það. Mark- maðurlnn hafði lítið að gera, bjargaði þó vítaspyrnu. Þetta var fremur sýning en leikur. Dynamo — Arsenal 4:3 Þriðji leikur Dynamo var við Arsenal eða svo er sagt í fréttum og opinberlega lát- ið heita svo en var svolát- andi: Griffth (Cardiff). Scott (Arsenal), Bacuzzi (Fulham), Bastin og Joy (Arsenal), Halton (Bury), Matthews (Stoke), Drury (Arsenal), Rock (Fulham), Mortensen (Blackpool) og Cumner (Arsenal). Hapgood gat ekki komið til leiks, var í Þýzkalandi. Rússarnir settu mark á 1. mín. Bretar jöfnuðu fljót- lega og eftir 12 mín- settu þeir annað markið og það briðja kom eftir 30 sek. 3:1. En hrópin voru tæplega hljóðnuð þegar Rússar gera sitt annað mark 3:2 og þann- ig stóðu leikar í hálfleik. Er stutt var liðið á leikinn jöfnuðu Rússar og þegar 20 mín. voru liðnar settu þeir sigurmarkið.Arsenal gerði ít- rekaðar tilraunir til að kvitta og gerði mark sem var dæmt ógilti Dómarinn var rússneskur. Meðan leikurinn fór fram var þokan svo þétt að áhorf- endu áttu óhægt með að fylgj Mynd frá knattspyrnukappleiknum milli Chelsea og Dynamo. Khomich, markvörður Dynamo grípur boltann af tánni á Law- ton, bezta skotmanni Breta. Þess skal getið sem sem gert er Fyrir nokkru er lokið fyrsta handknattleiksmóti > Reykjavíkur og fór það fram í húsi Í.B.R. við Suðurlands- braut- Um úrslit þessa móts hefur áður verið getið hér og verð ur ekki um mótið sem heild rætt hér. Það sem ég vildi vekja athygli á er það, að á undanförnum árum hafa öll handknattleiksmót farið fram í húsi Jóns Þorsteins- sonar, og með því hafa hand-. knattleiksmenn haft tækifæri til að halda opinber mót í þessari íþrótt. Þetta hefur að sjálfsögðu haft feikna áhr f á viðgang handknattleiks hér í bænum. Þar sem gera má ráð fyrir að öll stærri mót fari fram í húsi ÍBR er ekki óviðeig- andi að við handknattleiks- menn þökkum Jóni fyrir þann þátt sem hann hefur Framhald á 6. síðu. ast með leikmönnunum hvað þá boltanum. og jafnvel leik menn sjálfir áttu fullt í fangi með að fylgja honum. Það er sagt að Bretarnir hefðu viljað slíta leiknum vegna þokunnar en Rússarn ir álitu að fyrst hægt hefði verið að byrja mætti eins halda áfram og var svo gert. Eftirköst Eins og sagt hefur verið frá í fréttum gerði Dynamo jafntefli 3:3 við Glasgow Rangers, sem er nr. 1 í I. deild í Skotlandi og er það frábær frammistaða. Vegna þessarar frammi- stöðu hafa komið fram radd- ir um það í Englandi að fram færi opinber kappleikur milli Rússa og Englendinga. Þá hafa komið fram óskir og vonir að Rússarnir kæmu við á Rlalsunda Stadiion í Svíþjóð á leiðinni heim. Frá Danmörku berst líka sá frétt að Danir hafi lagt inn boð til Dynamo um að koma til Danmerkur næsta sumar og leika þar nokkra leiki og leika við beztu lið Dana. Ekkert liggur ákveðið fyr- ir um hvað úr þessu verður. Úr fréttabréfi frá Stockhólmi Dagana 17.—18 nóv. fór hér fram mikil fimleikahátíð 1 til efni af 25 ára afmæli Fim- leikasambands Norðurlanda. Saknaði ég þar mjög land- anna sem eiga flokka, sem ekki standa þeim að baki er þar sýndu, sérstaklega kvennaflokkanna. Fyrri daginn var mótið sett og sýndu þá finnsku og sænsku kvennaflokkarnir og norsku og dönsku karlaflokk arnir. Þótti mikið til um leik fimi finnsku stúlknanna. Síðari dagurinn var hátíð- legri. Fprseti sambandsins hélt þá ræðu, og var þar auk þess margt stórmenna t. d. Gustav Adolf krónprins o. fl. Þetta kvöld sýndu svo stúlkur frá Danmörku og Noregi og karlaflokkar frá Finnlandi og Svíþjóð. Það var sérstaklega tekið fram um þá norsku og dönsku, að þeir hefðu haft stuttan tíma til undirbúnings þessu móti, því allt íþróttalíf lá meira og minna niðri hjá þeim öll stríðsárin vegna húsnæðis- leysis og annarra orsaka- Að mínum dómi voru þær norsku betri (þær voru í sjón svo líkar þeim heima)'. Það sem einkenndi þær og leikfimi þeirra, var píanó- undirleikurinn við æfingarn- ar. Var leikið á píanóið af mikilli list, lög eftir Grieg og önnur norsk tónskáld, síðan létt lög, og svo síðast en ekki sízt, hin fallega vöggu- vísa eftir Brahms. Enda fengu þær lang beztu undir- tektirnar það kvöldið. Sænski karlaflokkurinn var einnig mjög góður, hvað einstaklinga snerti, en sam- tökin ekki eins. Að allra dómi var finnski karlaflokkurinn lang beztur, enda sýndi hann svo fagra leikfimi, að unun var á að horfa, en hámarki náði þó hrifningin þegar þeir gerðu æfingar í hringjum og á slá. Þar sýndu þeir alveg undra- verðar æfingar, svo maður hélt niðri í sér andanum á meðan.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.